Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.03.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 16.03.1962, Blaðsíða 3
NY VIKUTÍÐINDl 3 Læknir varar við notkun brunasmyrsla á brunasár Ófeigur Öfeigsson læknir skrifar um raimsóknir sínar á brunasárum, í „Heilbrigt bf“, og gefur þar ýmsar leið beiningar fyrir almenning kni meðferð slíkra sára. Það sem fyrst o g fremst vefcur athygli við lestur greinarinnar eru orð læknis- kis um að varast skuli að n°ta hrá egg, allar olíur, fitu °S smyrsl, þar á meðal brunasmyrsl, þegar einhver brennir ®ig, ihvort sem um öieiri eða minni bruna er að i'æða. Hins vegar telur hann sig bafa komizt að þeirri niður- stöðu, að kaldur vökvi, eink- vatn, sé bezta aðferðin til skjóts bata. Einfaldast sé að setja brunann strax und- ir kaldan vatnskrana og hætta ekki þeirri kælingu fyrr en allur sviði er horf- inn. Þetta ætti fólk að kynna sér nánar. Annars vekur þessi kenn- ing læknisms athygli á lækn- isráði Eskimóa við kal-sár- um, sem Vilhjálmur Stef- ánsson benti á. Ef vart verð- ur við kal á að ylja stað- inn, en ekki halda honum í ísvatni, eins og löngum hef- ur verið kennt. Svona breyta vísmdamenn um skoðun á einföldustu grundvailarkenningum, sem þeir hafa talið eiiíf sannindi. Sparið f é, sparið tíma ^Æribönd ór Ð SJALFIR ÍORö C GATAVINKLUM ÓEXlON veitir yður tækifæri tii að eignast áhöld og 'tæki , ur STÁLI, á einfaldan og ódýran hátt. Þér getið sJalfir, án nokkurrar sérþekkingar, smíðað áhöld af *r þvi hvaða stærð og gerð, sem þér óskið. Tveir ar 0g járnstöng eru einu verkfærin, sem þér þurf- ' óskað er fást DEXION iklippur lánaðar endur- bjaldslaust hjá umboðsmönnum DEXION. Boltar og ær ^gja með hverjum pakka af DEXION. Aflið yður nánari upplýsinga sem fyrst. LAIVIDSSIUIÐJAIM 3EgÆx'^l (% ' Z-ii' SGmaðu/i; PISTILL DAGSINS ÓHREINT S POKAHORNINU Þá er komin ákæra í olíumálinu. Það var ekki seinna vænna. Haukur Hvann- berg er ákærður fyrir að lxafa stolið 8 milljónum króna og Vilhjálmur Þór fær á sig ákæru fyrir að hafa tekið þátt í gjaldeyrissvindlinu með 145 þúsund doll- ara. Þetta eru ekki litíar upphæðir. En það skulum við athuga að þótt öll kurl í þjófnaði Hauks kunni að vera komin til grafar þá er áreiðanlega ekki Iiægt að segja það sama um gjaldeyrisbrask seðla- bankastjórans. Sumt af því sem upp komst í sambandi við þetta brask bankastjórans er nú fyrnt, svo að ekki verður gefin út ákæra á hann fyrir það. En ég fæ mig ekki til að trúa því að ekki sé fleira óhreint í þessu pokahorni herra Þór, þótt ekki þurfi það að standa í sam- bandi við Olíufélagið. En ákæruatriðið eitt er nægilegt til þess að bankastjórinn verður að fara frá emb- ætti sínu. Ef það sem upplýstist var tal- in nægileg ástæða þegar hann fór frá við rannsókn málsins, þá er ástæðan ærin nú og í síðasta lagi, ef hann verður dæmdur, sem reyndar virðist óhjákvæmilegt. Þó vfirííst meðferðin á hinni tíma- bundnu brottvikningu Vilhjálms benda til þess að ríkisstjórnin vilji ekki láta liann fara frá og muni gera allt sem I hennar valdi stendur til að hann sitji sem íengst. Hann fékk að óska þess sjálfur að víkja úr bankastjóraembættinu, til að auðvelda ramisókn olíiunálsins eins og það var kall að. I þessu felst að ríkisstjómin taldi sök hans ekki svo stórvægilega að hún þyrfti opinberlega að krefjast þess að Vil hjálmur viki. Það var nægilegt að hami sýndi smá heiðarleika. KRÖFUR UM MANNORÐ Eg veit ekki, svona í smáatriðum, hvaða kröfur verður að gera um mannorð eins seðlabankastjóra. En Villijálmur hefur undanfarin ár verið svo heiftarlega gagn- rýndur að þess eru varla dæmi. Það eitt út af fyrir sig er ekki ætíð til mikils mann orðshnekkis. Flest af gagnrýninni var ó- sannað mál, einkum þegar rætt var um viðskiptaferðir hans. En þegar olíumálið er liaft í huga þá spyr maður sig ósjálf- rátt hvort gagnrýnin hafi ekki haft við lieilmikið að styðjast. En það vill loða við þessa ríkisstjóm sem aðrar að hún gefur skít í almennings álitið, þegar það snýr að henni sjálfri eða helztu forystumönnum þjóðarinnar. Það er ekki nógu gott og á sinn þátt í því að vekja tortryggni, sem seint verður hægt að bæla, sérstaklega þar sem þessi af- staða skapar hættulegt fordæmi, sem eftir komendum mun áreiðanlega verða hætt við að taka eftir henni. Þetta verður að breytast. Þegar á allt er litið verður því að krefjast þess að seðlabankastjórinn víki frá. Hann er ekki lengur líklegur til að skapa þá virðingu og það traust sem emb- ætti hans er nauðsynlegt, einkum þar sem það er alveg nýtt af nálinni. Embætti Seðlabankastjóra var sett á til að skapa eðlilegra fyrirkomulag í bankamálum og honum hefur verið veitt allmikið vald. Það er því ekki hægt að hafa mann í þessu embætti, sem flestir líta á sem ein- hvern sakamann. MÁL AXELS I RAFHA í þessu sambandi er ekki úr vegi að spyrja hvað líði máli Axels í Rafha. Sak- sóknari ríkisins hefur að því er bezt verð- ur vitað ekkert gert til að gera sér grein fyrir málinu, þótt sjálfir endurskoðunar- menn ríkisreikninga telji margt alvarlega athugavert við reikningsskil þau sem Ax- el gerði við fjármálaráðimeytið. Það er að vísu sagt að ráðimeytið hafi málið sjálft til athugunar, saksóluiara ber skylda til þess að liafa afskipti af svona málum strax og þau koma í ljós. Hvenær ætlar liann að gera það? HITAVEITUFRAMKVÆMDHt Borgarstjórnin hefur lýst því yfir að hún muni láta Ieggja heitt vatn í hvert einasta hverfi Reykjavíkur, sem nú hef- ur verið skipulagt. Þetta er vissulega nauðsynleg og hagkvæm framkvæmd. En sá er bara hængurinn á gleði okkar að opinberar áætlanir hafa liingað til alls ekki staðizt. Hitaveituáætlimin á að vera framkvæmd á næstu fjórum árum. Það er gott og blessað ef allt gengur eftir áætlun. En hvað verður svo gert í nýjum hverf um? Verða þau látin sitja á hakanum? Þurfa þau að bíða eftir hitaveitu öll þessi ár og nokkur í viðbót, eins og t.d. Hlíð- amar hafa orðið að gera? Sennilega hefði verið rétt að hafa á- ætlunina til Iengri tíma og lofa ekki svona miklu. Annars er borgarstjórinn kunnur fyr- ir að standa við orð sín. Borgarverkfræð- íngur er glöggur skipulagsmaður. Ef til vill fara þeir nærri áætluninni. En þá spyrjum við bara: Á kostnað hvaða ann- arra framkvæmda? Hitaveituframkvæmdimar verða að vísu gerðar fyrir lánsfé, en það lán verð- ur að endurgreiðast.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.