Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.04.1962, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 27.04.1962, Blaðsíða 4
4 Ní VIKUTÍÐINDI Þessi glæsilegi veitingasalur hefur verið opnaður í Selfossbíói, og verður hægt að f® þar heitan mat frá klukkan átta á morgnana til hálf-tólf á kvöldin, og er ekki að efa» að þar verði hinn bezti benii veittur lúnum og svöngum ferðamönnum. Það er hinn þekkti og ágæti veitingamaður Óli J. Ólason og eiginkona hans, Steinunn Þorsteinsdótt- ir, sem annast reksturinn, og þeir f jölmörgu, sem notið hafa veitinga hjá þeim hjónum í Skíðaskálanum í Hveradölum, efast ekki um, hverjar prýðisveitingar verði þarna * boðstólum. Það er sannarlega óhætt að hvetja ferðafólk til að líta inn í veitingaskálann í Selfossbíói. Þaðan fer enginn vonsvikinn. því móti kemst Fálkinn út, PORGY OG BESS Það er ekki ofmælt, að til- vera svertingjans sé þrungin tónum. Þeir lifa og ihrærast í tónum og taikti, hugsa og túlka við tóna. Tónlist þeirra er látiaus og hrífandi, ein- föld að gerð, en því sannari og auðmeltari. Því er óhætt að islá föstiu, að hvergi ikem- ur þessi ihljómmikla tónlist listrænar fram en í óperu George Gershwin, PORGY OG BESS, sem Laugarásbíó sýnir um þessar mundir. Er gerð myndarinnar allrar með slíkum ágætum, að ekki að- eins magnþrungin hljómburð urinn, heldur og stórkostleg túlkun leikara og söngvara, er eins og bezt verður á ikos- ið. Ef til vill verður leikur Sammy Davis, jr. minnisstæð astur, og söngatriði hans með því áhrifamesta, isem gert er í myndinni, og eru þó víða stej-k átöik og hríf- andi atriði. Það eru þau Sidney Poitier (minnis- stæður úr Flótti í hlekkj- um) og Dorothy Danridge (sem vakti hvað mesta at- hygli í Oarmen Jones), sem annars fara af prýði með aðalhlutverkin. Vegur Laugarássbíós hef- ur vaxið mjög með sýningu þessarar myndar. Viðleitni forráðamanna 'kvikmynda- hússins til að gefa kvik- myndahússgestum ihér kost á að sjá snilldarverk eins og þetta, verður vafalaust met- inn að verðleikum. Porgy og Bess er hrífandi sýning, sem enginn tónlistarunnandi 'læt- ur fram hjá sér fara. Grímuklætt— (Framh. af bls. 8) Auðvitað endaði það með því, að maðurinn lét hana fá peningana. Hann hafði hvort sem er nóg af þeim, skulum við segja. En vitanlega var stúikan ekki ófrískari en sakadómarinn í Reykjavík. Það versta við þetta alit saman var samt, að stúlkan var gift, og húsið, sem þau hjóniin höfðu verið að byggja, ihafði kostað svo ^niikla peninga, að konan greip til þessara örþrif aráða, svo að húsið yrði ekki boðið upp á nauðungaruppboði. Þetta dæmi er ekki ein- stakt. Við höfum lengi haft spumir af konum, sem iðka þessa Ilst. — Væri ekki miklu ihreinlegra að hafa það eins og gert hefur verið frá dögum Evu, og hafa ekki þessar vöflur á málunum. Veröur hún - (i?ramh. af bls. 1) gífurlega myndskreytta örk. Þegar þeir Hilmar „Hearst“ og Einar „fegurðarkóngur“ Jónsson höfðu veður af þessu. 'brugðu þeir skjótt við og létu setja lögbann á Fálk- ann. Gylfi Gröndal- varð að láta eyðileggja allt, er prent að hafði verið af Fálkanum með fegurðardísunum. Með en þó seinna en venjulegá. Á forsíðunni er mynd af stúlkunni, sem við spáum sigri í keppninni. Hún heit- ir Anna Geirsdóttir og er systir Sirry Geirs, sem áður hefur sigrað í fegurðarsam- keppni hér og getið sér þjóð- arorðstír 1 Bandaríkjunum, bæði í sjónvarpi og kvik- myndum. Við spáum þvi líka, að önn ur í keppnimni verði Guð- rún Bjamadóttir isunnan úr Njarðvíkum, en að sú þriðja verði Auður Aradóttir, 19 ára stúlka úr Reykjavík. Ekki getum við að sjálf- sögðu fullyrt neitt um þetta, en gaman verður að sjá, hvort spáin rætist. Ljósboginn Hverfisgötu 50. (Sími 19811) Viðgerðir á bíladínamó' um og störturum. Vind- ing á rafmótorum. Eig' um fyrirliggjandi dína- móanker í flestar gerð- ir bifreiða. — Vönduð vinna, lágt verð. ( Ljósboginn Hverfisgötu 50. lIll!llllllíllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIII«IllHI|l,lllll,5 ii|||||i|!iliili|lllllllllllllllllilliliiillliiiiiiiii:iiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiii:i|iiiiiiiii:ii!>|iiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|||||||||||||||||lllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli||lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllil!illl Bifreiðaleigan Bíllinn HÖFÐATÚNI 2 — Símar 18833 og 16692 GONSUL “315“ (Umboð: Sveinn Egiisson h.f., Laugavegi 105, Rvík) Fallegur, rúmur f jölskyldubíll Viö leigjum bílana VOLKSWAGEN þarf ekki að kynna Akið sjðlf Aðeins nýír Mv ■llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliaillllllllllllllllllllllllllligillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll"1111111"^

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.