Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.06.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 22.06.1962, Blaðsíða 2
2 NT VIKUTIÐINDI NY VIKUTIÐINDI koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. Pramkvæmdastjóri: Geir Gunnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtalst. kl. 10—12, Auglýsingasími: — 17333 Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjaid er 150 kr. árgangurinn, og gr. fyrirfram. Vinstri „samvinna46 Tíminn reiðist því nýlega í leiðara, að Þjóðviljinn skuli véfengja að Framsóknarflokkurinn sé orðinn næststærsti flokkur kaupstaðanna. Segir þar, að það sé út í hött hjá Þjóðviljanum, að eigna sér svo og svo mikið af atkvæðamagni óháðra lista, þótt þeir hafi lagt lítið til þeirra sumra, eins og á Isafirði og Ólafsfirði. Klykkir Tíminn út með því að segja, að þetta sýni hins vegar, hvemig sé að samfylkja með kommúnist- um um óliáða lista, og ekki muni Jietta örva til slíkt samstarfs í framtíðinni. Við skulum vona að hugur fylgi máli. Við skulum vona, að Eysteinn Jónsson og félagar hans séu ekki svo ábyrgðarlausir tækifærissimiar, að þeir láti glepj- ast til að vinna með þessum erlendu leppum i einu eða öðru, jafnvel þótt þeir geti þannig skapað sér einhverja valdaaðstöðu í bili. Framsóknarmenn ættu orðið að vita það af reynsl- mmi, að það er skammgóður vermir að pissa í skóna sína. Og þeir mega ekki ganga svo langt í stjómar- andstöðu sinni og pólitík yfirleitt, að þeir gangi í lið með óvinum íslenzka lýðveldisins. — g. Hvislingar og kvislingar Sellur kommúnista hér í borginni hafa löngum ver- ið útungunarstöð allskonar óhróðurssagna um and- stæðinga sína, sem hvíslað er manna á meðal. Þeim hefur með aðstoð Þjóðviljans oft tekizt að ganga af mönnum því nær ærulausum með slíkum hvíslsögum, og mætti jafnvel nefna dæmi því til sönnunar. Það mega allir andstæðingar kommúnista eiga von á slíkum laumusögum, einkum þeir, sem sellufélagamir óttast mest. En mikið má það vera, ef þessum íslenzku Kvísl- ingum, Moskvukommum, verður ekki hált á slíkum bardagaaðferðum. Þær koma fyrr eða síðar niður á þeim sjálfmn. Menn kunna að liafa gaman af að einiiver sigri með óheiðarlegum aðferðum í svip, en þeir fyrirgefa honum ekki í lijarta sínu og treysta lionum ekki fram- ar. Þess vegna eru slíkar bardagaaðferðir ekki til heilla, þegar til lengdar lætur. — g. Fyrstu árgangarnir koma tii mín. •. segir Sigmar í Breiðfirðingabuð — Eg býst við, að við séum orðnir fullgamlir til að okkur verði boðið upp í dömufrí, sagði Sigmar Pétursson við okkur um leið og við snöruðumst inn í danssalinn í Breiðfirðingabúð á laug- ardaginn var, og auðvitað glumdi við dynjandi polki, meðan við höskuðum okkur inn gólfið til að fá okkur borð, rabba saman — og horfa á unga fólk- ið sikemmta sér. — Fyrstu árgangarnir, þessir, sem eru að byrja í skemmtanalífinu, koma nefnilega til mín, segir Sigmar, þegar við erum búnir að koma okkur fyrir. Og nú hefur mér heppnazt algjörlega það, sem ég ihef alltaf verið að berjast fyrir að koma á hérna í Breiðfirðinga- búð, að halda óþvingaðar skemmtanir án áfengis, þar sem aliir skemmta sér. Og þetta eru engar ýkjur hjá Sig- mari. Það er hðið á kvöldið, og reynsla okkar af öðrum stöðum sú, að slagsíða sé 'komin á mannskapinn, en hérna eru stúlkurnar áberandi snyrtilegar, og ungu herrarnir prúðir og áhugsamir í dansinum. Stebbi með eina blómarósina á gólfinu í Breiðfirðingabúð. — Það er fóikið fyrst og fremst, sem skapar andrúmsloftið, heldur Sig- mar áfram, ef til vill á starfsfólkið upptökin, en gestirnir laga sig fljótlega eftir því. Og samhentur virðist hópurinn vera. Kannske kannast flestir inni við hina, mikið er brosað — og mikið er sungið. — Við þurfum ekki að hafa söngv- ara, segir Sigmar kampakátur, eins og þú heyrir. Og það er svo sem alveg rétt. Hljóm- sveitina skipa þeir Árni ísleifsson, pí- anó, Guðni Guðnason, harmónika, og * Þorsteinn Eiríksson, trommur. Rétt í þessu lýkur dansinum, og dansstjórinn, Helgi Eysteinsson, tilkynnir að næst komi Ofnasmiðjuvalsinn. Og af því við könnumst við lagið, en höfum ekki heyrt þess getið í sambandi við tólfta, ellefta eða aðra nafnfræga lagasmiði, leitum við upplýsinga. — Jú, þetta lag er tileinkað strákun- um í Ofnasmiðjunni. Þeir eru ér oft. — Heyrðu annars, þið verðið að taka mynd af honnm Stebba, úr því þið er- uð með myndavélina á lofti. Og hver er Stebbi, og hvers vegna mynda Stebba? — Eg heiti Stefán Breiðfjörð, og ég er víst einn fyrsti gesturinn hjá hon- um Sigmari, þegar hann byrjaði fyrir fjórum árum, og hef alltaf komið hing- að síðan. Fer ekkert nema hingað. Og stunda mína vinnu upp á hvern ein- asta dag. Tíu og hálfan tíma. Og Stefán gefur sér ekki tíma ti’I að segja okkur fleira, enda bíður bans forkunnarfögur yngismey úti á gólf' inu, og um leið og hann hendist af stað i hraðan polka smellir Ijósmynd- arinn á þau. . — Já, nú er sumartíminn genginn í garð, segir Sigmar spekingslega, rétt eins og hann hafi ekki gert sér Ijósan næðinginn úti, og þá er allt miklu ró' legra. Eg ætla að hafa opið sex daga í viku í sumar. Á mánudögum spilum við bridge. Það er venjulega tvímenn- ingskeppni með verðlaunum. Á þriðju- dögum eru gömlu dansarnir til ’hálf' tólf. Á miðvikudögum er svo félagS' vist, parakeppni, en það er nýtt fyrír' ísleifsson, píanóleikari. komulag, sem ég fann upp sjálfur og er sannfærður um að á eftir að ná vin- sældum víðar en hér. Á fimmtudög’Uh1 er svo Bingo, og stjórnar Magnus Fjeldsted því. Á föstudögum er lokað, en á laugardögum eru gömlu dansarn- ir til tvö — og á sunndögum eru svo gömlu dansarnir til eitt. Ung stúlka á gulri peysu hlanumar sér 1 kjöltu Sigmars, rétt eins og hun hafi einkaleyfi á að sitja svo þægHe£a' Við tökum hana tali: — Það er alltaf svo samhentur hóp- ur ihérna rnn að skemmta sér. Það er aldrei of fátt eða of margt. Og svo er hún lífca flogin út á gólf- ið. Hérna má enginn vera að því aö úthella hjarta sínu yfir blaðasnápa- Hérna er líf og fjör. Ójú, Sigmar er ekki búinn að yfirgefa okkur ennþa- enda þótt það sé komimn fiðringnr hann: — Þarna sjáið þið merkisborð, strák- ar. Þarna varð ein trúlofun til. Þið sja- ið, að ég hef örlög margra í hendi mel- Þær eru ófáar brúðkaupsveizlurnaU sem ég hef fengið út á staðinn • • •

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.