Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.01.1962, Qupperneq 7

Ný vikutíðindi - 05.01.1962, Qupperneq 7
7 1 Ní VIKUTÍÐINDI L á r é 11 : 1. Vilsu — 5. Ósórri — 10. Stytta — 11. Ósiðprýði — 13. Fangarn. — 14 Velta — 16. Aftrað — 17. Tónn — 19. Sambandslieiti 21. Flík — 22. Náttliag — 23. Steinn — 26. Hirta — 27. Atviksorð — 28. Nautnasýki ‘— 30. Forsetning — 31.1 Hreysi — 32. Skeldýr — 33. Samhlj. — 34. Fangamark ' 36. Óþjált — 38. Fiskur — 41. Virðing — 43. Gabb- j — 45. Tónn — 47. Fisk-' ar — 48. Umgjörð — 49. Ógna — 50. Þrep — 53. Nátt úrufar — 54. Greinir — 55. Seglskip — 57. Káf — 60. Fangamark — 61. Þvinga — 63. Prestverk — 65. Meiða — 66. Þægt. Lóðrétt: 1. Samlilj. — 2. Magur — 3. Köng — 4. Námsgrem — 6. Kalla — 7. Skapmikla -— 8. Á fugli — 9. Forsetn- ing — 10. Prestverk — 12. Angraði — 13. Tilíinningin — 15. Flón — 16. Byr — 18. Suðurlandabúi — 20. Vistir — 21. Handfjatl — 23. Tvístrar — 24. Tónn — 25. Truflaði — 28. Máttur — 29. Kjarri — 35. Littar — 36. Máihelta — 37. Fóta- tak — 38. Hjarir — 39. Æg- isnál — 40. Lýgi — 42. Fóðr aður — 44. Sainhlj. — 46. Stafirnir — 51. Hey — 52. Fugl — 55. Hríð — 56. Óða- got — 58. Tré — 59. Kven- dýr — 62. Tónn — 64. Sam- liljóði. TfMSftlTlD mi FLYTUK SANNAR ASTAESÖGUR NÝTT HEFTI KOMIÐ! HEILSAÐ EFTIK HLÉ. Eftir að hafa hvílzt svo lengi frá ritstörfum, sem raun ber vitni, þyrfti ég helzt að byrja á því að bjóða ölhim lesendum gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár, og þakka fyrir það gamla, og læt hér með verða af því. Þessi mesti annatími ársins kemur niður á dálka- fyllurum blaðanna að því leyti, að auglýsingar ganga fyrir öllu öðru efni, og þó maður sé búinn að vanda sig hvað bezt maður getur, og jafnvel leiðrétta hand- ritið, er ritstjórinn vís með að afhenda manni það aftur með þeim orðum, að það sé ekiki pláss. Það verði að skella auglýsingu í dálkinn. Og það tjóir ekkert að rífast við ritstjórann, maður verður bara að taka handritið sitt aftur og hugsa með sér að skella ein- hverju rosalegu í dáikinn næst. Sem isagt, ég er kominn aftur, eins og Hallbjörg sagði. EFTIRHERMUR EÐA EI. Eg hafði reglulega gaman af grínþættinum í út- varpinu á gamlárskvöld. Enda þótt Karli blessuðum tækist ekki að ná öllum jafnvel, er hann slíkur sniil- ingur í eftirhermum og raddbeitingu, að beini'ms má furðulegt teljast, og eiga slíkir menn öðrum me:ra lof skilið, er hafa þor og sniiligáfu tii að bregða uþp fyrir okkur sjálfum ýktri mynd af því, sem ankannanlegt getur talizt í fari okkar. Það gæti þá farið svo, að maður reyndi að laga það. En ástæðan til þess, að ég minnist hér á þetta, er sú, að nokkur eftirmái hafa orðið um útvarpsþátt þenn an og það, hvort eftirhermur eigi yfirleitt rétt á sér. Hvort það eigi ekki bara að banna mönnum að 'herma eftir öðrum, oft þjóðkunnum sæmdarmönnum, sem ekki megi vamm sitt vita! Gegn þessu vii ég taka eindregna andstöðu, og hvetja menn, hvort sem þeir verða fyrir barðiinu á eftirhermurum, eða ei, að læra að meta hið snjalla, hið nauðsyn'lega við glettni þessa. Strax og einstakl- ingur, að eikki sé talað um heila þjóð, hættir að geta hlegið að því, sem verið getur spaugil^gt í fari hans sjálfs, þá er hreiijn voði á ferðum. Þegar maður fer að álíta sig svo mjög upp yfir aMa hafinn, að ekkert broslegt geti verið í fari hans, þegar hann fer að taka sjálfan sig svo alvarlega, að ekki megi hrófia við hans heilagleik, þá er víst betra að fara að gá að sér. HÆTTULEGT VOPN. Vissuiega skal ég viðurkenna það, að kímni getur verið hættuieigt vopn, og aðhlátur hefur orðið til þeas að eyðileggja menn og málefni, en það er aðeins þegar honum hefur verið beitt sem vopni í stjórnmálaerjum eða vaidabaráttu. Glettni á borð við eftirhermurnar hans Karls hefur hvergi ikomið óvægar niður á einum en öðrum. Stjórnmálamenn hafa fengið sitt, 'kennileið- togar hafa fengið sitt, ieikarar og hverskyns framá- menn hafa fengið sitt — og við þessu er ekki nokkur ástæða til að amast Miklu fremur ætti hver og einn að 'líta á það sem upp’hefð að komast í hópinn. Það er ótvirætt merki þess, að streðið hafi heppnazt og frægðin fengin, því ekki þýðir að herma eftir neinum, sem almenningur kannast ebki við, hversu sérkenniieg- ur sem hann kann að vera. Sem sagt, okkur er nauðsynlegt að geta hlegið að sjálfum okkur, og við eigum að vera þeim þabklátir, sem sýna obkur í spegli, þótt spéspegill sé. Allt hnjóðs- tal um slíka snillinga sem Karl Guðmundsson á engaa rétt á sér. Það er sprottið af fíflslegum hégómaskap, sem hverjum og einum ber að uppræta hjá sjálfum sér. G r í m k e 11 .

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.