Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.06.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 01.06.1962, Blaðsíða 3
Ní VIKUTÍÐINDI 3 A Ð S E l\l T BRÉF: Reykingar leigubílstjóra í 24. gr. umferðalaganna, ^egir, að tóbaksreykingar við akstur leigubifreiða til öiannflutninga séu bannaðar. Nú væri fróðlegt að vita/ hve margir leigubifreiðaistjór 31 fara eftir þessu banni. Hætt er við, að þeir séu sára fáir, því daglega m'á sjá Íeigubifreiðastjóra á götum ^eykjavíkur, púandi sígarett Ureyk út í loftið. Mörgum farþegum er ekki beint vel Vlú að aka með slíkum mönn F**1, en margir eru þannig gerðir, að þeir veigra sér við að 'bera fram athugasemdir, °g verða því að láta sér Íynda að sitja í sígarettu- etybbu. Farþegar eiga hins vegar að kref jast þess af viðkom- andi bifreiðastjóra, að hann neyti ekki tóbaks meðan á a^strinum stendur, en það er Uu einihvem veginn svo, að Be á þetta minnzt, svara þeir ^^nir ihverjir geðvonzku einni. í’að á að vera hlutverk forráðamanna bifreiðastöðva sjá svo um, að bifreiða- stjórar þeirra fari eftir 24. grein bifréiðalaganna, þar Sem iþetta er tekið skýrt f^am, en virði hana ekki að ræða, sem virðist alveg vera látið afskiptalaust af hálfu viðkomandi aðila, en þyrfti að taka fastari tökum. Það eru þó ekki aðeins leigubif- reiðastjórar, sem stunda tó- baksreykingar í akstri, held- ur einnig bifreiðastjórar á langferðabifreiðum. Að vísu er isiíkt efcki eins almennt og áberandi og hjá hinum, en viil þó bera við, þrátt fyr- ir skýrar áletranir um bann við slífcu í stóru vögnunum. Verður ekki annað sagt en að þetta sé slæmur iöstur, sem verði að uppræta hið fyrsta, auk þess sem af þessu getur verið siysahætta, því að þess eru dæmi að lang ferðabifreiðar ihafi lent út af veginum, vegna þess að bif- reiðastjóramir hafa verið að kveikja sér í sígarettu. En svo vikið sé aftur að reykingum leigubifreiðastj., þá mætti ætla að það væri eitt af hlutverkum lögregl- unnar, sem alls staðar er shuðrandi, að líta eftir því að umræddir bifreiðastjórar framfylgi þessu banni, eða getur það verið að lögreglu- mönnum r' ókunnugt um þessa grein bifreiðalaganna? Það skyidi þó aldrei vera svo ? M. Vettugi. Hér er um mál að Aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda ■verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 14. júní 1962 ki. 10 f. h. BAGSKRÁ: Formaður stjómar setur fundinn. 2- Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfanefndar. 3. Skýrsia stjórnarinnar fyrir árið 1961. 4- Reikningar Sölusambandsins fyrir árið 1961. Lagabreytingar. Önnur mál. Stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda. 3Eo£6júJiSu/l fcusamaðuA: PISTILL DAGSINS ALDREI STERKARI Það ætti að vera Sjálfstæðismönnum mikið gleðiefni, að þeir misstu nú í kosn- ingunum ekki nema hluta af því fylgi, sem þeir fengu út á vinstri stjórnina í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum 1958. Það virðist vera nokkur sönnun þess að viðreisnarstefnan er sæmilega vinsæl. Fylgisaukning Framsóknamianna er ekki einhlít sem sönnun fyrir því, að fólk- ið á landsbyggðinni sé viðreisnarstefn- unni andsnúið. Nokkuð af þessu fylgi, sem flokkurinn fær nú, hafði hann ekki við síðustu kosningar vegna frammistöðu sinnar í vinstri stjórninni. Og fylgisaukn- ing flokksins í Reykjavík er sennilega ekki mikið meira en afleiðing þess, hvem- ig Morgunblaðið rak áróður sinn fyrir kosningarnar. Þeir, sem fældust kommún- ista vegna leynibréfanna, hlupu á náðir Framsóknarmaddömunnar. Sjálfstæðis- mcnn geta þar sjálfum sér um kennt. I Reykjavík var sigur Sjálfstæðis- manna bæði mikill og óvæntur. Það,, að flokkurinn fékk nú níu menn kjörna, bendir til þess að hann liafi aldrei verið sterkari. Flokkurinn fékk atkvæðin út á framrni- stöðu sína og ekkert annað. Það, "að Sjálf stæðisflokkurinn fékk nú níu menn í Rvík, bendir til þess, að hann hafi aðeins feng- ið 10. manninn síðast út á vinstri stjórn- ina, sá níundi hafi raunverulega verið kominn inn út á störf flokksins. LÍTH) TAP KOMMA Það vekur þó nokkra furðu, að komm- únistar skyldu ekki tapa meira en úrslit- in bera með sér. Hvað þarna hefur fyrst og fremst verkað, er ekki gott að segja um. En augljóst er, að Morgunblaðið lief- ur skotið yfir markið í áróðri sínum; hann hefur liætt að verka einhvem tím- ann í leynibréfaflóðinu. Engu að síður var interessant að lesa bréfin. Það vita allir, að konunúnistar halda vel utan um sitt fólk, og fólkið þeirra er í rauninni fylgispakt flokknum gegnum þykkt og þunnt. Það fengmn við að sjá greinilega núna. Engar kosningabombur á borð við leyni bréfin fengu megnað að valda miklum usla í liðinu, þegar á kjörstað var komið. En eflaust hafa margir verið liikandi, og svo voru auðvitað margir, sem ekki vildu styðja flokkinn lengur. Kommar töp- uðu álíka miklu og Framsókn vann. Það verður gaman að vita hvað gerist í Fram- sókn, ef sá liópur, sem fór frá kommum til maddömunnar, tekur að beita sér þar. VONBRIGÐI KRATA Úrslitin urðu að öllu leyti krötmn til vonbrigða, sérstaklega úrslitin í Reykja- vík. Þeir vonuðust eftir þremur, en fengu aðeins einn einasta mann. Það er segin saga, að ininni flokkur- inn í stjórnarsamvinnu tapar alltaf .eitt- hvað á henni, og það virðist hafa gerzt núna. Hætt er við að kratar í ráðherra- stólunum, taki nú að ókyrrast. ÞJÓÐVÖRN LÁTIN Þá eru dagar Þjóðvarnarflokksins tald- ir. Hann á sér ekki viðreisnarvon. Hann liefði átt að geta aukið fylgi sitt á kostn- að komma, en hafði ekki aðdráttarafl maddömu Framsóknar. Er augljóst að flokkurinn býður aldrei fram aftur. Fylgisleysi Þjóðvarnar sýnir með öðru, að við viljum ekki smáflokka. Það er ágætt. — Framsóknarmenn brosa í kamp- inn. Þeir fá flest atkvæði Þjóðvarnar. HRAKIÐ HEY Þessari andlátsfregn getur svo eðlis síns vegna fylgt fáein minningarorð um tilraun bindindismanna. Þeirra kosninga- barátta var háð af slíkum klaufaskap, að varla var við öðru að búast en þeir fengju lítið fylgi. En ekki syrgi ég listann. Hann er nú bara þrjátíu broslegir menn og konur. Mér dettur einhvem veginn í hug lirakið hey. Samhengið er að vísu óljóst, en hug- dettan er samt skiljanleg. Bílalelga-BílEinn Höfðatúni 2 — Sími 18833

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.