Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.03.1962, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 30.03.1962, Blaðsíða 8
múnista burt úr opin Óíært að htaða unir Rússadindía - Qnangra þarf eríndreka alheimskommúnismans Á síðastliðnum hálfum öðr um áratug hefur innræti al- heims-kommúnismans komið æ betur í ljós og full ástæða fyrir Islendinga að gera sér fulla grein fyrir tilveru hans og áhrifum. Alls staðar, sem hann hefur náð völdum, hef- ur liann ltomið á flokksein- ræði og einskis svifizt í að- ferðum við að halda öllu í skefjum. Þrælsótti, fangels- anir, pyntingar og morð eru hans aðalseinkenni, og auð- vitað er allt gert með föð- urlandsást í huga .eða svo mætti ætla! Á íslandi eru menn alltof værukærir fyrir þessum vá- gesti. Hér eru kommúnistar í GOÐAFOSSfÍIALIÐ: Kostar óþörf lögfræði- aðstoð V% milljón kr. ? oprnberum stöðum svo hundr uðum skiptir og geta beitt á hrifum sínum og aðstöðu af öllum mætti til eflingar kommúnismanum hér. Þetta þarf að breytast. Það þarf að einangra alla (kommúnista, ihvar sem þeir finnast. Venjulega er auðvelt ! að hafa upp á þeim, og vitað er um flesta. Þess vegna á ekki að draga það lengur að gera þá áhrifalausa. Bezta aðferðin er, að Alþingi sam- þykiki ályktun þess efnis, að þeir -séu þjóðhættulegir, og síðan er það framkvæmda- atriði með hverju móti það er gert. Aðalatriðið er, að ábyrgir aðilar -geri sér ljósa þá staðreynd, að hér er efcki u-m venjulega menn að ræða. (Framh. á bls. 4) w wnnsao Föstudagur 30. marz, 1962 — 13. tbl. 2. árg. BRUNINN Á FLUGVELLINUM em slökkviliðsst Bruninn á Reykjavíkur- flugvelli á dögunum varð slökkviliði flugvallarins mik- III álitslinekkir sem olli mikl- um blaðaskrifum og ádeilum á slökkviliðsstjóra vallarins. Eftir brunann reyndi hann að bæta málstað liðs síns með blaðaviðtali. sem enginn tók mark á, og sízt af öllu þeir, sem slökkviliðsstjóra flugva-Il arins eru kunnugir. Það vita Hamagangurinn út af smygltilraun þremenning- anna á Goðafossi er nú að mestu hjaðnaður, enda hef- ur Morgunb'aðið séð að sér og minnkað fyrirsagnirnar, þegar í ljós kom, að afleið- ingin var ekki nærri því eins alvarleg og frétt þess vakti í fyrstu. Það er nefnilega staðreynd, að forstjóri og formaður Eimskipafélagsins hafa hlaupið herfilega á sig og gert úlfalda úr mýflug- unni. Smyglið reyndist sem sé verðlausir pappírsmiðar, og þremenningamir höfðu fús- lega játað synd sína strax og gefið ailar þær upplýsing- ar, sem ;af þeim var lcrafizt. Höfuðpaurarnir þurftu því ekki að rjúka til New York í grænum hvelli. Morgunbl. hefur þannig blekkt aum- (Framh. á bls. 4) SJáifstæðisflokki vili byggja stórhýsi Sjálfstæðisflokkurinn hefur í liyggju að byggja stórhýsi ef hann fær góða lóð og selja þá aðrar hús- eignir sínar. Hefur flokkurinn augastað á svæðinu vestan við íþróttavöllinn á Melunum. Ríkisútvarpið hafði fengið þessa lóð, en ekkert útlit er fyrir að sú stofnun byggi í bráð, vegna þess að liún hefur lagt a'It sitt byggingafé í leigu og breytingar á hæðunum sem hún hefur í Fiskifélagshúsinu við Skúlagötu. Er Útvarpsliúsið, svokallaða þar með af dagskrá í nokk- ur ár, en Sjálfstæðishúsið komið í staðinn. allir í hvílíku ófremdar- ástandi brunamál Reykjavík urflugvallar eru undir stjórn Guðmundar Guðmundsionar, sem vissulega veit þó af sínu embætti. Han-n hefur enmþá ekki þor , að að svara þeim greinum, se-m birzt hafa í Nýjum Viku tíðindum og fleiri biöðum varðandi tjöruna í vatns- geymum flugvallarins, sem hann sagði, að hefðu allir ver ið fullir af vatni, þe-gar brun inn átti -sér stað. Starf-shætt- ir slökkviliðs flugval’arms voru þá með slíkum eindæm- um, að furðu sætti svo og viðbrögð slökkviliðsstjóra eftirá. Það var margt grugg' ugt við þennan bruna og var vissulega full ástæða til að rannsókn færi fram á hon- um, og þeir sem þar áttu hlut að máli látnir svara til saka, en í stað þes-s er reynt að hyilma yfir þetta mál- Slökkviliðsstjóri á mikla sök á því hvemig fór svo og (Framh. á bls. 4) A GLASBOTNINUM SIRRÝ GEIRS og Haukur Morthens voru í Keflavík- ursjónvarpinu fyrir nokkr- um dögum. Sirrý söng lög úr My fair lady en Haukur twistaði. LOFTRÆSTINGIN í nýju fatageymslu lögreglunnar við Síðumúla er ákaflega lé- leg. Inni í klefunum er allt- af molluhiti, sem veldur því að iMa rennur af drykk- feldum gestum hússins. MAÐUR nokkur kom inn í Iðnaðarbanikann og virtist ókunnugur bankamálum og öltum þeim eyðublöðum, er þeim fylgja. Hann tók var- færnislega upp víxileyðu- blað, sem lá á afgreiðslu- borðinu, og spurði nær- staddan starfsmann til hvers það væri notað. Önnum kafinn svaraði bankamaðurinn viðutan: ,,Það er fyrir þá Bene- dikt og Hörð“. » ______ REGÍNA á Gjögri símar til Morgunblaðsins: Ámes- hreppsbúar eru að verða rauðir af rauðmagaáti, því að rauðmaginn er nú óselj- anlegur til SlS. — Tíminn hneykslast ákaflega á þesfe- ari frétt. Finnst Tímanum það hart, sem vonlegt er, að menn fari nú að verða rauðir af völdum SÍS, þeg- ar Framsóknarmaddaman er búin að taka af sér rauðu svuntuna, sem Her- mann hengdi framan á hana. NÝLEGA mátti lesa þá frétt í norskum blöðum, að Norðmenn hefðu selt minka skinn úr landi fyrir 540 milljónir norskra ikróna. — Dálaglegur skildingur það. Á sama tíma eyða íslend- ingar 3 milljónum króna í eyðingu refa og minka! — Ha — ha! ; ______ VILHJÁLMUR frá Ská- holti er oft skemmtilegur og ræðinn, en getur verið vandlætmgarfullur ef því er að skipta. Eitt sinn mætti hann drukknum manni í Austurstræti, sem heilsaði Vilhjálmi vinsamlega, en fékk kalda kveðju skálds- ins: „Hvernig er það með þig, Jón — ertu alltaf full- ur?“ » ______ EINHVER Málfríður Ein arsdóttir skrifaði nýlega í Þjóðviljann ádeilu á þýð- ingu Egil-s Bjarnasonar á ,,My Fair Lady“. Bar hún þar m. a. saman enskan vísnatexta og íslenzkan og þusaði mikið yfir því, að þýðin-gin væri ekki aðeins ónákvæm, heldur væri text- inn varla þefckjanlegur. — Skýringu á þessari óná- !kvæmni gaf Egili sjálfur í Tímanum. Þýðingin er sem sé alls ekki á þeirri vísu, sem Málfríður birtir á enSku og heldur að sé frum textinn, heldur á allt ann- ari vísu. 1 _______ HÉR hefur það verið und antekningarlítil regla, að blöð fylgi ákveðnum stjórn málaflokki og líti pólitísk- um augum á hvert mál. — Þrátt fyrir það, að margir telji þetta stórgalla á blaða mennsku og síður en svo æskileg sjónarmið, vilja sumir ekki viðurkenna hlut laus blöð, þótt þau reyni að líta sanngjarnt og hlut- drægnislaust á málin. » _______ NÝLEGA var stúlka nokkur, sem enn hefur ekki verið rekin úr Fíladelfíu- 'Söfnuðinum, spurð, hvað væri hæft í ádeilugreinum Nýrra vikutíðinda á stjórn safnaðarinis. — Hún hafði svarið á reiðum höndum; „Þetta er sorpblað!“ Auð- veld afgreiðsla það! 1 ______ OG SVO eru það meiui- imir, sem velta vöngum yf' ir vangaveltum Morgun- blaðsins. ER Laxnesbúið að kom- ast í fréttimar aftur?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.