Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 21

Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 21
ingum sem hægt er að losa um hæl- inn á. Val á ferða- og fjallaskíðum: Breidd: Pví breiðari sem skíðin eru því betur fljóta þau í mjúkum snjó. Breið skíði eru auk þess þyngri og traustari. Ekki er ráðlegt að leggja í f jallaferð á skíðum mjórri en 50 mm. Lengd og spenna: Skíðin eiga að ná upp að úlnhð á uppréttri hönd. Þeir sem eru þungir miðað við hæð og þeir sem hafa gott vald á skíðun- um geta notað lengri skíði, frávikið á þó ekki að vera meira en 10 sm. Spennu eða stífleika skíðanna má prófa á eftirfarandi hátt: Standið á skíðunum á sléttu gólö með jöfnum þunga á hvoru skíði og hafið papp- írsmiða undir öðru skíðinu miðju. Ef spennan er hæfileg, er hægt að færa miðann fram og til baka undir skíðinu. Ef allur þunginn er á öðru skíðinu á blaðið að festast. Ef geng- ið er með þungan bakpoka þurfa skíðin að vera stífari. Sóli: Nú orðið eru flest skíði með sóla úr gerviefni. Til eru bæði sólar sem þarf að smyrja með áburði og sólar sem ekki þarf að smyrja. Það er nánast smekksatriði hvor gerðin er valin en óhætt er að full- yrða að rétt smurð skíði grípa betur en skíði með gripmunstri. Munstruð skíði renna yfírleitt verr en skíði með sléttum sóla. Málmkantar: í hörðu og erfiðu færi og í brekkum kemur sér vel að hafa málmkanta á skíðunum. Gönguskíði eru annars vegar fV 35 cm Hentugir skiSaskór í fjallaf erðir. Hæfileg lengd skiða og stafa. framleidd úr tré, hins vegar úr trefjaefnum. Skíði úr trefjaefnum eru mun traustari og henta því betur í fjallaferðir. Skíðastafir: Stafir úr trefjaefn- um eða málmi eru sterkari en bambusstafir. En ef stafir brotna er auðveldast að gera við þá ef um bambusstafi er að ræða. Hringjur á stöfunum þurfa að vera stórar svo þær gefi hald í mjúk- um snjó. Lengd skíðastafa er hæfileg ef þeir ná upp í handarkrika, þ.e. 30 - 35 sm minni en líkamshæð. Bindingar og skór: Algengast er að nota tábindingar, 75 mm bieiðar. Ágætt er að hafa einnig hælklemmur. Gorma- og ólabind- ingar koma líka til greina á fjalla- skíðum. Skómir verða að passa við bind- ingarnar. Þeir þurfa helst að vera háir og styðja vel við ökklann. Flest- ir skíðaskór em úr leðri en til em skór sem eru gúmmívarðir neðantil. Þegar farið er í Iangar skíðaferðir er gott að hafa eftirtalda hluti með: Skíðaodd sem hægt er að smeygja upp á brotið skíði, varahringju á skíðastafi, varabindingu og skrúfur, varaskóreimar, skrúfjárn, töng, jámsagarbút, vír, límband og lím til viðgerða, áburð, sköfu og kork. 5. Vertu viðbúinn óveðri, jafnvel í stuttum ferðum. 6. Mundu eftir áttavita og korti. 7. Farðu ekki einn. 8. Snúðutímanlegavið. 9. Sparaðu þrekið og grafðu 10. Notaðu sólgleraugu til 11. Varaðuþigásnjóflóðum. þig í fönn ef nauðsyn kref- vamar snjóblindu. ur. SKÁTABLAÐIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.