Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 18.05.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 18.05.1962, Blaðsíða 5
NT VIKUTlÐINDI 5 Deyfilyf og kynvílio \iiiaiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiirii!iiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinií> I Sem dæmi um það, sem birtast mun í frásögn eftir “ 1 Sigurð Ellert um ástandið á Litla-Hrauni, birtum við I - hér sjálfstæðan viðtalsþátt úr IV. kafla, er f jallar um í - deyfilyf og kynvillu. Nafn viðkomandi fanga og votts l 1 birtum við ekki, en frumritið, sem er í okkar vörzlu, i " er undirritað af þeim með eigin hendi: — Samtalið \ ' fór fram 30. maí 1960. * | •iiiiinnii ;i'iRi-ii 11:i! iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii]iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[iiiiiiiuiuinriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiti!iiiiiiiii — Hvað ert þú gamall? — Eg er fæddur 27. nóvember 1934, og ( er því 25 ára. — Er langt síðan þú byrjaðir á afbrot- um? — Eg byrjaði um það bil þrettán ára gamall, og tel ástæðuna vera þá að ég ' var rekinn úr þorpinu, sem ég átti heima í, fyrir allskonar prakkarastrik. Eg var sendur undir Eyjafjöll, og þar var mér þrælað út svo að ég bíð þess ekki líkam- legar bætur. Þegar ég kom til baka, þá vissu allir að ég var vandræðagripur, þótt ég væri það ekki í raun og veni. Þú hefur ábyggi- lega brotið rúður og svoleiðis þegar þú varst strákur og skilur hvað ég á við. En til að gefa þeim ástæðu til að hafa rétt fyrir sér, þá byrjaði ég að stela og I drekka. — Hvenær lentir þú fyrst í fangelsi? — 26. nóvember 1953. Einum degi áður en ég átti afmæli. — Hvað hafðir þú gert af þér? — Þetta voru innbrot og þjófnaðir. Eg fékk átta mánuði og þar við einn mánuð fyrir innbrot sem ég framdi á meðan ver- ið var að rannsaka og dæma hin. Síðan hef ég verið svo að segja stanz- laust inni. — Eg hef heyrt, að þú sért kynvilltur. Er það rétt? — Rétt og rétt ekki. Það fer eftir því hvemig á það er litið. Eg hef enga ánægju af þessu sjálfur, en hef gert þetta aðallega til þess að fá deyfilyf. — Hafðir þú haft samneyti við kynvill- inga áður en þú fórst í fangelsið? ■— Nei. Eg vissi varla hvað þetta var. Það var ekld fyrr en á árinu 1954, að ég komst í þetta, en þá var ég byrjaður á deyfilyfjunum. — Eg þjáðist af svefnleysi og læknir- inn vildi gefa svefntöflur, en ég neitaði vegna þess að ég hafði séð samfanga mina veltast um undir áhrifum þeirra. Eg var, satt að segja, hræddur við þær. Læknirinn héma sendi mig til taugasér- fræðings í Reykjavík og hann skipaði mér að taka þessar svefntöflur á kvöldin og róandi meðul yfir daginn. — Hvers konar töflur vom þetta? — Eg held að það hafi verið Mebomal Natrium svefntöflur og Allargativ róandi töflur. — Ekki hefur þú verið í rúsi af því sem læknirinn gaf þér? — Nei, ég komst ekki í rús af því, en ég komst upp á lagið þegar ég byrjaði að safna þeim, og drekka svart kaffi með inntöku. Afleiðingin varð sú að ég gekk um í rúsi allan daginn, og svo fékk ég aukaskammt hjá gæzlumönnunum í Stein- inum. Þeir vissu vel til hvers ég notaði töflurnar, en þeir vom bara svo góðir í sér, og vildu sjá manni líða vel. Þannig byrjaði ég á því að nota deyfi- lyf, og lief gert síðan. — Fékkst þú deyfilyf hjá gæzlumönn- mn á Litla-Hrauni? — Já, blessaður vertu. Maður þurfti ekki annað en að berja hnefanum í borðið, og lióta að fara í kast, þá komu þeir með töflumar. Þegar ég kom austur að Litla-Hrauni, þá fékk ég ákveðinn skammt, tvær töfl- ur á dag fyrirskipað af lækninum, en það var auðvitað of lítið til að komast í rús af. — Hvernig fenguð þið það sem á vant- aði? — Þá var ástandið hér þannig, að allir gátu fengið töflur sem vildu, og þeir sem notuðu þær ekki sjálfir, en það vom ekki margir, seldu okkur hinum þær. — Hvað var verðið? — Upp og ofan, eins og gefur að skilja, en ég hef borgað sem svarar kr. 250 fyrir eina töflu. Það er nokkuð hátt verð, en maður er ekki að hugsa um það, þegar út í þetta er komið. — Þú sagðist hafa kynnzt kynvillu vegna deyfilyf ja. Hvernig má það vera? — Á þessum tíma vom nokkrir kyn- villingar hér, og þeir höfðu alltaf deyfilyf, þegar allir aðrir höfðu ekkert, svo mað- ur seldi sjálfan sig fyrir nokkrar töflur. Það var sérstaklega einn, sem ég var með, en hann var svo ári brútal — ég held að það hafi verið vegna minnimáttarkennd- ar, — og hann vildi nota mig tvisvar og þrisvar á dag. Annars em þeir svo marg- ir, kynvillingamir, sem ég hef verið með, að ég get ekki talið þá. — Hvað varst þú gamall, þegar þetta var? — Seytján — átján ára. Það er ekki liár aldur, ef miða á við það, sem ég Iærði í fangelsinu. — Hefur þú fengið deyfilyf hjá gæzlu- mömium á Litla-Hrauni, og vissu þeir til hvers þú notaðir þau? — Já, og það oft. Þó var það sérstak- lega einn gæzlumaður, sem lét mig hafa eins mikið og eins oft og ég bað um. Hann heitir-----------. Svo fékk ég líka hjá gæzlmnönnunum------------, .---------- og----------. Auðvitað vissu þeir til hvers ég og aðr ir fangar notuðu þessar töflur. Því til sönnunar er t. d. að ég fékk deyfilyf á morgnana kl. 7, þegar ég fór til vinnu. Þetta vora svefnlyf og áttu að takast inn á kvöldin. Eg var þess vegná oft í rúsi allan daginn, og leið prýðilega. — Hefur þú lært nokkuð í fangelsinu? — Eg hef verið hér í samtals fimm ár, það er að segja ég hef verið dæmdur í sex ár og einn mánuð, og gengið út og inn til skiptis. Á þessum tíma hef ég eltkert lært nema glæpi og aftur glæpi, sem von er, því það er ekkert gert til þess að maður læri neitrt annað. Eg íhef lesið yfir íáÉt það sem skrifað er að ofanverðu, og er það allt rétt og satt í ödlum atriðum. Litla-Hraun, 30. mai, 1960. (Sign.) Eg er vottur að því að-----------hefur viðurkennt að iaMt sem ritað er að fram- anverðu er satt og rétt í ölum atriðum. Litla-Hraun, 30. mai, 1960. (Sign.) ■— Hvemig byrjaðir þú á þeim? ^æri meira virði en allar stál ^urðir þessa lands. TÖMSTUNDA- Ö)JA Iþróttir og tómstundaiðja ert otiek:lct fyrirbæri, og ekk tU Eð fan»ar leSgí hafíVa-slikt’ en ^ótt þeir „* tekið sér fyrir hendur nnða eitthvað, sem þeir i a ^ert og margt snilldar- mnið, iþá eru verltfæri Vt eða ekki til. T. d. má ge a þess, að eitt sinn er hofundur fór fram á það að ta lanuð verkfæri — sög, hamar og töng, þá var sög- n rustuð og tannbrotin. ham ailnn með brotið skaft, en töngin því miður ekld til! Þetta voru tómstundaverk færin, sem vinnuhælið lét föngunum í té. Um íþróttir er það að segja, að enginn kostla■ hef ur verið á að stimda slíkt, en í þau fáu skipti, sem það hefur verið gert, þá hafa fangar mátt sjálfir útvega sér áhöld til íþróttaiðkana með bví að skrifa snikjubréf til íþróttafélaga og manna sem oft hafa snúizt vel við slíkri beiðni. Sjálfsagt bvkir að geta framlags hins opinbera, en bað hefur lagt til örlítil svæði. sem kallast „Knatt- spvrnuvöllur", og hefur hann það sér til ágætis að hland- þróin er fyrir honum rniðj- um! FYLLST HRYLLINGI OG VIÐB JÓÐI Á MANN- EÐLINU Svona má lengi telja upp og mun það miskunnarlaust gert, og hirði íþeir óþverrann sem eiga. Reynsla höfundar frá byrj un veru hans í fangelsinu varð til þess að hann fór að verða forvitinn um sögu þess og rekstur, eins og það var frá sjónarhóli hlutlauss manns, sem þó hafði það tækifæri að vera á staðnum og gat heyrt sögu þeirra manna, sem mest korna fram í iþeim atburðum, sem þar eru að gerast daglega og hafa verið að gerast. Hann fór nú að leggja við eyrun í samtölum fanga og gæzlumanna, jafnframt því að hann hafði auga með hegðun beggja, til þess að finna út: 1) hver eru 'áhrif gæzlumanna á fangana, 2) hver eru áhrif fangdisisins á fangama. Þegar niðurstaða þessara athugana bætist við reynslu höfundar og það, sem hann sá samfanga sína reyna, fylltist 'hann hryllingi, við- kíaííi- 0g fyrirlitningu á manneðlinu og á því þjóðfé- lagi, sem á bak við slíkar að gerðir stóð. Var áhugi hans að fullu vakinn þegar hann sá daglega fyrir sér stjóm- leysi og skort á raumsæjum skilningi á þeirri miíklu á- byrgð, sem á þjóðfélaginu hvílir, þegar það verður að loka menn inni í refsiskyni. Einsetti hann sér að grafa og róta til botns í óþverran- um og skeyta engu, þótt ein hver vrði fyrir réttlátu mykjukasti. Næsti kafli nefnist „Upp- reisnir“, og segir þar frá þremur alvarlegum fanga- uppreisnum á Litla- Hrauni.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.