Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.07.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 27.07.1962, Blaðsíða 3
NÝ VIKUTÍÐINDÍ 3 Herbergi með afnot af síma Síirstalagjaldið getur orðið hæri'a en Bierbergisleigan Símanotendur kvarta orð'ð yfir því, að hættulegt sé að ^e*gja herbergi nieð afnot af súna, síðan hægt var að hringja ^ejj^ ; ýms kauptún eða kaupstaði utan Reykja- ^íkur. Hver viðtalsmínúta er ®okkuð dýr, þegar talað er ^ið Sandgerði eða Grindavík. Nýiega leigðu ung hjón, sem voru að ljúka við að %ggja, ungri stúlku her- Vgi, til þess að þau gætu íremur klofið byggingar- hostnaðinn. Hún var trúlof- piiti í Sandgerði, sem 'ekki var tiltökumál. Hjónin sPöruðu við sig aJlt hvað þau gatu, fóru ekki á skemmtan- ir- frúin karbætti föt telpn- aana sinna og lét sér nægja S°mlu kápuna sína, en e:g'n- fnaðurinn fór í algert vín- hindindi. Svo á tilsettum tíma fékk húsbóndinn tilkynningu frá símamnn, um að hann skuld- aði talsvert á þriðja þúsund í símaviðtöl. Hann fór niður á símstöð og bað um leiðrétt ingu á þessu, en hún féfckst ekki. Upphæðin var rétt og skyldi greidd. Nú, aumingja maðurinn spurði í sakleysi sínu, hvern- ig á þessu gæti staðið, og þá var það einhver starfs- maður símans, sem spurði sakleysislega: „Hringið þið mikið til Suðurnesja?“ Þá rann upp ljós fyrir manninum. Það var stúlkan, sem leigði hjá honum her- bergi fyrir 1000 krónur á mánuði, sem ræddi oft lágt og ástúðlega við unnust- ann í Sandgerði, og þessi samtöl höfðu fcostað meira en húsaleigunni nam! Þetta er vist ekki eins- | dæmi. l|l,,llllllllllllllllll|lllll||iaillllllllllllillllllllllll|l!ll!llilllllllllllllllll!lllllll>:illlllll>ll>l,,l,,l,|l,,l,,l,,l|1111 Bílasala Guðmundar Bergþórugötu 3 |Hefir ávallt á boðstólum , ffestar tegundir bifreiða. Tökum bifreiðar í umboðssölu. Bílasala Guðmundar Bergþórugötu 3 Símar 19033, 20070. Tjöld Svefnpokar Bakpokar Vindsængur Veiðiúlpur Verzlunin i ................ ..........ItlHHMI*. blHIIIIIII lllllllllllll llllllllllll il 1111111111111 111111111111 II illlllllllllll •lllllllllllII • 1111(11111111 illlllllllll M ........... Illlllllll* iitiiiiiiiiiiiitiit'- Miklatorgi. ☆ leiguflug Sími 20375 Kassagerðin 30 ára Við óskum Kristjáni Jóh. Kristjánssyni til hamingju með að fyrirtæki hans, Kassa gerð Reykjavíkur, hefur nú fyllt þriðja áratuginn og jafnframt flutt í nýtt hús- næði, hentugt fyrir hina miiklu starfsemi þess. Kassagerðin hefur á þess- nm 30 árum sparað okkur margar krónurnar í erlend- um gjaldeyiri með þvi að framleiða kassa og umbúðir utan um fiskinn okkar. Hún hefur ávallt verið rekin af stórhug og reglusemi, svo að hún gæti vel verið til fyrir- myndar annarra innlendra iðnfyrirtækja. Og umbúðir frá Kassagerð inni eru svo ódýrar, að þær eru mun ódýrari en t. d. kass ar, sem eru til sölu í New York. Það mun líka vera ein helzta ástæðan fyrir því að engir hafa lagt í samkeppni við hana á þessu sviði. Vélakostur fyrirtækisins er mjög fullkominn og dýr, enda eru allar umbúðir, sem það framleiðir, vandaðar. Má sjá sýnishom af þeim á sæl- gætisumbúðum ýmsum frá innlendum sælgætisverksmiðj um, auk fiskumbúða. Þetta er eitt af þjóðþrifa- fyrirtækjum okkar. ÖFUGÞRÓUN IX. AFBROTAM AÐURINN (niðurlag) Óargadýr Þannig var framtíð þessa unga manns gjörsámlega eyði- lögð, vegna skilningsleysis og heimsku ráðandi manna hjá Sakadómaraembættinu, og hefði ekki verið betur gert, þótt hann hefði setið klofvega á kjarnorku sprengju, þegar hún sprakk. Svo rækilega gengu þeir til verks! Án nokkurs tillits til að- stæðna eða breytts hugsunar- háttar, ráðast óargadýr, í skjóli laga og starfs, inn á akur fram- tíðarinnar og ýfa upp sár niður- rifs gjöreyðileggingar og brost- inna fraintíðarvona. Hvað hafa þeir séð í huga þessa unga manns, sem nú er 24 ára, eftir að vera búnir að eyðileggja grundvöll hans í lífinu — trúna á sjálfan sig og þjóðfélagið. Verður hann í framtíðinni í hópi þeirra mörgu manna, sem segja — „það er tilgangslaust að vera heiðarlegur?" Er sáðkornið ekki þegar farið að festa rætur? Eða iivað tákna þessi orð hans — „Það fer bezt á því að halda sér með sér líkum?“ Mótþrói — Hatur — Fyrirlitning Þegar ungur maður brýtur af sér í fyrsta sinni, þá er hann dæmdur í skilorðsbundinn dóm, það er að segja nema afbrotið sé því alvarlegra. Honum er gert Ijóst, að ef hann brýtur af sér aftur, þá verði hann settur í fangelsi, en því miður þá gleymist þessi á minning æði oft, og hann lend- ir á þeim stað, sem hann á sízt heima —- í fangelsinu. 1 fangelsinu ríkir reiðuleysi og sundrung, og farið er illa með fanga og þótt hann verði ekki beinlínis fyrir höggum og misþyrmingum sjálfur, þá virk- ar andrúmsloftið á liann á sama hátt og svo hafi verið. Honum er ekki skiljanlegt, að það afbrot, sem hann hefur framið, krefjist slíkrar hefndar, og ekki líður á löngu þar til hann hefur gleymt hinni raun- verulegu ástæðu fyrir veru sinni í fangelsinu. Hann kenist að þeirri niðurstöðu, að eitthvað sé ekki eins og það á að vera, og þegar hann verður var við ó- réttlæti og skilningsleysi fyrir þörfum hans sem manns, þá verður framkoma hans mótþrói í starfi, hatur á yfirvaldi og fyrirlitning á þjóðfélaginu. Þessar þrjár staðreyndir, sem sjá má greinilega í svo inörgum afbrotamönnum -— mótþrói, hat ur og fyrirlitning — beina hon- um aðeins á einn veg. Hann vill fá hefnd, sem hann ímyndar sér að hann nái aðeins með þvi að halda áfram á afbrotaferl- inum. Skorti hann kjark til að stunda afbrot, endar hann oft- ast sem ofdrykkjumaður, og á þann hátt sýnir hann þjóðfélag- inu fyrirlitningu sína. Niður hjarnið Áður en hann er settur í fang elsi í fyrsta sinni, er hann að- eins byrjun á meinsemd, en á meðan þessi fyrsta dvöl hans stendur yfir, byrja rætur henn- ar að ná föstum tökum og skjót um vexti. Hún er komin í þann farveg sem bezt á við. Nú er ekki lengur um að ræða villuskynjun á réttu og röngu, eða ævintýraþrá, heldur hefnd, kæruleysi gagnvart sjálf- um sér og fyrst og frernst að ná sér niðri á einhverju. 1 huga hans er tortryggni gagnvart öðrum, og þá helzt gegn þeim, sem segjast vera heiðarlegir, og hræðsla hans fyrir gagnrýni, sem þessir menn eru mjög viðkvæmir fyrir. Þetta verður til þess að hann leitar á þær slóðir, þar sem hann tel- ur sig vera óhultan fyrir slíku. lijá félögum, sem eins eru á vegi staddir, og hjá Bakkusi, konungi gleymskunnar og mann legrar eymdar, eða deyfilyfjun- um. Félögunum hefur hann kynnzt í fangelsinu og í flestum tilfell um deyfilyfjunum einnig. Heimskuleg skilyrði Þegar afhrotamanni er sleppt, ])á eru honum sett allskonar skilyrði, sem eru hvort tveggja heimskuleg og hættuleg þeim, sem að þeim ganga, og sem dæmi um árangur þeirra má geta þess, að menn hafa verið allt að því tvö ár að taka út fi—8 mánaða dóma. Þeir hafa í bókstaflegri merkingu gengið út og inn í fangelsið, alltaf út á einhverjum skilyrðum, og inn aflur vegna þess að þeir hafa hrotið þau. Þeir hafa ekkert glæpsamlegt aðhafzt, þ. e. a. s. ekkerl annað en að brjóta heimskuleg skil- yrði. Hvað lítið, sem út af ber, þá er liinn ungi maður tekinn, og hann verður að gera svo vel að fara í fangelsið og halda áfram úttekt, og eru þar engar máls- bætur teknar til greina. Þetta og annað skapar illan hug til dómsvaldsins, sem er, þegar öllu er á botninn hvolft, verst fyrir þann sem vantreyst- ir, en það hugsar afbrotamaður- inn ekki um, því þegar svona er ástatt, þá kemur sjaldnast í hug hans, hvað lionum er fyrir beztu eða verstu. Hann fyllist ólýsanlegri minni ináttarkennd og jafnvel hræðslu, sem oft leiðir til þess að hann drekkur meir og ósleitilegar en áður, verður kaldari og tilfinn- ingasljórri fyrir sjálfum sér og öðrum og hverfur að lokum al- gjörlega inn á þá braut, sem liann sér eina opna. Sldpulagning afbroia Afbrotin eru í flestum tilfell- um ekki stórvægileg og sýna mjög greinilega, hversu djúpt glæpaeðlið er, ef menn vilja hafa fyrir því að athuga það veigamikla atriði. Að afbrotin séu ekki stór, á höfundur við hliðstæð afbrot í öðrum Iöndum, en þar eru þau að öllu leyti betur skipulögð, því þar hefur stétt afbrota- manna náð á það þróunarstig, sem menn bíða auðsjáanlega eft ir að hún nái hér, en það er skipulagning afbrota og stofnun glæpaflokka. Sem betur fer fyrir íslenzkt þjóðfélag, þá er ekki svo komið (Framh. á bls. 7) Eftir Sigurð Ellert L

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.