Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 29

Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 29
Leiðir til úrbóta Mig langar til að benda á nokkra punkta sem ég tel að mættu vera til úrbóta og þá sérlega við starf yngri hópanna. 1. Hætta að stía sundur kynjunum og láta þau starfa saman undir samheitinu léskátar og áfanga- skátar. 2. Vinna eftir samræmdu skipulags- kerfi sem þó stendur ekki í vegi fyrir aukinnifjölbreytni. 3. Leggja aukna áherslu á útistarf og þá ekki endilega hefðbundnar útilegur, heldur mætti hafa vett- vangskannanir ýmis konar og kanna hvað er að gerast í kring- um okkur, bœði í atvinnulífinu og félagasamtökum ýmiskonar. 4. Gera skátahreyfinguna að vett- vangi félagslegs þroska, opna hana útávið og láta krakkana fjalla um málefni dagsins í dag í umræðuhópum eða á annan já- kvœðan hátt í anda skátahreyf- ingarinnar. í framhaldi af þessu ætti svo að stuðla að því að krakkar sem eiga erfitt félagslega geti sótt styrk til skátahreyfingarinnai. Þannig fá all- ir tækifæri til að njóta sm en ekki eins og oft vill brenna við, aðeins örfáir einstaklingar sem standa uppúr og njóta góðs af starfinu. Einnig er að opna skátastarfið fyrir þroskaheftum og fjölfötluðum. Það er mín sannfæring að það verði bæði þeim og krökkunum sem fyrir eru í hreyfingunni til góðs. Auðvitað er margt annað sem mætti nefna og þessir punktar eru um margt ófullnægjandi. Ég mun gera nánari grein fyrir þeim síðar og læt þetta nægja að sinni. byggir á og hvernig þeir virka inn í okkar starf í dag. Niðurstaðan er sú að skátastarf geti ekki þrifist nema þessir 3 þættir séu í lagi. Og eins og berlega kemur í ljós vantar mikið á að svo sé hjá okkur. Á undanförnum árum hefur verið þó nokkur tilhneiging til að aðlaga skátastarf breyttum viðhorfum og gera það aðlaðandi fyrir æskufólk nútímans. En kannski að málið sé það, að það sem við höfum brotið upp og kastað fráokkur hefur okkur ekki tekist að fylla upp að nýju á viðunandi hátt. Ég veit það að margir eru að vinna gott starf úti í félögunum en okkur vantar að sam- eina kraftana og þama hefur forysta bandalagsins algjörlega brugðist. Þeir góðu menn sem þar starfa virð- ast hugsa um það eitt að reisa háhýsi undir deyjandi skátahreyfingu. Við erum með mörg dæmi þess, allt í kringum okkur, að félagasamtök hafa reist sér stór og góð hús en gleymt sínu innra starfi og lagt upp laupana. Hvað stendur þá eftir? Stór hús sem minnisvarði eða rétt- ara sagt legsteinn um eitthvað sem var. Má heimfæra þetta upp á okk- ur? foringja og spurði þá almennt um starfið. Það athyglisverðasta var það, eins og ég reyndar bjóst við, að engir tveir foringjar störfuðu eins hvað varðar skipulag og uppsetn- ingu. Sumir notuðu nýju vinnubók- ina, aðrir ekki og sumir notuðu gömlu vinnubókina. Hvað varðar búninga Þá var því háttað allaveg- anna og aðeins einn af þeim sem ég talaði við sagðist uppáleggja sínum skátum að mæta í búningi. Það var þó einn hlutur sem þessar sveitir áttu sameiginlegan. Það var að eng- inn af foringjunum skipti sveitum sínum niður á ákveðna hópa sem höfðu hópforingja, eins og þótti sjálfsagt hér áður, heldur störfuðu sveitimar sem sveit og var henni ein- ungis skipt niður í ákveðnum verk- efnum. Ekki má gleyma því að sum- ir vom með léskáta, þ.e. strákar og stelpur voru saman í hóp en kynjun- um ekki stíað í sundur eins og víðast er gert. Það kom mér á óvart hversu gott starf var í mörgum þessara sveita og í rauninni gott skipulag. En það er bara ekki nóg að hver sé að pukra í sínu homi og enginn veit hvað næsti maður er að gera. Það er alger nauð- syn á samræmdu skipulagi, þ.e.a.s. ef við viljum vinna að frekari upp- gangi skátahreyfingarinnar. Erum við að reisa okkur legstein? Hér á undan hef ég rakið þá grundvallarþætti sem skátastarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.