Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.01.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 05.01.1962, Blaðsíða 3
Ní VIKUTIÐINDI 3 Einkalífsfréttir frá Hollywood — = -------— ■ - ~ Heimspressan lætur sér mjög annt um að í'ræða lesendur sína um einkalíf frægustu kvik TOyndaleikaranna, enda eru engir listamenn ver aldarinnar eins nafnkunnir meðal almennings «£ þeir. Hcr skulu nú rif jaðir upp atburðir úr kvik- Díyndaheiminum, sem birzt liafa á forsíðum blaða víðsvegar um heim með stórum fyrir- sögnum á árinu sem nú er liðið. Kynbomburnar hafa iþar vitanlega verið frétt n®masta efnið, bæði í myndum og frásögnum. £*egar Marilyn Monroe var skilin við Art'hur kfiher leikritahöfund, án þess að hafa reynzt *'ær um að eignaat með honum erfingja, þjáð- lst hún af svo miklu þunglyndi og svefnleysi sð hún fór á hressingarhæli fyrir taugaveiklað fólk, þótt ekki sé aldrinum fyrir að fara hjá henni En hún var ósköp þreytuleg, þegar hún kom þaðan aftur. Hún hafði verið gift Joe Di- ^aggio á undan Miller, og nú flýði hún á náð- lr hans og þann brást ebki trausti hennar. Nú eru meira að segja uppi raddir um að þau ^tli að giftast á ný. En vinir hennar hafa á- ^yggjur út af taugum hennar og óttast að ^ún þoli ekki þá áreynslu, sem fylgir kvik- ^yndum og lífinu í Hollywood. GINGER ROGERS giftist nú í fimmta skipti í þetta sinn leikstjóranum og kvikmjmda- ■tramleiðandanum Bill MarshaM. Það er þriðja hjónaband hans, og ein af konum hans var íranska leikkonan Michele Morgan. — Ginger g'iftist fyrst fyrir 26 árum, en síðasti eigin- maður hennar var Jacques Bergerac, sem hún ekildi við 1957. þEGAR Sandra Dee og Bobby Darhi gift- ENN MÁ geta þriðju leikkonunnar, sem reyndi að fyrirfara sér, en það var Rita Mor- eno. Komið var að henni nær dauða en lífi, og var ástæðan fyrir sjálfsmorðstilraun hennar ástarsorg. Hún hafði lengi verið ástfangin af Marlon Brando, en þegar hann sneri við henni baki, vildi hún efcki lifa lengur. Nú mun hún þó vera búin að jafna sig. EKKERT LÁT er á hneykslun amerískra blaða á hjónabandi svertingjans Samrny Davis og ljóshærðu leifcdísarinnar May Britt frá Sví- þjóð. Þau hafa eignazt erfingja, anzi hörunds- döfckan, og feiknanleg ást virðist ríkja á heim- ili þeirra — ennþá að minnsta kosti. OG EKKI furðaði suma minna á því, þegar Debbie Keynolds giftist aðkýfingnum Harry Karl, sem gæti verið faðir hennar. En þau una sér hið bezta og kjósa kyrrlátt heimilis- líf, svo að útht er fyrir að hjónaband þeirra ætli að blessast. ÞÁ ER EKKI síður misvindasamt hjá frönsfcu kynbombunni Brigit Bardot. Hún á allt af í miklum brösum út af ástamálum, eins og verða vill með fihnstjömur yfirleitt, þvi hjá þeim eru makaskipti og hjónaskilnaðir tíðir. Ekki virðist hamingjunni samt til að dreifa hjá henni, -fremur en Marilyn, þrátt fyrir hina eftirsóttu frægð, því hún gerði tilraun til að —________________„0---------y ----o— _^syjpta sig lífinu í an-nað skipti á sinni ennþá 'ust> gekfc mikið á, því móðir Söndru neitaði st'ttttm-.^vi. Nú fannst ihún af tilviljun úti í a^ve& að samþykkja ráðahaginn. Sögðu illar húsagarði. 'þar-tie^ hún hafði skorið sig á báða tungur að -hún hefði sjálf verið ástfangin af úlnliði og tekið inn stín>on skammt af svefn- Hobby. Nú eiga þau von á erfingja. lyfjum. NANCY SINATRA, dóttir Frank Sinatra, giftist Tommy Sands söngvara, þau eru -bæði ung og falleg — og margir töldu brúðkaup þeirra hafa verið „brúðkaup ársins“. ARLENE DAHL skildi við Fernando Lamas, en giftist Chris Holmes nokfcrum dögum síðar. Nú eru Lamas og Esther Williams að draga sig saman. Svona gengur það til í leikarahedmin- um. SAROYA, fyrrverandi keisaradrottning í Ir- an, og Hugh O’Brien, urðu mjög ástfangin hvort af öðru, en fyrir afskipti fceisarans, fyrr- verandi eiginmanns Saroyu, giftu þau sig ekki, heldur fór hún til Evrópu. Nú er hún aftur komin til Hollywood, til mannsins sem hún elskar og er svo líkur keisaranum í sjón, hvað sem verður. RITSTJÓRAR einkalífsdálkanna í Holly- wood-blöðunum hafa mifclar áhyggjur út af söngvaranum vinsæla og leikaranum Elvis Presley. Hann er nú orðinn 26 ára gamall og virðist engan áhuga hafa á þvi að staðfesta ráð sitt. Um tíma var talið að hann legði ást- arhug á Nancy Sharpe, en ekkert varð út því. Hann er of frægur til þess að hann geti lifað normölu lífi, segja þeir, sem bezt þykjast hafa vit á! Svo eru hér að lokum nokkur spámannleg orð um framtíð nokkurra leikara á næsta ári: Kim Novak mun loks játa bónorði Bichards Quines . .. Connie Stevens verður ein af beztu og vinsælustu kvLkmyndaleikonunum ... Glenn Ford mun hvorki kvænast Hope Lang né taka aftur saman við Eleanor Parker .. . Natalie Wood og Bob Wagner munu tafca saman aftur, en árangurslaust ... Sandra Dee mun helga sig -heimilinu og hætta að leifca, þegar hún hef- ur eignazt bamið ... Ava Gardner á fyrir höndum erfiða daga ... Marilyn Monroe mun lenda í ástarævintýri, -sennilega með Frank Sinatra, en því mun ljúfca eins og hinum fyrri, með hörmungum ...

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.