Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.01.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 19.01.1962, Blaðsíða 2
2 N Y VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍDiNDi koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. FramkvsBmdastjóri: Geir Gimnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baildur Hólmgeirsson, viðtaist. kl. 10—12. A<ugl.stjóri: Bragi Sigurðsson, símar 14856 og 18833. Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Sölubörn afgreidd í Þingholtsstr. 23. Lisffflinenri í austri og vestri íslenzkir listamenn þykjast búa við Iiin verstu kjör. Þessu til sönnunar benda þeir á hin lágu listamannalaun, sem Alþingi útlilutar á hverju ári. Þar er sagan þó ekki öll sögð. Þeim er mjög auðvelt að hafa ofan í sig og á ef þeir nenna eitthvað að vinna. Þetta á einkum við ný- græðingana, sem eru að vinna sér aðstöðu og álit. Hér er nóg vinna, vel borguð, og yfirleitt hægt að lilaupa í vinnu hvenær sem er, þannig að eitthvað sé alltaf milli handanna. Þetta hafa líka siimir gert og láta sig ekki muna um það. Þeir virðast ekkert verri málarar, skáld eða rithöfundar fyrir foragðið. Hinir, sem ncnna ekki að vinna varpa allri sökinni á skipulagið. Þeir foenda á að í Sovét séu listamenn launaðir og þurfa ekki annað að gera en sinna sinni listgrein Þegar það er nánar athugað komumst við að þeirri niðurstöðu, að þessir rússnesku listamenn eru engu bættari þó þeir hafi rúbl- urnar. í staðinn verða þeir að skrifa eins og valdliöfun- um þóknast. Frjáls þroski listamannsins er ekki til þar, með þeim afleiðingum að kyrkingurinn hefur tekið listir Rússa heljartaki. En um leið eru þessir listamenn lílía óbeint tæki stjórn- arvaldanna til að sætta almenning við kjör sín. Þeir eiga að blása þjóðinni það í brjóst, sem stjómmálamennirnir geta ekki með pólitískum áróðri, í blöðum og útvarpi og sjónvarpi. Kjör iistamanna á Vesturlöndum eru misjöfn. En hvað sem því líður hafa risið þar upp stærri og meiri einstakl- Engar í hópi listamanna, en Rússar geta státað sig af síðan kommúnistar tóku þar við völdum. Einstaka undan- tekningar eru að finna, sbr. Pastemak, Sjolkof. En þessir menn hafa hvorugur verið það tæki, sem þeir áttu að vera. Gagn þeirra hefur hins vegar legið í því að vera mjög þjóðernissinnaðir. Svo haldið sé áfram með listamenn Vesturlanda. Enda þótt margir eigi erfitt uppdráttar t. d. í Bandaríkjunum, vegna stjómmálaskoðana sinna, þá má ekki gleyma því að margir af frægustu rithöfundum þessarar þjóðar liafa verið mjög vinstri sinnaðir, svo að jaðrar við komrnún- isma. AUir þekkja þessi nöfn og þeir lifðu í vellystingum eftir að óumdeilanlegir rithöfundahæfileikar þeirra komu í ljós Pressan sem á þeim liggur er ekki frá stjórnar- völdunum, lieldur almenningi Og það er nú einu sinni svo að þeir sem fara sínar eigin götur, eru alltaf að meira eða minna leyti undir hæl almennings, hversu full- komið sem lýðræðið eða einræðið er En bækur þessara manna eru samt keyptar í milljóna- tali og hafa alltaf verið mikið lesnar Það hefur ekki þurft neitt ríkisframfæri til að þessir menn næðu liátindinum, á erfiðri göngu. Listamenn á Islandi eru eins og aðrir íslendingar. Þeir eru svo gegnumsýrðir af hugsanagangi sósíalista og mömmudrengja, að allt verður að vera í stakasta lagi, allt verður að vera lagt upp í hendur {æirra til að þeir geti orðið menn og notið sín. Þetta er ekkert annað en það karakterleysi, sem ein- kennir íslendinga. — Aquila. ó skemmbisbööu m ANDRÉS INGÓLFSSON hefur endurskipulagt hljóm- sveit sína, og leikur nú á m'ánudags og þriðjudags- kvöldum í Þórscafé. Eg skrapp Iþangað fyrsta kvöld- ið, sem þeir komu fram, og hafði sannarlega gaman af að Iheyra þessa ágætu hljóm- sveit, og þá ekki sízt söngv- arann Harald G. Haralds, er átti ekki hvað minnstan þátt í því að gestum Þórscafé skuli falla hljómsveitin eins vel í geð og raun hefur bor- ið vitni. Nú skal upptalið: Andrés Ingólfsson, saxófón- leikari og (Mjómsveitarstj. Óilafur Gaukur, gítar, Gunn ar Sveinsson, vibrafón, Elv- ar Berg, píanó, Gunnar Sig- urðsson, bassi, og Alfreð Al- freðsson, trommur. Eg er ekki í nokkrum minnsta vafa um, að þessi Mjómsveit eigi eftir að afla sér vinsælda meðal gesta Þórscafé, en skemmtistaðurinn býður nú upp á eihhverjar ihressileg- ustu Mjómsveitir bæjarins, þar sem iþeir eru auk Andrés ar, Lúdósextettinn (ásamt Stebba Jóns, sem aldi'ei ihef- ur verið betri en nú) og gömlu-dansa-Mjómsveit Guð mundar Finnbjörnssonar, er héldur uppi f jörinu tvo daga í viku, fimmtudaga og laug- ardaga, og er vart meira f jör í polkunum og rælunum og völsunum en hjá þeim strák- unum og söngkonunni, Huldu Emilsdóttur. JÓN SIGURÐSSON, bassaleiikari og einhver snjall asti útsetjarinn, sem við eig um um iþessar mundir (kall- aður nótabassi í ikunningja- hópi), Ihefur verið ráðinn til að útsetja fyrir nýju hljóm- sveitirnar í Þórscafé og ferst það starf prýðilega úr hendi, svo að maður Iheyrir naumast skemmtilegri út- setningar en þar. Það er gJæsilegt afrek hjá ehium skemmtistað að hafa jafn færan mann og Jón er á sín- um snærum, og enda þótt manni finnist Jón ætti að vera ómissandi sem h'ljóð- færaleikari, er það sannar- lega ánægjuefni, að hans miiklu ihæfileiikar fái að njóta sín á þennan hátt. |RAGNAR BJARNASON | söng ekki Ó, María, mig lang ar heim, inn á plötu, eins og ég isagði nýlega héma í þætt inum, og þylíir mér fyrir því að rugla svo saman ágætri plötu og ágætum söngvara. En ástæðan til þess er sú, að óg er búinn að heyra hann svo oft syngja þetta lag með ágætum uppi í Lido, en er hins vegar harla slak- ur útvarpshlustandi og plötu safnari, að „þarna fór allt í graut“ ihjá mér eins og Sveini Dúfu, og verð ég að Iáta innilega afsökunarbeiðni nægja Það var KK-sextett- inn, sem lék lagið inn á plötu, platan varð geysilega vinsæl, eins og við mátti bú- j ast, en í sambandi við Ragn- ar hefði sannarlega ekki sak- l ! að að geta Vorkvölds í Rvík, ■ sem vafalaust hefur verið einhver vinsælasta platan. Og þá hefur Ö, María, mig langar heim og Kvöldljóð Jónasar, sem sagt KK-plat- an, ekki síður hlotið vinsæld- ir, sem skylt og rétt er að geta. IIAUKUR MORTHENS er nú meiri galdrakarlinn. Ekki hefur ihann aðeins stofn , að eigin Mjómsveit og pepp- , að upp f jörið í danssalnum í Klúbbnum, heldur efnir hann til Floor-show, sem á engan sinn líka í höfuðborginni um þessar mundir, og sýnir enn betur en nofekru sinni áður f jölhæfni þessa ágæta söngv- ara okkar. Röddin, maður, hún er siko efekert rusl, og framkoman með þeim ágæt- um, að við megum vera stolt ir af að eiga annan eins skemmtikraft. Þaifcka þér fyrir sérlega ánægjulega kvöldstund, Haukur, — og haltii áfram á sömu braut. Það er ailltaf fjör, þar sem þú ert annars vegar. LIDO þarf sannarlega ekki á er- lendum iskemmtiikröftum að halda um þessar mundir. Þar er ebki aðeins bezta hljóm- sveitin og sfcemmtilegustu söngvaramir, sem völ er á í borginni, iheldur er þjón- ustan hin glæsilegasta, sem hægt er að ímynda sér. Það er ánægjulegt til þess að vita, að við skulum eiga þess kost að geta skemmt ofck- ur á jafn flottum stað og Lido er i hvívetna, og það er áreiðanlegt, að Lido a hvað stærstan þátt í þeh*1 glæsibrag skemmtanalífsinS, sem komizt ihefur á seinustu árin. Hvilífcur munur er ekfci á orðinn á aðeins örfáum ar_ um, frá vasapelafylleríunuM og ösfcurölvuninni til þess ánægjulega skemmtanalifs. sem við njóturn í dag í glæsi- legum salarkynnum við full- komnustu þjónustu og veit- ingar. _ BH. Eftirmiðdaffsmúsík frá kl. 3,30. * Kvöldverðarmúsík frá kl. 7,30. * Dansmúsík frá kl. 9. Hljómsveit Björns B. Einarssonar Ieikur. * | Borðpantanir í síma 11440. * Gerið ykkur dagamun borðið og skemmtið yður að HÚTEL BORG ó skemnnbisböÖunLjm

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.