Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 15.06.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 15.06.1962, Blaðsíða 3
Ní VIKUTlÐINDI 3 ^ommúnistaáróður ■ skóSum landsins Við heyrðuni nýlega sögu af því, að kennari við einn unglingaskólann liefði hvatt kemendur sína til þess að f®ha þátt í Keflavíkurgöng- unni á sínum thna. Kvaðst hann sjálfur ætla að fara, °S fékk mikið af hekknum th að fylkja sér með komm- únistum í þessa hlægilegu kröfugöngu. Það fylgdi sögunni, að þeir af nemendunum, sem ekki fóru í gönguna, hefðu orðið fyrír aðkasti í bekknum, hæði af hálfu 'kennara og hinna nemendanna. Hvað sem ihæft er í þess- ari sögu, þá er það víst, að kommúnistum hefur líðst að halda uppi áróðri fyrir skoð- nnum sínum í skólum lands- ln3. Þetta er til skammar °g þyrfti að upprætast að fullu og öllu. Þá má benda á þá óhæfu aö i'áta kommúnista kenna hristinfræði í skólum lands- lns- Slíka óhæfu þarf að koma í veg fyrir, enda nota þeir hvert tækifæri til þess að afvegaflytja hana og gera gys að ihenni í áheyrn nem- endanna. Þessa námsgrein eiga auðvitað guðifræðingar að kenna, en ekki múgmorða dýrkendur. Athugið! Greinar, sem birtast eiga í blaöinu, þurfa aö hafa borizt fyrir mánudagskvöld í síöasta lagi. Ný Vikutíðindi Ferðamenn I Mjólkurbar Mjóikursamsölunnar er framreiddur heitur og kaldur matur, smurt brauð, skyr og rjómi allan daginn. * Allir ferðamenn eiga leið hjá Mjó.'lkurbarnum, Laugavegi 162, er þeir koma til Reykjavíkur. Mjóikursamsalan 3EgÆx</iSu/i fousGmaðu/i: PISTILL DAGSINS DEILT UM NÓBELSKÁLD Fyrir nokkrum vikum birtist í bóka- búðum ritlingur einn eftir frægan klerk kenndan við Vallanes á Héraði, Pétur Magnússon að nafni. Klerkurinn, sem nú er seztur að í höfuðborginni, og hugar þar aðeins að eignum sínum, utan þess sem hann hugsar um menningamiál, hafði ýmislegt um eina Nóbelskáld íslend inga. að segja í þessum ritlingi, sem hann seldi á krónur tuttugu. Vegna þess að mörgum finnst sem margt hafi verið til í því, sem klerkurinn sagði, er það undarlegt hvað bæklingurinn hefur legið í ríku þagnargildi. Sennilega á það sér eina mikilvæga ástæðu, auk þeirrar að nú er ekki lengur flokksleg skylda og raunar þjóðarníð að gagnrýna, Halldór Kiljan Laxnes. I Ástæðan sem ég talaði um snertir meg- inatriði í þessu öllu saman. Gagnrýni klerksins er byggð á siðferðislegum for- sendum, sem eiga ekkert skylt við það, hvort Halldór Kiljan Laxnes er listamað- ur eða ekki. Það má hhis vegar efast um gildi skáldsins og verka hans til jákvæðra eða neikvæðra áhrifa í nútíð og framtíð. En ég held að sænska akademían spyrji ekki að því fyrst og fremst, hver boðskapurinn sé, heldur hversu mikil sé sú list, sem í flutning lians eða frásagnarinnar er lagð- ur. ANNAÐ NÖBELSVERÐLAUNASKALD Bandaríski Nóbel-rithöfundurinn Willi- am Faulkner hefur löngum verið sakaður um það af löndum sínum, að gefa alranga mynd af Bandaríkjunum. Klerkurinn sak- ar Kiljan um að gera slíkt hið sama. Það er ekki hægt að segja að bækur Faulkn- ers séu allar svo kristilegar, fremur en bækur Kiljans. Faulkner er mikill ádeilandi, og bækur hans f jalla mn margt af því lágkúruleg- asta í bandarísku þjólífi. Hann er allmik- ið lesinn í Bandaríkjunum, en hann er tæplega jafndáður með þjóð sinni og Kilj- an er á íslandi. Sænska akademían spurði ekki svo mikið um innihaldið í bókum Faulkner, heldur um listina í þeim. NEIKVÆÐ SAL Það er erfitt að gera siðferðilegar kröf- ur til rithöfunda í þeim skilningi, sem klerkurinn frá Vallanesi gerir þær til Lax ness. Það er óhætt að gera þær, en þær eru ekkert aðalatriði. Samt eykur það á gildi bókar að hafa jákvæðan boðskap, jafnframt því að vera listilega skrifuð. Og vissulega get ég tekið undir það með klerkinum, að ósjaldan sé Kiljan nei- ltvæður í afstöðu sinni, stundum er hann beinlínis hættulega óþroskuð sál. En hvaða góður rithöfundur er það ekki? Og það kemur ekkert við góðum bókimi Kiljans, hvort skáldið gerði reg- inskyssu, þegar það lét Strompleikinn frá sér fara. Bókmenntafræðingar seinni tíma vita þá að minnsta kosti, hvar Kiljan stóð í leikritun, þegar hann byrjaði. En það er álíka gaman að fylgjast með tilraunum klerksins til að koma sálinni lians Kiljans til helvítis eins og brögð- um kerlingarinnar hans Jóns að koma sál- inni karlsins til hvíldar og eilífðardvalar á æðri stöðum. NÝTT BLAÐ í UPPSIGLINGU Það verður fróðlegt að fylgjast með til- raunum Hilmars Kristjánssonar til að koma á fót nýju eftirmiðdagsblaði, sem auðvitað verður í samkeppni v.ð Vísi. Hvort samkeppnin verður hörð fer mest eftir mönnum Hilmars. Vísir er rótgróið blað, sem allir Reyk- víkingar þekkja. Þar hefur staðið yfir á- skrifendasöfnun, sem eftir ölhun sólar- merkjum að dæma hefur gengið vel. Vís- ir hefur miklar tekjur öruggar, og sagt er að hann muni bráðlega taka að bera sig, með breyttu skipulagi og aukinni sölu. Þá versnar aðstaða Hilmars Kristjáns- sonar ennþá meira. Hann verður óhjá- kvæmilega að gefa blaðið út með gífur- legu tapi, sem kannske skiptir einni, tveimur eða þremur milljónum yfir árið. Tapið verður, að sögn kunnugra, aldrei minna en milljón krónur. En hver ætlar að borga þær? SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT í FRAMFÖR Þeir .sem mest töluðu um það á sínum tíma, að nauðsynlegt og óhjákvæmilegt væri að leggja niður Sinfóníuhljómsveit- ina á sínum tíma, þegar tapið á rekstri hennar var sem mest, hafa ekki reynst sannspáir. Nú gengur rekstur hennar prýðilega og hljómsveitin er í stöðugri framför. Auðvitað er það fyrst og fremst að þakka frábærum stjórnendum. Þessi fram farasaga hófst með hingaðkomu Olavs Kiellands, liljómsveitarstjórans norska, og hefur haldið áfram síðan. Eftir tr\'ö tU þrjú ár með sama áframhaldi verður hljómsveitin orðin á við beztu hljómsveit- ir Norðurlanda. Þessi árangur hefur vissulega réttlætt trú þeirra, sem börðust sem harðast fyrir afkomu hljómsveitarinnar, meðan hún var ekki sem bezt.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.