Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 13.07.1962, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 13.07.1962, Blaðsíða 6
6 Ní VIKUTlÐINDI Jamaicabúar lifa í litlum kof am í hæðunum, í bæjunum og meðfram ströndinni, og eigin- lega allir eru haldnir óaflátan- legum ótta við fellibyljatím- ann. Eg ákvað að taka kvikmynd af sjávarheiminum umhverfis Jamaica. Þessi mynd var þekkt undir heitinu För Zaca, og í myndatökunni eignaðist ég nokkra hatursmenn á Jamaica. Eg hafði náð þrem krókódíl- um í Savanna-la-Mar, sem er hylur við ströndina. Eg flutti þá um horð í Zaca alla leið til hins fræga Læknishellis við Montego-flóa, þar sem neðan- sjávarumhverfið er fegurst. Eg ætlaði mér að taka myndina mér sjálfum til gamans, fyrst og fremst til skemintunar, en má- ske til einhvers gróða. Mig lang aði til að ná fegurð neðansjáv- arlífsins á kvikmynd. 1 viku, meðan myndatöku- I mennirnir möluðu, hafði ég krókódílana ríghundna um! borð. Þeir átu ekki ýkjamikið, þeir sleiktu sólskinið og við gripum einstaka sinnum til þeirra, þegar ég þurfti á þeim að halda í glímuatriðum neðan- sjávar. Skoltarnir á dýrunum iþlijtunli Síf SJÁIjFSÆJVISAGA ERROL FLYNN var saumaskapur, sem ég leit ríkt eftir að væri vandlega framinn. Við losuðuin um vír- inn, meðan þeir mötuðust, en vorum snöggir að loka hvoftin- um á þeim aftur að því loknu; og þá gat ég notazt við þá. Einu sinni veitti ein skepn- an mér slæman skurð á fætin- um með halanum. Við vorum í kafi. Eg flýtti inér upp á yfir- borðið og synti til Zaca eins liratt og ég gat. Allan tímann vorum við inn- an sjónmáls baðstrandargesta, og sáum þá greinilega á strönd- inni, en þá hefur naumast ór- að fyrir því, að við hefðum um borð þessar illvígu sæeðlur. Óveður skall á. Krókódílarn- ir losnuðu, og enda þótt skolt- arnir á þeim væru vírheftir saman, tóku þeir að bægslast á þilfarinu. Zaca rykkti í akkerið, og kastaðist á ýmsa vegu, og all saumaðir aftur með vír. Það‘ir flýttu sér upp í reiðann — NÝ HLJÚMPLATA með Hauki Morthens Fæst í öllum hljóðfæraverzlunum. Utgefandi: Hljóðfœraverzlun Sigríðar Helgadóttur Vesturveri. því að krókódílarnir voru á höttunum eftir okkur. Bylgja skolaði einum þeirra fyrir borð. Við snerum okkur að hinum tveim. Við reyndum að koma fjötrum á þá. Loks, þegar storminum linnti, voru tveir komnir fyrir borð. Það fréttist fljótt, að tveir krókódílar Iéku lausum hala í Læknishelli. Eins og hlýðin lömb héldu greyiu sig í hellinum, svo að rétt sást í hausinn á þeim upp úr sjónum, fólkinu í ströndinni til mikils angurs. Mr. Fletcher, einn aðahuaður- inn þarna í flóanum, og fjöldi annarra hagsmunabræðra hans, hellti sér yfir mig eins og mannætuhákarlar. — Við lögsækjum þig, Flynn! ... Komdu þessum skepnum í hurtu héðan — þú og krókódíl- arnir skuluð á burt! ... Ætl- arðu að eyðileggja staðinn fyrir okkur? Láttu þetta bara fréttast til New York, og hverjir held- urðu að komi liingað? Jú, við komum krókó- dílunum upp úr sjónum — sem í sjálfu sér var furðulegt björg- unarstarf — settum upp ölj segl og hypjuðum okkur til annars staðar. En krókódílarnir voru vank- aðir, örmagna, ef til vill að dauða komnir, og þá sjaldan an þeir hreyfðu sig voru þeir letilegir og ógrimmdarlegir. Eg vissi ekkert ráð til að hleypa lifi í þá. Eg reyndi að stjaka við þeim og draga þá með vírum. Eg sprautaði í þá adrenalíni og digitalis. Ekkert stoðaði. Eg var argur, því að ég varð að ná mikilvægu atriði — dauðaatriði, þar sem ég ynni á einum þeirra með hnífi. Eg þurfti að fá einhverja mót- spyrnu frá hans hendi, en þeir voru allir orðnir hundleiðir á þessu. Þá rifjaðist það upp fyrir mér, sem ég hafði séð nokkrum árum áður, þegar þurfti að fá frosk til að stökkva f kvikmynd Froskurinn átti að stökkva sex fet, en stökk aldrei nema sex tommur. Allir voru að verða vit lausir. Froskurinn tafði mynda- tökuna. Þá var það að einn snillingurinn i hópi tjalda- manna fann ráðið. Hann náði í augndropadælu, setti ammóní- ak í hana og pundaði þessu í afturendann á froskinum á réttu andartaki. Þá tók hann undir sig eitthvert ferlegasta stökk, sem nokkur froskur hefur fram ið, næstum fjörutíu fet upp í loftið, næstum út úr kvikmynda verinu og yfir til Paramount — og auðvitað náðist aldrei mynd- in af atvikinu. En stökkið átti engan sinn líka. Mark Twain hefði aldeilis getað grætt á að veðja á slíkt stökk. Eg náði í nauðsynlegustu græj ; urnar, sprautuna og ammóníak- ið, og ég var staðráðinn að leiða málið til lykta, — í einhverri mynd ... Myndatökumaðurinn minn fór niður. Eg hafði annau á þilfar- inu. Eg setti krókódílinn þar, sem ég vildi liafa hann. Eg fór sjálfur í kaf og kom mér fyr- ir ... Myndataka ... — Fínt, láttu hann hafa það! Aðstoðarmaður minn stakk sprautunni, fullri af ammóní- aki. upp í rassinn á skepnunni . . . og, almáttugur minn, hann varð einna líkastur tundur- skeyti,, sem gengur skyndilega af göflunum og snýr við til að sökkva kafbátnum, sem skaut því! Hann kom á hendingskasti, slæmdi halanum í mig, svo ég fékk langan skurð, kafaði, þeytt- ist upp aftur, beint á mynda- tökumanninn, lamdi sundur öll verkfærin, trylltist undir bátn- um og æddi beint á haf út. Við náðum aldrei inyndinni. För Zaca er snoturlega unn- in smámynd. Fólk talar enn um hana. Eg er ekki beðinn um Hróa hött, heldur um hana. Hún náði gífurlegum almenn- um áhuga. Eg, kjáninn, seldi Warner hana fyrir eiginlega ekkert. Litfilman gengur ennþá. 1 sambandi við hana var aðeins eitt hryggilegt atvik. Það var smárifa á ljósopi myndavélar- innar, 1 /200.000 úr þumlungi, en þegar rhyndin var stækkuð á tjaldi, kom í ljós, að á fimm þúsund feta langri filmu, með ýmsum fegurstu ueðansjávar- atriðunum, var gríðarlangur skurður eftir miðri myndinni. Enn þann dag í dag geri ég lítið af því að sýna mig í ná- grenni Montegoflóa. Gistihúsa- eigendum þar finnst ég ekki heppilegur fyrir velgengni rekst ursins. Þess vegna er það, að þegar ég fer þangað til að heinr sækja kunningjana, Noel CoW- ard, Blanche Blackwell og fleiri laumast ég inn í skjóli myrk- urs. VEGNA MINNA tíðu ferðalaga til Jamaica urðu kynni inín og móður minnar æ nánari — en hana hafði ég ekki þekkt síð- an í bernsku. Þau faðir minn og hún dvöldu tíðum á Jamaica, (og höfðu setzt að í gömln þrælahaldssetri, er nefndist Stor hýsi Boston. Það var umkringt hinum margvíslegustu runna- og trjágróðri, og útsýnið yfir Kar- íhahaf hið fegursta. Ekki var samkomulagið upP á það bezta. Þegar við tókuin upp hálfgildings heimilislíf 8 Jamaica herptust taugarnar hja báðum aðilum. Móður minni var ekkert um það, þegar ég henti ketti yfir stofuna, svo að hann hraut úrvals-leirtauið hennar. En það er nú svo ineð ketti, að þeim virðist ekki verða neitt meint af því, þótt þeim sé kast- að svona til, og þegar kattar- skrattinn skreið yfir andlitið a mér sofandi, hrást ég svona við. Hún hafði næstum fengið slag þegar hún frétti, að ég hefði unun af að baða mig nakinn 1 sjónum. Það var ekki nóg með þa®> að hún krefðist þess að fá að leggja mér heilræði í sambandi við kvikmyndaleik, heldur vild> hún hafa hönd í bakka nieð fjármálum mínum, eins og til dæmis að stjórna Titchfield-hó- telinu, sem ég átti um skeið. Eitt var það, að henni fannst hótelgestirnir ættu skilyrðislaust að Vera lijón. Mér fannst hins- vegar fólk ætti að hugsa nin sjálft sig og ekki vera að hnys' ast í annarra einkamál. Henni fannst starfsliðið aetti að vera miðaldra og kirkjusæh ið. Mér fannst það ætti að vera ungt og fjörugt, og eyða ekki sunnudögunum í að híma a hörðum trébekkjum, meðan mað ur gat haft það náðugt i heit um sandinum á ströndinni. Þarna voru haldnar trúarsam komur, sem ég gretti mig > ’ meðan ég skellti í mig #óðu Jamaicarommi. Móðir mín vildi koma þarníl á gamla enska andrúmsloftinl1 — fá þangað aflóga heldri men'1 sem ættjörðin hafði engin not fyrir lengur. Og hún fann nóg af slíku: það vantar sko ekk> á Jamaica. Eg hef ekkert á mót ellinni í sjálfri sér —- hún er svo skammt undan — en fó'h ið, sem hún kom með á hóteli var svo fornfálegt, að það hra aði í því. Manni fannst móði1 mín hefði helzt kosið að haf* þarna gamla skútukarlaskiP stjóra ineð heyrnarlúður, hsekJ ur eða hjólastól, sem hann í’11 falið í einhverju horninu, Þer,‘1 hann þurfti ekki að nota han> (Framli. í næsta blaði)

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.