Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 08.06.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 08.06.1962, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 bak við rimlana Á LITLA-HRAUNI - (Framh. af bls. 3) sa£t að þetta kæmi honum ekkert við, og myndi hann hafa verra af, ef hann sjdpti ssr nokkuð af því sem væri að gerast. Þegar lögreglan hafði lok- 10 verki sínu, ;komu þeir út skildu fangann alls- hakinn og alblóðugan eftir í rciyrkrinu. Var þá háift höfuðleðrið iagnað af höfði hans og hekk á nokkrum hárflyksum niður á andlitið. Rifbein voru brotin eða skodduð, og hægri handlegg- ur ur liði. . Getur hver maður hugsað Ser, að eitthvað hefur gengið a °g ekki hefur fanginn get- ö.skaðað sig svona s.iálfur, PVi að hann var hand.iárn- ður með hendur fyrir aftan ER PANGINN Rettlaus? Misþyrmingar sem þe; r, ,v°nlaust að kæra ® .la á hærri staði, einf ga vegna þess að vit urður eins vesæls fa eröur verri en eniginn °ri fjórum iögreglumc m1’ sem iafnvel my Sanga svo langt að sv< rangan eið tU að hre: ^erra.nn af höndurn sér r anginn, sem varð f Pessari útrás löggæzlumí na, ber ennþá ör og c Ur SÍáanlcry „ Pau ör og isár sem huli ry niannlegn auga. el - * repiugerðinni um fan^ Slð segir, að fangar mej ; ?ra tU dómsmálaráðuneyl ns, en ef það sannast a u.?i misnotar þá heimik . er hægt að láta hann sæt ^yrgð fyrir. ýóing þessarar greina Pt1 verið sú, að ef fan| fvJ®1 }■ d-.þr.iá gæzlumen e r osæmilega framkomi oo- ^æz^umenn stæðu sama hlf+gð* hann ha væi u, bC að dæma fangann t i,: .^ri refsivistar fyrir log bin5>Urð’ -i^tnvel þótt sá á Urður væri sannur. rá?i °™ur ^erir fastleg ara£, tyrir því, að Sakádóir m"!mhættinu verði falið a ir Qi.?aha’. 'hvort áður greinc op- hurðir hafi átt sér stac reiw SVo verður, þá m sót-vi a ^116® hví að slík ranx SgSF Sap+ dan’ ehki fyrir að haf ir as^"nnlei!kann> heldur fyi hann ita vogað sér að ger svn i 'hunnan almenningi SVu berorðan hátt. Eætt VU) ANGAVÖRÐ koltuttu eftir að höfundu heiw, t^ngelsið, fékk han ihnii Si°hn lnn 1 'klefann efti konUmwkl' 9 e' h' Var }3a nn fangavórður, ser þekktur er meðal fanganna fyrir iUmennsku (höfundi var ókunnugt um það á þess um tíma). Settist hann á rúmið og byrjaði að tala um daginn og veginn, og tók höfundur því vel enda einmana. En ekki leið á löngu áður en hann sneri talinu að fangels- inu og föngunum. „Hvemig heldurðu að þér líki vistin hjá okkur?“ „Það er ekki gott að segja u-m að svo stöddu. Eg hef aðeins verið hér í fjóra daga.“ „Hefur þú kynnt þér regi- urnar?“ „Nei, ekki hef ég gert það. Satt að segja þá hef ég ekki séð neinar reglur, þótt ég væri að gá að þeim. Það er alltaf betra að vita hvar mað ur stendur.“ „Já, satt er það, en þú lærir þær jafnóðum og þú brýtur þær, svo allt ætti að vera í lagi. (Pangar fá inni- lokun .fyrir brot á reglum (ath. ihöf.).) Eg vona bara að þú hegð- ir þér sæmilega, svo að við þurfum ekki að fara með þig eins og hina fangana." ÖRÞRIFARÁÐ *,Hafa verið einhver læti?“ „Ojá, ekki laust við það. Við gæzlumennimir höfum haft í ströngu að stríða við þennan glæpalýð, og oft neyðzt til að grípa .til örþrifa ráða.“ „Eins og — ?“ „Eins og kylfunnar og handjárnanna. Ég braut nú eina kaffikönnu á hausnum á einum, sem mér þótti of fyrirferðarmikill. Þú þekkir hann. Nú svo hefur maður þurft í einstaka tilfellum að taka þá í gegn eftir innilok- un á kvöldin.“ „Hvernig?" „Eg má nú ekki segja frá því, en ég geri ráð fyrir að þú heyrir þetta frá föngun- um, hvort sem er, svo að það er eins gott að þú heyr- ir það frá fyrstu hendi. Þeir em svo gjarnir á að gera of mikið úr hlutunum. — Þú hefur séð villinginn á klefa 10?“ „Já, hvað er með hann?“ MANN ASIÐIR KENNDIR „Við 'höfum sett hann í handjárn og látið hann vera inni, þangað til búið hefur verið að íoka hina fangana inni í klefum sínum. Þá hef- ur rnaður lætt sér inn til hans og kennt honum manna siði.“ „Hvers konar mannasiðir voru það?“ „Það em ýmsar leiðir til að 'kenna þessum piltum sli'kt. Þú ættir að sjá þá, þegar þeir eru handjárnaðir með hendur fyrir aftan bak, og svo lyft upp á höndunum. Þeir eru ekki lengi að lofa öllu fögru.“ „Eg get ímyndað mér það!“ „Þú hefur vonandi vit á því að hegða þér vel, svo ekki sé þörf á að reka þér á kjaftinn. Það geri ég hik- laust, ef þú gefur mér minnsta tilefni.“ Höfundur brosti elskulega og fullvissaði þennan „pynt- ingarstjóra“ um, að hann myndi ’hegða sér vel, um leið og hann lokaði skrifblokk- inni sem hann hafði notað til að skrifa niður samtalið orð- rétt. NEITAÐ UM LÆKNISHJÁLP I reglugerð um vinnuhælið Litla-Hraun I. kafla 4. gr. segir: í vinnuliælinu skal vera eitt herbergi til reiðu sem sjúkrastofa. Þar skal lækn- isskoðun fanga fara fram. RÉTTLÁT GREMJA Gat nú einhver fanganna ekki orða bundizt og spurði hvers vegna ekki væri sótt- ur 'læknir, en honum var sagt að ef hann væri eitthvað að skipta sér af þessu, þá fengi hann innilokun. Um nóttina bauðst einn fanganna til að vaka yfir hinum sjúka samfanga, og var 'hann hjá honum til kl. 2 um nóttina. Fangar kröfðust þess um morguninn, að læknir yrði sóttur, og voru gramir og reiðir gæzlumönnum fyrir Skilningsleysi þeirra, því þeir sáu hver hætta stafaði að hver jum einstökum þeirra ef um veikindi væri að ræða. Töluverð læti urðu þennan dag, og voru þrír fangar lok- aðir niðri í myrkraklefum. Lögreglulið var sent austur til hjálpar gæzlumönnum, ef á þyrfti að halda, en þegar þeir Ikomu, var alilt með kyrr um ikjörum. Námsverkefni dagsins: Grjótburður. — Leiðbeiningar- orð: „Notið þið krumlurnar, lielvítin ykkar!“ Þetta sjúkraherbergi fyrir finnst ekki í fangelsinu og hefur víst aldrei verið tiil. Hvað á að gerá við sjúkra- stofu, þegar fangaverðirnir leyfa sér að rengja fanga um veikindi hans, jafnvel þótt þeir hafi vitað að hann var fárveikur og með 'hættu- 'legan sjúkdóm. I febrúar 1958 var í fang- elsinu maður, sem oft hafði fengið slæm köst út frá hjartasjúkdómi er ihann igekk með. Þessi maður hafði kvart að yfir þvi, svo samfangar hans heyrðu, að honum gengi illa að fá læknishjálp, vegna þrákelkni og heimsku gæzlumanna. Þennan sama mánuð, snemma morguns, heyrðu fangar hann biðja gæzlu- menn að hringja eftir lækni, þar sem hann væri mjög veikur. Enginn læknir kom, óg var því hvíslað meðal fanga, að gæzlumenn hefðu neitað að kalla á lækni, og teldu að fangiim væri með uppgerð. Fanginn hélt áfram að biðja um að læknir yrði kall aður, án árangurs. Leið þessi dagur að kvöldi án þess að læknirinn kæmi, og gátu samfangar hans séð, þótt engir læknar væru, að maðurinn var fársjúkur. Um kvöldið kom fanginn inn í borðsal og fékk sér mjólk að drekka. Var hann þá spurður, hvort læknirinn kæmi, en hann svaraði því tiil, að „'lí'klega kemur hann, þegar ég er dauður.“ LÆKNIRINN KOM OF SEINT / Næsta morgun var hann mjög slæmur og hélt áfram að biðja um lækni, en sem fyrr án árangurs. Þennan sama dag, 5. nóv., 1958, rétt fyrir hádegi, hneig hann niður í gangi fangels- isinis, og tóku tveir fanga- verðir hann á milli sín og drösluðu honum inn í klefa. Nú var hringt eftir lækni, og kom hann tíu mínútum síð- ar frá Eyrarbakka, en of seint. Fanginn var örendur. BARNALEG BLAÐASKRIF Um þessi læti var skrifað í blöðin, og í Morgunblaðinu 6. nóvember er grein um fangelsið, fram úr hófi lé- lega skrifuð, og ekkert nema blekking frá upphafi til enda. Fyrirsögnin var: Að- gerðaleysi fanganna á Litla- Hrauni varasanit. Tófcst þar að telja grun- lausum lesendum trú um, að lætin, sem þar höfðu verið, hefðu skapazt vegna aðgerða leysis fanganna! Auðvitað var ekki minnzt á raunverulegu orsökina. Því miður þá eru margir þessir svokölluðu blaðamenn eins og börn í vöggu, sem ennþá eiga margt eftir ólært. Þeir hafa ékki enn gert sér ljóst, að 'góður blaðamaður er rödd fólksins, og að það er sfcylda hans að segja sann leikann og ekkert nema sann leiikann. ER ÞETTA HÆGT? Þannig framkvæmdu gæzlumenn starf sitt í bága við lög og reglur. En var ekki neitun þeirra um 'lækni handa sjúkum manni brot á reglugerð fang- elsisins ? I reglugerðinni um vinnu- hælið í I. kafla 21. gr. segir: Óski fangi eftir að fá við- tal við dómara, verjanda sinn, lækni eða prest, skal hann tjá það fangaverði, sem sinnir því í samræmi við þær reglur, sem honum eru uni það settar. „Sem sinnir því í samræmi -'ð þær reglur, sem honum eru um það settar“. Eru fangavörðum settar reglur, að neita dauðvona. mönnum um læknishjálp? Hefur dómsmálaráðuneytið vogað sér að gefa gæzlumönn um fyrirmæli um að fara eftir sinni eigin ,,dómgreind“ uim það, hvort maður á að teljast sjúkur eða heilbrigð- ur? AÐBÚNADUR SJÚKLINGA I aprí'l 1960 veiktist einn. fangi og var með háan hita,. sem komst upp yfir 40 stig á celsíus. Hann fékk lækni. og meðul og honum var fyr- irsikipað að liggja í rúminu. Lá hann veikur í noikkra. daga án þess að hitínn. minnkaði, og upplýsti lækn- irinn að þetta væri byrjun á lungna'bólgu. Eitt sinn, þegar hitinn var í hærra lagi og hann hafði legið afskiptalaus inni í klefanum, sem var læstur, allan daginn, vant- aði hann vatn að drekka. Hann skreið máttfarinn fram úr járnfletinu til dyr- anna, en bjallan er við þær, og hringdi. Átta sinnum varð hann að fara fram úr til að hringja án þess að honum. væri anzað. 1 síðasta skiptið hneig hann niður á gólfið, sem er steinsteypt og íá þar í rúm- an klukkutíma rænulaus. Er hann ranfcaði við, tókst hon- uim að skríða upp í fletið, og þar lá hann í tvo tíma án þess að vita í þennan heim né annan. Þetta er aðeins eitt sýnis- horn af mörgum af því, hvernig menn, sem teljast eiga gæzlumenn og ábvrgir fvrir lífi og limum fanganiia, eru í starfi sínu. Næsti kafli heitir DEYFILYF OG KYNVILLA

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.