Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.02.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 16.02.1962, Blaðsíða 2
2 NÝ \ IKUTIÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDl koma út fyrir hverja hélgi og kosta 4 'kr. 'i 'lausas. Framkvæmdastjóri: Geir Guxmarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtaJlst. kl. 10—12. Augl.stjóri: Bragi Sigurðsson, símajr 14856 og 18833. Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 Ikr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Söluhöm afgreidd a Þingholtsstr. 23. Meistara- þjófar Gamlar sögur og nýjar segja frá snjöllum stórgáf- uðxun þ jc iiim, sem unnu ver sín, svo snillingsbragð var af. Þeir íeyndust í listrænum gerfum, voru einn í dag og annar á morgun. Þeir áttu alls staðar heima sök- um gáfna, menntunar og siðprýði. Þannig er sagt frá einum siíkum í Háskólabíói. Annars er orðið lítið nýnæmi af þjófasögum. Þær eru stöðugt á kreiki. Þekktir menn og ríkir koma þar langoftast við sögu, þegar eitthvað púður er í sög- unni. Eg hugsa að fara mætti kringum landið og finna einn eða fleiri í hverjum bæ. En þótt allir aðrir víti, þá veit dómsmálastjórnin ekki neitt — því hún lokar hara augunum og skellir skollaeyrunum við því, sem henni er sagt. En játa ber að þessari sömu dómsmálastjórn er vandi á höndum. Það er ekki alltaf gott að finna rök- studda ástæðu fyrir ákæru. Svo stundum hefur ef- laust verið þægilegra fyrir dómsmálastjómina að láta eins og hún mætti sín einskis, heldur en að Ieggja út í sönnunarleit. Á hinn bóginn hafa pólitískar ástæður stundum valdið hiki eða aðgerðaleysi yfir\'aldanna. Ef ég man rétt sagði þáv. forsætisráðlierra og núverandi dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson í áramótaræðu að sér væri ekki kunnugt um slíka vanrækslu íslenzks ráðherra. Eg er hræddur um að ráðherrann hafi fóðr- að hugsun sína þama með orðalagi, sem sagði satt svo langt sem það náði: Auðvitað veit ráðherrann ekkert með fullri vissu fyrr en sannað er. En hann Iiefur eflaust einhvern tíma grunað að íslenzkur ráð- herra liafi af pólitískum eða öðrmn ástæðum leitt hjá sér að leggja út í stórfellda rannsókn á meintu lög- broti. Sé þessu ekki þannig varið og ráðherrann liafi hreinskilnislega sagt skoðun sína þá er bara að biðja honum blessunar, Við byrjuðum á því að minnast á meistaraþjófa. Það var efalust rangt, þegar á framhaldið er litjð. Við emm nefnilega ekki að ræða um meistaraþjófa. Þeir menn, sem liingað til hafa stolið í skjóli valda og áhrifa, eða með ómerkilegum en löglegum föls- unum eru engir meistaraþjófar. Þetta em allt litlir karlar upp til hópa, sem standast ekki vesæla freist- ingu. — Aquila. KvöldverSannúsík frá kl. 7,30. Dansmúsík frá kl. 9. Hljómsveit Björns B. Einarssonar leiknr. BorSpantanlr í sima 11440. Gerið ykkur dagamun borSiS og skemmtið ySur aS cá skemmbisbööu ncjm á skemnntisbööunum tAtUtlE LONDON gerði stormandi lukku á Mjónileiikunum í Háskólabíói, og hefði Iþó vafalaust iriátt búa betur að Iþessum snjaila listamanni en gert var. Þvi verður ekki trúað að ó- reyndu, að hátalarakerfi húsins sé eklri fullkomnara en þarna reyidst, og vafa- laust hefur verið úr þessu bætt á seinni hljómleikum. Naut söngur hans sín naum- ast sem skyldi, en engu að síður er ástæða til að fagna hingaðkomu hans, jafn mikil skemmtun og var að söng og framkomu hans. Túlkunin á flestum lögunum er nánast ógleymanleg, enda báru fagn aðarlæti áheyrenda það með sér, að iþei-r kunnu vel að rraeta. Ellefu manna hljómsveit undir stjóm Kristjáns Krist 'jánssonar olli mér nokkrum vonbrigðum. Jafn ágætir Mjófæralei'karar og þarna voru samanikomnir áttu að gera betur. Músíkin var þyngri en efni stóðu til, minnti um of á sæmilega æfða sinfóníulhljómleika, þótt segja megi, að :hver fyrir sig hafi s-kilað sínu lýtalaust. Unga dægurlagasöngkon- an, sem þarna kom fram, hef ur þægilega rödd, en bæði hún og hljómsveitin eiga enn alltof margt ólært til að geta talizt 'hljónileikahæf. Twist-dansinn er tvímæla- laust sá klúrasti, sem geng- ið Ihefur yfir, og verður naumast Ianglífari en rokk’ð forðum, en unga fóilkið, sem dansinn sýndi, lipurt í lima- burði og ófeimið við að „hella sér út í“ hristinginn. Eg hlýt að verða að geta sérstaklega Kristínar Einars- dóttur, en a'krobatik-atriði hennar bar af í þætti inn- lendra á skemmtuninni, og er lipurð hennar svo furðu- leg, að aðdáunarvert má teljast. Sömuleiðis hafði ég sem áður gaman af kynn- ingum Baldurs Georgs, en þessi þaulvani sviðsmaður kann alltaf réttu tölrin á á- horfendum og nær svo sann- arlega þeim tilgangi sínum að koma fólki í gott skap. / SIGRÚN JÓNSDÓTTIR er komin heim í stu-ttu fríi og skemmtir gestum Nætur- klúbbsins um þessar mundir, frískari og skeanmtilegri en nokkru sinni fyrr. Enda jþótt ánægjulegt sé til þess að vita, hvern frama hún hef- ur skapað sér hjá frændum vorum, Norðmönnum, er það talsvert saknaðarefni að fá ekki að heyra hennar Ijúfu og yndislegu rödd hér heima, enda hafa viðtökurnar, í Næt urklúbbnum sýnt það áþreif- anlega, hverjum vinsældum hún á að fagna hér 'heirna. SILFURTUNGLH) hefur tekið upp hin vin- sælu jazzkvöld, isem verið hafa svo fjölsótt í Tjamar- café, sem Loftleiðir hafa nú keypt og reka í eigin þágu eftirleiðis. Er ekki að efa, að vinsældir kvöldanna hald- ist uppi í Tunglinu, þar sem em ‘hin vistlegustu salar- kynni og ánægjulegt þangað að koma. ÍTALSKI SALURINN í Klúbbnum hef-ur nú ver- ið opnaður á mánudags- og þriðjudagskvöldum, en þar skemmta Neo-tríóið og Mar- git Calva. Enda þótt þar sé jafnan margt um manninn og dansgólfið oftast svo troð fullt, að erfitt sé um dans- hreyfingar, er reglulega á- nægjulegt að koma þangað og þá ekki sízt vegna þess, hve ihljómsveit og söngkonu. tekst að sikapa mikla ánægju gesta.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.