Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 25.05.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 25.05.1962, Blaðsíða 5
NY VIKUTlÐINDI 5 Stríðssöngur Háleistanna Lag: Örlög guðanna, (sbr. Söngbók Templaira.) Hugrakkir bjóðum nú Bakkusi slag, því bölvuðu ófétistetri, með óskuim um gengi og unaðaríhag frá Ástvaldi og brennivínspétri. Bakkus þó reyni að veita þér vörn og verjast nú áhlaupi þessu, samt skulu Astvaldar blessuðu börn berja hann flatan í klessu. Sjoppurnar skulum vér jafna við jörð og iafnframt in sterkari virki, á útsölur Ríkisins áhlaupin hörð öruggir Templarar styrki. H-I(e)ista raðirnar, vígreifar vel, víikja að Bakkusar stöðli, Klúbbnum og Borginni hótandi hei og Helgu svo flæma af Röðli. Bændahöllina brjótum í grunn, isvo Bakkus þar tróni ekki lengi, Naustinu gervöllu ýtum á Unn með áfengi, hrútspunga og rengi. Bjarklind má ráðast á Framsóknarfjós og Freymóður áhlaupið styðja, Ingþór og Lára sem 'leitandi ijos, leita upp Bakkusamiðja. En rammaukið virki er Ríkið, og Jón með ráðdeild mun árásum verjast, svo H-l(e)istar vinna þær tæplega tjón þó traustur isé Gitler að berjast. Nú skal fúlt blávatn í veizlunum veitt, vínlaust mun háborðið standa, til hagsbóta verður þá úrræði eitt: að una við Koges og Landa. H4 (e) istatyrðlar og Templaralið trúlega er reikult í gerðurn, er það nú gengur á orrustusvið. með Ástvaldi bænimar herðum. cx. breytingum á öllum swðum, með amerískum hraða, eins og búast mátti við. fangarnir TAKA VÖI.DIN Fangamir vissu um, að lög reglan væri á leiðinni og vildu sumir ekki hleypa henni inn í fangelsið, en aðr ir vildu að hún kæmi inn og að henni yrði veitt mót- spyma iþar. Flestir voru þó 4 móti því að berjast og vildu enga mótspyrnu veita, heldur að allir færu möglun- arlaust inn í klefa sína. Var þetta atriði rætt fram og aftur og töldu hiniir eldri og reyndari fangar, að þeir væru búnir að gera nóg, þar sem nú myndu augu allrar þjóðarinnar beinast að fang- elsinu og að nú myndi koma í ljós, við rannsókn og yfir- 'heyrslur, aðbúnaður fanga og sadista-aðferðir fanga- varða. Fangarnir vissu að einhver vopn voru geymd í skrif- borðsskúffu í varðstofimni, °g kom einhver sjálfkjörinn liðsforingi með þá tillögu, að fjarlægja þau þaðan og þar með koma í veg fyrir að þau yrðu notuð gegn föngunum síðar, ef til átaka kæmi. Þetta verk framkvæmdu Jó- hann og Þórður, en fangarn- ir höfðu nú sagað af honum handjámin. Þeir báðu nú fangavörð- inn, sem með lyklana var, að afhenda sér þá, svo að ALMENNINGUR — (Framh. af bls. 1) vinstri flokkunum lent hjá Sjálfstæðisflokknum í bæjar stjómarkosninginn, einmitt af óttanum um simdurþykkj- una, sem óneitanlega hefur einkennt starfsaðferðir og málefnaleysi smáflokkanna. Sinnuleysi almennings í þessum kosningum, sem 1 hönd fara, gæti orðið dýr- keypt og valdið óbætanlegu tjóni fyrir íbúa Reykjavíkur. Þess vegna hefur almenning- ur kosið að gef a atkvæði sitt floikki, sem hefur ekki þurft að standa í braski við aðra flokka tdl þess að fara með stjóm borgarinnar. Slikt væri líka ótækt, að eyða tíma og erfiði í þvílíka fásinnu, enda má sjá afleiðingar af slikum vinnubrögðum í öðr- um ikaupstöðum. Reykjavík ber af á öllum sviðum. Fjárhagurhm er mjög góður og lífsskilyrði fara síbatnandi. Innan tíu ára verða allar götur malbik aðar og steyptar. Hitaveita verður og komin í öll hverfi borgarinnar. Nýtt og betra skipulag verður á öllu og svo mætti lengi telja. þeir gætu opnað skúffuna. Neitaði hann í fyrstu, en er hann sá, að fangarnir voru staðráðnir í að koma sínu frani, þá lét hann þá af hendi mótþróalaust. Var nú skúffan opnuð, og tóku fangarnir þaðan nokkr- ar kyilfur og eina táragas- byssu, sem þeir afhentu síð- ar einum fangaverði (frá Eyrarbákka, sem kom rétt eftir að lætin byrjuðu, og sem fangarnir treystu) gegn loforði urn, að tækin yrðu ekki notuð á þá, þótt til or- ustu kæmi. Það er vert að vekja at- hygli á því, að fangar beittu engum ofbeldisaðferðum við fangaverði eða ógnuðu þeim á neinn hátt, enda bera rann sóknarskjöl með framburði |fangavarða vitni um það. iBtÍIZT TIL VARNAR Fagnarnir voru komnir í óvelkomna aðstöðu, sem eng inn einstakur þeirra hafði skapað, og voru eins og mörg reköld í ’hraðri hring- rás viðburðanna, sem hrund- ið hafði verið af stað vegna heimsku, vankunnnáttu og illmennsku gæzlumannanna. Þeir fangar, sem vildu veita lögreglunni mótspymu, en 'þeir voru ekki margiir, byrjuðu nú að vígbúast eft- ir því sem tök voru á, og fengu tveir þeirra þá hug- mynd að ieiða rafmagns- straum í útidyragrindur fangeisisins, en það eru jám grindur framan við útidyr. Þeir náðu í talsvert af raf- þræði, og tók Gunnar að sér framfcvæmd verksins, en Jó- hanni tókst að finna pem- stæði til að tengja þráðinn í. Guamar skrúfaði peruna lausa úr ljósastæðinu, sem var í kjalilaraganginum, og var það meining hans, að tengja þráðinn þaðan 1 jám- grindumar, eða jám í jám, og ihleypa rafstraum á. Eftir allt þetta vafstur og Komniar — (Framh. af bls. 8) únista hefur kastað trúnni og margir em á framiboðslist nm aimarra flokka. Það var líka isannarlega kominn tími til að gefa þessum múg- morðadýrkendum ráðningu og því fólki, isem snýr frá kommúnisman-um, á að taka með velvilja. Þvi er vorkunn að hafa fylgt Rússadindlun- nm að máli, en það kemur til baka reynslunni ríkari og þótt hún hafi verið dýrkeypt, verður ef til vill hægt að nota hana gegn kommum í framtíðinni. undirbúning reyndist þráð- urinn vera of stuttur og ekki mögulegt að finna viðbót. — Neyddust þeir félagar þess vegna til að hætta við hug- myndina. Gunnar tók það til bragðs að vefja þráðunum um grindumar og batt þær allrækilega saman, í því skjmi að tef ja fyrir innrásar- 'liðinu. Jóhann fór inn í einn klef- ann og náði þangað í rúm- stæði, sem hann notaði til að afgirða með stigaskörina, en 7 þar sem meirihluti fanganna . var frá upphafi á rnóti því, / að vígbúnaður færi fram í J nokkurri mynd, var öllum til / raunum í þá átt hætt. / LÖGREGLAN TEKUR VlGH) Milli M. 04.00 og 05.00 um nóttina komu að fangelsinu tveir bílar með tíu lögreglu- þjóna frá Reykjavík, og fóm þeir inn án þess að mæta nofckurri mótspyrnu. Og eft- ir stuttar samræður við fang ana, fóru hinir síðarnefndu J til Mefa sinna. Þar með var / lokið stærstu uppreisn refsi- / fanga í ríkisfangelsinu að / Litla-Hrauni, sem gerð var til að koma kvöldum sam- fanga tii hjálpar. Við yfirheyrslur reyndu fangamir að skýra frá at- burðunum eins og iþeir skeðu og sögðu frá hegðun gæzlu- manna, barsmiðum, spörkum og öðrum misþyrmingum, En það hefur verið lilkt og að stökkva vatni á gæs, því hvergi kemur fram neitt um það atriði í yfiiheyrsluskjöl- J um. Þar er hins vegar gert - hið mesta úr hegðuin og fram ' ferði fanga, og yfirleitt vitn- að í skýrslur fangavaxða. DÓMAR OG TÁR Nokkrir menn fengu dóm fyrir þessa sjálfsögðu upp- reisn, sem ekkert var, og sýna þeir dómar iwersfconar sMlning SaJkadomaraembætt- ið og Dómsmálaráðuneytið hefur á vandamálum afbrota manna. Pilturinn, sem bað um með ul til að stilla magaverk, fókk þyngsta dóminn — 2 ár og 6 mánuði. Sá sem reyndi að koma honum til hjálpar, en fékk fcylfuhögg gæzlumanna að launum, fékk viðbótarlaun er námu 2 árum og 8 mánuðum. Ungi maðurinn, sem drasl- aði einu rúmstæði fyrir stiga sikörina, fékk dóm er var 8 mánuðir í fangelsi. í dagblöðum landsins las alþýða manna uppspunninn þvætting og öfugsnúinn sann leikann og lét sér nægja. Er vel hægt að hugsa sér, að einhvers staðar í skúma- skotum hins opinbera 'hafi vissir aðilar teMzt í hendur og óskað hver öðrum til ham ingju með vel heppnaða blekkingarheirferð. Brást nú alveg sú von, er var í hjörtum þessara oln- bogabama þjóðfókgsins, að aðbúnaður þeirra yrði rann- sakaður og bættur, og grétu iþá maxgir þeirra á sínum hörðu jámfletum. „URBÆTUR“ Haustið 1956 var fangels- inu lokað vegna viðgerða, sem fram átti að fara, og voru fangamir fluttir til R- víkur í hegningarhúsið þar til dvalar. Var búizt við algjörum og töldu fangamir, að þrátt fyrir allt þá hefði þeim tek- izt að vek ja athygli á ástand inu, svo að nú yrði vistin þol anlegri en áður hafði verið. En iþeir urðu fyrir vonbrigð- um eins og svo oft áður. Nefnd sú, er sMpuð var til að rannsaka fangelsismál okkar, reyndist hafa minna vit á sliibum m'álum en tík- arhvolpar, og urðu úrbætur hennar þvi líkar. Hún gerði lítið annað en að draga kaup sitt upp úr vasa skattgreið- enda, og þess vegna ekki þess virði að fleiri orðum sé í hana eytt. (Framh. í næsta blaði) 1 næsta blaði verður sagt frekar frá óhugnan- legum afleiðingum uppreisnanna og pyntingum á föngum ... I

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.