Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 49

Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 49
FORSETAMERKIÐ — bara prófmerki eða hágæða snobb? Það er árviss viðburður að dróttskátar sæki heim forseta íslands til að veita viðtöku Forsetamerkinu, æðsta prófmerki sem skátar geta starfað að. Afhending Forsetamerkisins er ákaflega hefðbundin athöfn og fer hún fram í Bessastaðakirkju. Skátaheitið er endumýjað, sungnir eru hátíðlegir skátasöngvar, stuttar ræður em haldnar og svo er merkið að sjalfsögðu afhent þeim sem til hafa unnið, ásamt skrautrituðu skjali. Að lokinni athöfninni í kirkjunni er gengið til stofu á Bessastöðum og þegnar veitingar í boði forseta íslands. Það fer ekki fram hjá neinum sem boðið er til Forseta- merkisafhendingar að Akureyringar em stór hluti þeirra sem hljóta merkið ár hvert og hefur það því stundum í gamni og alvöru verið kallað Akureyrarmerkið. Astæðan fyrir þessu er kannski helst sú að dróttskátastarf hefur oftast verið ákaflega blómlegt á Akureyri og verið sam- einast um ferðina suður sem nokkurs konar lokapunkt á dróttskátastarfið. Fyrir sunnan hefur hins vegar borið Texti: Jón Halldór Jónasson Ljósm.: Birgir Þór Ómarsson meira á gagnrýni á merkið og athöfnina. Það hefur verið kallaður hégómi að vinna að merkinu og athöfnin verið sögð snobbuð. En sitt sýnist hverjum. Hverjir geta sótt um merkið — og fengið? Umsóknum um merkið, ásamt dagbókum og staðfest- ingum á námskeiðsþátttöku þarf að skila til Bandalagsins tæpum mánuði fyrir afhendingu merkisins. Það er í verkahring sérhvers félagsforingja að ganga úr skugga um hvort dróttskátamir óski eftir að sækja um merkið og einnig að úrskurða hvort viðkomandi telst hæfur til að hljóta merkið eður ei. Til að hljóta Forsetamerkið þurfa dróttskátamir að standast ákveðnar kröfur, en þær em: 1. Hafa starfað sem dróttskáti í minnst 2 ár, en mest 3 ár. 2. Hafa fært dagbók yfir dróttskátastarf sitt þetta tíma- bil. 3. Hafa sýnt áhuga og dugnað í starfi. 4. Hafa aðstoðað yngri skátasveit í starfi í minnst 6 mán- uði. 5. Hafa sótt grunnnámskeið foringjaþjálfunar BÍS. 6. Hafa lokið 4. áfanga. 7. Hafa lokið 18 sérprófum skáta. Þetta em þær sjö kröfur sem BÍS setur. Þær em þó í raun átta töluliðir þegar grannt er skoðað. Sú áttunda er að hafa staðið skil á greiðslu fyrir merkið, en það kostaði við síðustu afhendingu 100 krónur, sagt og skrifað: - eitthundraðkrónur -. Hefur mörgum Forsetamerkis- mótttakandanum þótt sem ,,stællinn“ færi af hátíðahöld- unum. Það væri ólíkt meiri reisn ef kostnaðurinn af merkinu yrði einfaldlega settur á reikning viðkomandi skátafélags, en að standa í innhemtu á hátíðarstund, jafnvel þó þetta sé silfurmerki. í umfjöllun að þessu sinni viljum við reyna að draga fram hinar ólíku skoðanir sem menn hafa á merkinu og afhendingu þess. Við leituðum til nokkurra aðila um að stinga niður penna um efnið og fengum svör frá þeim: Tryggva Marinóssyni, en hann starfaði sem drótt- skátaforingi á Akureyri og er nú oddamaður starfsráðs BÍS; Benjamín Axel Amasyni, erindreka Bandalags ís- lenskra skáta, og að síðustu frá þeim Þórði Kristjánssyni og Birgi Þór Ómarssyni, en þeir félagamir em starfandi í Ds. Ares í Garðbúum. Þá hleruðum við eftir skoðunum nokkurra nýbakaðra forsetamerkishafa. SKÁTABLAÐIÐ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.