Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.04.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 27.04.1962, Blaðsíða 2
2 Ní VIKUTÍÐINDI NY VIKUTIÐINDI kama út fyrir hverja hdgi og kosta 4 kr. í lausas. Framkvæmdastjóri: Geir Gunnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtalst. kl. 10—12. Augl.stjóri: Bragi Sigurðsson, símar 14856 og 18833. Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. , Sá er vinur... Væntanlega misskilur engiim vitiborinn maður þá afstöðu Nýrra Vikutíðinda, að deila á ýniislegt, sem miður fer í íslenzku þjóðlífi. Það á einmitt að vera hlutverk hinnar frjálsu „pressu“, að stinga á kýlun- um, hvar sem þau eru, og skapa mönnum aðhald, ásamt dómsvaldinu og yfirvöldumun. Og við viljum einnig fullyrða að slíkt aðliald sé einmitt nauðsynlegt yfirvöldunum líka, aðhald, sem almenningur tekur meira mark á, en áróðurskennt stór- yrðaglamur þeirra blaða, sem er í stjómarandstöðu á hverjum tíma. Að sjálfsögðu eiga allir að njóta sannmælis. Það höfum við reynt að kosta kapps mn, en hér er við ramman reip að draga. Stjórnmálamennimir vilja láta sín blöð ganga fyrir með allar fréttir og upplýsingar, og Iáta þau túlka þær eftir sínu höfði — fegra þeirra málstað, auglýsa dugnað og gáfur viðkomandi stjóm- málamanns og skapa flokknum aukið fylgi. Þetta er að vísu skiljanleg afstaða, en áreiðanlega yrði tekið meira mark á skoðun og stuðningi lilutlauss blaðs heldur en skrumkenndum áróðri flokksblaðsins, ef koma á einhverju máli í framkvæmd. Stjórnmálamenn em sjálfsagt farnir að taka eftir því, þótt þeim sé raun í að viðurkenna það, að áhrif ópólitísku pressunnar em orðin furðulega mikil. Við erum alltaf boðnir og búnir til viðtals við hvem sem er og vill túlka sinn málstað, hvort sem hann óskar eftir stuðningi við gott málefni eða þarf að fá leiðréttingu mála sinna. Upplýsmgarnar þurfa ein- ungis að vera það góðar, að hægt sé á þeim að byggja. Flugfélögin hafa séð nauðsyn þess, að hafa upp- lýsingaþjónustu fyrir blöðin. Þau hafa sérstaka blaða- fulltrúa, sem liægt er að snúa sér til, ef skrifa á grein um starfsemi félaganna. Þetta ættu fleiri félög að taka upp, enda mim t. d. Eimskipafélag íslands hafa í huga að ráða til sín blaðafulltrúa. Yngri kynslóðin skilur betur en gamla fólkið vald blaðanna og að það eru þau, sem skapa almennings- álitið. Blaðamenn eru síður en svo illgjarnir í eðli sínu. Þeir finna flestir þá ábyrgð, sem á þeim hvílir, og vilja byggja greinar sínar á sem beztum heimild- mn. En ef blaðamemi geta ekki fengið heimildir frá fyrstu hendi, eins og nú er mjög erfitt, neyðast jæir til að fara eftir þeim gögnum, sem tiltæk eru í það og það skiptið. — Hér er hætta á ferðum, og hin þrönga meiðyrðalöggjöf kemur þá til skjalanna. Það á sem sagt að þegja allan ósómann í hel, að áliti lög- gjafarvaldsins — drepa öll blöð, sem þora að segja kost og löst af hreinskilni og einurð. Við erum sann- færðir um, að áður en langt um líður breytist þetta. Fólkið í landinu vill blöð, sem ekki eru einungis áróð- ursblöð stjórnmálaflokka. Menn neyðast til að gefa blaðamönnum skýr svör, jafnvel ráðherrarnir. Við þessu verður ekki spornað. Unga kynslóðin vill vita hið rétta um menn og málefni. Hún er liætt að trúa því sem flokksblöðin segja um sína pólitísku vini eða um stjómarandstæðingana. Hún veit, að sá er vmur, er til vamms segir. — g RÚSSNESKA LISTAFÓLKH), sem liér hefur skemmt und anfarið, vakti að vonum mikla hrifningu. Þarna var um að ræða ungt fólk, sem bersýnilega kunni sitt fag til hlýtar, jafnvel svo stórkost- lega, að fáir hafa heyrzt eða sézt á sviði hérlendis, sem komast til jafns við það að mörgu leyti. En koma og skemmtun þessa unga lista- fólks hlýtur að verða nokk- urt umræðuefni, því að manni fannst hljóta að vera „pottur brotinn" í túlkun þess, sem varpaði skugga á skemmtunina, sem annars hefði verið. Eg, sem iþessar linur rita, var svo heppinn að lenda á einni síðustu upptroðshmni, og losnaði því við það, sem svo alltof margir fengu að Iíða, sem sé „ávörp“ og ó- þarfa kynningar, fylgifiska, sem ekkert áttu skylt við Skemmtun listafólksins. Að vísu var mangt 'athugavert við framkvæmd slkemmtunar innar, óstundvísi og óþarfa tjaldfellingar, en engu að síð ur var heildarsvipurinn góð- ur stundum mjög góður. Söngkonan ihreif áhorfendur, og ef svo fast má að orði kveða, að einhver hafi átt kvöldið, þá var það ihún. Bkki er aðeins rödd hennar dásamleg, heldur framkoma með slikum ágætum, að naumast varð á betra kosið. Hún fcunni að notfæra sér þá stemningu, sem íhún ihafði skapað, en það er meira en segja má um flesta hina. Það er vissulega gott að kunna isitt fag til hlýtar, en það er enganveginn nóg. List túlkun er ekfci fag, sem hægt er að læra á sama hátt og iðngrein, og verður aldrei lærð til hiýtar, þótt undir- strika megi með framkomu- töfrum. Til þess að skapa raunverulega list, á hvaða sviði sem er, þarf listafóik- ið að hafa óbundnar hendur í listsköpim sinni, og hia þvingaða framkoma iþessa unga, rússneska listafólkS gaf manni að vísu ástæðu til að ætla, að það byggi mildu, en það féfck bara ekki að njóta sín. Eg ætia naér ekki að fara að reyna að skilgreina ástæðurnar, en mér farnnst vanta svo mikið á, að sviðsframfcoman, þegaf utanaðlærðri tækni slepptt væri eins og bezt væri á kos- ið, og listafólkið sjálft veita fagnandi áheyrendum. Sem sagt, það er ánægja að því að hafa fengið þetta unga fólk til að skemmta ofckur, engu síður en það er ánægja að því að fá lista- fólfc annarra þjóða á svið ofckar. En „show“ var þetta efcki, — það getur vel verið, að það sé ebki siður þar 1 landi, — og þess vegna vaí ikvöldskemmtunin ekki einS tilkomumikil og annars hefði getað orðið. á slcemnnbist/ööunL-irn T T I Vinningum fjölgar úr 660 í 1200 IOO VINNINGAR í MÁNUÐI 6 herbergja efri hæð Safamýri 59, 149 ferm. ásamt þriðjungi þvottahúss og ket- ilhúss í kjallara og geymslu, hlutdeild í ieigulóð og bilskúrsréttindi. Vinningnum fylgir: gólfteppi á stofur, (eftir litavali), og eftirtaldar heimilisvélar: Husquarna samstæða, eldavél og bakarofn, Frigi- daire kæliskápur. — Westinghouse þvottavél, — Kitchcn Aid uppþvottavél, — Kitchen Aid hrærivél. Verðmæti kr. 900.000,00 Útdregin í 12. flokki. Sýningartími: Fimmtud., 12. apríl kl. 5— 8. Föstudag 13. apríl kl. 5—8. Laugardag 14. apríl kl. 2—8. Sunnud. 15. april U- 2—8. Skírdag, 19. apríl kl. 2—8. Laugar- dag 21. apríl ki. 2—8. 2. Páskadag 23. apríl kl. 2—8. Sala á lausum miðum fer fram 12., 13., 14., 16. og 17. april. — Endurnýjun árs- jniða og flokksmiða hefst 18. apríl.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.