Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 04.05.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 04.05.1962, Blaðsíða 5
NT VIKUTlÐINDI KOSNINGASPÁ — (Framh. af bls. 8) kvæðaimagni, en þó varla svo naiklu að þriðji rniaður þeirra ¦é í hættu. Þó gæti svo f ar- ið og er Ibarla erfitt að átta ¦% á ihvert þau atkvæði fara. ^iikið fer yfir til Sjálfstæð- isffloktksins og eitthvað til Krata og Framsóknar og alit *ð 100 til templara. Missi komimar yfir 1000 atikvæði, sem er efefci ólíklegt, er 3. Daaður þeirra fokinn út í veð ^ og vind, jþ. e. til Krata eða Framisóknar. Ailur þessi glundroði méð- al vinstri manna veldur því, að Sjálfstæðisflofekurinn ætti að ihalda sínum 10 fuUtrúum, sem ekfci er heldur oeðliiegt, því mörgum ihrýs hugur við Þ^1! að vinstri nxenn fái öeiri aðila í horgarstjórnina. Amnars er engin hætta á ferð ^. þótt SjáMstæðisflokkur- ^wi missi jafnvel einn mann. Hann hefur hvort sem er hreinan meirihiuta þar sem aðeins 15 fuiitrúar eru feosn- lr- Sjáifstæðismenn vinna . """"KMIIIBII.II,,,,,,,,:,,,,,,,,,, miíkið að þessu sinni og iík- legast þykir að hann auki við sig fylgi og fái 10 menn aftur, enda er Geir borgar- stjóri afar vinsæll og dugleg ur maður,. sem fylgi flofebs- ins ibyggist mikið á. Geir iHaMgrúnsson hefur þegar sýnt á stuttum borgar stjóraferli, að hann er mað- ur áfeveðinn og stjórnsamur og er góðs af honum að vænta. Slíkir menn eru ekki á hverju strái. Alþýðuflofefeurinn er eins og vant er undir hæl SjMf- stæðisflofefesins og fær líkt atkvæðamagn og síðast, en þó er enn ekki hægt að átta sig á hvað mikið hann tek- ur nú frá kommúnistum. Sennilega verður það efcfci mjög mikið atkvæðamagn og varla tekur hann af þeim neinn fulltrúa. Það er því sennilegast að fuUtrúatala í borgarstjórn iReykjavíkur verði óbreytt. Sjálfstæðisflofekurinn 10, Kommúnistair 3, Framsókn 1 og Kratar 1. !l,IIBI!,ll,llll!,,l,!llllll!ll,ll,l,lll!,MII!,l,IMIIIBIII,l,,;a!ll,!B,,l,,l,,l„in|n,,ll (Framh. af bls. 2) oefði á dægurlagasöng, væri yöitt af fagmönnum tilsögn í söng, raddbeitingu og texta framburði, svo og ika hinu, ^na mörgum hefur fundizt ábótavant hjá íslenzíku söng- fólfei, nefnilega sviðsfram- Komu. Til kennsiunnar voru raðnir hinir færustu menn, hver 4 sínu sviði. Þannig jjuidi Kristinn HaUson radd beitingu, Ævar Kvaran sviðs fraankoinu, Sigurður Markús ** veitti tlsögn í tónfræði, ^uk iþess sem K.K. og Jón Sigurðssson bassaleifeari Kenndu við námskeiðið frá uI>phafi. Aðsókn að námskeiði Pessu var mjög tmikil, þurfti • d. að tvfekipta kennslunni ^ komust f ærri að en vildu. Nu er þessu fyrsta námsk. 45 Ijfifca og þvi lýkur svo ^^^^lega með pompi og pragt, því að ákveðið hefur verið að halda tónleika á næstunni og það verða eng- ir venjulegir tónleikar, því að þar feoma fram hvorki meira né minna en 40 söngv- araefni, allt nemendur skól- ans. Að sjálfsögðu verður það K.K.-(hljómsveit, sem annast m(iirieikinn. Má mik- ið vera, ef í hópi þessara söngvaraefna eru efeki ein- hverjir þeir, sem eiga eftir að standa í sviðsljósinu á næstu árum. Því til lárétting ar má geta þess, að þegar hafa margar hijómsveitir haft samlband við K. K. og falað góð söngvaraefni úr nemendahópnum. Að öllu þessu samamögðu má ætla, að mannmargt verði á ihinum væntanlegu tónleifeum, þar sem í fyrsta sinn hér á landi koma fram fjöldamörg söngvaraefni, er notið hafa tiisagnar kunn- áttumanna. Fiutt í ný húsakynni P^ifstofur Flugfélags Islands á Reykjavíkurfiugvel!ii, t^^argötu 46—48 (bokhaldsdeild) og Lækjargötu eru fluttar í Bændahöllina. ywMw j&/œJ?tfsM MCELANDAiR BARNALEGT ÓSAMKOMULAG Klofningur samtaka hernámsandstæð- inga hefur vakið athygli alþjóðar. Þessi samtök, sem virtust vera mjög sterk fyr- ir nokkrum mánuðum — vera veruleg fjöldasamtök og fjársterk eftir því — hafa nú gersamlega klofnað, og bera tæp- lega sitt barr eftir þetta. Hatrið og óvildin, sem þar ríkir nú milli starfsmanna samtakanna og Þjóð- varnarmanna, er svo mikið, að við liggur að leitað verði til dómstólanna um að skera úr ýmsum hliðarágreiningsefnum þeirra, svo sem eins og þeim hverjum beri jeppabíll samtakanna og lyklavöld að skrifstofum. Ragnar Arnalds hefur haft jeppakrílið í vetur og þykir þægilegt að skutlast á honum og vill fyrir engan mun láta hann frá sér fara. Og Kjartani Ólafssyni, sem var eins konar skrifstofustjóri samtak- anna; er ókært að afhenda lyklana að skrifstofunum. Þetta er annars ein sagan um það upp lausnarástand, sem ríldr í herbúðum vinstri manna. Allt samstarf vinstri flokk anna hefur einkennzt af sama barna- skapnum, öfundinni og tortryggninni, sem við höfum nú orðið vitni að í sambandi við samtök hernámsandstæðinga. Þeim virðist ekki koma betur saman en krökk- um í samliggjandi götum. x Þetta eru menn, sem eiga bágt. Það er einhver impotens í þeim öllum. Og þegar vanmáttarkenndin er orðin óviðráðanleg, ráðast þeir hver að öðrum, eins og stein- aldarmenn. FLUGUMENN EÐA RAÐVBLLINGAR Það hefur lengi verið talið, að Ragnar Amalds og Kjartan Ólafsson væru komm únistar að skoðun. Og eitt er víst, segja þeir, sem þekkja þá félaga, að þeir hafa ætíð talað eins og kommúnistar; þótt þeir létu í veðri vaka, að þeir væru andvígir sósíalistaflokknum að mikilvægu leyti, og ættu því ekki heima þar í flokki. En hvað gerist svo? An þess að flokk- urinn hafi bætt fyrir gunguskap sinn í „hemámsmálum" meðan flokkurinn stóð að vinstri stjórninni, hafa þessir menn, sem settu þennan gunguskap fyrir sig, gengið í lið með flokknum og jafnvel látið skipa sér á lista þeirra. Voru þessir menn raunverulega gerðir út af örldnni til að koma vandræðum til leiðar í Þjóðvarnarflokknum, og meðal þeirra vinstri framsólmarmanna, sem voru í samtökum hernámsandstæðinga? Áttu þeir að reyna að stiUa svo atvikum, að Þjóðvörn og Framsóknarkommarnir gætu með góðri samvizku gengið í komm- únistahópinn? Því verður tæplega trúað. Til þess eru þessir menn ekki nægilega skæðir. Þá ligg ur beinast við að álykta að þeir hafí ekk- ert vitað, hvað þeir voru að gera eða hvað þeir vildu, að þeir hafí vitað hvaða flokki þeir tilheyrðu, ef nokkrum. Og val þeirra virðist jafnógrundvallað, þegar þeir loks taka ákvörðun. En þessi hringlandaháttur þeirra ber Ragnari og Kjartani ekki gott vitni, sem mönnum og kannske verðandi stjórnmála- mönnum. Því hvort sem þeir voru flugu- menn eða bara ráðvillingar, þá hafa þeir ekki unnið til þess að þeim sé treystandi, af þeim, sem ekki þekkja þá. Hinir kunna að hafa einhverjar aðrar skoðanir, a. m. k. skoðanabræður þeirra meðal komma. En þeir eru nú líka svo óhreinar spírur., AFKASTAMHOLL RÁBHERRA Sennilega lagði enginn ráðherra fram jafnmörg stjórnmálafrumvörp og Gunnar Thoroddsen f jármálaráðherra á síðasta Alþingi. Og ráðherrann kom þeim öllum örugglega í höfn. Sum voru umdeild, önn ur voru feikilega viðkvæm mál, en svo vel hélt ráðherrann á spilunum, að þessi mál eru þau vinsælustu eða meðal allra vinsælustu mála, sem ríkisstjómin hefur beitt sér fyrir. Það var talað um það fyrir tveimur árum, að ráðherrann hygðist draga sig í hlé út úr stjórnmálum, jafnvel gerast Seðlabankastjóri. Þá benti einhver á, að maðurinn væri alltof þarfur og góður kraftur, auk þess á bezta aldri til að taka slíka ákvörðun þá. Þetta hefur sanpazt margfaldlega síííim viðreisnarstjómin tók við völdum. PETUR BEN. FER I FRAMBOÐ Nú er altalað að Pétur Benediktsson fari í framboð við næstu þingkosningar í stað Sigurðar Ágústssonar, og eigi Pét- ur að sjá um Snæfellsnesið eins og Sig- urður hefur gert. Um þetta er eklá nema gott eitt að segja. Pétur mundi verða, skemmtilegur, en kannske ekki sérlega starfsamur, á þingi, enda ýmsum öðrum hnöppum að hneppa sem bankastjóri. Pétur er prýðilega greindur maður og velviljaður, og það sópar að honum þar sem hann kemur og fer. Hann yrði nýtt og örvandi blóð í þinglíkamanum. LEYNISKÝRSLAN TH, EINARS Hvernig fékk Morgunblaðið leyniskýrsl- una ta Einars? Uppi em ýmsar getgátur en Eyjólfur Konráð er sagður þegja eins og stehm yfir leyndarmálinu, en getur ekki leynt drýgindunum. Þetta var sann- kölluð uppbót fyrir skellinn, sem hann fékk, þegar Morgunblaðið varð að éta of- an í sig allt, sem það hafði sagt um Inga R. Helgason og meintan f járdrátt hans hjá kommúnistum. Leyniskýrslan var mikið „skúbb" eins og það er kallað, þegar eitt blaðið er fyrst með stórfréttir. Og í þetta sinn ber enginn brigður á sanngildi fréttarinnar eða heimildanna. Þjóðviljinn hefur lílja játað að hún var til og að Morgunblaðið birti úr skýrslunni.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.