Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.02.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 16.02.1962, Blaðsíða 3
Ní VIKUTÍÐINDU 3 Hinn 14. fébrúar n.k. eni Mðin 2D ár frá því að Banda- lag sbarfsmanna ríkis og •bæja var stofnað. Bandalagið var stofnað 14. febrúar 1942, og voru stofn- 'endur 14 félög opinberra 'starfsmanna með samtals 1545 félagsmönnum. Nú eru bandalagsfélögin ■27 með samtals 4700 félags- eiönnum. Höfuðviðfangsefni samtak '^nna hafa verið launa- og kjaramál opinberra starfs- y^nna, og hafa stjórnarvöld jn frá upphafi viðurkennt B. R. B. sem viðræðuaðila 'ttti kjaramál starfsmanna Hkis og bæja. Brá stofnun B. S. R. B. hefur það verið eitt af á- Mugamálum þess, að opinber- 'starfsmenn öðluðust samn ^ngsrétt um kaup og kjör til jafns við aðrar Iaunastéttir, og að afnumin verði lög frá 1915, er banna verkfall opin- berra starfsmanna, að við- lagðri refsingu. I stjóm B. S. R. B. eiga sæti: Kristján Thorlasíus, deild- arstjóri, formaður, Júlíus Bjömsson, deildarstjóri, vara formaður, Magnús Eggerts- son, lögregluvarðstjóri, rit- ari, Guðjón B. Baldvinsson, deildarstjóri, gjaldk., Andrés G. Þormar, aðalféhirðir, Eyj ólfur Jónsson, lögfræðingur, Gunnar Ámason, sóknar- prestur, Sigurður Ingimund- arson, alþm., Teitur Þorleifs- son, kennari. Varamenn: Ein ar Ólafsson, verzlimarstjóri, Haraldur Steinþórsson, kenn aai, Jón Kárason, fulltrúi og Þorsteinn Óskarsson, sím- virki. Friðheigi heimilísíns ^íðast hvar nema í ein- næðislöndunum, hefur heim- Mi hverrar fjölskyldu verið ^ýnd sú virðing, að þjóðfélag jð hefur skirrzt við að senda Þjóna sína inn á það án leyf ls heimilisföðursins, nema rtíleð sárafáum undantekning- ’5n’ °ö þá með sérstökum Urskurði yfirvalda í hverju 'einstöku tilfelli. j’ötta skapar öryggiskennd já fjölskyldunni. ,,My eme ig my castle,“ segir nglendingurinn. Á heimili ^nn á hver maður að vera nhultur, nema voða beri að nöndum. En hér á landi er farið a hera á tilfinningu vald- hafanna, til þess að virða þessa helgi að vettugi. Fyr- ir nokkmm árum vom t. d. samþykkt lög þess efnis, að Ríkisútvarpinu væri heimilt að senda menn inn í íbúðir manna, til þess að rannsaka, hvort þar væru óskráð við- tæki, sem ekki væm greidd afnotagjöld af. Þetta er hættuleg braut, sem varast ber að fara, enda mun lögum þessum ekki hafa verið beitt, svo vitað sé. En það em aðrir menn, sem ryðjast inn á heimilin, án þess varla að berja að (Framh. á bls. 7) Roval köldu búðingarn- * ir eru ljúffengasti eftirmatur, sem völ er á. Svo auðvelt er að matreiða þá, að ekki þarf annað en hrœra inni- ^ald pakkans saman við kalda «újólk og er búðingurinn tilbúinn til framreiðslu. ^ragðtegundir: Súkkulaði . Vanillu Caramellu og Hindberja 3Ea£6xJiSu/i fhusamaðuA: K PISTILL DAGSINS ÖLÍKIR IIAGSMI NIR Sagt er að nú bráðlega muni til skarar skríða innan Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, milli þeirra sem þar deila. Áð- ur en við höldum lengra skulum við gera okkur grein fyrir því að deilan stendur ekki eingöngu um reksturinn. Stjómmálin hafa sitt að segja. Mönnum úr öðrum flokkum hefur fundizt Sjálfstæðismenn of fjölmennir í stjóm Sölumiðstöðvarinnar. Svo eru þeir sem vilja í stjórn. Þeir eru ekki svo fáir, sem telja sig manna fær- asta til að sitja við stjómarborðið, hjá öðrum er það hreinasta metnaðarmál, án tillits til hæfileika. SÉRLUNDAÐIR ÚTGERÐARMENN Þegar svona er í pottinn búið er ekki góðs að vænta. Raunar er það mesta furða að ekki skuli hafa soðið upp úr fyrr. Útgerðarmennimir okkar eru sér- Iundaðir og einsýnir, upp til hópa. Þar of- an á bætast þessi venjulegu viðhorf í fé- lögum á íslandi, að ef þau eru fjölmenn eða áberandi, þá mótast afstaða félags- manna svo mikið eftir því hvar í stjóm- málum þeir standa. JÓN Á RÖNGUM STAÐ. í andrúmslofti sem þessu innan um svona menn getur Jón Gunnarsson ekki staðið leiðtogi þegar fram í sækir. Hann skortir vissa skapgerðarlega hæfileika í lilutverkið. Jón er maðurinn, sem þegar eitthvað bjátar á, getur sameinað alla eða flesta fyrir umbótum og nýrri stefnu. En þegar komið er yfir örðugasta hjallan og liðsmenn geta leyft sér að anda léttar og hugsa frjálslegar en áður, þá fer hann að hafa það erfitt, svo um munar. SÖLUSTJÓRINN A VOGARSKÁLINNI. En hvemig stendur Jón að vígi í loka- átökunum, sem eru framundan. Augljóst er að einhver verður látinn bera ábyrgð- ina. Það er hugsanlegt að þeir verði fleiri en einn og tveir, sem verða settir í gapa- stokldnn. Tæplega er til nokkur annar maður í Sölumiðstöðinni en Jón Gimnars- son, sem hægt er að segja að hafi svo mikil völd, og áhríf að menn megi reka einan. Með sitt skap og umdeilt álit mun Jón standa mjög höllum fæti. En hann getur snúið málunum sér í vil. Þekking hans og reynsla er einstök meðal starfs- manna Sölumiðstöðvarinnar. Hann er ó- metanlegur maður, ekki sízt vegna þess að enginn annar hefur komizt svo náið inn á verksvið hans að sá gæti tekið við með næstum fulla yfirsýn og vald á hlut- unum. Jón er ekki á réttum stað. Hann á að vera í fyrirtæki þar sem allir geta starfað sameinaðir, eftir að stefnan hef- ur verið mótuð. Þarna verður hver liöndin upp á móti annarri. Það furðulega er við Sölumiðstöðina að þar virðast fáir eiga samleið, þótt allir hafi nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta. Kann því að fara svo að spilin verði stotkkuð upp á ný. Jón og gamla stjórnin verði látip hætta en ný taki við. FLUGHÖFN Borgarráði hefur heimilað að byggt verði flugstöðvarbygging á Reykjavíkur- flugvelli. Þessi bygging hefði þurft að vera risin fyrir löngu. Þama hefur verið allmikil umferð í innan- og utanlandsflugi Bæði flugfélögin hafa hafzt við með mestu starfsemi sína í hættulegum timburbygg- ingum — hættulegum vegna þeirrar bruna hættu, sem loksins rak byggingamál flug- hafnarinnar úr höfn. Það er eins og alltaf þurfi einhver að detta í bnmninn áður en hann er byrgð- ur eða eitthvað verulega knýjandi að ger- ast áður en liið opinbera telur sig nauð- beygt til að sýna af sér svolitla rögg- semi. Að vlsu hefur þarna strandað á því að bærinn vill flugvöllinn hurt, og hefur vilj- að koma í veg fyrir að þarna yrði byggð varanleg bygging, nema því aðeins að hana mætti nota til einhvers annars, ef flugvöllurinn yrði lagður niður. Svo hef- ur verið talið nauðsynlegt að byggingin féUi inn í framtíðarskipulagið. Annars skiptir þetta eldki öllu máli. Það er alveg áreiðanlegt að flugvöllurinn verð- ur ekki fluttur eða lagður niður á næstu áratugum. Hann er vel f sveit settur og ofboðslega dýrt að byggja annan. Reynd- ar er óhentugt að hafa hann inn í bæ, en það kemur tæplega til álita meðan vant ar kannske 6—700 milljónir króna til að hyggja nýjan völl. KUGGAR FEBRÚAR- HEFTIÐ ER KOMIÐ

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.