Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 54

Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 54
Gott dróttskátastarf getur ekki verið snobb — eftir Tryggva Mannósson „laugardagurinn 24. apríl var bjartur og fagur dagur. Sá dagur markar einnig merk spor í sögu íslenskra skáta“. Þannig hefst frásögn af fyrstu afhendingu forsetamerkisins í Foringj- anum, 8.tbl. 1965. Nú eru liðin 17 ár og um 600 skátar hafa fengið forsetamerkið. Þeir sem fengu merkið á dögunum hafa verið ný- eða ófæddir þegar þessi afhending fór fram. En gekk þetta svo? Markaði þessi dagur svo merk spor í sögu íslenskra skáta? Getur eitt atriði í fjölbreyttu félagsstarfi markað varanleg spor? Þessum spurningum læt ég ósvarað að mestu. En eitt er ég nær viss um að það að vinna að forsetamerkinu og fá það afhent, markar einhver spor í þann skáta er það reynir. Afstaða skátanna til merkisins mótast of mikið af þeim ljóma sem það hefur unnið sér, bæði af nafni merkisins og því að það sé Æðsta prófmerki skáta. Af hverju er verið að láta menn leggja hart að sér til þess að ná þessum prófum, þegar BÍS horfir yfir þau og tekur nær ekk- ert mark á þeim? Hvers vegna er verið að láta marga halda að þeir séu eitthvað meira og betra en þeir sjálf- ir? Það eru mikið fleiri sem ættu líka að standa þarna á Bessastöðum, en þessir örfáu sem hafa veitt sér þessi merki sjálfir. Ef þetta er hugsað sem samkoma þar sem fullt af krökkum hittast, hvar eru þá allir hinir? En ef hins vegar er litið á þetta sem afhendingu á viðurkenningu fyrir góða frammi- stöðu, hvað eru þá svona margir að gera þarna? í dag segir sérhver skáti sem fær forsetamerkið: ,,Mér finnst ég góður skáti og mér finnst ég hafa starfað mjög vel að þessum verkefn- um sem fyrir mig voru lögð. Mig langar til að kaupa mér merki.“ En fáir eru þeir sem hugsa þannig að þá langi í merkið en telji sig ekki þess verðuga að þeir veiti sér það. Mjög sjaldan eða jafnvel aldrei er nokkrum vísað frá. Getur verið að allir séu þess verðir að fá þetta Æðsta prófmerki skátahreyfing- arinnar? Eða er þetta eins og BIS virðist hugsa? Allir með, komið og hafið gaman. Hvers vegna er þá ver- ið að trufla æðsta mann þjóðarinn- ar, forsetann og láta suma halda að þetta séu svona frábærir skátar. í lokin Greinilegt er að eitthvað þarf að gera. Annað hvort þarf að gera þetta að alvöru merki, einhverju sem er þess virði að vinna að og bera. Merki, sem aðeins þeim er starfa virkilega vel er veitt, og ættu þeir þá ekki að þurfa að veita sér það sjálfir. Eða þá bara að hafa við- hafnarlaust partý til þess að þakka fyrir liðin ár og rifja upp gamlar minningar. Fyrir alla muni skulum við ekki rugla þessu tvennu saman í einn stefnulausan hrærigraut. Frá upphafi hafa verið nokkuð deildar meiningar um gildi, ,forseta- merkisins“. Það hafa verið skiptar skoðanir um hvemig meta ætti starf einstakra skáta. Ég held að á tíma- bili hafi jafnvel jaðrað við að af- hending merkisins félli niður vegna áhugaleysis. Ég er nær viss um að ef ekki hefði komið til jákvætt viðhorf fárra skátafélaga og oft þeirra sömu, öll þessi ár þá væri merki þetta úr sögunni. Ef skoðaðar em skýrslur um fjölda þeirra er fengið hafa merkið kemur í ljós að rúmur þriðj- ungur er frá Akureyri, um þriðjung- ur frá Reykjavík og tæpur þriðjung- ur frá öðmm félögum. Þá minnist ég á þetta að ég held að jákvætt viðhorf þeirra er stjóma félögum hverju sinni skipti mestu máli um hvort til- ætluðum árangri verður náð. Það heyrðist oft og heyrist enn að ,,forsetamerkið“ sé ,,snobbað“ og að menn séu jafnvelmeirimenn, ef þeir starfa ekki að merkinu. Þessar viðbámr hef ég aldrei skilið. Ég get ekki séð hvernig gott dróttskátastarf geti verið snobbað. Það að merkið heiti þetta og hvernig það er afhent finnst mér aukaatriði. Það er fyrst og fremst starfið að baki sem skiptir máli. Að skátafélög hafa ekki getað komið skikkanlegu formi á drótt- skátastarf sitt kemur ekki þessu eina atriði FORSETAMERKINU við. Ég held að oft á tíðum hafi verið hamast á forsetamerkinu til að hilma yfir hversu erfiðlega hefur gengið að halda uppi sómasamlegu dróttskátastarfi hjá mörgum félög- um. Félögin hafa skorist úr leik með ýmsum viðbámm svo sem að dróttskátamir vilji ekki starfa að merkinu, að starfið sé svo misjafnt að gæðum eftir félögum og að sumir fái merkið fyrir ekki neitt. Þama finnst mér gæta vissrar þröngsýni. Hver á að meta gæði starfsins og hvernig? Er farið eftir fjölda atriða á dagskrá eða eftir innihaldi? Hversu mikið af skoðunum dróttskáta em mótaðar af viðhorfi þeirraer stjóma hverju sinni? o.s.frv. Ástæðan fyrir því að svo margir dróttskátar frá Akureyri hafa hlotið merkið stafar ekki af því að félögin kepptist við að troða á skátana þessu merki. Það stafar miklu frekar af því að þar hefur tekist að halda uppi þokkalegu dróttskátastarfi öll þau ár sem dróttskátasstarf hefur verið við líði á landinu. Og ef til vill ekki síður af því að þar hefur ríkt jákvætt viðhorf til merkisins hjá stjórnendum. Hulda Þórarinsdóttir fyrrverandi félagsforingi Valkyrj- unnar orðar þetta vel í viðtali við Foringjann, 4. tbl. 1978: „Starfið er þannig skipulagt að það leiðir af sér forsetamerkið.“ Sem dæmi um mismunandi við- horf til merkisins má taka viðtöl er birtust í Foringjanum 4. tbl. 1977, en þar em nokkrir skátar er nýbúnir vom að fá merkið spurðir að því 54 SKATABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.