Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.02.1962, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 09.02.1962, Blaðsíða 6
6 Nf VIKUTIÐINDI Hún tók að afklæða sig og raulaði mexikanska visu fyrir munni sér á meðan. í daufu ljós- inu var hún sannarlega fögur. Hún féll á kné við rúmstokk- inn. Góða stund vorum við afar upp- tekin. Allt í einu tók hún að skima í kringum sig. Henni varð litið upp á skápinn og hún stundi við. Þama stóð líkneskið af Maríu og barninu, sem ég hafði haft með mér frá Spáni. Hún hætti því, sem hún var að aðhafast. Eg leit á hana, síðan á minjagrip- inn. í sama vetfangi laut hún niður í bænargjörð — fegurri en nokkru sinni fyrr. Nakinn, lítill líkami hennar var líkastur undurfagurri myndastyttu, þar sem hún kraup í rökkrinu. Hún bað til höfuðlausrar stytt- unnar, að hún mætti öðlast fyrir- gefningu þess, sem hún væri að gera. Eg horfði á hana sem í leiðslu meðan hún fór með nokkrar Ave María og einhverjar fleiri bænir. Þegar hún hafði fengið aflausn á þennan hátt, færðist bros yfir andlit hennar — og hún sneri sér aftur að áhugamálinu Flynn. Ólgandi líf SJALFSÆVISAjGA hrrol flynn ENDA ÞÓTT við byggjum ekki saman, sá ég Lili iðulega. Eitt kvöldið fórum við í eina furðu- veizluna, sem \yilliam Randolph Hearst efni til. Þetta var grímu- dansleikur. Flestar persónur sög- unnar voru þarna. Enginn Róm- arkeisari hefur nokkurn tíma hald ið dýrðlegri veizlu, með meiri tón- list, ljósum eða skemmtilegri dag- skrá. Þarna voru menn eins og Napóleon, Washington, Móses, Halli hrúka, Kleópatra, Andrés Önd og jafnvel þeir sjálfir. Við David Niven ákváðum að vera frumlegir. Við fórum eins og sirkussóparar, — strákarnir, sem sópa undan fílunum. Og þarna komum við, rétt eins og við ætluðum að fara að moka flórinn, hvor með sína fötuna. Á fötumar var vandlega letrað stórum, greinilegum stöfum, hvað í þeim ætti að vera. Hearst fannst þetta ekkert fyndið. Ljósmyndar- amir þyrptust að okkur og tóku fleiri myndir af okkur gárungun- um en Napóleon eða Cleo. Eg hafði gaman af að virða fyr- ir mér Marion Davies, örlátustu og elskulegustu stúlku, sem hægt er að ímynda sér. Hún var vin- kona mín og hafði talið Hearst á að fá mér blaðamannsstarfið á Spáni. Lili var skaihmt undan, klædd eins og tatarastelpa. Hún var með þung armbönd upp eftir báðum handleggjum. Skammt frá mér veitti ég at- hygli brosandi andliti. Eg gekk til forkunnar fagurrar stúlkunnar og kynnti mig. Hún var nokkuð munnstór, brosti yndislega og var fallega vaxin. Hún sagði til nafns, Eloise Ann Ostott, og ég þekkti dálitið til hennar. Við fengum okkur göngutúr. Það var alveg ómögulegt ann- að en einhvers staðar á þessu víð- áttumikla landsvæði væri hægt að finna afdrep. Við gengum fram- hjá óteljandi leynilögreglumönn- um, sem voru þarna til að gæta málvexka milljónamæringsins. Við ráfuðum, þangað til við vor um komin að sundiaugunum. Við gengum framhjá þeirri fyrstu, ann arri, og þeirri þriðju og fjórðu. Loksins fundum við afdrepið. Eg var hvergi nærri Lili. Þessi blóð- heita stúlka greip í handlegginn á mér. Æsingur grimudansleiksins hafði gripið okkur. Við fundum lítinn lund. Uppi yfir honum voru svahr. Eg skim- aði umhverfis okkur. Engir stól- ar. Það var slæmt. Enginn sófi. Slæmt. Gólfið hins vegar gott ... Brjóst hennar voru yndislega stinn og munnurinn mjúkur. Hár- ið yndislegt. Það var dimmt, en nógu ljóst til að við sáum hvort annað greinilega. Þetta var tryll- andi og óvænt. Skyndilega heyrði ég hark og leit upp. Uppi á svölunum héngu leynilögreglumennirnir og fylgd- ust með af áhuga. Þeir voru hvorki meira né minna en fjórtán talsins. SÍÐAN ég kom frá Spáni, hafði ég búið í sömu íbúð og David Niven. Eg var staðráðinn í að vera ekki í sömu íbúð og Lili. Hitta hana, fá hennar, svo sann- arlega, en lifa jafnframt mínu eig- in lífi. Eg gerði mér ekki grein fyrir því, hversu nærri ég var því að komast að raun um sann- leiksgildi gamla spakmæhsins, er stundum er vitnað í, að maður geti ekki bæði étið og átt kök- una. Eitt kvöldið vorum við David boðnir heim til Hedy Lamarr. Um það leyti var hún gift John Lod- er. Þarna voru Reginald Gardner og hans yndislega, rússneska frú, og nokkrir aðrir. Nú vill svo til, að ég állt Hedy einhverja misskildustu leikonuna, sem þó hefur aldrei heppnast að fá æskilegustu hlutverkin. Eg hef séð hana gera ýmislegt stórkost- lega vel. Eg hef alltaf áhtið hana hafa mikla hæfileika, og hvað klassískri fegurð viðvék, er henn- ar líki vandfundinn. Að líkindum ein fegursta kona okkar tíma. Að sjálfsögðu langaði mig til að kynn ast henni — og að sjálfsögðu reyna að fá hana til að leika aðal- hlutverkið í ítölsku ómyndinni minni, William Tell. Meðan við biðum þess, að Hedy kæmi inn í setustofuna, hamaðist David við að telja mér trú um, að ég mætti búast við undraverð listu fegurð. David hvíslaði um leið og hún kom inn: — Almáttugur minn, hún er for kunnarfögur, jafnvel án skart- gripanna. — Haltu þér saman! Hann hélt sér ekki saman. — Athugaðu, hvort hún vih segja þér frá því, sem hún sagði mér um hvemig hún varð að þjarga sér út úr Austurríki. Hún hafði verið gift auðkýf- ingnum Fritz Mandel, sem aflað hafði sér ótrúlegra auðæfa á skot færasölu. Það var sagt, að hann hefði iðulega lokað inni alla skart gripi hennar og jafnvel hana sjálfa líka. Hefði eiginmaður hennar leyft henni að bera einn skart- grip í einu, en aldrei aUa, og hefðu þeir verið lokaðir að jafn- aði inni I peningaskáp hans. Eitt kvöldið kom í heimsókn til hans hinn kunni nazistaleiðtogi Von Strahemberg, prins, sem Mandel átti mikil viðskipti við. Hedy spurði eiginmann sinn, hvort hún ætti ekki að bera alla skartgripi sína það kvöld, af því að hana langaði til að ganga í augu á prinsinum og reyna að hjálpa Mandel í viðskiptunum. Og það var sannarlega sjón að sjá hana, þegar hún kom inn. Frá fingurgómum og upp að öxlum var hún hlaðin ísmolunum, rauð- um ísmolum, bláum ísmolum, hvít- um ísmolum, smarögðum, rúbínum og demöntum. Hún hlýtur að hafa náð allt að hálfri þyngd Aga heitins Kan. Þegar leið á kvöld- verðinn gerði Hedy sér upp höf- uðverk og sagðist þurfa að bregða sér fram. En hún kom aldrei til að ljúka við kaffið. Næst var hún komin til Amer- íku — til Hollywood — með skart gripina, fegurðina og hæfileikana. Og þessa stundina var ég í hrein ustu vandræðum með, hvemig ég ætti að fara að því að fá hann til að segja mér eitthvað úr einka lífi sínu, ekki hvað sízt þar sem David var alltaf að ýta við mér: — Reyndu að fá hana til að segja þér frá kvöldinu, þegar hún strauk! Við Hedy töluðum stundarkorn saman. Á afar varfærnislegan hátt komst ég loks að merg málsins: — Hvar er Mandel núna? Við þessi orð urraði grimmdar- lega í fegurðardísinni: — Sá drullusokkur! Hún skyrpti og strunzaði á burt. í ÖLLU stímabrakinu við að koma kaupinu mínu upp í það, sem mér fannst ég eiga skilið, vandist ég því að taka hverju, sem að höndum bar. í frumskógi kvikmyndaborgarinnar var það mér hægðarleikur að segja hlæj- andi: — Þú mátt setja þennan stað þar sem aparnir setja hneturnar! Það hafði ekkert að segja, þótt ég væri rekinn frá Warners, og' það vissu þeir mætavel. Eg myndi ^ bara taka mér frí: Suður-Amer-, íka, Alaska, aftur til Ástralíu eða Englands. Eg horfði upp á skelf- inguna allt í kringum mig, vegna skuldbindinga, sem aumingja fólk ið þyrfti að draslast með. En ég var nú ekki aldeilis að gera mér grillur út af svoleiðis. Þetta hátt- erni hélzt þó nokkur ár, og það hækkaði launin mín. Slíku hátt- erni áttu kvikmyndaframleiðendur alls ekki að venjast. Flestir þarna voru ameríkanar. Þeir áttu allt sitt þarna í Bandaríkjunum. Eg var tasmaníu-íri og róni, og hafði ekkert á móti því að hverfa aft- ur til fyrra hlutskiptis. Svona deilur voru tíðar: — Við skulum sjá til þess, að þú fáir aldrei vinnu! Aldrei fram- ar! Og ég svaraði: — Þið haldið það. Eg vinn þeg- ar mér sýnist. — Þú skalt ekki fá neitt starf við kvikmyndir. — Hvað er kvikmyndir? — Við skulum sjá til þess, að þú fáir ekki vinnu í Bandaríkj- unum! — Gott og vel, ég get ekið hest- vagni. Eg get grafið brunna. Eg hef gert það áður. Reynið ekki að telja mér trú um, að þið get- ið komið í veg fyrir, að ég vinni! Eg hef kallað mig slæpingja, en mér finnst þó miklu fremur, að ég hafi unnið allt mitt líf, enda þótt ég hafi leyft mér að slæpast við og við. Hinar kvikmyndastjómurnar lentu í sama rifrildinu, en ég efast um, að nokkur hafi átt aðra eins fortíð til að hverfa að. Eg hafði brotizt áfram við erfiðustu skil- yrði í heiminum. Það skipti mig andskotann engu, þótt ég þyrfti að yfirgefa Hollywood, það var nóg land eftir til að kanna. Innst inni í hugskoti mínu hafði löngum leynzt sú hugsun, að ég myndi komast aftur til sjávarins og eyjanna minna einhvem tíma, einhvem veginn. Svo að ég var ekkert feiminn við að standa uppi í hárinu á Jack Warner. Eins og þegar mér fannst hann hafa gert mér rangt tu. Andspænis kvikmyndaverinu er Tjarnargolfklúbburinn, þar sem Gyðingum er meinaður aðgangur. Auðvitað þyrnir í auga Warner- bræðra. Fyrir þá sök, að leikar- arnir skruppu þangað stundum > matartímanum og fengu sér sjúss. Einn daginn var mér sagt, að ég mætti eiga frí til þrjú, klukku- tíma lengur en vanalega. Þegar ég kom aftur, kom einn starfs- mannanna með öndina í hálsinuro til mín og sagði, að Jack vildi hafa tal af mér. Eg fór í sím- ann. í hinum endanum sakaði Jack mig um að vera að tefja kvik- myndatökuna fýrir þeim. Hann var heiftúðlegur. Hann sakaði mig um að hafa skroppið yfir göt- una til að fylla mig. Eg sagði honum, að ég hefði ekki komið of seint, ég væri ekki fullur, ég hefði verið að leika golf, og mér hefði verið sagt að koma klukkan þrjú. Hann reif kjaít. Eg hækkaði röddina. Eg kallaði hann drullu- sokk. Hann átti líka nokkur orð um mig. — Eg skal sýna þér það öskr- aði ég inn í símann, þegar við áttum ekki fleiri skammaryrði, a® ég skal koma upp til þín og jafna um þig. Og nú skaltu fá að heyra, hvað þá gerist Nei, annars, ég ætla heldur að láta verkin tala! Eg henti simanum á. Allir stóðu eins og myndastyttur á sviðinu. Eg hljóp upp á skrifstofuna til hans. — Herra Wamer er farinn. Hann var að ganga út. — Ertu viss um, að hann feli sig ekki þarna inni? yillimaðurinn grasseraði í mér. Skrifstofuliðið dreif að. Það full vissaði mig um, að hann hefði ekið á brott. — Hvemig gat hann ekið á brott? spurði ég. Hann á..i vo*> á áríðandi heimsókn. Næstum viku seinna sendi Jack mér afsökunarbeiðni — óþekkt íý* irbæri, þegar hann var annars veg ar. Við hittumst aftur, og í þetta skiptið vorum við hinir elskuleg" ustu. Eg sagði: — Heyrðu, gamli íþróttaandi (uppáhaldsgæluyrðið mitt hann). Við vorum búnir að kom® okkur saman um það, að hvenær> sem okkin- lenti saman, mætti él koma upp til þín á stundiniU- Fyrir næstum viku lá mér miki® á að ná í þig. — Þér getur ekki verið alvara- Heldurðu, að ég ætli að taka á móti þér í skrifstofunni, þegar Þu t) ert á leiðinni í öðrum eins ham- — Jack, þú gekkst á bak orða þinna. — Já, það geturðu hengt þté upp á að ég gerði, svaraði hanh glaðhlakkalega.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.