Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.04.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 06.04.1962, Blaðsíða 2
2 NY V IKUTIÐINDI \ \ NÝ VIKUTÍÐINDi \ koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. i Framkvaomdastjóri: Geir Gunnarsson, simi 19150. \ Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtalst. kl. 10—12. Augl.stjóri: Bragi Sigurðsson, símar 14856 og 18833. \ Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. IPrentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. i f (ommúnist ar klofnir Síðan Krúseff fletti ofan af Stalin og réttari fréttir tóku a3 berast út úr Sovétríkjunum, eftir að ritskoð- ttn var nærri aflétt með samkomulagi við Bandaríkin, hafa kommúnistaflokkar allra landa verið í upplausn. Og það sem hefur eklti bætt úr fyrir þeim er hinn djúpstæði og heiftúðugi ágreiningur sem ríkir í sam- iiúð Kína og Sovétríkjanna. Sumir segja að þessi klofn ingur hafi gert meira en nokkuð annað til að grafa Lindan trii kommúnista á kenningum þeim, sem þeir annars Iiafa aðhyllzt. Því að á sama tíma og komm- únistaríkin eru að sundrast sameinast lýðræðisríkin í Bvrópu í æ fullkomnara bandalag. Þar við bætist að í kokkabókum kommúnista, fræðiritum þeirra, stend- ur ekkert um að kommúnistar geti klofnað eftir að kommúnismi er kominn á í einliverju ríki, að ekki sé talað um að upp rísi deila milli tveggja kömmúnista- ríkja. Bn vegna þess að ekkert er á þennan möguleika minnst, eins og hann væri ekki til, og vegna þess að um leið er ekkert ráð gefið hvemig skuli snúast í svona vanda, þá vita kommúnistar alls ekki livernig þeir eiga að haga sér. Þeir horfast líka í augu við það að til er margskonar kommúnismi, því höfðu þeir gleymt eða aldrei vitað svo rækileg varð fræðileg föls- un Stalins og leppa hans. Her á íslandi gera þeir allt til að bera í brestina. iDnir yngri verða ofsalegri í afstöðu sinni, meðan liin- ir eldri tvístíga. Það myndi sennilega enginn verða ó- hultur með konu sína og born ef þeir þokkapiltar, Séitt nú hafa hæst í kommúnistafylkingunni, fengju að fara á kreik og leggja til vopnaðrar atlögu við andstöðu- flokkana. Þessir menn myndu engu eira. Allt yrði rifið niður, allt svívirt, sem liægt væri að svívirða, en þeir myndu heldur ekki \ita hvað bæri að vernda. Þannig hefur það raunar verið í öllum vopnuðum byltingum. En hér á Islandi vita kommúnistar svo afarlítið og kettl- ingamir þeirra eru staurblindir. (Jt úr valdatöku þeirra yrði aðeins það sem heitir á erlendu máli cliaos, við fengum næstum smjörþefinn af því á dögum vinstri stjómarinnar. Það kom nefnUega í ljós að ekki var hægt að stjórna með kommúnistum. Islenzkir kommúnistar vita ekki hvort þeir eiga heldur að snúa augliti sínu til Sovétríkjanna eða Kína. Þeir vita ekki hver segir satt Krúséff, Mao eða Stalin heitinn. Þeir standa mglaðir og vita ekki livaðan á sig stendur veðrið. Þeir vita þó eitt: Ef þeim tekst ekki að sameinast og koma sér saman um nýja stefnuskrá og blása nýj- um anda í lífvana kenningar sínar og úrelta stefnu þá verða þeir þurrkaðir út á íslandi fyrr en varir. — Aquila. Garðar Karlsson og Helena Eyjólfsdóttir á kátlegu andartaki. FRÁBÆR KVÖLDSKEMMTUN Svavar Gests og hljóm- sveit efndu til fjölbreyttrar miðnæturskemmtunar á sunnudagskvöldið var, og mun ætlunin að hafa fleiri slíkar á næstunni, enda að- sókn hin mesta, og sízt á- stæða til að ætla, að þessi vinsæla hljómsveit geri ekki sömu lukkuna og í fyrra, er hún efndi til miðnætur- skemmtunar upp á eigin spýt | ur, semsé, annaðist sjálf öll | skemmtiatriðin. Svavar Gests er einsdæmi, og vafalaust er hljómsveitin jhans það' líka. Eg held, að öllum okkar ágætu hljóm- sveitum ólöstuðum, að eng- in þeirra gæti skemmt fuillu húsi áho-rfenda í ei-nn og ; hálfan iklukkutíma óslitið ! jafn hressilega og þessi. Sér staMega -fyrri hluta skemrnt unarinnar ætlaði þakið hvað eftir anmað að rifna af hús- inu af fagnaðarlátunum, og raunar stöku sinnum á seinni hlutanum, sem var þó dauf- ari, að mínu áliti. Minnisstæðastur er þáttur hljómsveitarstjórans, sem er alveg furðulegur sprellikari á sviði, og á haria auðvelt með að losa urn iMáturbönd áhorfenda. Fyndni hans er kannske ekki alltaf eins og rnörgu stertimenninu finnst svo miMð til um „gáfuleg og djúpsæ“, en hún hittir í (Framh. á bls. 7) IEDERMANN DG BRENNUVÁRGARNIR Magnþrungin sýning ungra leikara Gríma nefnist nýr félags- skapur ungs fólks áhuga- sams mn leiklist. Tók félags skapurinn til starfa í haust, sýndi þá af miklum ágætum magnþrungið leikrit eftir Sartre, sem nefndist ,Læstar dyr‘ við afar góða dóma og sæmilegustu aðsókn. Félags- skapur þessi fékk inni í yfir- gefnu kvikmyndahúsi, sem nú hefur verið gert að vett- vangi æskunnar í Reykjavík og nefnist Tjarnarbær. Voru aðstæður hinar erfiðustu eins og nærri má geta, en með sameiginlegu átaki og ósviknum áhuga komst upp svið og aðstaða til leiksýn- inga. 1 síðastliðinni viku var svo frumsýning á öðru verkefni GRÍMU í vetur, og hafði nú verið tekinn til meðferðar gráglettið leikrit eftir svissn- eskan leikritghöfund, Max Frich, sem mun nú vera einn ihinn snjallasti leikritalhöfund ur á þýzka tungu. Þetta leikrit, BIEDER- MANN OG BRENNUVARG- ARNIR er sagt vera „prédik- un án boðskapar", en hvað svo sem höfundur 'kann að hafa í ihyggju, finnst manni, í fljótu brágði að minnsta kosti, brugðið upp- á allraun- sæjan en jafnframt listræn- an hátt Iþjóðfélagsmynd . • • Keimili Biedermarms er smækkuð mynd af sósíal- demókratísku lýðræðisríki, sem brennuvargamir leggja undir sig, ekM með vopnum, heldur ismeygilega með þn að sMrskota til mannúðar- kenndar húsráðanda, sem ekM vill átta sig á því, hverj ir voðamenn eru þar komnir inn að gafli, og er hann þyk- ist nokkum veginn vís um tilgang þeirra, er alit um seinan. Vökumennirnir, brunaverðirnir, eru vissulega á skemmbisbööunLjm

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.