Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.03.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 09.03.1962, Blaðsíða 3
Nf VIKBTÍ ÐINDl 3 kvikmyndir ben hur Þegar Gamla Bíó hóf sýning- ar i húsakynnum sínum við Ing ólfsstrscri í ágúst 1927, var fyrsta kvikmyndin, sem þar var ^nd, Ben Hur, með Ramon Navarro í aðalhlutverkinu. Hef- Ur sú mynd orðið mörgum minnisstæÖ, sem hana sáu, og €r leitt að bíóið skuli ekki eiga filmuna því tilvaliö væri að sýna Bana á merkum tímamótum kvrkmyndahússins. Nú hefur Ben Hur verið Evikmynduð aftur og ekki ver- iÓ síður vandað til hennar en Binnar kvikmyndarinnar. Er Bun talin hafa kostað 645 millj. (15 millj. dollara), sem er pað mesta, sem fjárfest hefur verið í eina kvikmynd hingað NÝ BÓE **aS er einróma álit allra, sem iesis hafa þessa hugljúfu ástar- *oqu, að hún sé óvenju skemmti ie°‘ Menn leggja hana ógjarnan frá sér ólesna. Ótgefandi Athugið! Greinar, sem birtast eiga í blaðinu, þurfa að hafa borizt fyrir mánudagskvöld í síöasta lagi. Ný Vikutíðindi Tvö atriði í þessari kvikmynd eru ákaflega kostnaðarsöm en jafnframt stórkostleg á að horfa. Það er kappaksturinn og sjóorr- ustan. Yfir 1000 smiðir og verkamenn voru árlangt að út- búa hið mikla hringsvið, þar sem kappaksturinn fór fram. Og yfir 50 skipslíkön þurfti að smíða fyrir sjóorrustuna. Skáldsagan Ben Hur er eftir Lew Wallace, amerískan hers- höfðingja, og er einhver mest selda bók, sem út hefur verið gefin í heimfnum. Sagan ger- ist á dögum Krists og er mjög dramatísk að efni. Kvikmyndin hefur hlotið 11 Oscar-verðlaun, enda mun ekk- ert hafa verið sparaÖ til þess að gera hana sem bezta úr garði. Hún er mjög löng — það tekur 3Vz klst, að sýna hana. Hún er tekin í Technicolor-litum og MGM C-AMERA 65. Gamla Bíó hefur látið setja upp mjög fullkomin tóntæki í tilefni af þessari sýningu, fyrir svokallaðan margrása segultón, og notast við margar hátalara- samstæður, sem bæði eru á bak við sýningartjaldið og frammi í salnum. Er tal og tónlist kvik- myndarinnar því miklu eðlilegri en ella. Með hlutverk Júda Ben Hur fer Charlton Heston, sem er kunnur úr ýmsum fleiri kvik- myndum, sem byggðar eru á atburðum úr Biblíunni. Steph- en Bovd leikur Messala, og fara þeir báðir ágætlega með hlutverk sín, sem og flestir aðr- ir leikararnir. Þetta er stórbrotin mynd urn stórbrotiS efni, og á eftir aS hljóta mikla aðsókn. Ljósboginn Hverfisgötu 50. (Simi 19811) Viðgerðir á bíladínamó- um og störturum. Vind- ing á rafmótorum. Eig- um fyrirliggjandi dína- móanker í flestar gerð- ir bifreiða. — Vönduð vinna, lágt verð. Ljósboginn Hverfisgötu 50. 3EgÆxJiSuA fcMScunaðu/i: PISTILL DAGSINS HERMANNI SPARKAÐ Miðstjórnarfundur Framsóknarflokks- ins varð mikill ósigur fyrir Hermann Jón asson og kommúnistaöflin í þessum sund- urgerðarlega og stefnulitla flokki. Ey- steinn Jónsson var eins og við mátti bú- ast kjörinn formaður, en Helgi Bergs, verkfræðingur, nýjasta aflið í flokknum, var kjörinn ritari. Þeir sem gleggst þekltja til segja að það hafi heldur ekki komið á óvart. Jón Skaftason, sem vann einn stærstan sigur Pramsóknar í síðustu Alþingiskosningiun og Einar Ágústsson væntanlegur frambjóðandi Framsóknar í Reykjavík komust ekki í miðstjórn. Auð- vitað komast ekki allir í miðstjóm, en samt þykir heldur lítið gert úr þeim fé- lögum að þeir fengu þar ekki sæti. Það var annars leitt fyrir Hermann Jón asson að þurfa að láta af formennskunni án þess að hafa fengið uppreisn æru sinn- ar eftir vinstri stjómar-ævintýrið. Eina von Hermanns hafði verið, að viðreisnin brygðist og hann fengi aftur tækifæri til að leiða flokkinn í kosningum, sem hefðu væntanlega orðið sigur fyrir hann og flokkinn, en um leið Phyrmsar-sigur fyr- ir þjóðina. Hermann hefur að vísu ekki yfirgefið vettvang stjórnmálanna, því hann mun á sinn letilega hátt halda áfram að sitja þing og í framkvæmdastjóm flokksins. Áhrif hans eru hins vegar stöðugt þverr- andi og ljóminn, sem eitt sinn stóð af Hermanni, er horfinn. Það væri annars fróðlegt að vita, hvem- ig sagan dæmir Hermann og stjómarferil hans. Ef til vill verður sá dómur ekld eins góður og hann hefði sjálfur kosið. LlTEÐ BETRI MAÐUR ..... Eysteinn Jónsson, sem nú tekur við, er lítið betri lengur. Hann er rúinn fomu áliti og trausti í innsta hring kjama ís- lenzkra stjómmála. Sjálfstæðisflokkurinn vill sem minnst hafa saman við hann að sælda, eftir svikin og brigðamælgina í vinstri stjóminni, þegar hann gekk á bak fyrri kenninga sinna og skoðana. Kommúnistar sjá hann aðeins sem hjálp legt, lítið tæki | þeirri skemmdarbaráttu, svo viljalítill sem Eysteinn er orðinn eftir pólitískan og siðferðilegan ósigur v-stjóm aráranna. Hann er að vísu þrátt fyrir allt talinn hægri sinnaður og ábyrgari maður í ut- anríkismálum en Hermann. 1 innanlands- stjómmáliun er ekld að vita hvar hann stendur, því honum hefur ekki tekizt að skapa sér nýtt álit í stað hins glataða, né nýja pólitíska ásýnd, með liinni reikulu framgöngu sinni í stjómarandstöðunni. HRAÐFLEYG STJARNA Hélgi Bergs hefur flogið hraðar en hljóð ið upp á stjómmálahimininn innanflokks í Framsókn, þegar haft er í huga, að þessi maður hefur alls staðar dottið uppfyrir eða beðið lægri hlut, þar sem hann hefur ætlað sér mikinn hlut. Hann þótti ekki standa sig sérlega vel í framboði við síðustu Alþingiskosningar. Hann hrökklaðist frá Sameinuðum Verk- tökum og hann fékk ekki kaupfélagsstöð- una hjá Árnesingum, þrátt fyrir beinar kúgunartilraunir nokkurra foringja Fram sóknar gagnvart stjóm kaupfélagsinSs Þessi sveitamaður, sem hann sannarlega er, þrátt fyrir allt, er einnig orðin aðal- sérfræðingur flokksins í málum Efnahags bandalagsins og vekur það allmikla furðu, þar sem maðurinn hefur ekki tamið sér víðsýni né hefur hann menntun til að gera þeim málum ábyrg skil. Kannske er flug Helga Bergs aðeins eitt dæmið um mann- skort Framsóknar. En hann heíur þó fram yfir Jón Skaftason og Einar Ágústs son að vera gætnari og ef til vill almennt þroskaðri en þeir. Samt ekki uægilega þroskaður í það hlutverk sem honum virð ist vera ætlað. ÁRANGURSLÍTILL FUNDUR Um fund Framsóknarmanna er það ann ars að segja, að þar kom ekkert nýstár- legt fram. Stefna flokksins er ómótuð að langmestu leyti. Það er eins og flokkur- inn hafi álitið að hægt væri að vera í stjórnarandstöðu án fastmarkaðrar stefnu sem er svo sem að vissu marki rétt, þeg- ar litið er á það, hvað stjómarandstaðan á Islandi hefur ætíð verið ábyrgðarlaus. En það ber Framsóknarflokknum eldd gott vitni á þessum tímamótum í íslenzk- um stjómmálum — sýnir dáðleysi í f Iokkn um, ef ekki upplausn, að honum skyldi ekki takast að leggja linurnar betur en hann gerði. ER EYMD FRAMUNÖAN? Þegar á allt er litið er þó ljóst, að bændastéttin hefur ekki unað við þá póli- tík Hermanns, að fylgja kommúnistum að málum. Hann hefur kollsiglt sig á þeirri galeiðu, sem hann hugðist sigla í Aust- urveg. Hægri öflin í Framsókn hafa borið sig- ur af hólmi. Hermanni hefur verið kastað fyrir borð. Eysteinn hefur teldð við valda taumunum. Nú er eftir að vita, hvort hon- um tekst að stjóma flokknum með dug og djörfung, eða hvort hann lætur það sannast á sér, að Eysteinn minni alltaf á eymdina, eins og sagt hefur verið.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.