Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 04.05.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 04.05.1962, Blaðsíða 2
NT VIKUTlÐINDI NY VIKUTIÐINDI koma út fyirir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. FVaankvæimdastjóri: Geir Gunnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtalst. kl. 10—12. Ajugl.stjóri: Bragi Sigurðsson, símar 14856 og 18833. Ritstjórnarskrif st.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgafa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Tíminn og vaxtalækkanir Tíminn sagði fyrir stuttu næstum því berum orðum að atvinnuleysi hefði ekki myndazt á Islandi eftir við- reisn vegna þess að ríkisstjórniri hefði framkvæmt vaxtalækkun sína, sem var um 2%, í ársbyrjun 1961. Það hefði komið í veg fyrir ójöfnuðinn. Og til þess að ekki færi á milli mála hvert þakkarskeytin skyldu send, gat Tíminn þess í næsta orði að vaxtalækkun- in hefði raunverulega verið framkvæmd vegna baráttu og viðreisnarandstöðu Framsóknarflokksins. „En þrátt fyrir þetta hefur hún sámt komið fram miklum sam- drætti eins og í landþurrkun og íbúðarbyggingum," segir Tíniinn svo. Það er gott á meðan Tíminn talar ekki um samdrátt í „landhreisun", en engir bera jafn ríka ábyrgð og framsóknarmenn á jafnvægisleysinu í byggð landsins, en þeir hafa stjórnað landbúnaðar- málum landbúnaðarins lengur en nokkur annar flokk- ur síðan fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Auk þess hafa svo framsóknarmenn ráðið í flestum ef ekki öllum að- alsamtökum bænda. En það að Framsóknarflokkurinn þakkar sér að ekki er komið atvinnuleysi, sýnir hvað illa er fokið í skjól flokksins, sem hefur verið nær áhrifalaus um efnahagsmál landsins, síðan viðreisnarstjórnin tók við völdum, utan þann stutta tíma, sem það tók að halda verkföllunum gangandi og skrúfa upp kaupið. Reyndar Voru þau áhrif ekki svo lítil þegar á allt er litið, en jafn neikvæð og málfhitningur Tímans er þessa dag- ana. Og að.^>akka sér atvinnugnægðina eftir aðfarirn- ar í sumar er einber hræsni. En hvað er þá um samdrætti „í landþurrkun og íbúðabyggingum" að segja. Tölur um íbúðabyggingar í Reykjavík, sem blaðið segir að bendi til „húsnæðis- vandræða," segja ekki annað en það að menn fóru varlega í sakirnar fyrst eftir að viðreisnarstjórnin komst að völdum, sennilega vegna þess að stjórnar- andstöðunni hafði tekizt að mála útlitið svo dökkum litum. En um þessar mundir streyma inn umsóknir til Húsnæðismálastjórnarinnar, svo margar að aldrei hafa fleiri nýir aðilar beðið um lán á einu og sama árinu. Auglýsingadálkar blaðanna bera það svo aftur með sér að nóg er af lausu húsnæði í bænum. „TJm „landþurrkun" er ekki mikið að segja. En að Tíminn skyldi nota þetta sem annað aðaldæmið um „hræðilegar" afleiðingar viðreisnarinnar, svo lítill hluti af framkvæmdum landsmanna sem landþurrkun ann- ars er, sýnir hve erfitt blaðinu gengur að sýna fram á nokkurn samdrátt, sem yfirleitt skiptir máli. — Aquila. &i SKemmbistööunuirn Sigurjón Vilhjálmsson Kristján Jónsson Ágúst Jóhannesson Sólveig Karvelsdóttir Guðrún Bjarriadóttir Erla Sigurbergsdóttir LEIKFELAGH) STAKKUR, KEFLAVlK: BOR BORSSON eftir sögu Johan Falkenberget, í leiksviðsbúningi Thoralf Sandö. Þýðandi.-Sigurður Kristjánsson — Leikstjóri: Kristján Jónsson. LEIKFELAG mun haf a ver- ið starf andi með höppum og glöppum í Keflavík á undan- förnum áratugum, en ekki getið sér sérstakan orðstír utan pláissins. Hins vegar hafa frá Keflavík komið ýms ir þeir ágætir leikarar, sem getið Ihafa sér orðstír á leik- sviði höfuðborgarirmar og víðar. Síðastdiðið haust komu áJhugamenn staðarins um leiklist sér saman um stofn- un félagsskapar, sem ;hiaut nafnið STAKKUR, og fengu tii liðssiimis góða krafta úr Njarðvíkum, en bilið milli þessara tveggja staða er harla mjótt, og aðskilnaður- inn undrunarefni utansveitar mönnum. Með sameigmlegu átaki var ráðizt í að koma upp léttum gamanleik, 01- ympíulhlauparanum, og í að- alhlutverkið fenginn ungur leikari úr Reyikjavík, Krist- ján Jónsson. Þótti sýminghi hin skemmtilegasta, o£ ánægjulegt upphaf félags- skaparins, sem færðist í au'k ana, fékk Kristján til að í- lengjast þar isuðurfrá, kom upp vísi að leikskóla, nám- skeiði í tveim flokkum, sem var mjög vel sótt og ahugi mikill. (Framh. á næstu síðu, .lcemmbistööunLjm Helga Erlendur Anna Garðar Sigurlaug Eiríknr Sigurþórsd. Svavarsson Vilhjálms. Guðmundsson Sveinbjörnsd. Hansen KK kynnir söngvaraefni K.K.-sextett er þekkt nafn um land allt. Með þeirri hljómsveit hafa frá byrjun verið góðh* söngkraftar, svo af hefur borið. Nægir að nefna hér söngvarana Hauk Morthens, Sigrúnu Jónsdótt- ur, Bagnar Bjarnason, Óðinn Valdhnarsson og -Ellý Vil hjáhns. Ungir söngvarar hafa sótzt mjög eftir að fá að reyna sig með hljómsveit- inni og njóta tilsagnar Krist- jáns Kristjánssonar hljóm- sveitarstjóra, sem hefur, ef svo mætti segja „alið upp" hvern landsfrægan söngvar- ann af öðrum. Nú um áramótin hætti K. K.-isextett starfi um stan, svo sem margir vita og rætt hefur verið í blöðum. Krist- jáni Kristjánssyni kom 'þá til hugar að nota tækifærið að koma fram hugmynd sinni- um skóla eða námskeið, þar sem ungu fólki, er áhuga (Framh. á bls. 5)

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.