Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.01.1962, Page 4

Ný vikutíðindi - 05.01.1962, Page 4
4 NÝ \ IRUTÍÐINDI N O R Ð R I: Vítahringurinn — Póli- tisk verkf öll—Mýjar bar- dagaaðferðir nauðsynl. FREÐSAMLEG LAUSN Hún var ekki dónaleg ræðan hans Bjama Bene diktssonar á gamlárs- ikvöld. Bf ailir íalenzkir stj ómmálamenn hefðu ishikt hugarfar og færu eftir því, væri málefnum iþjóðarinnar borgið. Og hvað var svo innihald ræðimnar? Jú. Nú eiga ailir að taJka höndum saman og reyna friðsamiega að finna nýjar leiðir til aukn ingar baupgetu ahnenn- ings. Fram að þessu haf a verkföll og ,,óraunhæfar“ kauphaðkkanir komið öllu í sjálfheldu og myndað einsbonar vítahring. Bjami viðurkennir, að á sama standi hverjir hafi verið í ríikisstjóm og í meiríhluta á Alþingi, við brögðin hafi ætíð veríð hin sömu, ekki af mann- vonzku 'heldur af illri nauðsyn. Og ef efnt verði til nýrra kauphækkana umfram það, sem þegar er samið um, megi eng- um láta sér detta í hug að afleiðingarnar verði ekki svipaðar Þá vitum við það. LJÓTUR SIÐIJR En nú vaknar sú spurn ing, hvort Bjarni einn opeikni rétt ? Má enginn fara fram á ikauphækkun meðan hann situr í rík- isstjófn? Hefur hann ef til vill samvizkubit yfir framferði sínu þegar „Vinstri-stjórnin" var við völd og hann æsti til verkfaUa í samfélagi við kommúnista ? Þetta er laulkrétt hjá Bjama. Það er Ijótur sið ur að egna beinlínis til pólitískra verkfalla, sem stefna að því að koU- varpa ríkisstjórnum. Þetta hefur verið ,hobby‘ íslenzkra stjórnmála- manna og Bjarni ekki undanskihnn. Bjami gleymdi að minnast á það í ræðu sinni Ihvers vegna/ efnt var tU verkfaUa í fyrra. Það var „viðreisninni" að kenna. Kaupmáttur launa var skertur svo of- iboðslega, að verlkföll hlutu að dynja yfir. Og hann gleymdi líka -að minnast á, að meðan and stæðingarnir sátu vibum saman við samningaborð- ið, oftlega daga og næt- ur, sat ríkisstjórnin í veizlum og hafðist ekki að, en skeUti svo á nýrri gengislækkun þegar miUjónir höfðu farið í súginn. ÓSKAB EFTIR RÁÐUM Það Ihefur engin ríkis- 'Stjóm frið við vinnustétt irnar með slíiku ráðslagi og það er einmitt þess vegna, sem Bjarni or orð inn óttasleginn og biður jafnvel andstæðingana um ráð; þeim verði tek- ið fegins hendi. „Tökum þess í stað upp heilshugar baráttu fyrir kjarabótum ... “ sagði hann á einum stað í ræðunni. Og á öðrum stað viðurkennir hann að þeirra sé virkilega þörf. Enginn lifir á þeim laun- um, sem nást fyrir átta stunda vinmudag, enda þakkar hann það þeim dugnaði almennings, að bæta á sig auknu erfiði, hve alrnenn verzlun var fyrir jólin. Ætli hann hafi haldið, að menn mundu sitja auðum ihönd um með skítalaun? Nei Ræða Bjarna var tímabær og þess væri óskandi að allir færu að ráðum hans og þá ekki sízt hann sjálfur. Rákis- stjóm hvers tíma þarf að vinna traust vinnu- stéttanna. RÁÐIN Ríkisstjóm þarf að vera Skipuð mönnum, er hafa vit á peningamálum og hafa gott hugarfar. Heiftrækni í stjómmál- um leiðir ætíð til ófarn- aðar. Þetta dverg-þjóð- félag ihefur elkki efni á að vera leiksoppur at- vinnustjómmálamanna, sem ikunna ekki önnur ráð en skattaálögur og igengislækkanir. Það er ebki ríkisstjórminni að þakka að „viðreisnin". er ekiki komin í strand. Hún og öll þjóðin varð fyrir því láni að síldin veidd- ist aftur og þorskveið- arnar hafa gengið ó- venju vel, enda er síð- asta ár metaflaár. Við iskulum vona að 'góðæri haldi áfram og iþetta ár verði nýtt met- ár í aflabrögðum og vinnufriði. Vonandi finna spekingamir upp ráð til þess að auka kaupmátt launa. Ef þeir sikyldu nú elkki finna þg,ð, má enn einu sinni minnka þá á sparnað í opinbemm j rekstri og styrkjafarg- J ani. Þá má líka minna þá j á, að ein leiðin er að j taka lán til langs tíma er J lendis til ýmissa opin- \ berra framikvæmda og \ velta þannig óhóflegum j 'byrðum yfir á fleiri ár j og fleiri þegna. j Svo er ein leiðin að 5 fækka kommum í land- ) inu með skeleggri and- j stöðu við þá; í stað þess j að styrkja -þá fjárhags- 5 iega til óhappaverkanna. ; Og það eru til þúsund , önnur ráð. j N o r ð r i. álfabrenna - (Framh. af bls. 8) nú þessa þjóðiegu skemmt- un, og er leitt til þess að vita. Áhorfendasvæðið er ó- skipulagt, og ef eitthvað verður að veðri eins og við má búast hór um hávetur, er hætt við að sumir verði innlkulsa, dkki sízt börn og kvenfóik. En þetta mun þó ekki vera aðalástæðan heldur hitt, að skemmtanaskatt- ur og Stefgjöld eru svo há, að eftirstöðvar inn- gangseyrisins hrökkva ekki fyrir nauðsynlegum kostnaði! Svona fór um sjóferð þá. Hvað segja nú allir meim- ingarpostularnir okkar? Værí ekki nær að styrkja þá, sem vilja halda uppi jafn ævafomum og þjóðlegum sið um og álfabrenna og álfa- dans eru, heldur en að kæfa slikt í sköttum og gjöldum? - Atvinnubóta vinna (Framh. af bls. 1) Það sem helzt mun standa í vegi fyrir marg- faldri aukningu iðnaðar á Akureyri um þessar mund ir mun vera fólksekla. Þar munu vera talsverð brögð að því, að verksmiðjur geti ekki starfað af full- um krafti vegna þess að ekki fæst nauðsynlegt vinnuafl. Þess vegna kem ur það nokkuð kynlega fyrir þegar Tunnuverk- smiðjan á Akureyri er rek in með stórfelldu tapi í atvinnubótaskyni. Þar að auki verður því ekki tru- að að ekki megi finna aðr ar leiðir til þess að bæta atvinnuástand á Akur- eyri (ef þess er þá annars nokkur þörf) heldur en að reka þar tunnuverksmiðju sem ekki stendur undir sér hvað þá meira. Skoðunarmenn iögðu til i fyrra, að verksmiðja þess1 yrði lögð niður og þeir ítreka enn þá skoðun sína þetta ar þrátt fyrir skýringar ráð!h. um ,,atvinnubótavinnuna.‘ Tunnuverksmiðjan er igreini- legt bruðl með ríkisfé; þar er ila farið með opinbert fe og ætti að taka enda hið fyrsta. Það er vafalaust margfalt meiri ástæða til þess að hafa alia þessa starf semi staðsetta á Siglufirði, þar sem talsvert er um at- vinnuleysi yfir vetrarmánuð- ina og myndu Siglfirðingar vafalaust taka því með þökk- um. Hins vegar hlýtur vakna sú spurning hverð vegna tap er á rekstri Tunirí verksmiðjunnar á Akureyn á sama tíma og Tunnuverk- smiðjan á Siglufirði er rek- in með hagnaði. Það hlýtiú að vera eitthvað meira öú iitið bogið við rekstur verk- smiðjunnar á Aikureyri. ebki verður horfið að Þ^ ráði að flytja aHa þessa starf semi til Siglufjarðar, sem er það sjálfsagðasta, þá ætti Þ° a. m. 'k. að endurskoða rekst ursfyrinkomulag verksmiðj' unnar á Akureyri og kanna starfshæfni forstjóra hennaf með það í huga hvort ihanu telst hæfur til að veita fy1" irtækinu forstöðu, en það verður stórlega að efa, þ&S' ar tekið er tillit til reikninga- fyrirtækisins og niðurstöðu- tölum þar. SIGURVEGARAR I TUGÞRAUT. — Irír líynþætt- ir áttu sigurvegarana í tugþraut á síðustu oJympíu- leikum, og sjást þeir hér á myndinni. Huan Kvang Jang, frá kínverska alþýðulýðveldinu, Rafer John- son, frá Bandaríkjuniun og Vassilí Kúsnetsoff frá Ráðstjórnarríkjunum.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.