Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 23.02.1962, Qupperneq 2

Ný vikutíðindi - 23.02.1962, Qupperneq 2
2 *rf \iket:iðindi NY VIKUTIÐINDI koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. a lausas. Framkvæmdastjúri: Geir Gunnarsson, sími 19150.. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtaist. kl. 10—12.. AugLstjóri: Bragi Sigurðsson, símar 14856 og 18833. Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Sölubörn afgreidd í Þimgholtsstr. 23. Ofurkapp Óhætt er að segja að viðureigninni í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sé lokið í bili. Jón Gunnarsson hef- ur sloppið með smáskrámur, sem segja alls ekkert um vígstöðu hans, sem sennilega hefur verið mjög góð allan tímann. Yfirlýsingar fundar SH bera það með sér að fallist hefur verið á skýringar Jóns Gunnars- sonar á erfiðleikum í rekstri Sölumiðstöðvarinnar og vinnslustöðvarinnar í Nanticoke. Þá hafa málin að öðru leyti skýrzt nokkuð, t. d. varðandi eignarréttinn á Coldwater. Það er augljóst mál, að Sölumiðstöðin á þetta fyrirtæki og engir einstaklingar. Svo að vikið sé að yfirlýsingunum er rétt að benda á, að þær eru allar öndverðar stefnu ríkisstjórnarinn- ar eins og hún er í dag. Fundurinn vill lækkaða vexti og aukin útlán. Þar er bent á lánsfjárþörf sjávarút- vegsins og þá miklu byrði, sem er af vöxtunum. Þetta hefur alla tíð verið augljóst mál. Hitt er svo jafnaugljóst, að fyrirtæki eins og Sölumiðstöðin verða að taka tillit til þessarar staðreyndar við ákvörðun um frainkvæmdir. Það hefur ekki verið gert né tek- ið tillit til þeirra örðugleika, sem of mikil fjárfesting hefur skapað hinu bandaríska dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvarinnar. Það er viðurkennt í yfirlýsingum for- ráðamanna Sölumiðstöðvarinnar að fjárfesting Cold- water hafi verið mjög mikil undanfarið. Einnig er sagt, að slæmt hráefni hafi valdið nokkrum örðug- leikum. Þetta er hvort tveggja atriði, sem hægt er að ráða við út af fyrir sig, og vaxtapólitík ríkisstjórnar hefur ekki svo mikil áhrif á, ef aðeins er reynt að taka fullt tillit til þessarár staðreyndar. Um lánsf jármöguleik- ana er það að segja, að alltaf má framkvæma svo mikið að fjármagn skorti; það er auðveldast. En að miða framkvæmdir sínar við það f jármagn, sem mögu- legt er að afla, er aftur á móti erfiðara. Þetta hefur stjóm Sölumiðstöðvarinnar svikist um. Hún hefur framkvæmt alveg eins og fyrir viðreisn með þeim afleiðingiun að hana vantar rekstrarfé. Alltof mikið hefur farið til einstakra stækkunarframkvæmda og af- borgana, og í vaxtagreiðslur vegna þessara fram- kvæmda. Það er því ekki að furða, þótt erfitt Iiafi reynzt að varpa stórri sök á Jón Gunnarsson, því allt þetta, sem til hefur verið stofnað, er gert með samþykki stjómar Sölumiðstöðvarinnar. Og þegar við höfum í huga, að stjóm fyrirtækisins er sek, þá skiljum við betur hvers vegna yfirlýsingar fyrirtækisins em í þeim dúr, sem raun ber vitni. Þar með er skuldinni skellt á stefnu ríkisstjómarinnar. Stjórnin reynir að hvítþvo sig. Allt um það er það svo gleðiefni, að ekki virðist minnsta tilefni til rannsóknar á málefnum og rekstri Sölumiðstöðvarinnar. Það heyrist ekki, að Lúðvík Jós- efsson eða flokksbræður hans á fundi Sölumiðstöðvar- innar hafi staðið upp og krafizt slíkrar rannsóknar, sem kommúnistinn Einar Olgeirsson krefst nú á Al- þingi. Erfiðleikar Sölumiðstöðvarinnar eiga sem sé ekki rætur sínar í beinni f jármálalegri spillingu heldur fljótfærni, sem stafar af ofurkappi. Kapp er bezt með forsjá. — Aquila. Haukur Morthens o skemmtisbööunum Ö„ BORG, MIN BORG cer nýja ki'eðjulagið hans Hauks Morthens í Klúbbn- um, yndislega angurvært og biitt lag við afbragðs ljóð og af því að iþetta iag hefur vákið sérstaka athygli gesta Klúbbsins, æila ég að rifja upp sögu þess. 1 fáum drátt- urn. Þannig var, að Reykví-k- ingminn og bargaraðdáand- inn Viihjálmur Þrá Skáholti túlikaði ást sína <á borginni í undaarfögru ljógj,, :sem Ihann nefndí Reykjavík. Á einum stað segir svo í Jjjóði Vil- ihjálms: Ó, 'borg, mín borg, ég iofa Ijóst þín strætí, þín lágu hús og allt, sem fyrir ber ... Af iþessum ikafla ijóðsins sérstaklega hreifst svo dæg- urlagasöngvarinn Haukur Morthens, og þar sem hann er snjali lagáhöfundm’, engu isíður en söngvari, bjó -hann tii lag við þennan hluta kvæð isins, og fékk leyfi Vilhjáhns til að nota það. Árið 1953 syngur Haukur inn á fyrstu piötuna sína, og þá velur hann einmitt tvö íslenzk lög, Hvar ertu vina? eftir Oliver Guðmundsson, og Ó, borg, mín borg, við ijóð Viihjálms. Þessi plata náði miklum vin- sældum á sínum tíma, og ástæðan til þess að hún hef- ur ekki heyrzt iengi, er sú, að ihún hefur iengi verið ó- fáanleg, og verður naumast gerð aftur, enda þótt hún ætti það skilið, og sjálfsagt verður hún „collector’sitem“ áður en yfir 'lýkur, ef hún er ekki þegar orðin það. Það var Hiljómsveit Eyþórs Þorlákssonar, sem lék undir á plötimni. Nú, isvo þegar Haukur byrjar með eigin hiljómsveit í Kiúbbnum, er Ihann að hugsa um að skipta um kveðjulag. Þá var hann bú- inn að syngja í skemmtun- arlokin Ijóðið um Katarínu frá Kaprí all-iengi, eins og allir vita, og fannst athug- andi að breyta til. En það var vandi að velja. Löks skýtur upp í huga hans gamla Ijóðinu um íborgina okkar, og það er ákveðið á stundinni að taka það. Og þar hefur Haukur gert vel. ÞÓRSCAFÉ hefur tekið upp gömlu dansana á miðvikudögum, en þeir dagar eru, eins og kunn ugt er, leyfisdagar vailar- hermanna í bænurn, og hafa þeir ásamt fyigistelpum sín- um jafnan fjöhnennt 1 Þórs- café þessa daga. Er það mál manna, að lítill ánægjuauki hafi verið að lýð þessum, en erfitt að meina honum að- gang á annan hátt en þenn- an, -því að ekki er dansáhug- anum fyrir að fara, — sízt í igömiu dönsunum. Færi bet- ur, að fleiri sikemmtistaðir tækju upp sama hátt. ÓÐINN VALDIMARSSON fer prýðilega með iagið Augun þín blá eftir Jón Múla, og er enginn vafi á því, að hann er einn okkar skemmtiagasti dægurlaga- söngvari; leiðinlegt, að hann Skuii ekki heyrast oftar, það er ekki sú óraf jarlægð ti Ak ureyrar, að nokkur frágangs sök sé að igefa höfuðstaða- búum kost -á að heyra og sjá þennan unga og vinsæla -söngvara, sé hann fáanlegur vegna starfsins nyrðra. Þetta er isannarlega ástæða til að athuga. JAZZ er ekki á hljómleikaskrá Sinfóniunnar á þessu starfs- ári, og enn hefur enginn þeirra yfirsnobbuðu forráða- mann-a hennar komið -sér að því að lýsa opinberlega yfir, hverju sæti. Þessir forstokk- uðu bj-álfar, -sem þykjast geta 'kennt sig við músík, treystast ekki til að hætta sér út fyrir sitt mátulega kannaða -svið, þeir óttast, að með flutningi nútímatón- listar kynnu vinsældir 'hinn- ar gömiu, sem þeir eru sjálf- ir búnir að jaxiast á nógu lengi -til -að ihafa fengið nasa- sjón af, að réna svo, að ekki væri stætt á öðru en hafa á. m. -k. eitt nútímaverk (ekkJ samt Jón Leifs!) á Ihverjum hljómieikum, — en þá yrði svo erfitt að koma efnis- skránni saman! Nei, tákk, megum við, sem höfum jmdi af tónlist og tökum ásamt öðrum skattborgurum þátt í að halda uppi þessu fyrir- brigði, sinfóníuhljómsveit- inni, fá eitthvað að leggja tíl málanna líka, og krefjast þess, að farið verði að ein- hverju leyti að kröfum okk- ar. Ofckur finnst snobbarn- ir, sem þessum málum ráða, hafa fengið sinn skerf og ríf lega það. Okkur finn-st kom- inn itími til, að við fáum ein- hverja ánægju 1-íka af fyrir- tækinu! HÖTEL BORG Eftirmiðdagsmúsík frá kl. 3,30. * Kvöldverðarmúsík frá kl. 7,30. * Dansmúsík frá kl. 9. * Hljómsveit Björns B. Einarssonar leikur. * Borðpantanir í síma 11440. * Gerið ykkur dagamun borðið og skemmtið yður að HÚTEL BORG

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.