Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.04.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 06.04.1962, Blaðsíða 5
NY X IKUTIÐINDI 5 Frumvarp ráöherra - (Franih. af bls. 1) að honum datt ©kki í hug að Qokkur færi að andmæla hon Pöi, Bjarna Benediktssyni dómsmálaráðherra. Svo að Þ©gar þingnefndin, sem f jall- aði um málið tók það til með ferðar og Lögmannafélagið byrjaði andóf sitt, iþá var Bjarni orðinn of seinn að gera nokkuð. Hann hafði ekki gert nægi lega mikið til að kynna rök- semdir sínar og lögfræð- iagarnir lögðu hann í fyrstu lotu. Tillögur Bjarna um áfrýj- unarfrest voru einnig felldar 1 fnnnvarpinu um Hæstarétt. Raunar var hver einasta til- ^aga hans felld. Lögmanna- félagið var á móti þeim, þing nefndiin treysti sér etkki til að mæla með þeim og þing- ið virtist á alveg sömu skoð- un. Það hefði verið jafngott að svæfa þetta frumvarp Mka, nema hugsunin hafi ver ið sú hjá andstæðingum frum varpsins, að með því að fella breytingamar, þá sé útilokað fyrir Bjarna að knýja þær fram fyrst um sinn. Frumvarpið, sem hins veg- ar var svæft, og fjallaði um meðferð einkamála var þann ig úr garði gert að það þyk- ir bezt komið undir stól. Frá því var sagt í Nýjum Viku- tíðindum fyrir ekki löngu síðan og verður ekki endur- tekið hér að svo stöddu. En eitt atriðið var að Bjarni vildi láta embættismenn á- kveða hvenær menn máttu höfða einkamál. Það er skerð ing á frelsi manna, skerðing, sem enginn sýnist geta fall- ist á nema Bjami Benedikts- son dómsmálaráðherra, sem á að vera æðsti verndari laga og réttar á íslandi. (Framh. af bls. 1) fundur haldinn fyrsta dag- og blöðum gefnar yfir- ^ýsingar um að hún, stjórn- ln> hefði hvorki meira né ^^iuna en rekið þremenning- ana úr starfi. Fyrir hvað? ®Vnr að verða þess valdandi Óttar og Einar Baldvin komust alla leið til Washing með konur sínar? Eða fyrir útgjöldin, sem félagið ^erður fyrir vegna utanfarar Peirra, og lögfræðilegrar að- ®toðar Einars? Eða þá fyr- ^ tmeisuna, sem þeir ollu með því, að málið var harla omerkilegt og íkemur engum að sök? í*essi skrípaleikur ætti að Verða þeim góð lexía. Sæm- st væri stjóminni að víkja peim úr starfi og taka þre- menningana aftur. Vonandi §ota þeir þá beðið þá fyrir pakka heim í næstu ferð. Athugið! Greinar, sem birfast eiga í hlaðinu, þurfa aö hafa fjorizt fyrir mánudagskvöid í síðasía iagi. Ný Vikufíðindí Ekki sakar að geta þess, að dómsmálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, er stjórnarmeðlimur í félaginu og ábyrgur, sem aðrir stjóm armeðlimir, fyrir ihverskonar misbrestum þess. — Hæg eru heimatökin. — Hvers- vegna ekld að rannsaka af- brot félags hans? Óttar Möll er ætti að geta hjálpað hon- um við að finna gögn, er sýna sannleikann! Ef Óttar finnur þau ekki, þá em nokfcrir menn tilbún- ir að votta, hvernig allt er í pottinn búið. Hanover Fair 29 April - 8 May 1962 HANNOVER KAIJP- STEFNAN verður haldin 29. apríl til 8. maí. 5400 aðiljar sýna allar greinar vesturþýzkr- ar tækniframleiðslu og miikið af framleiðslu ann- ara Vestur-Evrópuþjóða. — Hópferð verður farin á sýninguna. Aðgönguskír- teini, gisting, flugfarseðl- ar. Hafið samband við oss sem fyrst. FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS SÍMI 1-15-40. N O R Ð R I: - „Viðreisn” - Reiknings- ja - Skipta þarf um menn HAGSTÆÐUR VERZLUNARJÖFNUÐUR Undanfarið hefur getið að líta í frétt um gleiðgosalegar yfirlýsingar um hag stæðan verzlunarjöfnuð. Gott er að lesa svo ágætar fréttir og gaman væri ef hver mánaðamót færðu þjóðarbúinu svo merkileg táðindi. Þessum fréttum hefur fylgt lítið gervitungl. „Viðreisn- inni“ er þökkuð þessi búmennska, því hún læíknar allar meinsemdir, eins og allkunnugt er. Allt frá stríðslokum hefur sigið á ógæfuhliðina með utanríkisverzlun okk ar og við orðið að lifa á gjöfum og lánum umfram það, sem afiað hefur verið með brauðstriti. En nú hefur gervitungl ríkisstjómarinnar, „Viðreisn in“, læknað þetta mein og vöruskipta- jöfnuðurinn geysilega hagstæður fyrstu tvo mánuði ársins. Auðvitað er forðast að rninna á þá staðreynd, að isíðastlið- ið ár var metaflaár, en þá fiskaðist f jórðungi meira en nökkum tkna fyrr. Það má í rauninni segja, að verið sé að þakka stjórnmálalegum skollaleik fengsældina á síðastliðnu ári og væri ekki amalegt ef ekki þyrtfti annað en samþykkt á ríkisráðsfundi inn góð afla brögð. GERVTMENNSKA Hætt er samt við að gæfta- og fisk- leysið undanfarið, svo og togarasjó- mannaverkfallið. verði að barmagráti áður en langt um líður og þá verður örugglega um kennt mönnum og óvætt- um. Þá kemur bezt í Ijós að eyðslu- pólitík „Viðreisnarinnar" hefur ekki sparað til vondu áranna og yfirdráttar heimild hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum verður notuð til fulls og meiri lán sleg- in. Því miður er ekki alltaf hægt að reikna með metaflaári en vonandi fisk- ast vel í ár og gerir þá ekki svo mikið til þótt einhverju hagfræðilegu hug- taki verði' þökkuð vinsemd náttúruafl- anna. En er þetta ekki táknrænt dæmi um vesæld íslenzkra stjórnmálamanna? Sí- fellt er verið að slá ryki í augu kjós- endanna og sannleikurinn sjaldan eða aldrei sagður, miiklu fremur reynt að gylla verknað og áform ráðamannanna. Þetta heitir gervimennska á atómöld. „VBE)REISNINNI“ BJARGAÐ Gallar og reiikningsskekkja „Viðreisn arinnar“ koma fljótt í Ijós ef afli verð ur undir meðallagi. Grípa verðiir þá til gömlu óyndisúrræðanna, eins og áð- ur er getið, og syndga upp á náðina með nýjum lánum. Gjaldeyrisvarasjóð- ur safnast enginn á fyrstu tveimur ár- um „Viðreisnarinnar“ og allir vita hvers vegna. 1 stað þess að hefta inn- flutning eða draga úr honum, var allt gefið frjálst og átti skert kaupgeta að draga sjálfkrafa úr eftirspurn á erlend um vörum. Hér reiknuðu vitringarnir ekki með því, að almenningur mirndi leggja á sig aukavinnu til þess að ihalda sín- um fyrri lifnaðarháttum, enda auðveld- asta lausnin við kaupráni tveggja geng islækkana. Þess vegna minnkaði inn- flutningur ©kkert og öllum gjaldeyri eytt jafnóðum. Góðæri bjargaði þann- ig „Viðreisninni“ frá falli á síðastliðnu ári. NÝIR menn Bf þetta ár verður undir meðallagi, hvað atfla snertir, er ekki ólíkiegt að eins fari með „Viðreisnina“ og gervi- tungl, sem endir á braut isinni um Jörðu, inn í gufuhvolfinu. Það eyðist og verðnr að engu. Viturlegast væri að taka strax upp þá stefnu að hefta innflutning á ýms- um vörutegundum og spara. Reyna heldur að nota tímann vel og auka verð mæti útflutningsvöru okkar og jafnvel fara út í nýja framleiðslu. Þótt taka þyrfti erlend lán til stórframkvæmda í framleiðsluskyni, mundi sú ráðstöf- un margborga sig, enda ekki um beina eyðslu að ræða. Þetta verður auðvitað aldrei gert af þeim mönnum, sem nú ráða. Það þarf að skipta um menn í öllum flokkum og losna við atvirmust jómmálamenn ina, sem ekkert vit hafa á efnahagsmálmn og nota mest aðstöðu sína til atkvæða- veiða án tillits til þjóðarhagsmuna. Fagrar ræður um lýðræði og frelsi eru ágætar, en til lítils ef ekki er reynt að treysta efnahagsgrundvöll þjóðar- búsins. Það þarf nauðsynlega að fá unga athafnamenn inn á Alþing og þá mun betur farnast. N o r ð r i

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.