Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 20.07.1962, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 20.07.1962, Blaðsíða 6
NY VIKUTlÐINDI Auðvitað mátti hún ekki vita af bar þarna. Hugsið ykkur bar- laust bótel! Hvernig er hægt að ætlazt til af nokkrum manni að hann sofni á kvöldin eftir að hafa belgt sig út á vatni? Þá er miklu heppilegra að breyta staðnum hreinlega í líkhús. Um skeið, meðan skoðanir móður minnar ríktu, var meðal- aldur gestanna um sjötugt, Herramennirnir voru venjuleg- ast með hvítt yfirvaraskegg, að undanskildum þeim hluta þess, sem gulnaður var af elli og súpu. Allt var fólkið svo hrör- legt, að það gat haldið vöku fyrir manni með því að detta um steindautt í göngum og her bergjum — hlúnk — hlúnk! Peningarnir mínir voru í þessu hóteli, og ég vildi fá þang að ungt fólk, fjör og músík, dans og líf —- við vorum hvort eð var ekki nema einu sinnij hérna — þess vegna um að gera að hafa fjör og kálínu, djamm j og vesen, áslir útilíf og fleka- siglingar á Rio Grande — hlát- j ur og skemmtun þangað til mað ur lokaði augunum í svefni. áfjkwi B • W Olganau Iii SJAliPSÆJVISAGA EEHOL FLYNN EG VAR staddur í Bandaríkjun- um, þegar ég fékk bréf frá móð ur minni, þar sem hún sagði, að á Boston-eigninni væri fögur, gömul kirkjuklukka. Ilún þyrfti að fá turn, svo að liún gæti sveiflazt og hringt lil tíða. Söfn uðurinn þyrfti þess með að heyra í klukkunni á sunnudög- um. Það væri skylda mín, sagði j liún. Hvort ég vildi þess vegna senda peninga til þess að koma ^ þessu í kring? Þótt ég væri ekki sérlega kirkjurækinn, fannst mér ég geta gert þetta til að friða móð-' ur mína, þessi sífellda ásókn mín í að gera henni til hæfis. Ef fólk langaði endilega í kirkju og hafði ekkert annað þarfara fyrir stafni á sunnudegi, þá um að gera að lofa því. Eg féllst á þetta. Hún skrifaði mér til að segja mér, hversu hamingjusamir fyr- irmenn staðarins hefðu orðið við þessi viðbrögð mín. Eg fann trúarhneigðina ólga innan í mér. Eg gerði ráð fyrir, að þetta ætti að kosta eithvað um hundr- Tjöld Svefnpokar Bakpokar Vindsængur Veiðiúlpur Verzlunin IIIHIMMi. Illlllllllll lllllllllllll llllllllllll il lllllllllllll llllllllllll ll lllllllllllll llllllllllll II «111111111111 1111111111»* M IIIIIIHM*' tillllllllllllliliiiiitiiiiiuiMIIIMIIIIIIIIMl'' Miklatorgi. að og fimmtíu dollara. En mér svelgdist lieldur liastarlega á munnvalninu, þegar ég fékk reikninginn. Hann var um fimm þúsund dollarar. Þetta hlutu að að vera einhver mistök. Þetta hlyti að vera fyrir klukkuturn- inn í Notre Daine eða St. Pauls í London — ekki fyrir niður- nítt bænahús á landareigninni okkar. Eg var svo æstur yfir þess- um reikningi, að mér fannst það vel þess virði að gera mér ferð til Jamaica til þess að fá botn í málið. Það — eða löng- unin ti,j að lenda í rimmu við móður mína — ég var ekki viss um, hvort heldur var. 1 óaflátanlegum tilraunum mínum við að komast í eitt- hvert klandur hafði ég keypt mér litla Navia-flugvél. Henni flaug ég ásamt félaga mínum, Barry Mahon frá Californíu, þvert yfir meginlandið til Nass- au, þaðan til Kúbu og loks til Jamaica. Þetta var þó nokkuð fyrir einshreyfils flugvél. Að sjálfsögðu var það að l'ara yfir eyðimerkur, lenda á litlum flug völlum, glenna sig yfir víðáttu- miklar óbyggðir talsvert álag á litla flugvél. Það var lífshætta í liverri lendingu og hverju flug taki á þessum lendingarstöðum. Á einum staðnum opnaði ég hurðina og ætlaði að stiga út. Um leið datt út vodkaflaska og brotnaði við fæturna á flugvall- arstjórnandanum. Það er liarð- bannað að drekka á fluginu. Vissulega var taugaspenningur- inn mikill, en ég sagði, að þetta væri bara vatn, og ]■ ir sem vodkað er lyktarlaust, slapp ég með það. Við Barry skiptumst á við stjórntækin og komumst alla leið til Kúbu. Hann var snilld- arflugmaður, hafði verið með Spitfire-orrustuvél í stríðinu. Nú var komið að fluginu þaðan til Jamaica. Áformað var að lenda hjá Montegoflóa á vest- urströnd eyjarinnar. Við lögðum nokkuð seint af stað, og sem við svifum um loftin blá sáum við sólina lækka ískyggilega á lofti og rökkrið nálgast, en Jamaica enn tals- verða vegalengd undan. Það var komið að mér að stjórna. Sólin var rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Það þýddi tíu mínútna flug áður en dimmdi. Eg þekkti ekkert til flugvallarins hjá Mantego-flóa, né Barry lieldur, og sömu hugs- uninni laust í einu niður hjá okkur báðum. Yfir Karríba-hafi í einshreyfils-vél, ekkert land sjáanlegt, engin leið að snúa við, engin sjálfstýrður vegvísir, engin strandgæzla í nánd. Und- ir okkur morandi af hvítum há- karli. Svitanum sló úl á mér. Barry bað um sígareltu —• og hann reykir ekki. j Á þessari örstund, sem það tekur myrkrið að færast yfir í hitabeltislöndunum, sá ég örla fyrir dökkri rák framundan. mínúturnar liðu. Gætum við náð þangað áður en dimmdi? Þetta myndi þýða næturlend- ingu á óþekktum stað. Nóttin skall á, en þarna var eyjan, ljóslaus. Barry reykti sígarettuna af I þvílíkri græðgi, að liann ^ brenndi sig í fingurgómana. Svo kveikti hann í annarri. Við brutum heilann. — Nokkra hugmynd um, hvar flugvöllurinn er? spurði ég ó- þarflega liárri röddu. — Eg? Nei. Við skulum halda áfram og sjá til. Yfir Montego-flóa hefðum við átt að sjá stóra l'lugvöllinn, en þar var ekki ljósglæta sjáan- leg. Við hnituðum hringi, en þorð- um ekki að fara of neðarlega, Enn einu sinni. Barry var við senditækið og reyndi að ná sambandi við Kingston eða Montego-flóa. Ekki orð, ekki hljóð, ekkert svar. Ekkert samband, kolniðamyrkur - þögn. — Drottinn minn, sagði Bar- ry. Við erum að verða benzín- lausir. Eftir mínútu eða svo yrðum við að lenda, upp á von og ó- von. —- Við skellum okkur í sjó- inn, sagði ég, það er okkar helzta von, gamli seigur. Kann- ske getum við synt í land. I sama vetfangi blasti flug- völlurinn uppljómaður við okkur. Eg lækkaði flugið og leit nið- ur. Þeir voru að gera við flug- völlinn, og það voru þrjár helj- armiklar jarðýtur á brautinni þar sem við urðum að lenda. Hvað um það, lenda urðum við. Við brunuðum niður, skýlin brunuðu upp. Eg lenti vélinni, hjólin struk- ust nánast við jarðýturnar. Við klöngruðumst út, heldur óstyrk- ir á fótunum. — Við skulum ekkert vera að blekkja okkur, sagði Barry, Eg slapp lifandi úr þrem klípum í Spitfirnum minum, en þetta var hvað verst. Það kom þá í ljós, að við liöfðum verið þarna á sveimi og — fyrir guðsinildi —• heyrði gamall svertingi til okkar og enda þólt flugvöllurinn væri lokaður vegna myrkurs, hafði liann lnigsað sem svo, að þarna væri flugvé] í vandræðum, og tekið það upp hjá sjálfum sér að kveikja ljósin. Eg sendi vininum eitthvað á hverju ári. Við vorum um nóttina í Montego Bay og óraði heldur lítið fyrir því, að næsta dag biði okkar jafnvel enn liroða- legri vandræði . .. Nokkrum mánuðum áður liafði ég skrifað föður mínum bréf þess efnis að byggja flug völl á lilaupabrautinni á bú- garðinum. Hann skrifaði mér aftur, að starfið gengi með á- gætuin, hann fylgdi í öllu fyr- irmælum mínum varðandi legu, sléttun, og brautin yrði um þús- und fet á lengd. Það var jarð- ýta á búgarðinum, og hún var í fullum gangi. Hann skrifaði: Þú getur lent þarna hvenær sem þér sýnist! Við lögðum af stað frá Monte go-flóa, ég var við stjórntækin, en Barry naut útsýnisins yfir norðurströnd Jamaica. Það er ekki unnt að ímynda sér nokk- uð fegurra: þetta er unaðsleg sjón. Maður æðir áfram rétt of- an við sjávarflötinn, og virðir fyrir sér tígulega pálmana, kók- oshneturnar, strendurnar, þétt- an gróðurinn, sem er því líkast- ur, sem öll eyjan sé þakin einu, gríðarstóru laufblaði. Maður finnur næstum ilminn af trján- um, og dásainlegri leið að bú- garði sínum er ekki hægt að fara. Við komum yfir umhverfið Port Antonio. 1 höfninni fyrir neðan okkur lá Zaca. Eg sagði við Barry: — Við skulum líta á hana. -— Er þér sama þó ég fái að vera með? Eg er ekkert hrifinn af því, ef þú ætlar að fara að fljúga á milli mastranna til að sýnast. — Eg er ekkert fyrir það að sýnast eftir gærkvöldið! Eg hnitaði þrjá hringi yfir Zaca. Niðri á þilfarinu stóð á- höfnin mín dygga og veifaði til okkar. Þetta voru innilegar kveðjur. Það voru ekki nema örfáar mílur til l'lugvallarins heima hja Boston. Þar myndi okkur ekki síður fagnað, og svo kvöldverð- ur, tónlist, líf og fjör liitabelt- isins ... Eg stýrði í áttina að Boston húsi Flynn. Innan nokkurra mínútna vor- um við komnir yfir hlaupabraut ina, sem átti að nokkru að vera breytt í flugvöll. Flugvellir eiga að vera slétt- ir, og brautirnar eru alltaf bein ar. En brautin, sem faðir minn hafði komið upp, var engu lík sein við Barry höfðum áður séð. Þegar við kíktum niður á hana v.ar liún líkust hunds- löpp í laginu; ekki ósvipuð þríhyrningi. Hafi hún verið þús und feta löng, þá hefur hún ver- ið inæld milli þriggja gagn- stæðra horna til þess að na þeirri lengd. 1 einu horni þríhyrningsins var geysistórt tré. Handan við tréð var beygja. Eg horfði sem þrumu lostinn á þetta eldingarlaga fyrirbrigðn Það var ekki nokkur minnsta leið að lenda þarna. Yfir tréð? Á það? Framhjá því? Þegar við nálguðumst í að leið til að lenda, víkkaði heldur en ekki úr hornunum- tréð var á miðri brautinni. — Barry, það er ekki nokkm minnsta von til þess að unnt sé að lenda hérna. Við skulum fara til Kingston — tuttugu og fimm mínútna leið héðan. — Þú segir nokkuð, barón sjáðu ... ! Og það var benzínmælirinn enn einu sinni —- tómur! Við höfðum ekki sett nema lítið a hann í Montego-flóa, því að það var ekki svo langt til Boston. Við skelltum okkur út yfir sjóinn. Og kveiktum okkur 1 sígarettum. — Barry, hvað finnnst. þer við ættum að gera? — Þú verður líklega að fara annan hring. (Framh. í næsta blaði) Bílasala Gnðiminilar Bergþórugötu 3 Hefir ávallt á boðstólum flestar tegundir bifreiða- Tökum bifreiðar í umboðssölu. Bílasala Guðmundar Bergþórugötu 3 Símar 19032, 20070.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.