Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Síða 6

Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Síða 6
6 Ní VIKUTÍÐINDI Loksins var sagt við mig: — Gjörið svo vel að ganga inn! Eg opnaði dyrnar að herbergi, sem virtist álíka langt eins og kúluspilssalur. í hinum endanum sátu þrír herramenn, sem ég bar ekki nein kennsli á, við stórt borð Um leið og ég labbaði mig inn, heyrðist hávær, reiðileg rödd þess, sem sat í miðjunni: — Heyrðu nú, Flynn^ það er eitt, sem ég vil ekki hafa á þessum helvízkum vinnustað — drykkju- skap! Eg drekk ekki, bræður mín- ir drekka ekki. Annað atriði, Flynn, þú mátt hórast með kven- fólkinu eins og þú vilt. En það eru bara rónar, sem drekka í starfi, og þú getur ekki leyst starf af höndum, ef þú gerir það, og það verður ekkert meira um það, er það, Flynn? Jack Warner sneri sér að feit- um náunga, sem sat vinstra meg- in við hann og spurði hvatskeyt- lega: — Bill, hvers vegna má ég ekki drekka? — Þú mátt ekki drekka af því þú hefur magasár. — Alveg rétt, sagði Jack Warn- er og starði fast á alla. Það er einmitt það, sem maður fær, ef maður drekkur. Bróðir minn má ekki drekka heldur. Og þegar karl ar eins og þú fara að drekka í vinnunni, hvað eigum við þá til bragðs að taka? Sjáðu nú til — sjSSu nú til ... Hann barði í borðið. Sá, sem sat hægra megin við hann, Hal Wallis, virtist talsvert viðráðanlegri. — Ætli pilturinn hafi gert sér ljóst, hvað um er að vera? Þá stóð Warner á fætur. Hann kynnti sig, Bill Koenig og Hal Wallis. Skyndilega breytti hann um svip. Hann brosti svo hlýlega, aS ég bráðnaði Eg hafði ræðuna tilbúna og vel æfða, en ég var bú- inn að gleyma henni. Hann ljómaði. Hvernig gengur annars? — Ágætlega. Þakka yður fyrir, lierra Warner, og ... Eg lofaði því, að það skyldi ekki , verða meira af drabbi. — Gott, og svo til starfa. Hafðu , 1 það hugfast, að þúsundir eru að ( vinna fyrir sig. Þær eru að vinna j fyrir þig, fyrir þig! Þú þarft ekki annað en líta út um gluggann, og þá sérðu allar fimm þúsundirnar. Eg stillti mig um að geta þess, að þær kynnu nú líka að vera að vinna fyrir hann. Eg yfirgaf þá. Þegar ég var kom inn niður, fékk reiðin yfirhöndina aö nýju ... Bannsettur .. Hvernig gengur annars? Það var einmitt rétta augnablikið til að biðja hann um kaaphækkun. Eg var með að- alhlutveikið í Captain Blood fyr- ir 300 dollara á viku. Eg þurfti oannarlega é að halda; Lili var dýr í rekstri. Leikstjórn sjóræningjamynaai innar var fengin í hendur Micha el Curtiz. Eg eyddi fimm eymdar- árum hjá honum og í myndir eins og Hróa Hött, Árás léttbúnu her- sveitarinnar og fjölmargar aðrar. t sérhverri reyndi hann að gera allt svo eðlilegt, að mín líftóra virtist ekki skipta hann ýkja miklu máli. Hann hafði ekki yndi af neinu fremur en raunvéruleg- . um blóðsúthellingum. Captain Blood var lokið. Það kvisaðist um verið, að stórmynd hefði verið gerð. Svoleiðis kvittur heyrðist oft á vinnustaðnum áður en jafnvel áhorfendur hafa nokk- urn minnsta pata af því, hvað þeir muni fá. Og heimurinn fagnaði Captain Ólgandi líf SJÁLFSÆVISAGA BRROL FLYNN Blood. Þetta var stórsigur fyrir Curtiz, fyrir Warner, jafnvel fyrir mig, enda þótt allir græddu. Engu að síður hef ég enga á- stæðu til að kvarta. Eg fékk þokka leg, tilunnin laun fyrir þjónustu mína, fyrir tækifærið að komast áfram. Eg lagði eins hart að mér og ég einn veit. Eg geri meira að seg^ ráð fyrir, að þessi mynd hafi skipað sér sess í kvikmynda- sögunni. Hún hefur verið talin marka tímamót, eins og sagt var um Hróa Hött mörgum árum síð- ar. Á einum sólarhring var ég orð- in stjarna. Myndin rakaði inn mi)l jónum fvrir Warnerbræður Það var aðeins Jack Warn-.-r, sem kom mér af stað — hvers virði sem það hefur svo venð heiminum og mér — eftir þeirri braut, sem svo oft hefur opinber- að mína spilltu lifnaðarhætti al- menningi. ENN einu sinni var ég aðgerða- laus.' Umboðsmaður minn var Minna Wallis, systir Hal Wallis. H'in sagði mér, að Metro-Goldwin- Mayer ætlaði að fara að taka Rómeó og Júlíu. í því hafði ég sjálfur æfingu í Northampton. Enn þá vissi enginn, ekki einu sinni ég sjálfur, hversu góður, slæm- ur, sæmilegur, kannske einhvern- tíma mikill, ég gæti orðið sem leikari. Maður verður að fá hlut- verkin. Maður verður að fá tæki- færi til að vaxa. Eg var vongóður um að komast í þessa mynd. Eg hafði enskan hreim, æfingu og framkomu, sem að liði mega verða í Shakespeare-leikjum. Eg var sendur til leikstjórans, George Cuker. Hann var kunningi Lili. Norma Shearer háfði verið" valin í hlutverk Júlíu. John Barry more átti að leika Mercutio, Basil Rathbone, sem leikið hafði með mér í Captain Blood, vari Tybalt. Romep hafði enn ekki verið val- inn. Eg fór yfir til framleiðandans, Irving Thalberg. Það var matartími, og ég reik- aði um kvikmyndaverið, þar sem Greta Garbo og John Gilbert höfðu gert kvikmyndir sínar. í fjarska kom ég auga á einhvern í Ieikbúningi úr Shakespeare. Eg rölti til hans. Hann var hálfsof andi. Hann opnaði augun hægt eins og ugla. Hvessti þau síðan á mig. Eg ætlaði að halda áfram, en þá reis *“nn upp við dogg og lyfti vinstri augabi t-v,inni 0furxítið, en fyrir þessa hreyfingu var bessl maður stórfrægur — Ah„ unaðslegur dagur, ekki satt? þrumaði hann. — Stórkostlegur, samsinuti ég. Hann benti á sætið við hlið sína: — Gjörið svo vel að setjast ungi maður. Síðan hélt hann áfram: — Hef ég séð þig einhver stað- ar áður, vinur minn? — Kann- ske í einhverju öðru lífi? Röddin var geysilega þróttmikil, skipandi, tónræn og heillandi. Eg vissi vel, hver hann var. Eg sagði honum smávegis af sjálfum mér. — Eg veit, hver þú ert. Þú ert ungi bastarðurinn, sem ég sá í kastinu um daginn. Eg andaði að mér velþekttum ilminum af anda hans. Viskí! — Þú minnir mig á Navarro, sagði hann íhugandi og gretti sig. Er þér ekki sama, þótt ég kalli þig Navarre? — Velkomið. — Unaðslegt land, Californía. sagði hann. Alltof gott fyrir þessa hundakroppa, sem byggja það. Eg minntist á Austurlönd. án þess að gera mér ástæðuna ljósa. — Ö, já, Navarre. Orð þín minna mig á stað, þar sem ég var eitt sinn furðulega hamingjusamur — Kualalumpur í Malaja. — Hvernig þá? — Aldrei skal ég gleyma hóru- húsinu þarna í Kualalumpur. Hvað allt var með miklum ágætum þar. Eg lét í ljós þá skoðun mína, að þau væru betri í Marseilles og eitt eða tvö í Saigon. Hann gaf mér smáráðleggingu. Afar hátiðlega, eins og hann væri að fara með eintal úr Hamlet: — Gangir þú í hús gleðinnar, Navarre, þá taktu alltaf madd- ömuna. Gæðin eru betri og verðið hóflegra. Hann sprakk með drynjandi hlátri. Rödd að baki okkar sagði kurt- eislega: — Afsakið, herra Barrymore, en það er beðið eftir yður. Hann reis á fætur, reikandi — virðulegur samt Eg stökk á fætur. Hann tók hönd mína: — Navarre. samræður okkar voru hinar ánægjulegustu. Við verðum að hittast oftar. Og með það fór hann. Af þessu leiddi — þótt ekki væri fyrr en sjö eða átta árum síðar — að við John Barrymore urðum nánir vinir. Eg fékk ekki hlutverk Romeo. Það var Leslie Howard, sem fékk það. Um þessar mundir var ég upp- fullur metnaði. Mig langaði til þess að skapa eitthvað, sem máli skipti. Eg gat ekki gleymt þjálf- un minni í Northampton, þar sem ég hafði leikið hvað sem var. Eg gat ekki gleymt þvi, að hvaða hlutverk, sem ég lék, féll áhorf- endum í geð, og ég virtist gera það sömuleiðis. Hvers vegna fékk ég ekki tækifæri til að leika fjöl- breyttari .hlutverk þarna? En það var ekki viðlit. Mán- uðirnir liðu ,og árin, og hlutverk- in, sem ég lék, sörguðu úr mér metnaðinn og gera betri hluti eða ■búact við nð fá tækifæri til að gera slíkt í Hollywovd. Meðan maður er ungur, byrjandi, er mað ur samningsbundinn, og þú hef- ur eiginlega ekkert um hlutverk- in að segja. Þau eru rígbundin við lagabokstafinn. Maðuf- er kominn á krókinn. Með tímanum myndi ég missa sálarþrekið, trúng á sjálf an mig sem leikara. Eg veit ekki með vissu, að hve miklu marki þessi meðferð á mér — á hestbaki með sverð í hönd, eins og ég var eftir það — stuðl- aði að drabbi mínu, djammi og ólátum um allan heiminn, en ég er á því, að það hafi verið tals- vert. Eg minntist hugfanginn dagsins, þegar við John Barrymore kynnt- umst þegar hann fékk hlutverk í Shakespeare, en ég ekki. Bless- aður John . . . Eg kom klukkustund of seint í afmælið okkar. Það var naum- ast hægt að ætlast til þess af Lili, að hún tæki því með þegjandi þögninni. Þetta var ekki brúð- kaupsafmæli, heldur ástasambands okkar. Og í hennar rökræna, franska hugsunarhætti skipti það talsvert meiru máli en dagsetning- in á vígsluvottorði. Það voru fimmtíu kunningjar samankomnir í íbúð vinkonu okk ar. Eg kom langsíðastur. Eg ætl- aði að fara að gefa mig á tal við fólkið, þegar ég heyrði einhvern grenja: — Varaðu þig. Errol. Og jafnskjótt heyrðist rödd Lili að baki mér: — Til hamingju með daginn. elskan! í sama vetfarígi skall á hausn- um á mér full flaska af Veuve Cliquet kampavíni. Eins og búast mátti við af konu minni vár ekki verið að nota annað en beztu teg- und. Ringlaður og blindaður af blóð- inu, sem streymdi úr hausnum, reikaði ég stundarkorn í spori, en reiddi síðan hnefann til höggs. Áð- ur en ég gerði mér ljóst, að ég hefði ekki tíma til að greiða nema eitt högg, sveiflaði ég handleggn- um. Rétt áður en ég féll í yfirlið fann ég hnúana skella á kjálka og brjóta tönn. Þegar ég var lífg- aður við andartaki síðar, sá ég Lili liggja við fætur mína Altekinn sársauka og skelfingu yfir því, sem ég hafði gert, lét ég fara með mig í sjúkrahús. Eg lá á skurðborði, þegar ég rankaði við mér næst. Almátt- ugur minn, hugsaði ég með mér, ég hef lamið kvenmann! Þrátt fyr- ir galla þína, þá ert þú ekki sá maður, að þú gerir slíkt, hvað svo sem þú hefur verið æstur upp. Hiónaband okkar? Margra millj. kvikmyndaíramlciScln tafin um ó- fyrirsjóanlegt skeið. Fréttirnar, að Flynn hefði lagt hendur á litlu konuna sína, gætu orðið rothögg- ið á leikferil minn. En það, sem olli aðallega skelfingu minni, var staðreyndin, að ég hefði lamið konu. Hvað myndi faðir minn segja. Þessi blíðlyndi og elskulegi maður, sem var andvígur, hvers- kyns ruddaskap. En í rauninni var ekki svo ýkja mikill skaði skeður. Kvikmynda- félagið, sem yfir öllum vakti, setti á svið bifreiðaslys. Morgunblöðin kunngjörðu, að við Lili hefðum slasazt, þegar við renndum bílnum okkar á múrvegg til að koma í veg fyrir að aka yfir kött. í Hróa Hetti voru bara endurtökur án mín þennan hálfa mánuð. sem ég var fjarverandi. Læknirinn sagði, að Lili væri þegar farin að kalla á mig að koma til hennar. Eftir fjórtán daga spítalavist voru saumarnir átján á hausnum á mér grónir. Dr. Frank Nolan, bezta sál, skír skotaði til mín: — Konan þín er alltaf að spyrja um þig. Hvers vegna ferðu ekki og talar við hana. — Hvað þá? Og fleiri göt á haus inn. Eg vil aldrei framar tala við hana. Já, hana eða nokkra aðra konu yfirleitt. Sérstaklega þessar viðkvæmu, hörundsáru, sem eru líklegar til ofbeldis og stórvand- ræða. — Þú mátt alls ekki hafa þessa skoðun á öllu kvenfólki. — Jú, svo sannarlega Eg var komin á þá skoðun, að styrjöldin hefði þegar gengið of j langt. Þegar ég lamdi hana, myrti | ég ást okkar. Hún hafði komið mér til þess, en mér féll það ekkert betur þess vegna. Engu að síður gekk ég inn í ! svefnherbergið hennar. Þarna lá j hún eins og dúkka á hvítum kodd I anum. Hárið var greitt á fegursta j hátt. Eg leit á hana og var órótt innanbrjósts. Hún var beinlínis ' unaðsleg. Eg nálgaðist rúmið og ,stóð grafkyrr og stífur, hafði ekki hugmynd um, hvað ég ætti að segja Hún leit upp með grátviprur um munninn. Tárin stóðu í dökkum augum hennar. — Hvernig — hvernlg — hugsa sér! ... þú ... hvernig gaztu gert mér þetta? Eg stamaði: — Gert hvað? — Tönnina, svaraði Lili. Hvern- ing gaztu lamið mjg? Við sættumst, auðvitað, en ég géifði mér það ljóst, að hefði ein- hver ást verið milli okkar, þá væri hún stórlöskuð, kannske að eilífu eyðilögð. Stundum dettur mér í hug, 'að við Lili höfum verið lík að einu leyti. Það er möguleiki, að hún hafi að ýmsu leyti haft andúð á karlmönnum, á sama hátt og ég hafi að ýmsu leyti haft á kven- fólki. Við tvö saman gátum að- eins orðið fölsk nóta, hvað snerti samband okkar fyrr og síðar. (Framh. í næsta blaði) Athugið! Greinar, sem birtast eiga í blaðinu, þurfa að hafa borizt fyrir mánudagskvöld í síðasta lagi. Ný Vikutíðindi

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.