Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 23.03.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 23.03.1962, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTIÐINDI NÝ ViKUTÍÐINDl koma út fyirir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. Framkvæmdastjóri: Geir Guimarsson, sími 19150. Ritstjóri Baidur Hólmgeirsson, viðtalst. kl. 10—12. Augl.stjóri: Bragi Sigurðsson, símar 14856 og 18833. Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Söluböm afgreidd í Þingholtsstr. 23. Gatnagerd Það liefur gengið undarlega seint hjá yfirvöldum sveitafélaga og verkfræðilegum ráðunautum þeirra að tileinka sér nýjungar á sviði gatnagerðar. Þetta er þó orðið einn af stærstu liðunum í útgjöldum hvers bæj- ar- og sveitarfélags. Einkinn á þetta við mn kaup- staðina. Mokkur samtök hafa verið meðal þeirra um útvegun fullkominna vinnutækja en það er aðeins um eitt eða tvö ár síðan að þau hófust. Gatnagerð hefur verið rekin eins og atvinnubóta- vinna, Það hefur verið unnið að gatnagerð með frum- stæðustu tækjum eins og til að láta sem flesta fá eitthvað að géra. Hefur þó atvinnan verið næg í Iand- inu. En þannig er þetta á fleiri sviðum. Það er einnig ástæða til að gagnrýna hvernig bæ- irnir hafa heldur viljað vinna gatnagerðina sjálfir í stað þess að fela þessi verkefni í hendur einstakling- um. Sérstaklega er ástæða til þess að krefjast þess að I Reykjavík verði þessi verk nú falin meira í hend- ur óopinberum fyrirtækjum. Það er ekkert á móti því að bærinn selji sín gatnagerðartæki, annars er það alveg víst að fleiri en einn aðili fer af stað og aflar sér fullkonmustu tækja ef þetta verður regla. Tiezt lagöa gatan í Reykjavík er Sóleyjargatan. Hún var á sinum tíma unnin af óopinberu fyrir tæki. Þessi gata hefur enzt öðrum götum betur og var alls ekki dýrari en hinar, sem lakari hafa verið. Nú hefur Reykjavíkiirborg ákveðið að láta malbika allar götur imian skipulags í Reykjavík á næstu ár- um. Er þá ekki ástæða til að hefja útboð á verkinu? Væntanlegir verktakar mundu nú vera fáanlegir til að leggja nokkurt fé í stofnun gatnagerðarfyrirtækja, þeg ar vitað er að mikil verkefni eru framundan á þessu sviði. Það virðist vera stefna borgaryfirvaldanna að draga úr opinberum rekstri. Með því að bjóða út gatnagerð- ina sannfærir hún unnendur einkaframtaksins um trú sína á því og eitt tækifæri enn þá gefst til að sanna almeimingi að það skipulag er öðru betra og hagkvæm ara. — Aquila. ó stemmtisbööunu m RABBAÐ UM 100 VINSÆLUSTU. . í hverri viku kemur út á vegum plötublaðsins CASH BOX í Bandaríkjunum listi yfir ihundrað vinsælustu plöt umar á markaðnum þar, og þar sem ekki er að efa, að ýmsa lesendur fýsi að vita, hvað er að gerast í þeirn mál um þar vestra, höfum við fengið þennan lista til yfir- vegunar, og ætlum nú að segja nökkuð frá honum. Margar þessar plötur eru þegar orðnar vinsælar í Eeflavíkurútvarpinu, en fæst ar þeirra svo rnikið sem heyrzt í Ríkisútvarpinu okk- ar. Má til dæmis geta eins topplagsins, MIDNIGT IN MOSCOW, sem við fengum að heyra í sjómannaþættin-j um í síðustu viku, af því að' áhugasamur 'hlustandi norð- ur í landi sendi plötuna tilj útvarpsins! Hinar heyrast naumast fyrr en seint og síðar meir, ef þær koma þá. En isnúnum okkur að list- anum. I efsta sæti er lagið HEY, BABY! með Bruce Ohannel. j Það hefur verið að vinna sig upp á toppinn undanfarnar, vikur og nýtur mikilla' vin-; sælda. 1 öðru sæti er svo' MIDNIGHT IN MOSCOW, íj dixieland-útsetningu Kenny Ball. Þetta lag hefur hægt og örugglega verið að þok- ast nær toppnum og nær hon um vafalaust, og dvelst þar. Þetta hugljúfa 'lag, sem var kynnt hér á íslandi áður en Bandaríkjamenn höfðu hug- mynd um, að það væri til (Gunnar Orslev og Haukur Morthens islógu í gegn með því á aíheimsmótinu í Moskvu), á vafalaust eftir að koma fram í ýmsum myndum og útsetningum. Eg get ekki sagt, að ég felli mig fyllilega við þessa útsetningu á því, en hún hefur slegið i gegn, og lagið á það sann- arlega skilið. Connie Prancis-er í þriðja sæti með DONT BREAK: THE HEART THAT LOV- ES, lag sem verið hefur á hraðri uppleið. Sama má og segja um plötuna í fjórðaj sæti, LET ME IN með Sen-! sation, en topplagið ' fyrirj hálfum mánuði, DUKE OF, EARL með Gene Chandler, er nú í fimmta sæti. I sjötta sæti er WHAT’S YOUR NAME með Don & Juan, og þá er komið að twistinu. Sam Cook á sjöunda sætið með TWISTIN’ THE NIGHT AWAY, og í áttunda sæt- inu er hinn frægi Chubby Ohecker með SLOW TWIST IN’. Svo kemur James Darr- en í niunda sæti með HER ROYAL MAJESTY og í tí- unda sæti er Roy Orbison með DREAM BABY. Þegar litið er á listann í heiid leynir sér ekki, að twistið er þar langmest áber andi. Ohubby Checker er í 8., 17. sæti. Joey Dee & Star iites með Peppermint Twist og Hey, Iet’s Twist, og svo eru ótal ný nöfn með twist- lög á listanum, þar á meðal David SaviIIe með Shipmunk ana sína, sem svo miklum vinsældum náðu fyrir eina tíð, og þá aðallega vegha ó- þekktarangans Alvin, en twist-Iagið heitir í hausinn á honurn, THE ALVIN TWIST Brenda Lee er í 15. sæti með BREAK IN TO ME GENTLY, Riok Nelson í 18. með YOUNG WORLD, Ev- erly-bræður í 21. með CRY- ING IN THE RAIN, Poul Anka í 22. með LOVE ME WARM AND TENDER, Hi- ghwaymen í 33. með COTT- ONFIELDS, sem nú er á nið urleið. Elvis Presley á þrjár plötur á listanum. Sú efsta er í 36 sæti, ný af nálinni og heitir GOOD LUCK OHARM. CAN’T HELP FALLING IN LOVE er loks ins á niðurleið, en ekki kom- in lengra en í 67. sæti samt, og þýkir víst engum mikið. Fats Domino er í 39. sæti með YOU WIN AGAIN. Brook Benton í 42. með WALK ON THE WILD SIDE, Sue Thompson með NORMÁN sinn er á niður- leið, og komin í 44. sæti, hrapaði úr 23. sæti í síðustu viku. Dinah Washington á þarna snilldarplötuna TE- ARS AND LAUGHTER í 66. sæti, að vísu á niðurleið, en búin að gera það gott. Pat Boone er búinn að eiga eina plötu á listanum um skeið, hún er nú á nið- urleið, komin í 75 sæti, og lagið er ekkert annað en I’LL SEE YOU IN MY DREAMS. Jimmy Dean (Big, Bad John) á lag í 71. sæti, CAJUN QUEEN, sem var í 31. sæti fyrir hálfum mánuði. Af nýjum lögum, sem eru að byrja á listanum, er rétt að nefna YOU BETTER MOVE ON með Arthur Alex ander, SWEET THURSDAÍ með Johnny Mathis, ANY- THING THAT’S PART OF YOU með Elvis og THE BlG DRAFT með ihinum vinsælu Four Preps. Og svo að lokum ... Fyrir nokkrum árum lék Robert Mitohum í kvikmynd inni THUNDER ROAD- Myndin var sýnd í Trípólí- bíói í fyrra og hlaut miklar vinsældir. I gegnum mynd- ina gengur afburða skemmti iegt lag, sem Keely Smith söng í upphafi -hennar, og er þekkt hér sem gamall ræll. Síðar söng Robert lagið hm á plötu og náði hún geysi- mikl'um vinsældum, var mik- ið spi'luð í Keflawíkurútvarp- ið, en hefur ekki heyrzt um þó nokkurt skeið. Þetta lag, BALLAD OF THUNDER ROAD, sungið af Robert Mitchum, er nú aftur komið á listá hundrað vinsælstu laganna. Fyrir hálfum mánuði var það í 99. sæti, fyrir viku í 76, og er nú í 68. sæti. Er ástæða til að fagna því, að maður skuli aftur fá að heyra þessa bráðskemmtilegu plötu. Og nú er bezt að snúa sér að því að fara að spila plöt- urnar. Að þvi er mér er tjáð munu ærið margar vera þeg- ar komin í djúk-boxin, þar sem þeim hefur verið komið ið fyrir. EftirmlSdagsmúsík frá kl. 3,30. KvöIdverSarmúsfk frá kl. 7,30. Dansmúsík frá kl. 9. Hljómsveit Björns R. Einarssonar leiknr. BorSpantanir í síma 1X440. GeriS ykkur dagamun borðið og skemmtiS ySur aS ó slcemnnbisböÖunLjm

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.