Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.03.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 30.03.1962, Blaðsíða 3
NY VIKUTÍÐINDl 3 ÓVÆNTIR ATBURÐIR Á MILLISVÆÐAMÓTINU. Stærsta fréttin frá Stokk- hólmsmótinu eftir tvær umferðir var sigur Kólum- bíumannsins Cueller yfir ^ússnesku stórmeisturunum Geller og Kortsnoj. Menn spurðu ihver annan: Lumar Suður-Ameríika þama á undramanni — eða er þetta uinskær tilviljun? Svarið við þessari spumingu kom greinilega fram í næstu um- ferðunum, því Cueller tapaði hverri einustu af næstu sex ekákunum og lenti að lok- 11111 í næstneðstra sæti með vinning. Líklega er þetta u^et í skáiksögunni hvað Bnertir lélegt framhald eftir góða byrjun. — Þessi tvö uunnir sterkt á tap Bron- steins, lamda þeirra, á Milli- svæðamótinu í Portoroz 1958 en þá tapaði hann fyrir Car- doso frá Pillippseyjum í síð- Ustu umferð með þeim afleið- ingum, að Bronstein varð af s*ti í Kandídatamótinu fyrir Vlkið, — m jög islæmur ósigur sigurvegara tveggja fyrri kíillisvæðamóta fyrir neðsta nianni mótsins. —• Frammi- staða þeirra Cuellers og Car- óosa í heild bendir greini- iega til, að þeir eiga ekki heima í þetta öflugum mót- Urn, iþótt þeir hafi verið með af „landfræðilegum“ ástæð- Um> en reglurnar um skák- svæðin eru talsvert lýðræðis ^egar! Menn af þessum styrk iríka eiga ekki minnstu von uni neitt af efri sætunum og geta í mesta iagi náð þeim ,,árangri“ að raska eðlileg- um gangi mótanna með stór misjafnri taflmennsku. — Hér kemur sigurskák Cuell- er yfir Geller: Stokkhólmsmótið. Fyrsta umferð. — Hvítt: GELLER (Rússlandj Svart CUELLER (Kólumbía) Kóngsinversk- vöm. 1. Rf3 c5 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 4. o-o Bg7 5. d4 o-o 6. dxc5 Ra6 7. Be3 Re4 8. Bd4 Bh6 9. Re5 Rexc5 10. Rg4 Bg7 11. Bxg7 Kxg7 12. Dd4t f6 13. Rc3 d6 14. Df4 Bxg4 15. Dxg4 Dc8 16. Dh4 Rc7 17. Hadl a5 18. e4 Ha6 19. Hfel b5 20: He3 b4 21. Rd5 e6 22. Rxc7 Dxc7 23. Bfl Haa8 24 Dg4 Had8 25. b3 e5 26. Hd2 h5 27. Ddl Re6 28. c3 bxc3 29. Hc2 Db7 30. Bc4 Rd4 31. Bd5 Db4 Só'knarsnillingurinn Geller er undarlega hægfara 1 þess- ari skák. Það er eins og hann ætlist til að vinningurinn detti 1 fang sér fyrirhafnar- laust. Skák þessi er gott dæmi um, hvernig góðir tafl- menn tefla oft við sér lak- ari menn. 32. Hexc3 Rxc2 33. Hc7f Kh6 34. Dxc2 Delf 35. Kg2 f5 36. exf5 Hxf5 37. f3 e4 38. Bxe4 Hc5 39. Hxc5 dxc5 40. Dxc5 Hd2f 41. Kh3 Dflf 42. Kh4 Hx'h2f mát. Skák, sem gæti verið tefld í öðrum flokki í Taflfélagi Rvíkur (ef hann er til!) overðskulduðu töp Rússanna Tilkynning í'RÁ PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRNINNI SÍMAR útlenda talsambandsins em 22395 og 24035. í'yrra símanúmerið er skráð í símaskrá 1962 og eru símnotendur vinsamlega ibeðnir að skrifa uýja símanúmerið 24-035 í skrána. — Ef bæði þessi númer eru upptekin má velja 11-000. Reykjavík, 2. marz 1962. <$gX6jú/iSuA fousQmaðuA; PISTILL DAGSINS HITAVEITUSTJÓRI OG MÁGUR Nú þegar hefja á hinar miklu fram- kvæmdir Reykjavíkurborgar til útbreiðslu hitaveitmmar í öll hverfi borgarinnar hef- ur verið ráðinn nýr forstjóri Hitaveitu Reykjavíkur, og fyrrverandi ráðgjafi. Bók staflega talað er það einum of mildð af því góða. Jóhannes Zoega, nýja hitaveitu- stjóranum, er nefnilega flest annað betur gefið en framkvæma hlutina. Hann er ágætur í hlutverk ráðgjafans. Hann kann að leggja plön, en ekki framkvæma þau. Þegar þannig eru komnir saman tveir menn, sem báðum er þetta einungis gef- ið þá vaknar sú spuming hvort ekkert sé meint með síðustu yfirlýsingum borg- arstjórnarinnar um framkvæmd hitaveitu áætlunarinnar. En skýringarnar á ráðningu Jóhann- esar Zogea er að leita aimars staðar en í því að borgarstjórinn telur hann sér- lega liæfan til starfans, sem hann er nú að taka við. Jóhannes er nefnilega mágur Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráð- herra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Og Jóhannes verður brátfc atvinnulaus ef hann hefði ekki farið frá Landssmiðjunni, því fyrirhugað er að leggja hana hægt og rólega niður. En jafnframt fannst Bjarna það óviðeigandi að hafa mann í forstjórastöðu Landssmiðjunnar sem væri mágur haíís á þeim tíma sem leggja skyldi fyrirtækið niður. Það myndi líta út eins og stjórn forstjórans hefði ekki reynzt nógu vel. Og það er raunar orð að sönnu. Það var því heppilegt að koma Jóhann- esi í starf þar sem ábyrgðinni er dreift, og liann verður ekld að taka á sig svo mikið af sökum, þótfc aflaga fari í stjórn hans. Hin pólitíska borgarstjórn, með sín breiðu bök yrði auðvitað að taka skell- inn. ÆTTAR-DÍNASTÍ Þegar völd gengu í erfðir og þingbundn- ar stjórnir voru ennþá ekki til var þjóð- höfingjmn í lófa lagið að maka króldnn í valdastóli og koma ættingjum og gæð- ingum sínum til hárra embætta, hvernig sem hæfileikmn þeirra var háttað. Þá safn aði ætt hinna voldugustu miklum auði og réði í einu og öllu með lepprnn sínum, sem kallaðir voru gæðingar. Þetta hefði átt að breytast þegar lýðræði tók að eflast. Og vissulega gerðist það. En aðeins að takmörkuðu leyti. Hér á íslandi, í þessu landi afskipta- semi um hið smáa en hirðuleysi um hið stóra, hefur myndazt mikið ættar-dínastí, frændgarður Thorsaranna, og annar er í uppsiglingu, sá sem snýst í kringum hinn valdafíkna dómsmálaráðherra, ásamt framsæknum pólitíkusum, eins og gervi- hnettir. Þegar frá eru taldhr bræður ráð- herrans, sem þrátt fyrir hæfileika sína væru ekki komnir jafn hátt og nú, ef ekki væri til að dreifa pólitiskiun völdum hans er þetta tengdalið, með mönmun eins og Zoega, og svo loks andlausa liðið í Sjálf- stæðisflokknum, menn eins og Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Þór Vilhjálmsson. Þessi Iiópur er áreiðanlega eitt til tvö hundruð manns, sem liggur hundflatur i'yrir dómsmálaráðherranum í von um feita bita. Og er nokkur furða þótt einn eða aimar telji það sjálfsagt ef ekki auð- velt að krækja sér í eitthvað, þegar mað- ur eins og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, innst inni sósíalisti og hinn mesti kjáni, kemst upp í sjálfa stöðu framkvæmda- stjóra flokksins. ER RÁÐHERRA HRÆDDUR? En hvers vegna öll þessi ákelö dóms- málaráðherrans í völdin og að hálfgert hræða menn til fylgis við sig með því að gera mönnum ljóst að hann muni beita sér gegn þeim ef þeir ekki styðji hann og stefnu hans skilyrðislaust? Er maðurinn sjálfur hræddur? Hann man greinilega hvernig fór fyrir föður hans. Benedikt Sveinsson var fyrir margra hiuta sakir vinsæll og virtur maðúr. Hann T ar lengi þingforseti og frábærlega mælskur. En hann hugsaði ekki um að safna utan um sig liði manna. Hann lét sér nægja valt kjósenöafylgið. Og þegar andstæðingar hans vildu losa sig við hann, þá reyndist það fremur auðvelt. Maður, sem ekki kom aftur við sögu stjórnmálanna svo mikið, var sendur á móti Benedikt og felldi hann með atkvæðum Framsóknarfíokksins, síns eigin flolíks. Það var Jónas Jónsson frá Hriflu, sem stóð á bak við atlöguna. En Jónas, féll líka, þótt hami safnaði um sig. Og það var vegna skapgerðaremkenna, sem eru áberandi í fari formanns Sjálf- stæðisflokksins. En Bjarni hefur viljann;, hann veit hvert hann vill fara, og hann kann efalaust að draga réttar ályktanir af falli föður síns og Jónasar. En það þarf ekki að nægja. Til þess er Bjami of taumlaus maður á köflum. NÍTT HEFTI KOMIÐ !

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.