Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.07.1962, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 27.07.1962, Blaðsíða 4
Ní VIKUTlÐINDI Fararstjórinn, Jóhannes Sölvason, sem rætt er um í þessari grein, var sá hinn sami er hafði þau áhrif á Héraðsdómstól að dæma Þorstein Löwe frá keppni, þrátt fyrir ólöglega málsmeðferð. Hann var þá for- maður . Frjálsíþróttasambands .íslands og .hafði skömmu áður, en Héraðsdómurinn kvað upp dóminn, staðið að samþykkt stjómar FRl þess efnis að neita að reka mál kæranda fyrir dómstólimum. I lians augum virðist því vera alvarlegra gáleysis- brot á leikreglum, en fólskuleg líkamsárás á íþrótta- mann í landskeppni á erlendum vettvangi. íþróttamaður - (Frarnh. af bls. 1) brotnuðu og snertur af heila hristingi færði hann í þriggja sólarhringa öngvit. Frásögn af þessari fólsku- legu árás íþróttakappans hefur aldrei komizt á prent fyrr, en hún er hér birt til þess að sýna framkomu far- arstjórans í þessu máli, sem öðrum, og er meðfylgjandi rammaklausa þar til frekari skýringa. Vonandi hefur hann ekki verið svo ölvaður sjálfur að hann hafi ekki orð ið var við svo alvarlegan at- iburð, a. m. k. eftir að heim var ikomið. Það virðist því sem öll meiriháttar afbrot innan í- þróttahreyfingarinnar séu sniðgengin og hilmað yfir þau, en smábrotin gerð að aðalatriðum og þá ekki horft í hvort um löglegan mála- rekstur sé að ræða. Hvers konar menn Ihafa valizt til forystu innan Frjáls íþróttahreyfingarinnar ? Eru það menn eins og þessi Jó- hannes Sölvason, sem lætur svo fólskulega líkamsárás ske undir sinni fararstjóm án þess að láta hana átalda og kæra tii viðkomandi að- ilja? Hvers konar menn er eiginlega verið að styrkja til þess að koma fram „fyrir hönd íslands á erlendum vett vangi?“ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 | Úlfar Jacobsen ( | F e r ð a s k r if s t o f a 1 Austurstræti 9 | Sími 13499 | ! ☆ i | VERZLUNARMANNA- | | HELGIN 1 ! ÞÓRSMQRK | |Eimmtudagskvöld kl. 8 e.h. | | Föstudagskvöld kl. 8 e.h. | iLaugardag...........kl. 2e.h. | | Til baka: | |Mánudag . M. 2 og 5 e.h. | | Fararstjóri Guðmundur | | Magnússon. — Göngu- | | ferðir um Þórsmörk aug | | lýstar á staðnum. — 1 | Varðeldar og kvöldvök- | 1 ur. — Tryggið ykkur | farmiða í tíma. | | VERHD ÞAR SEM ALL- 1 1 IR SKEMMTA SÉR. f 1 Ferðizt með ULFARI! | <11111IIIIII .ilillllllllllllll IIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Bífreiðaeigendur athugið Eigum fyrirliggjandi Mercedes-Henz vörubifreiðar yfirfarn- ar frá Þýzkalandi. Fyrirliggjandi girkassar í Austin A40, Skoda 1200, Fiat 1400, Ford Prefeet 1947, Opel Capitan ’55, Opel Rekord ’55, ’57 og ’59. Renault Dauphine, Buick sjálfskiptur ’53, Hano- mack, Mercedes-Benz 170—180, stýrisskiptur, gólfskiptur. Millikassar og aðalkassar í Willys jeppa. f vörubíla Merce- des-Benz ’52—’59. -— Felgur á Mercedes-Benz vörubíla og Mercedes-Benz 180-220. Ford Taunus, Skoda, Opel Capitan, Opel Rekord, Opel Caravan. /fúðíír: Opel Capitan ’56—’57, Opel Caravan ’55—’58, liiið- arrúður. Ford Taunus ’57—’58, Fiat 1400. Moltur og áklœSi í nokkrar tegundir Evrópubíla. Vtvega alla varahluti í alla Evrópska bíla m. stuttuin fyrirv. Króm & Stál Skólavör&ustíg 4/ - Simi 11381 Sveitaböll (Framh. af bls. 8) húsvarðar ánægjulegur dóm- ur um fjörugt skemmtana- líf, enda margir gestanna fadð langar leiðir til að kom ast í gleðsikapinn. Gilöggt dæmi um það, með hversu mikilli spekt þessi f jölmenni dansleikur (á að gizka 600 manns) fór fram, er það, að um eitt4eytið sátum við á tali við fjóra af fimm eftir- Utsmönnum hússins góða stund framrni í eldhúsi, einn nægði til að líta eftir fjöl- menninu! Tíu mínúttHn eftir að dans- leiknum lauk voru gestirnir komnir út úr danssalnum, og aðeins örfáum mínútum síð- ar var engin bifreið á hlaði hússiins. Drykkjulæti um- hverfis húsið voru engin! Á sunnudagskvöldið litum við inn á dansleik á Flúðum. Þar hafði verið um daginn geysi-fjölmenn skemmtun á Álfaskeiði, og mikið fjöl- menni á dansleiknum. Ölvun ekld teljandi, og ólæti engin. Þetta hefur að sjálfsögðu vakið obkur til nokkurrar umhugsunar. Við erum ekki kunnugir sveitaböllum. Við ætluðum að gera „stikk- prufu“. Eftir henni að dæma er ástandið á sveitaböllunum þannig, að til sóma er bæði gestum og forráðamönnum húsanna. Áfengisneyzla í hófi gefur engin tilefni til á- rása. Þarna voru ebki slags- mál, meiðingar á fólki eða skemmdir á húsum, eins og lýst hefur verið svo ferlega í ummælum manna á meðal og í blöðum. Hvað hefur gerzt? Hafa þessi ummæli haft þau ábrif til hins betra, að snögg breyting hafi skyndi- lega orðið? Hafa samkomu- gestir séð að sér? Eða hitt- um við ekki fyrir þennan sanna sveitaballalýð, sem (Franih. á bls. 5) TIL ANNARRA LANDA KAUPMANNAHÖFN — RÍNARLÖND — SVISS — PARÍS — brottför 11. ágúst. Glæsileg ferð til margra fegurstu staða Ev- rópu. Senn fullskipað. SPÁNN — LONDON brottför 11. sept. Heillandi ferð til hinna björtu, glaðværu borga á Spáni; MAD- RID — CORDOVA — SEVILLA — MAL- AGA — GRANADA — ALICANTE — BARCELONA. Þeir vita, sem reynt hafa, að ferð með ÚTSÝN er örugg og tryggir yður það bezta fyrir lægsta verð. FERÐAFÉLAGBD ÚTSÝN | Ný Nýja Bíói, sími 23510 Ny kjöt- vinnslustöð Okkur er ánægja af því að vekja athygli á nýju kjötiðn- aðarfyrirtæki, sem nefniðt Kjötver h.f. og ýmsir kjöt- kaupmenn standa að. Hafa þeir ibúið ‘það góðum véla- kosti, og um 20 kjötiðnaðar- menn starfa þar að staðaldri. Helstu framleiðsluvörur Kjötvers eru pylsur, bjúgu, fars, búðingar, áskurður og salöt, og munu þær allar merktar vörumerkinu ,Karo‘. Þær verða til sölu í 50—60 verzlunum í Reykjavík og víðar. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins er Viggó M. Sigurðs son. Hesta- og mannamót Komstu á liesta- og mannamót að miðju sumri í Skógarhólum? Þar sem íslenzk yndishót ima á formun tignarstólum. Heyrðirðu prest af helgri bók himneskar bænir þylja af móði? Andaktarinnar áhrif jók ómur af stóðsins frygðarhljóði. Sástu þar mera- og fákafans á frjálsum kostum saman leika? eins og á stundum eftir dans ástvinir góðir saman kreika, þá fylgt er eðli hins frjálsa manns í fullri sátt við náttúruna. — Hver ein skepna skaparans skemmtun þeirri má fidlvel una. Vorsins náttúrur ortu óð allt eins og beztu sinfóníu, fáka og manna frygðarhljóð fullgerðu Ijóðsins harmoniu. Gleymdist þá sérhver gremjuraun, gleðin sér brá á leik um sviðið. Ofan um velli og inn við hraun ákaft um daga og nætur riðið. Örvast þá tók ið unga blóð ítrum mönnum og frjálsum sprökkum. Bakkus nam tendra berserksmóð og bardagaskap í sumum krökkum. Ýmsu segja frá sögurnar: slagsmálum, ælum, drykk óhollum. — Útúrfullir unglingar eðli þjónuðu í lautabollum. Gerla Eiríkur getur séð góðu bænirnar stoða ekki Bakkus þá tekur guma geð, glettinn Amor er til í hrekki. Máske orkar á merarnar máttur helgaðra bænarorða, en mislitu eðli mannkindar megna þau ekki synd að forða. c x I\\H\»«1U»R1R»R1R*R»R1R|R»' »\\U\1\\»\\»\\»\\»\\»\\»\\V\»U» «W»M»H»\\»rt»\\»\\l\\»\\»\\»\\»\\»"»\\»n»\\»»\»\\»\\»\\»\'»,'tH»rt»rt»U»\l»\l»\\»\\»»\»W»H»\\»»»»»\»\\»\\»"»"»"»"»"V'*"*"*"*"*"*"*"*"*"*"*"*"*"*"*"*' »"*"*"»\'»"*"*"*"*"V'*"*"*"*"*"*"*"'I"V'1"1"1"1"1"1"1''*1

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.