Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.06.1962, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 01.06.1962, Blaðsíða 8
Eftir fangauppreisnina miklu í marz 19 5 6, væntu fangarnir einhverra urbóta, en su von brást. — Hér segir frá fleiri uppþotum Hér má sjá bakhlið fangelsisins. Inni í strikaða fer' liyrningnuni í lágu útbyggingunni eru myrkraklefarnir- Fyrir gluggunum eru þykkar járuplötur sem konia 1 veg fyrir að dagsljósið skíni inn. Far er algjört myrk' ur, ef Ijósin eru slökkt, og það hefur komið fyrir e,IlS skýrt er frá. SEINNI IILUTI II. KAFLA, eftir SIGURÐ ELLERT’ P Brotizt út úr mvrkraklefunum Eftir að viðgerðtun og breytingum á fangelsisbygg- ingunni var lokið, voru fang- ar fíuttir austur að nýju, og nú blasti við þeim þessi dá- semdar heimur (hvíldarheim ili fyrir afbrota-menn, kallaði einn 'lcgreglumannanna það) sem hið opinbera hafði haft svo mikið fyrir að byggja upp þeim til handa. Breytingarnar voru aug- iýstar sem stórkostlegai framfarir í fangelsismálum þjóðarinnar, og létu ýmsir 'háttsettir menn álit sitt i Ijós á þessunx aðgerðum og lýstu yfir blessun sinni fyr- ir hönd aiþýðu, til mikillar ánægju fyrir stjórnendur fangejsismála. STÁLHURÐIR Hverjar voru svo þessar breytingar ? Engar aðrar en að gera alla klefa að ein-mennings- klefum með f jögra sm. þy-kk um stálhurðum, og kostaði -hver hurð um og yfir 15 þús. en eru þó svo lélega útbúnar að sparka má þeim lausum úr dyraumbúnaðinum. Byggð ir voru fimm nýir myrkra- klefar, hin nýju pyntingar- tæki dómsvaldsins, og gæzlu- mönnuim var fjölgað, svo nv eru þeir sextán, eða meira en einn gæzlumaður fyrir hverja tvo fanga. Einnig þótti viðeigandi að setja forstjóra til sta-rfa, er laug að föngum og sveik gef in ioforð, jafnhliða því að maðurinn hafði aldrei ná- !ægt afbrotamönnum komið og hafði enga reynslu í því, hvernig starfrækja ætti fan-g- elsi. Þetta voru hinar stórkost- legu og kostnaðarsömu ,fram farir1, sem ‘hinir háttvirtu herrar sáu að gera þurfti, og eru verk þeirra ennþá á Litla-Hrauni i mynd stál- hurða og tilvonandi glæpa- manna. Hver heilvita maður( höf- undur leyfir sér það frjáls- ræði að efast um andlegt heil brigði hjá ráðamönnum fan-g elsismála) hlýtur að sjá, að þær miklu breytingar, sem ge-ra þurfti á fangelsismálum íslendinga, voru og eru á miklu djúptækari grundvelli, e-kki aðeins á húsbygging-um heldur á -þeim mönnum, sem í fangelsinu e;ga að dvelja. Þeim -sem þar eru og þeim sem eru væntanlegir. Það -hugsar enginn út í það, að ungir menn, sem sett ir eru í fangelsi til þess að taka út refsingu fyrir afbrot er þei-r hafa framið, komi þaðan sem betri og betur uppbyggðir menn, en þegar þeir komu þangað. Engum ikom til hugar, að í stað þess að byggja stál- hurðir hefði átt að byggja móral og sikilni-ng á því, hvað er rétt og hvað er rangt. GESTAPÓ TEKIN TIL FVRIRMYNDAR ? ✓ Innsta hugsun þessara '.nanna, sem réð-u umbreytmo unum og aðbúnaði fanganna, hlýtur að hafa verið ei-nskon' ar eftiirherma af hinnj þekktu þýzku Ge-stapó, l)Vl a-llt það, sem á eftir kemui’ um hátterni gæzl-umanna forstjóra, mælir eindregið 1 þá átt. Nú voru fangar lokaðir inni svo vikum skipti, 1 þröngum og loftlausum myrk-raklefum, án þess ao sjá ljós allan tí-mann. Nú voru fangar handjárn- aðir og pyntaðir með því að (Framh. á bls. 4) á glasbotninum Á kosningadaginn gengu tveir áberandi drukiknir menn milli húsa í einu bæj- arhverfinu og báru út kosn- ingablað H-Iistans. Hrópuðu þeir ,,Háleistinn“ drafandi rödd um leið og þeir fleygðu blaðinu inn í íbúðir væntan- legra kjósenda templaralist- ans. Það er ástæðulaust að reyna að svíkja undan skatti í smáríkjunum Mon- aco, þar sem enginn tekju- skattur er greiddur, og Liclit enstein, þar sem liann er 5% Bæði þessi Iönd hafa verið eftirsótt sem lögheimili auð- manna, einkum þó Monaco, því þar er auk þess mikið af skemmtistöðum. Kannske myndu menn eins og Onassis skipakóngur setj- ast að í Reykjavík, ef þeir fengju að vera skattfrjálsir og stofnaður yrði góður næt- urklúbbur. Eiturlyfjaneytendur ættu ekki fremur að fá að aka -bíl en drykkjumenn. Nýlega sást morfínisti ganga frá stýrinu á bíl sín- um, skreppa inn í tóbaksbúð, og þegar hann ætlaði inn í bílinn aftur, tók það hann langan tírna að finna húninn á bílhurðin-ni, svo s-ljór var hann. Slíkir menn eru stórhættu- legir í umferðinni. Ef svo færi að næturklúbb ar yrðu leyfðir hér, ættum við að taka þá rússnesku til fyrirmyndar. Þar kostar kampavínsflaskan mn 120 krónur og stór brauðsam- loka með kavíar 30 krónur. Hljómsveitin spilar amerísk- an jass, og spilararnir leika án nokkurrar greiðslu - þeir hafa sjálfir gaman af því og telja það auk þess þjóðhags- lega skyldu ! 1 leiðara kosningablaðs H- listans, isem dreift var í flestar íibúðir borgarinnar, byrjaði Gísli Sigurbjömsson á þessa leið : „Ástæðurnar fyrir fram-komu H-listans viturn við öl'l.“ Nei, svona framkoma er alveg óafsakanleg, segir Ól- afu-r Thors að minnsta kosti. — Og framboðið getur líka orðið þeim aldeilis dýrt spaug, templaragreyjunum. Þá erum við laus við þá hættu að Guðmundur Vigf- ússon, . handbendi Krúsjefs, verði yfirstjórnandi höfuð- við þann aflasæla, svaraði af borgarinnar. Guði sé lof og dýrð fyrir það. Hvernig hefði til dæmis stjórn lögreglunn- ar .orðið. undir hans yfir- stjórn ? Eftir vetrarvertíðina steðja ærið margir aflamenn imir til höfuðborgarinnar til að gera sér glaðan dag eft- ir erfiði vetrarins. Einn afla- greifinn isat nýlega inni á skemmtistað einum, er inn kom ein af hispursmeyjum borgarinnar með kunningja sinn: — Hver er þessi hái og myndarlegi maður? Kunninginn, sem kannaðist bragði: — Iss, hann er ek-kert ihár, hann situr bara á veskinu si-nu: Svavar Gests stjórnar oft Bingo-kvöldum og er þá °' spar á athugasemdir, seh1 vekja hlátur hjá gestunun1- Nýlega hlaut stór og g^' vaxinn maður verðlaun, °» þegar hann hafði vitjað þeirra upp á sviðið til Svav- ars og var á leið í sæti sitt, heyrðist Svavar, sem eV grannur og smávaxinn, tauta í hljóðnemann : ,,Ég skal samt ekki eta hafragraut!“ llllllllllllllllllllllllllllllllllllll'illllllllllllll'llilllllllMlllllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllllliaillIIIIIIHIXI111"11 m'ú wnnsnj Föstudagur 1. júní 1962 — 22. tbl. 2. árg.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.