Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.06.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 01.06.1962, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 undir fjögur augu IÍZKUFATNAÐUR í úrvali Nú eru margar búðir orðnar fullar af tízku- ^arningi sumarsins. Síðan mestu f jötrmium var sleppt af innflutnmgnimi, hefur fjölbreytnin í kvenfatnaði aukist svo í verzlunum, að unun er að því fyrir stúlkur að skoða og kaupa í tízkubúðum höfuðborgarinnar. Og nú eru tízkufötin, sem innflutt eru, ekki Jengur ársgömul, eins og vildi bremia við fyr- 1,1 nokkrum árum. Nú er komin samkeppni biilli kaupmanna, bæði hvað snertir verð, gæði °g smekk. Lítið til dæmis inn til Báru, Markaðarins, ^ernh. Laxdals o. fl. Þar er margt um girni- legan varning fyrir konur, sem fylgjast vilja ^eð tízkunni, en hætt er við að léttara verði í buddunni, þegar út er farið en [legar inn var gengið. 0F langt GENGIÐ Hvernig er eiginlega farið með blessaðar feg- nrðardrottningarnar okkar, þegar þær eru að | keppa? Annar eins tortúr og þær þurftu £Cð ganga í gegnum í síðustu keppni, ætti ekki að endurtaka sig. . Látum það vera að þær þyrftu að sýna sig í upphituðum sal, þótt raunar hefði verið kapp- nóg að þær kæmu einu sinni fram í salinn, en að neyða þær tiil að aka um ibæinn í flugvéiar- tröppu aftan í kranabíl, hálfberar með regnhlíf eina sér til skjóls fyrir kulda og regni —\ það er einum of langt gengið og skrumkennt. Þetta eru dýrmætar og fagrar manniegar ver ur, en ekki skynlausir sýningargripir. Þær ættu ekki að taka slíka meðferð á sér í mál, því líf þeirra og heilsa getur verið í hættu. FJÖLSKYLDUVANDAMÁL Mikið hefði ég fremur kosið lista Sjálfstæð- isflokksins en ella, ef hún Guðrún Erlendsdótt- ir hefði verið í sæti Gróu Pétursdóttur. Okkur vantar imgar og gáfaðar konur í borgarstjóm- ina, menntaðar og bjartsýnar konur, sem þekkja hugsunarhátt ungu kynslóðarinnar af eigin raun. Hún bryddaði einnið upp á nýjungum í ræðu sinni í Háskólabíói, sem ekki hefur verið nægi- legur gamnur gefinn. Það er varðandi fjöl- skylduna og vandamál hennar. Þar er þörf á leiðbeiningastarfi, sem vanrækt hefur verið, en leggja ber sérstaka alúð við. Heimilisá- hyggjur eru oft þyngri en tármn taki. VARASAMIR MENN Það er orðið áberandi hvað sumir menn eru óorðheldnir og óáreiðanlegir. Menn lofa að koma á tiltekinn stað á vissum tíma, en koma svo seint og síðar meir eða alls ekki. Menn panta áskrift af blaði, en þegar þeir eiga að greiða árganginn, segjast þeir aldrei hafa beð- ið um blaðið. Menn leyfa birtingu augiýsingar, en neita svo að borga af einhverjum ástæðum; segjast jafnvel aldrei hafa ætlað að auglýsa. Svona mætti lengi telja. Þetta er orðið svo alvarlegur löstur, að rétt væri að nafngreina slílka svikahrappa á prenti öðrum til viðvörun- ar. Hver veit nema það verði gert. Öll viðskipti byggjast á gagnikvæmu trausti og orðheldni, ibæði viðskiptalega og persónu- lega. Þeir sem ekki eru verðugir trausts eru varasamir menn, og það er öllum fyriir beztu að bæði vara sig á þeim og vara aðra við þeim. G r í m u r . BAK ¥1« RÍMLANA Á LITLA-HRAIJIMI - (Framlh. af bls. 5) ^nganum, sem þar átti að J'ifa í handjámum, en þeim j-h undrunar opnaðist lítil laga, sem er á hurðinni, og störðu þeir inn í svart hlaup lð á táragasbyssu. . Tvístruðust þeir í allar átt lr’ eins og ihænsni með miklu Haðrafoki, og á eftir þeim táragassprengja. Kom- þeir með miklum troðn- Jfrgi út á stétt, sem er fyrir htan útidyr, en voru þá allir Sa®landi. Hafði fanganum tekizt að osa sig úr handjárnunum og ^tað brotið upp sikúffu, er söymdi táragasbyssuna, og haina að vopni tókst hon I?1 að ná yfirráðum í fang- eisinu. ^Tíidar- SAMNINGAR Fór svo að gæzlumenn aeu 'hann um að leggja frá f?r vopnin og að þeim yrði , leypt inn. Gekk fanginn að PVi með þeim skilyrðum, að ft hann gæfist upp þá yrði og hinum fanganum kki misþyrmt og ekkert f6rt til að hefna sín á þeim a eftir. Voru nú skilmálar settir g friður saminn. Stóðu þá sfezlumenn úti á stétt hríð- „Klálfandi í kuldanum, en anginn fyrir innan grind- ffþar með tvær ikylfur fest- 1 beltið, gasgrímu og gas- yssu að vopni. Snúum nú dæminu við og ímyndum okkur, að þessir tveir ungu menn hefðu verið staddir í Reykjavík, og tekið ákvörðun um að ræna útibú Búnaðarbankans við Lauga- veg. Hvernig 'hefði farið, ef þeir hefðu 'haft skammbyssu og blýfyllta gúmmíslöngu að vopni og framkvæmt ránið með sömu hugvitssemi, á- ræðni og hraða og þeir sýndu, þegar þeir brutust út úr rammbyggðum myrkra- klefum undir eftirliti ungra og harðskeyttra gæzlumanna og tókst, þrátt fyrir ofurefli, að ná heilu fangelsi í sínar hendur. Slíkt rán hefur verið ráð- gert og var höfundur vitni að því, að iskipulagning þess fór fram, en þar isem skipu- leggjendur þess vita, að framkvæmdaráform þeirra eru í höndum annarra, þá ber ekki að efa að öllum að- gerðum verði hætt í þá átt, að hrinda af stokkunum snilldarlegasta ráni, sem gert hefði verið á Islandi. Það er von höfundar að stjóm Búnaðarbankans andi léttar, og verðlauni höfund fyriir þessar ómetanlegu upp lýsingar. Þessari uppreisn var nú lokið, en afleiðingar hennar urðu leiðiniegar fyrir báða aðila, þar sem fangarnir all- ir fengu dóma, — sá sem var með táragasbyssuna fé'fek 15 mánuði, sá sem var með skóræflana fékk 9 mán- uði og fanginn, sem sat all- an tímann 1 myrkraklefa og hafðist ekkert að, fékk sína 6 mánuði — en krafa gæzlu- mannanna um skaðabætur fyrir meiðsli og rifin föt hef ur ekki fengið náð í eyrum dómsvaldsins. ENN EITT UPPÞOT Ekki leið á löngu þangað til aftur var gert uppþot og voru í því nokkrir fangar, sem vildu fá lengri útivist. Það var venja þá daga, sem ekki var unnið, að fang- ar fengju að vera úti einn tíma á dag, eða frá 'kl. 15:30 til kl. 16:30. Var uppi mikil óánægja vegna þess, hve tím inn var stuttur, og fannst föngum að þeir gætu alveg eins verið úti allan daginn á frídögum eins og á þeim dög um, sem unnið var á. Fóru þeir fram á það við forstjórann, að útivist yrði lengd, svo að í framtíðinni yrði hún allan eftirmiðdag- inn á þeim dögum, sem ekki var unnið. Þessari foeiðni var synjað, og tóku fangar því illa, þar sem þeim fannst miikið til ætlast af þeirn, að híma að- igerðarlausir allan daginn á göngum og inni í klefum. Skipaði forstjórinn að hin- ir ikröfuhörðu forsprakkar skyldu settir inn í klefa sína í einangrun og að þeir fengju enga útivist. Varð af þessu allmikil taugaspenna hjá báðum að- ilum og vildi hvorugur gefa eftir. HÁREYSTI Til þess að ergja gæzlu- menn, og til að sýna sam- heldni sína, byrjuðu fangar að berja á ihurðir, og varð af þessu hinn mesti hávaði og skarkali, svo illþolanlegt var fyrir gæzlumenn í húsinu, því það er hljóðbært vel. Fóru þeir niður og út á gang stétt og létu foávaðann sem vind um eyrun þjóta. 1 klefa nr. 27, sem er rétt fyrir ofan gangstétt þá, sem gæzlumenn stóðu á, var 17 ára gamall unglingur, sem hafði verið í fangelsinu um tíma. Sá hann fangaverðina, þar sem þeir stóðu undir glugga hans, og féfek foann ómót- stæðilega löngun til að stríða þeim. Datt honum fyrst í hug að pissa á höfuð þeirra úr glugganum, en 'hætti við það, þar sem slíkt var ill- mögulegt nema með því að standa á höndurn. í þess stað ákvað hann að látast vera að saga járngrindur fyrir gluggum í sundur. Til þessa verks notaði hann venjulegan borðhníf. LIÐSAUKI ÚR REYKJAVÍK Fangaverðirnir voru hrædd ir um að einhverjum eða öll- um föngunum tækist að brjótast út úr klefunum (á- gætis meðmæh fyrir stálhurð irnar) og höfðu í varúðar- skyni hringt eftir liðsauka úr Reykjavík, sem kom stuttu síðar. Þegar liðsaukinn kom, hættu fangarnir að berja á hurðir og láta öðrum illum látum, og virtist þetta upp- þot ætla að lognast út af án nokkurra eftirkasta. Slíkt hefði verið æskilegt, þar sem allt hafði farið fram með tiitölulegri prúðmennsku ef svo má segja, og hvorug- ur aðilinn haft í frammi hót- anir né hrottasfeap. En eins og svo oft áður þá réði dýrseðlið yfir þeim mönnum, sem bezt áttu að hafa vald á ihvötum sínum og eðli. í næsta blaði segir frá hraksmánarlegum mis- þyrmingum og stórvíta- verðri meðhöndlun á föng- unum. Aðalfundur H. f. Eimskipafélags Islands verður haldinn í fundar- sabium í húsi félagsins, laugardaginn 2. júni 1962, fel. I. 30 e.h. Dagskrá samkv. samþykktum félagsins. Að- göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins kl. 1—5 e. h. þriðjudag 29. og miðvikudaginn 30 maí og .föstudag 1. júni. H.f. Eimskipafélag Islands

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.