Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.04.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 27.04.1962, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 undir fjögur augu hjónin skilja Hér áður fyrr var konum drekkt, ef þær urðu sekar um skírlífisbrot. Nú eru þær verð- launaðar fyrir það í ýmsum tilfellum. Ef gift kona heldur framhjá manni sínum, er yfirleitt ekki hægt að sanna dómstólunum það liér á landi, nema trnnt sé að standa hana að verki og hafa vitni að athöfninni — eins og það er nú auðvelt. Hún fær undantekningarlítið móðurréttinn yfir börnum þeim, sem hjónin hafa eignazt í hjúskap sínum — og hún fær meðlag með þeim frá manninum og meðlag með sér. hað kveður jafnvel svo rammt að því, að fyrrver- andi eiginmaður liennar er oft ekki matvinn- ungur á eftir! Og hún fær liús það eða íbúð, sem þau hjón- hi liöfðu eignazt með súrum svita maimsins, sem flæmist af heimilinu. Já, hún fær venju- lega helming eignanna. Það eru bara óráðs- luennimir, sem elíkert hafa eignazt heldur eytt öllu jafnóðum, sem sleppa skaðlitlir. Eg vil elvki láta dreltkja neinum, en ég vil ekki láta karlmanninn liafa minni rétt en kan- una. SKÁK Við eigum einhvern bezta og vinsælasta skák mann í heimi, þar sem Friðrik Ólafsson er. Vel á minnzt — hann var að kvænast um daginn — við óskum honum til hamingju. Hann er hvers manns hugljúfi. Næstur honum í skákfkeppni hefur Ingi R. Jóhannsson gengið, mjög lærður og harður skákmaður — jafnvel á heimsmælikvarða — þótt hann sé ekki eins syfmpatiskur og Friðrik og standi honum ekki fheldur á sporði. Við eigum marga aðra ágæta menn i þess- ari íþrótt, sem ekki verða nafngreindir hér. Friðrik er okkar eftirlæti og hann ætti að styrkja, bæði af því opinbera og einstakling- um. En hvort sem fhann ætlar sér að halda á:ram að verða kappskákmaður í skákmótum erlendis eða eikki, þá finnst obkur að hann ætti sín vegna og konunnar að ljúka embætt- irprófi — svona tíl vonar og vara. Verkfræðingar hafa orðið heimsmeistarar í skák. Og skákmeistarar hafa orðið merfkir menn á öðrum sviðum en ©káklistinni. Hvers vegna skyldi Friðrik Ólafsson skákmeistari ekki geta orðið ágætur verkfræðingur ? Abyrgð blaðamanna Ekld liöfum við trú á öllu, sem blöðhi blása uppi, sem merkilegar nýjungar. Hvaða ástæða er t. d. til þess að blása það upp í blöðunum, þótt eitthvert veizluhús hafi opnað hér í bæ? Er ekki nóg af veitingastofum og smurbrauð- stofmn? Það er stór orð Hákot, eins og þar stendur, og blaðamenn mega vara sig á því að auglýsa fyrirtæki eða menn vegna þess eins, að þau standa að góðum veitingum við þá, eða að fyrirsvarsmenn þeirra eru lægnir á að koma sér í mjúkinn við þá persónulega. Blaðamenn eiga að hafa hlutlausa yfirsýn yfir málin. Þar eiga kunningsskapur eða mútur — í hvaða mynd sem er — ekki að koma til greina. Ábyrgð þeirra, sem skapa almemiingsálit og skrifa í blöðin, er meiri en svo, að þeir megi láta einkahagsmunasjónarmið ráða skrifum sínum. Þeir eiga heldur ekki að þurfa að vera hrædd ir við að segja álit sitt á hverju máli. En því miður er meiðyrðaíöggjöf okkar þannig, að blaðamenn mega helzt ekki segja frá neinu, sem miður fer. Grímur. HAPPDRÆTTI DA 7-22 HÚSBÚNAÐTJR eftir eiSán vali f. kr. 10.000,00. Samtals 150.000,00. ."7100- HÚSBÚNAÐUR eftir vali f. kr. 5.000,00 Samtals 390.000.00 a ® lausum miðum fer fram »13'’ 14-, !6. og 17. apríl. aurnýjun ársmiða. og flokks- mi8a hefst 18. apríl. ÍBÚÐIR 4. OPEL Caravan Station-bifr. kr. 180.000,00 5. TATJNUS sendiferðabifreið S. VOLKSWAGEN fólksbifr. SKODA fólksbifr. kr. 180.000,00 kr. 142.000,00 kr. 120.000,00 kr. 113.000,00 1 flokkijr 9. starfsár hafið. Vinningnm fjölgar: 100 STÓRVINNINGAR Á MÁNUÐI. Vinningar í 1. flokki: 4 BIFREIÐIR (9/sze^ 4ra herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 20, VI. h. (A) tilbúin undir tréverk kr. 320.000,00 2ja herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 20, I. h. (B)1 tilbúin undir tréverk kr. 250.000,00 3. 3ja herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 20, IV. h. (E) tilbúin undir tréverk kr. 250.000,00 \

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.