Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 04.05.1962, Síða 6

Ný vikutíðindi - 04.05.1962, Síða 6
6 NÝ VIKUTÍÐINDI JERRI GEISLER var óaðfinn anlega klæddur, en á látlausan hátt. Hann var þróttmikill mað ur, en ekkert áberandi persónu gerð. Þróttur hans lá í úrslita átökunum. Hann geymdi það sterkasta þangað til síðast. Mér virtist hann alltaf dálítið utan við sig, sem getur hafa legið aðeins í því, að hann einbeitti sér svo mjög að starfi sínu; svip ur hans var fjarrænn, og venju- lega var hann með elskulegt bros á vör. Virðingu bar hann eins og aÖrir menn fyrir fínum fötum; röddin var há og hvell, en þokki og vald í henni. Það var ekki auðvelt að geta sér til um gáfnafar bans, nerna að sjálfsögðu, eins og almenningur veit, hann tapar eiginlega aldrei mali — eiginlega. Hann gaf mér ráðleggingu fyrirfram: — Hafðu það bugfast, að ríkissaksóknarinn segir: Þessi i) maður er leikari, og þeir munu reikna með því að kviÖdómur- inn taki tilit til þess, að þú ert leikari, þegar þeir meta fram- burð þinn. Við þ essu hafði hann svar á reiðum höndum. Ef og þegar að þessu kæmi, ætlaði hann að segja, eins og hann gerði: — Hefur hann þá ekki rétt á að standa sig í réttinum — eins bg við hinir? Réttarhöldin hófust. Inni í réttarsalnum var setið í hverju einasta sæti og úti fyrir var / JS ® ffiMWMÍt mr SJÁLFSÆVISAGA ERROL FLYNN mannþröng. ÖSru megin í saln um sátu blaðamennirnir, yfir- leitt vinsamlegir mér, svo vin- samlegir, að ég botnaði ekki fyllilega í því. Geisler hafði ráð lagt mér að hafa samvinnu við blaðamennina, og hann talaði frjalslega við þá. Lögfræðileg að stoð mín var bundin við tvo menn: Geisler og For. Akæru- valdið var í höndum átta lög- fræðinga, með Cochrane nokk- hrn í fararbroddi. Eðlishvöt, sem alls ekki get- ur talizt furðuleg, vísaði Geisl- er á að velja svo til eingöngu kvenfólk í kviðdóminn, níu af tólf. Cochrane ákærandi kallaÖi Peggy Larne Setterlee í vitna- stúkuna. Hún var forkunnar fögur stúlka. Brjóstahaldararn- ir voru úttroÖnir. Mittið var fag urlega meitlað. Hún var með sítt, svart, mjúkt hár, og hefði hæglega getað verið á aldrinum einhvers staðar milli tuttugu og tuttugu og fimm. En þ egar hún kom inn, ætl- aði ég varla að þekkja hana. Hun hafði verið klædd í sport- sokka, flatbotnaða skó, og lát- in fletta a sér hárið. Hún hefði getað litiÖ út eins og yngri syst ir min. Hjartað seig í brjósti mér, þegar ég sá hana. Drottinn minn, hugsaði ég, hún er alveg eins og krakki. Viku eða svo áður haföi hún verið harla létt klædd í dansflokknum. Meðan Peggy gaf framburð sinn sat ég við skrifborð mitt, lagði við hlustirnar og einbeitti mér að pappírsblaÖi, sem ég skrifaði athugasemdir á. Við og við leit ég annað hvort á hana eða Cochrane — heiftaraugum og ég virtist sannarlega hafa þörf fyrir hlýju þeirra Geisler, sem sat mér á vnstri hönd, og unga írska lögfræðingsins, hægra rnegin við mig. Cochrane bað hana að segja frá því, hvernig hún hefði lát- ið að vilja mínum, tveimur ár- um áður, um borð í Sirocco. Við vorum á leiðinni til Cata- lina, í helgarleyfi, að hún sagði, og ég hafði kysst hana á af- skekktum stað á snekkjunni. SÍSan, sagði hún, hafði hún haldiö til káetu sinnar, og ég hefði komið á eftir. Og svo kom að því, sem blaðastrákarnir —- og alrnenn- ingur — hafði beðið í ofvæni eftir. Hvíta húsið hlýtur að hafa fagnað því, að stríÖsfréttirnar skyldu hverfa af forsíðunum, og skothríðinni beint í aðra átt. Spurning: Hver kyssti þig? Svar: Auðvitað Herra Flynn. — Hvað gerðir þú? — Eg fór til káetunnar og háttaði mig. — Hvað gerðist svo? — Eftir um það bil tiu min- útur var barið að dyrum. 1 s'ómu andrá gekk Flynn inn, iklœddur náttfötum. Hann spurði, hvort hann mœtti tala við mig. Eg sagði, að sœmdi ekki herramanni, að vera inni i svefnherbergi konu, sérstak- lega ef hún vœri háttuð. — Hverju svaraði hann? — ,,Ef þú vit lofa mér að koma upp i til þín, þá skal ég sjá þig í friði. Mig langar bara til að tala við þig.“ Eg er enginn sjentilmað- ur! Almenningur gekk af göflun um út af þessu. I sumum kvik- myndahúsunum varð meira að segja að klippa seinustu setn- inguna út til þess að koma í veg fyrir óspektir. Peggy sagði sömuleiðis frá því, að þegar við komum til hafnar, hefðum við staðiÖ úti við borðstokkinn, og hún hefði látið orð um það falla, hvað tunglið væri fallegt. — Hann sagði, að það væri ennþá fallegra í gegnum kýr- auga. Og að þ ví er hún sagöi, þá j áttum við fyllilega að hafa skoð að tungliÖ í gegnum kýrauga. Við fórum undir þiljur, að hún sagði, ég klæddi hana út sjó- ferðafötunum, og við tókum aðra törn. Spurning: Hvað fannst þér sjálfri um þetta? Svar: Eg var bara fokvond í þetta skiptið, i staðinn fyrir að vera hrœdd eins og áður. Síðan, sagði hún, hafði ég samfarir við hana. (Um svipað leyti og Peggy sagði, að það væri ekki sérlega herramannlegt af mér að koma til svefnherbergis hennar, var Warner að hleypa Gentleman Jim af stokkunum. Varð mikill fögnuður um allt land og víðar. Vegna þess, að ég átti í mynd- inni anzi hnittna setningu í þessu tilfelli. Alexis Smith, stúlkan, er svo til komin í fang á mér, og ég segi við hana: — Hvernig gæti ég kvænzt þér? Þú ert hefÖarmær. Hún segir: — Eg er engin hefðarmær! Gentleman Jim löÖrungar hana, þrífur hana í fang sér, kyssir hana og segir: Eg þarf alls ekki -að verja sjálfan mig, þegar ég rifja rétt- arhaldið upp. Urn það sáu lög- fræðingar mínir, og kvikdómur- inn komst að sinni niöurstöðu. Engu að síÖur var réttarhaldið bandarískur harmleikur, og Jerry Geisler lagði sinn skerf til þess, þegar hann tók stúlk- urnar og andstæðinga sína í geSn- Þegar ihann þaulspurði Peg- gy með sinni mjúku rödd, eng- an veginn hranalega ásakandi, sagði hann: — Ungfrú Satterlee, ég er í vandræÖum með nokkur atr- iði. Eg hef hérna ljósmynd. Er þetta mynd af þér? Hann sýndi henni myndina. - Já. Hann smellti í góm tvisvar eða þrisvar, eins og hann væri að sýna undrun. Hann sýndi ekki neinum öðrum í réttinum þessa ljósmynd. En hann sagði: - Þvílíkur mismunur. Scsðu f t~> mer, ert þú allltaf svona klædd? — Hvernig? — í sportfötum og með flétt ur? — Stundum, ef mig langar til. — Það var ekki fleira. , Engu að síÖur hljóta áhrif- in á kviðdóminn að hafa verið stórkostleg. Það gat ekki farið hjá því, að menn hugsuÖu sem svo: Hvað skyldi hann vera með uarna? — mynd, sem hún við- urkenndi, að væri af henni. Peggy var sniðug, stórsniðug. Hún hélt fast við framburð sinn og hún lýsti því nákvæmlega, hvernig ég hefði tælt hana aft- ur í káetu og, að hún sagði, ýtt henni niður í fletið. Sem sagt, hún viðurkenndi aldrei að hafa verið fús til þessa. Hún var að gefa í skyn of- beldisnauðgun. Eg setti ihana á fletið, sagði hún, bar sem ég tók hana með valdi. A meðan sagði ég við hana: — Elskan, horfðu út um kýr- augað. Sérðu, hvað máninn er dýrðlega fagur? Þessi setning elti mig árum saman: — Ö, Errol, lýttu á kýraugað og dýrðlegt tunglið! Eg er jafnvel þeirrar skoðun- ar, að þessi setning hafi mark- að þáttaskil í lífi mínu — allt, sem gerðist, áður, og það sem gerðist eftir það. Geisler hóf árásina. Hann kom með mynd af híbýlunum a Sirocco, og hann teiknaði upp dratt af þeim a töflu. Hann spurði Peggy, hversu há kojan hefði verið. Hún sagði, að hún hefði verið í hnehæð. Geisler sannaði, að kojan væri a. m. k. einn og halfur meter að hæð. Hann var í stórefa, að hann sagði frammi fyrir kviðdómnum, um að ég gæti lyft henni svo með valdi, og hvort hún væri ekki nógu sterk til að koma í veg fyrir, að hún væri sett þangð, eða þá komið sér niður aftur. Svona helt það afram dögum saman. Hægt og örugglega tókst snillingnum Geisler að sannfæra alla um, að dömurn- ar vissu hvað þær væru að gera, þær langaði til að komast á- fram, þær þekktu hætturnar, í hús piparsveina eða snekkju sem voru samfara því að koma í Hollywood. SíÖan tætti hann sundur full yrÖingu Peggy um samfarir án samþykkis hennar sjálfrar. JANUAR 1943 rann á enda. Rettarhöldin drógust fram í febrúar. Dag eftir dag drógu lögin okkur inn í réttar- salinn. Stúlkugreyin vom peð á taflborði stjórnmálaátakanna engu síöur en ég. Á bak við þetta allt saman var ævagamalt þrætuepli: ógn stærstu kvik- myndafélaganna og einhver að bjóða þeim byrginn, svo segj- andi: Þið punduðuð ekki nógu miklum aurum í okkur fyrk verndina, sem þið fariö fram a af hendi hins opinbera, svo að við skulum aldeilis sýna ykkur í tvo heimana. Svo var hausinn á mér settur undir fallöxina, vegna þess að Warner og hin kvikmyndafe- lögin höfðu ekki stutt þann rétta, höfðu ekki borgað á rett- an staÖ. Bréfin streymdu inn hvaðan- æva að úr heiminum í einu stóð: — Þetta er svívirða. Tvær aurasjúkar stelpur eru að reyna að blekkja þig. Það ætti að hýða þær. 1 öðru stóð: — Viðbjóðslega vændissvín! Það ætti að hengja þig! Eg vona, að þú fáir tuttugu ára innilokun! En það voru næsta fáir þa, og jafnvel enn í dag, sem höfðu hugmynd um, í hvaða umróti stjórnmálaátaka við höfðum lent, hvernig spilling, peningar, valdagræðgi og mútur léku inn í og fóm með aÖalhlutverkin. En það voru önnur aðalhlut- verk. Eg átti talsvert viljaþrek eft- ir, þó talsvert, og dálitlu af þvi eyddi ég á rauÖhærÖa, unaðs- fagra stúlku, sem sat í sölu- boxi í anddyri dómhússins. A hverjum einasta degi gekk eg framhjá henni, og sá hana selja tyggigúmmí, sígarettur og vindla. Það var svo miklu auð- veldara að horfa á fegurð henn- ar en trylling mannfjöldans, er hékk umhverfis dómhúsið til aÖ fá að sjá mig. Þegar ég gekk framhjá, var kallaÖ: — Stattu þig, Errol! — Láttu þær hafa það, drengur! — Þu ert að hafa það, lagsmaður! Eg vonaði, að þetta myndi hafa sín áhrif á kviðdóminn. Eg hlustaði á þessi hvatning- arhróp, en gjóaði augunum yíú' að söluboxinu, á yndislegu stúlk una með hörandið bjarta, og blágrænu augun, sem voru ör- lítið skásett. Eg kom ekki auga á vöxt- hennar urn þó nokkurt skeið. Loks stanzaði ég hjá henni og keypti mér sígarettur. Eg virti hömndslitinn vandlega fyrir mér, og sá þá örla fyrir frekm um, sem juku talsvert á áhuga minn. Eg teygði úr hálsinum inn fyrir borÖiö og sá, að þarna var allt á sínum stað. Hún var mittisgrönn, mjaðmafögur með granna ökla og úlnliði. Alla ævi hef ég verið veikur Hrrir grönnum öklum. (Framh.)

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.