Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 17
Það eru vonandi fáir þeir skátar sem ekki hafa eitthvað fengist við matseld í útilegum. Alltaf eru nokkrir sem ekki hafa sig í það og halda að það sé hvorki skemmtilegt né hægt sé að gera almennilegan mat. Skátablaðið hefur því ákveðið að hjálpa upp á sakimar og birta nokkra þætti um útilegumat- reiðslu. Þið verðið að hafa nokkra þolinmæði °g fylgjast með efninu jafnóðum og það kemur. UTIELDUN Texti: Tryggvi Marinósson í þessu blaði birtist stutt forspjall. í næstu blöðum er hugmyndin að fjalla um bálgerðir, prímusa, gas- suðutæki, grill og viðeigandi elds- neyti, matseld og mat í hike-og dag- ferðum og sveitar- og flokksútileg- um. í hverju blaði verður birt upp- skrift fyrir þá sem ekki hafa þolin- mæði til að bíða eftir uppskrifta- þættinum sem kemur í lokin. Gam- an væri að heyra frá ykkur ef þið reynið þessar uppskriftir, hvemig þær reyndust og ekki væri úr vegi að fá mynd af flokknum við matseld- ina. Mörgum finnst það ekkert atriði að vera að vesenast við matseld í útilegum, betra sé að hafaallt tilbú ið að heiman frá sér. En svona hugsa bara þeir skátar sem ekki kunna að elda sjálfir eða nenna ekki að leggja á sig að læra það. Ef þú sem lest þetta ert einn af þeim þá skora ég á þig, að taka þig nú á og drífa þig í að prófa eftirfarandi uppskrift. Lúxus-vöndull hæfilegt fyrir ca. 4-6. 500 g kjötfars. 1 laukur 2 bollar rasp eða brauðmylnsla 2 tesk salt 1/2 teskeið pipar 75 cm álpappír. Saltinu og pipamum er blandað í kjötfarsið, sléttað úr álpappímum og smjörlíkinu smurt vel yfir allan pappírinn. Raspinu sáldrað jafnt yfir. Nú tekurðu í brúnirnar á ál- pappírnum og reynir að láta kjöt- farsið rúllast upp, það á að losna frá pappírnum. Þá vefurðu álpappírn- um laust utanum og bakar á glóð eða grillar í 40-50 mín. Með þessu er höfð pakkamús, tómatsósa og sinnep. T. Mar. SKÁTABLAÐIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.