Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Síða 5

Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Síða 5
N t VIKUTÍÐINDl HERMENNIRNIK OG STÚLKURNAR. Þegar talað er uni samband íslenzkra stu’kna og liermanna frá Keflavíkurflug- velli er ætíð gengið út frá Jtví, að her- meimimír séu illu andarnir, sem spilli stúlkunum. Þetta var reyndar mín skoð- un, Jiangað til ég kynntist málunum bet- ur. Eg áleit, eins og aðrir, að Jieir tældu stúlkurnar til meiri ólifnaðar, en Jiær liefðu áður kynnzt, eyði'egðu uppeldi þeirra og gerðu ]>ær að þeim dræsum, sem þær verða venjulega eftir slarkið með her- mönnunum. En liér er margt öðruvísi, en sýnist í fljófu bragði. Þegar við sjáum hóp af anierískum hermönnum skemmta sér með íslenzkum stúlkum, J)á rekum við augun í eitt sérstaldega: Hvað stúlkurnar haga sér yfirleitt miklu verr heldur en útlend- ingarnir. Á þeim dansleikjum, sem ég lxefi séð þetta fólk saman, sem nú eru orðnir býsna margir af ýmsum ástæðum, þá eru hermennimir yfirleitt kurteisir og lítið drukknir. En stúlkumar okkar em hins vegar oft mikið drukknar, háværar og ó- friðarsamar. Þær drekka mildð án þess að víninu sé haldið að þeim, þær láta illa, án þess J)ær séu hvattar til þéss, og Jiær slást jafnvel út af þessum mönnum, sem þó eru ekki alltaf J)ess virði, að því er sýnist. Hvemig stendur a þessu? Eflaust em áhrif uppeldisins ekki sterk. Eg þekki ýmislegt til heimilisástæðna fjölmargra þeirra stúlkna, sem mest ber á í sam- fylgd Ameríkananna. Þar er eitt saineig- inlegt um heimilisástæður: SundurJ)ykkja foreldranna. Þegar svo stendur á, og hefur varað lengi, er ekki við öðm að búast en að upp- eldisálirifin verði veik. Foreldramir fara í mörgum tilfellum hvort sína leiðina í uppeldi bamanna. Það skapar aftur sund- urgerð í persónu þess, sem alinn er upp og gerir hann veikari fyrir utanaðkomandi áhrifum. En hvers vegna snúa þessar stúlkur sér að hermönnunum, en ekki íslenzku pilt- unum? Það verður ekki skýrt svo auð- veldlega, og eflaust em ástæðurnar fleiri en ein. Ef við lítmn á hópinn, sem snýst um hermennina, eru þetta stúlkur, sem marg- ar hverjar eiga ekki athvarf hjá þokkæ- legum karlmönmun. Hermannagreyin era hins vegar í þeirri aðstöðu, að þeir eiga ekki athvarf hjá þeim íslenzku stúlkmn, sem þykist vera annt um virðingu sína. Um þær fallegri í liópi ameríkananna er það að segja, að þær virðast hafa mest an áhuga á peningum þeirra og landi, sem þær gjarnan vilja flytjast til. Eg held að flestar fallegar stúlkur, sem sjást í för með hermönnum, séu með þeim til rð giftast þeim. Auðvitað eru til undantekningar frá þessum fullyrðingum, en þær eru ekld margar. Eg vil ekki skella allri skuldinni á ís- lenzku stúlkurnar og uppeldi þeirra, J>eg- ar illa fer — eins og ef til vill mætti skilja af orðmn mínum. Það er misjafn sauður í mörgu fé. Hermennirnir eru ekki allir af góðri gerð. Þeir svívirðilegri kurnia eflaust að not- færa sér hvað íslenzku stúlkumar em leiði tamar, og draga þær þá með sér út í versta svall. En þetta tel ég einnig heyra til undantekninga. Niðurstaðan er J)ví sú, að við íslend- ingar bemm sjálfir liöfuðábyrgðina, þeg- ar hermannasvall með íslenzkum stúlkum er í algleymingi. Því til áréttingar vil ég fullyrða, að þegar slíkt svall á sér stað, þá séu J)að samkvæmt því, sem sagt var í upphafi um framkomu stúlknanna aim- ars vegar og hermannanna hins vegar, einkum stúlkumar, sem egna til svallsins. En mér þykir talað og ritað um her- menn og íslenzkar stúlkur af miklu skiln- ingsleysi. Það sem gerist í samlifnaði þeirra, gerist einnig meðal okkar sjálfra, hér í Reykjavík, í al-íslenzkum veizlum. Þar er svallað á mörgum stöðum svo mjög, að enginn mundi trúa því, sem eftId hefði beinlínis orðið vitni að. En á Jietta er sialdan minnzt. Það er eins og viá kyn- okum okkur við að horfast í adgu vlð eigin siðspillingu. Við tslendingar erum líka með hrokafyllri 'fci-aUo*. (Framih. af bls. 1) Kaupmannastéttin í Rvík hefur sýnt forystuimi mikla þolinmæði til þessa, en nú virðist svo sem breytinga sé von d því efni. Kaupmenn hafa óspart verið notaðir þeg ar flokkurinn (hefur þurft að smjaðra fyrir og blekkja verkalýðinn. Alltaf þegar þurft hefur að kaupa at- kvæði hefur það verið gert á kostmað kaupmanna og sama hefur gilt þegar orðið hefur að hressa uppá fjár- hag útgerðarmanna. Á sama tíma hafa kaupmenn staðið fjárhagslega undir starfseani Sjálfstæðisflokksins. Árlega býður svo Sjálfstæð isflokkurinn þeim mönnum er greiða 2 þús. kr. eða meira í flokkssjóðinn tii veizlu, sem Motíð hefur nafnið Þakkar- hátíðin manna á milli. Þessi gæluaðferð flokksforystunn- ar við gefenduma svo og ró- lymdi mannanna sem spýta í byssuna minnir óneitanlega talsvert á söguna um banka- stjórann, isem horfði 4 starfs mann sinn fleygja glösum og öðrum glervarningi út um glugga á þriðju hæð og sagði aðeins: Brjótt þú, Magnús, ég skal borga! NÆTURKLÚBBUR ... (Framh. af bls. 1) Benedikt Ámasyni og Lárusi Ingólfssyni. Draga menn þá ályktun af þessu fyrirbæri, að nú sé að viðteknum ihætti verið að vinna að því að NæturMúbburinn fái mætur- Múbbsleyfi. Ragnar mun hafa mi!kinn áhuga á þvl að reka hinn margumtalaða veit ingastað sinn í Framsóknar- ‘liúsinu á svipaðan hátt og næturMúbba erlendis. Verður fróðlegt að fylgjast með hverjum árangri Ragnar nær með viðleitni sinni til þess að skemmta ráðamönnum þjóð- félagsins á veitingastað sín- um. Stúkem (Framh. af bls. 1) iánds? Hvað er verið að fela? Hverjir em að fela? Þeir eru líka viðkvæniir fyrir því þessir herrar að vera kallaðir „ísaldarfyrir- brigði“ sömuleiðis „kraftlaus ir mjálmarar“ og ekki er þeim bezt við þessa seíningu: „Hvergi var að finna. orð um það (á Stórstúkuþmginu ’61) að lagðir hefðu verið fram endurskoðaðir reikningar samtakanna og er þó vitað með nokkurri vissu, að Stúk- an á „dálitlar“ eignir og mun hafa eitthvað „smávegis“ fé í veltunni, svo ekki sé meira sagt.“ Hvergi er í stefnumii am- ast við því að Ný Vikutíðindi spurðu um hvað gert hefði verið við kr. 178.949.01, sem færðar voru fil gjalda á reikningum iStónstúkunnar án nánari skýringa. Þá dró blað- ið einnig í efa sannleiksgildi yfirlýsingar stórtemplara og| félaga hans, J)ar sem þeir! reyndu að gera grein fyrir því til hvers fé þetta hefði verið notað. Með málshöfðun Stórstúk- unnar er loksins komið þaðj tækifæri sem Ný Vikutíðindi hafa beðið eftir til þess að glugga í relkninga Stór stúkunnar fyrir opnmn tjöld um — og það meira að segja fyrir dómstólunum. Laogarásbíó - (Framh. af bls. 8) Að öllu athuguðu er það greinilegt að fráleitt er að halda áfram rekstri Laugar- áshíós og því spurningin hvað gera megi við kvik- myndahúsið. Hugmynd Valdi mars Kristinssonar er góð og reyndar sjálfsögð. Hins vegar verður að veita þeim mönnum sem með málefni DAS fara meira aðhald en gert hefur verið. Það er aug Ijóst að þeim er ekki treyst- andi að fara skynsamlega með svo mikið fé sem inn kemur hjá happdrættinu. Verður ihið opinbera að setja menn þeim til eftirlits og ráð gjafar. . Laugarásbíói var upphaf- lega ætlað að vera tekjulind fyrir starfsemi DAS, en hef ur nú brugðizt gjörsamlega, svo sem öllum sæmilega viti- bornum mönrnun hefði átt að vera ljóst. Nauðsyn ber til þess að finna stofnuninni aðra tekjulind. Þeirri hug- mynd skal varpað hér fram, hvort ekki væri rétt að byggja hús fyrir netaverk- stæði á lóð DAS. Á þessu netaverkstæði gætu hinir öldnu sjógarpar fengið störf við sitt hæfi, þar að auki gætu fullvinnufærir rnenn starfað þar. Þannig ætti að geta myndazt rekstrargrund- völlur fyrir verkstæðið. ÓMANNtDLEGAR innheimtijaj>ferðtr • • (Framh. af bls. 8) laust? Það er enginn að taila um að ekM -séu greidd opin- ber gjöld, -eins og vera ber, en iþegar beitt er miskunnar- leysi og grimmd að óþörfu í svona málum, er full á- stæða til þess að vekja at- hygli á því, svo eikM sé meira sagt. Hvað finnst mönnum t. d. um það, að veittur er fjög- lUrra daga frestur frá dag- setningu bréf^ |J1 Þ638 að greiða fleii-i þúsund króna skuld að fullu ella verði upp boð á vél, sem skrifuð hefur verið upp sem veð fýrir skuldinni, auglýst í dagblöð-. unum og það látið fara fram eftir hálfan mánuð? Nei, þetta er ekki hægt- Þetta borgar sig ekM á neinn hátt. Þetta er ekM heldur samkvæmt kenningum Kdsts. Og nú er ekki mánuður til jóla. g togarar ... (Framh. af bis. 8) Undanfarið hefur orðið mikil breyting til batnaðar í þessu efni unz svo er nú kom ið að næstum ógerlegt er fyr ir jafnvel vana togarasjó- menn að fá sMpsrúm- Þessl Bkyndilega breyting hefur þó ekki orðið vegna þess að laun togarasjómanna hafi eitt- hvað auMzt. Sagði eiiihver smygl?

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.