Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.07.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 27.07.1962, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTIÐINDI NY VIKUTIÐINDI koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. Framkvæmdastjóri: Geir Gunnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtalst. kl. 10—12, Auglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð, Sími 17333 — Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Björt framtíð Það er ánægjulegt að heyra, að tvö hollenzk stór- fyrirtæki skuli vilja leggja fram fjármagn í lásilgúr- verksmiðju hér á landi, án þess að nokkuð sé ákveðið um aðild okkar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Er hér um að ræða 110—120 millj. kr. fjárfestingu, sem veit- ir 70—80 manns vinnu og skapar 40—50 millj. kr. út- flutningsverðmæti. Þetta lýsir bjartsýni erlendra auðmanna á framtíð landsins. Það sýnir að óttinn við hin tíðu og löngu verkföll hér á landi er í rénun og að efnahagsmál okk- ar muui vonandi standast þann skæruhernað, sem AI- þýðusambandið hefur haldið uppi að tilstuðlan komm- únista. Aðalatriðið er samt það, að við séum sjálf bjart- sýn og þegnamir séu ánægðir. Þegar sífellt er alið á innbyrðisóánægju, eins og Þjóðviljinn gerir dag eftir dag, verða þegnamir ósjálfrátt ófarsælir og gæfusnauð ir, þótt allir dugandi Islendingar lifi eins og auðkýfing- ar og vilji hvergi fremur búa en hér. Og einmitt þetta boð erlendra auðfyrirtækja, um að leggja fé í fyrirtæki hér á landi, sannar okkur bet- ur en margt annað, að við eigum land með framtíð fyrir sér. Látum sundrungaröflin og óánægjuraddimar því ekki komast upp með moðreyk. — g. Hin dauða hönd Það er sárgrætilegt að geta ekld nýtt tafarlaust síld- ina, sem nú hefur verið eins og krap í sjónum upp við landsteinana og bátamir okkar liafa veitt meira eu nokkm sinni. En verkföllin, þessi dauða hönd, sem leggst alltaf öðm hverju yfir atvinnulíf okkar, hefur haft sín álirif nú eins og oft áður. Bæði komust bátarnir seint á mið- in af þeim sökum, og sömuleiðis olli járnsmiðadeilan því, að verksmiðjur, sem vinna áttu síldina í sumar, urðu ekld tilbúnar. Þetta er hrein skemmdarstarfsemi, sem kemur bæði þjóðarbúinu og þeim, sem til verkfallanna stofnuðu, í koll. Hin löngu verkföll, sem nú eru farin að tíðkast, era lamandi fyrir allt efnahagslíf okkar. Þau eru vatn á myllu kommúnista. Þess vegna er það allra heill, ef okkur tekst að sam- einast mn einhvers konar kauplagsdómstól, sem ákveð- ur kaup á hverjum tíma og samræmir það. Nú hafa t. d. trésmiðir krafizt þess, að fá kaup sitt leiðrétt til samræmingar við aðra iðnaðarmenn, því þeir segjast hafa borið skarðan hlut frá borði. Þetta ætti að vera sjálfsagt mál, án þess að þeir þyrftu að fara í langt verkfall. Það vantar aðeins einhverja hlutlausa nefnd til að meta, hvað sanngjarnt getur talizt, þegar um samræmingu kaups er að ræða. Hin dauða hönd verkfallanna er livorki atvinnurek- endum né launþegum til góðs. — g. HVÍTÁRVALLASKÁLI HEIMSÓTTUR Gegnt Ferjukoti við Hvítár- brú er veitingaskáli, sem rekinn er nú af Þorgeiri Péturssyni. Þangað var gaman að koma um daginn í hópi glaðra félaga, fá að vitja um laxanetin, skoða byggðasafnið, sem veitingamað- urinn hefur viðað að sér og sýnir í matsalnum, og njóta góðra veitinga. Veður var hlýtt og bjart, og manni veitti sannarlega ekki af að koma út í sveitina, burt frá skrölti ritvéla og prentvéla. Bændurnir voru að rýja féð, og Hvítáin var eins og stöðuvatn, þarna fyrir neðan brúna. Það var gott að leggjast á árbakk- ann og hlusta á nið árinnar og kvak fuglanna. Veitingaskálinn er í miklum uppgangi og stendur til að stækka hann von bráðar, enda var margt manna þar í kvöld- mat. Þykir viðurgerningur þar með ágætum, og stúlkan, sem gekk þar um beina, hafði fallegt og hýrt bros. Næst, þegar ég á leið fram- hjá, ætla ég að koma við hjá Þorgeiri, því ég veit að það er enginn svikinn á veitingunum hans. SVAVAR GESTS mun hyggja á breytingar í hljómsveit sinni í haust, en þar sem hijómsveitin er á ferðalagi úti á landi við miklar vinsæld- ir hefur blaðinu ekki verið unnt að fá staðfestingu á breyt- ingunum. Hitt fullyrða áreiðan- legar heimildir, að harmóniku- og saxófónleikarinn Reynir Jón asson muni taka sitt gamla sæti, og þaú hjónin Finnur og Hel- ena liyerfa á brott, og er ekki enn vimð til hvaða hljómsveitar, en ættu ekki að verða í neinum vandræðum. Svo kvakaði lítill fugl í eyra okkar, að Svavar myndi ekki verða i Lido í vet- ur og minntist eitthvað á Sjálf- stæðishúsið, en það er nú svo mörgu logið .. . KLÚBBURINN virðist hafa fleytt rjómann af utanbæjarfólkinu, sem hingað kemur til að skemmta sér. Það er ekki að undra, þar er hvort eð er aöaltraffíkin í borginni, þegar kvöldar, að rúntinum und anskildum, og mikið um að vera á „hallærisplaninu' ... ÞJÓNA- VERKFALLH) hefur að sjálfsögðu þær afleið ingar, að vínveitingastaðirnir hérna í borginni eru lokaðir, en aðsókn að vínlausu stöðunum þess meiri; nú eru það Þórs- café, Vetrargarðurinn, Breið- LOS VALDEMOSA, hinir áf/ætu, spönsku skeinnilikraftarr sem rá'ðnir voru liingaö á vegum Leikhússkjallarans og Lid°r hafa undanfariö komiö fram á skemmtunuin úti á lándi, oíl vakit) mikla hrifningu jmr ekki síöur en hér í borginni. firðingabúð og svo Ingólfscafé,1 en síðasttaldi staðurinn heyrist • afar sjaldan nefndur í sambandi við skemmtanalífið. Og þeir, sem ekki hirða um þess staði og hafa takmarkaðan áhuga fyr- ir sveitaböllum, skella sér bara upp um fjöll og firnindi og teyga ferska loftið og stæla sig þangað tij barsetan hefst að nýju. ÓSKAR GUÐMUNDSSON hefur um nokkurt skeið verið með ágæta liljómsveit, sem leik- ið hefur á sveitaböllunum fyrir austan, og gafst okkur kostur á að heyra til hans um helgina og var það hin ánægjulegasta skemmtun. Söngvarinn, Jakob að nafni, er frjálslegur piltur, og fjörugur og sómir sér vel með þessu létta og samstillta ,,bandi“. Það liefur ekki lítið að segja á fjölmennum mótum að hafa dansmúsíkina í lagi, og þessir ungu menn hafa sýnt það, að það sé síður en svo óhjákvæmilegt að ieita til Rvík- ur eftir ])eztu músíkinni. BLAÐAMANNA- KLÚBBUR hefur tekið til starfa í turn- herbergi Hótel Borgar, og er op- inn eitt kvöld í viku til að byrja með. Karlmanriaklúbbar að ensk um sið, þar sem maður getur komið til að rabba við kunn- ingjana, yfir góðu glasi, slá í spil, snæða og slappa af, eru smám saman að ná fótfestu hér. Tveir starfa hér í borginni nú þegar, og enda þótt kvenmenn séu all-margir í blaðamanna- ' stéttinni, henni til mesta sói»a>' | er ekki að efa, að þær setj* sinn ánægjulega svip á þennan verustað. HILDIÞÓR kaupmaður á Selfossi, hefur komið upp söluskála undir Ing ólfsfjallí, við afleggjarann niður að Selfossi, og er óþreytandi við að gera viðskiptavinunum al1^ tij geðs. Við viljum benda ferðafólki á austurleið á súr metið hans, sviðakjammana 0n bringukollana. Það er ósvikið hnossgæti. BÍÓSKÁLINN A SELFOSSI sem rekinn er af Óla veitiuga manni í Skíðaskálanum, er fýr irmyndarstaður og sízt verra að koma þangað en í Skíðaskál ann, sein annálaður er fyrir góðar veitingar og gestrisn1- Það er reglulega ánægjulegt að vita til þess, að dugandi veit ingámenn skuli í æ ríkara m®ú setja upp staði þar sem f>Iir greiðslan. gengur fyrir öllu, 0r einvörðungu hugsað um að 8eia gestunum sem allra bezt til 11 is. OG SVO voru það hjónin, sem morgu11 inn eftir voru að reyna að 1 ró1* upp herlegt kvöld í Glaumb86' Eftir mikil heilabrot stundi el” inmaðurinn loks: — Varst það ekki ábygglleg” • * J þú, sem ég var að kela v 11 Hellinum? Og eftir enn meiri heilab10 anzaði konan loks: — Klukkan hvað? ó skemmbisbööunLjm

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.