Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 12.01.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 12.01.1962, Blaðsíða 3
Ní VIKUTÍÐINDl ít ASBSEfelT ERÍ¥t Tannlækningar verði grelddar af sjúkrasamlögum Við Islendingar getum með réttu glaðst yfir því, að við Wum nú við einhverjar beztu almannatryggingar, sem þekkjast í heiminum. f*essar merku mannfélags- bætur hafa stundum valdið ágreiningi í byrjun, en auk- izt skref fyrir skréf og full- ö*gt æ betur þörfum þjóð- félagsins. Seint mun það verða, sem ^llir verða jafnsettir and- lega, heilsufarslega og efna- tega. En það er stolt margra íslendinga, sem víða fara, að ísegja frá frjálsri viðleitni þjóðfélagsins til að jafna þann mun, sem hér er á. Eins og við getum horft með aðdáun á hraða tækniþró- aðra stórvelda, þá getum við sýnt hjá okkur aðra þróun, se.m á meira sfcylt við það, sem hvorki mölur né ryð fá grandað og þær stóru þjóðir gætu tekið sér til fyrirmynd- ar. Þó er ljóst, að hér þarf enn um að bæta og um sumt eirum við eftirbátar þeirra þjóða, sem lengst eru ^omnar. Fróðir menn og lærðir í stétt lækna og heilsufræð- inga segja, að fjölmarga kvilla megi beint eða óbeint rekja til tannsfcemmda. Marga þeirra er erfitt eða ómögulegt að lækna varan- iega, nema orsökin, tann- skemmdin sé f jarlægð. Lækn- ing og lyf við þeim kvillum, sem öðrum sjúkleika, falla undir sjúkrasamlag, en elíki tannviðgerðirnar sjálfar, lækning á orsök og upp- sprettu meinsemdarinnar. Þó er það flestum kunn- ugt, að tannviðgerðir eru ein hver erfiðasti útgjaldaliður hverrar meðalstórrar fjöl- skyldu, sem á við tann- skemmdir að stríða. Eg hef þekkt marga menn, sem hef- ur verið um megn að gegna þeirri siðferðilegu skyldu, að hvetja böm sín til þess að fara til tannlæknis. Það er oft ekki fyrr en eftir marg- ar andvökunætur og miklar kvalir, að farið* er til tann- læknis, og þá oft of seint til þess að hægt sé að bjarga tönn, sem skemmd er — ó- sköp einfaldiega vegna þess, hve nærri það gengur efna- legri getu manna. Danir hafa hjá sér tannviðgerðir í sjúkrasamlagi — og Danir vita hvað þeir syngja. Hér er um að tefla kvilla, sem hrjáir, eins og flest öll veikindi bæði ríka og snauða, en sem hinum efnaminni er oft um megn að leita lækn- inga á. Hér þarf að gera bót á — og því fyrr því betra. Það er krafa almennings, að tann lækningum verði komið und- ir sjúkrasamlög Stúfur blindi. Þar sem í athugun er að ibreyta til á næstunni með umbúðir um sumar fram- leiðsluvörur vorar og taka í notkun plastumbúðir, yiljum við hér með óska eftir tilboðum í eftirfarandi: 1. Venjuleg glös 30 gr. með áprentun og skrúfuðu loki undir bökunardropa. Ársnotkun ca 300 þús. st. (mjúkt plast). 2. Krukkur undir neftóbak 250 gr. með skrúfuðu loki og áprentun. Ársnotkun ca. 100 þús. st. 3. Dósir undir neftóbak 50 gr. með áprentun og skrúf- uðu loki, eða þéttsmehtu. Ársnotkun ca. 350 þús. st. Tilboð ósfcast send á skrifstofu vora fyrir 1. febrú- ar n. k. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofunni, ef óskað er. ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS. c£gÆx:/iSu/í fcusGmaÓu/l: PISTILL DAGSINS TÍMINN FÆR NÝTT ANDLIT Dagblaðið Tlminn liefur endurheimt Indriða G. Þorsteinsson frá Alþýðublað- inu. Sagt er að Indriða liafi ekki líkað vistin hiá krötmn. Blaðið átti að vera algjört fréttablað, sem hefði lítið af póli- tík á fréttasíðum. Þetta fór þó öðru vísi en ætlað var. Benedikt Gröndal og ýms- ir aðrir pólitíkusar réðu því, að pólitíkin var færð meira og meira út á útsíðumar. Þá fór fréttamönnum eins og Indriða að leiðast. Þegar Tírninn bauð honum svo að koma aftur til sín, tók Indriði boðinu tveim höndum. Indriði ætlar sér að gera miklar breyt- ingar á útliti blaðsins og var ekki van- þörf á því, Tíminn hefur ekki borið sitt barr síðan Haukur heitinn Snorrason féll frá. Þegar hann kom að blaðinu og gerði sínar breytingar urðu liin dagblöðin ótta- slegin. Indriði ætlar nú að feta í fótspor Hauks með því að lífga upp á síðurnar og efla fréttaþjónustuna, en fréttaöflun og umbrot verða aðalsvið Indriða. Tíminn má kallast heppinn að fá hann aftur til starfa. MOGGINN SLAKAR Á Ur því byrjað er að minnast á dag- blöðin er ekki úr vegi að nefna fleiri. Morgunblaðið tók mikinn kipp, þegar Matthias Johannessen tók þar við rit- stjórn. Útlit blaðsins breyttist nokkuð og efnið varð fjölbreyttilegra. Þá var blaðið líka komið yfir ýmsa byrjunarörðugleika, sem fylgja stækkun eins og þeirri, sem átti sér stað þegar Bjami Benediktsson og Einar Ásmimdsson byrjuðu í ritstjóm- inni. En nú er eins og hafi slaknað á spenn- unni. Því hafði reyndar verið spáð að svo mimdi fara. Efni blaðsins er ekki eins vel unnið og áður, f jölbreytnin ekki sú sama og mhma um merkar greinar en t. d. þeg- ar Bjami og Einar vom þar ásamt Sig- urði Bjamasyni. Valtýr Stefánsson, mað- urinn, sem byggði upp Morgunblaðið hef- ur ekki komið nálægt ritstjóm þess síð- ustu árin, sökum sjúkleika. Þá eru leiðarar blaðsins með því leið- inlegra, sem blaðið hefur upp á að bjóða. Það vantar alla víðsýni í leiðaraskrifin. Einkum er það áberandi í skrifum Eyj- ólfs Konráðs Jónssonar. Um Vísi var rætt fyrir skömmu í þess- iim dálkrnn, svo hann verður látinn liggja milli hluta í bili. Um Þjóðviljann er von- laust að ræða. BÓKAÚTGÁFAN UM JÓLIN Eins og undanfarhi jól voru bækur um þessi jól aðaljólagjöfin. Samt var þar ekki margt eigulegra bóka. En margar góðar og skemmtilegar. Helztu bækurnar voru sumar meðal dýmstu jólagjafanna, en seldust samt mjög vel. Fólki virðist ekki vanta peninga. Skoðanakaimanir blaða um söluhæstu bækurnar voru algjörlega út í bláinn, svo að ekki verður liér hægt að taka tillit til þeirra. En það var áberandi hvað Birg- ir Kjaran, hinn ötuli forstjöri Bókfells- útgáfunnar, átti margar af vinsælustu gjafabókunum. Birgir gat verið viss um að selja allar sínar bækur með góðum hagnaði. Ekki er hægt að segja sama um það gamla og góða fyrirtæki, ísafoldarprent- srniðju, sem er á niðurleið í bókaútgáfu. Annað hvort vom bækur þessa fyrirtæk- is lélegar og ómerkilegar, eða þær voru illa gefnar út Birgir vandar hins vegar mikið til sinna bóka, svo að þær verða eigulegri fyrir bragðið. Almenna bókafélagið gaf út hina miídu ævisögu um Hannes Hafstein eftir Kristj. Albertsson. Hún mun hafa selzt algjör- lega upp, enda gat eltki hjá því íarið. Viðfangsefnið, sem er stórbrotið, hefur aldrei verið kannað svo ítarlega. I raun- inni er saga Hannesar Ilafstein fyrsta ævisagan á nútímamælikvarða, sem skrif- uð hefur verið af íslendingi. Um efnis- meðferð má mikið deila, en verður ekki gert hér. Mér er þó nær að halda að síð- ar meir verði gefin út önnur ævisaga Hannesar þar sem persónmmi verða gerð betri og gleggri skil. BÆKIJR OG INNHVERFA Mér finnst stimdum eins og hin ínikln bóka- og blaðaútgáfa á Islandi segi sínn sögu um það, hvers konar manngerðir við Islendingar séum. í sálfræðinni er tal- að um innhverfar og úthverfar persónu- gerðir. Hin úthverfa er ophiská og áhuga- mál hennar beinast að umheiminum. Hin innhverfa er einræn, ómannblendin og sein viðkynningar. Mér finnst við Islendingar teljumst frem ur til hinnar seinni gerðar. Við erum sein- teknir og einrænir. Þegar við leitum til bókanna, erum við aðeins að flýja frá umheiminum, án þess að gera okkur það ljóst. Bókin kemur í staðinn fyrir kunn- ingja, sem sá úthverfi er alltaf að eign- ast, vegna þess að hann á gott með að umgangast fólk.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.