Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.08.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 03.08.1962, Blaðsíða 3
NY VIKUTlÐINDI 3 Flatneskjuleg blöð i’urðu hreinskilin ummæli í Lesbok Mbl. um aðstoðu dagblaðanna I*að er ekkert undarlegt Þ®tt sumir menn, einkum Þeir sem ekki hafa hreint í pokanum, óttist liin óháðu blöð, sem nú eru að yhma sér almennar vinsæld- í*au þurfa sem sé ekki óttast reiði flokksmanna smna, eins og pólitísku blöð- og þora að taka sjálfstæð ar skoðanir í hverju einstöku máli. í Lesbók Morgunblaðsins, ^bl. ,þ. á.( vakti „s-a-m“ máls á þessu af furðu miik- hii hreinskilni. Hann segir: »Mér 'hefur t. d. ævinlega Pótt furðulegt, hve margir yija sig knúða til að hafa sömu skoðanir á öllum mál- am eins og flokkurinn, sem þeir greiða atkvæði á kjör- e§i- Jafngildir það ekki af- syii á sjátfstæðri dómgreind mnstaklingsins ?“ Hann talar um að lýðræðis u§sjónin sé í hættu stödd, ☆ leiguflug Sími 20375 bílasala Guðmundar Itergþórugötu 3 ftofir ávallt á boðstólum Hestar tegundir bifreiða. Tökum bifreiðar í umboðssölu. Gíiasala Guðmundar Hergþórugötu 3 Símar 19032, 20070. Hópferíabílar IjwauirtB I Sérleyfis- og hópferðir i ^kjuteigi 23. ReykjavikJ Símar: 32716 - 34307. 1 ef nauðsyn sé á ströngum flokksaga og samheldni flokksbræðra. Og svo segir hann réttilega: „Eg drep á þetta vegna þess að mér virðist sú árátta stöðugt færast í aukana hér á landi að klessa á menn ein- hverjum fáránlegum stimpl- um, ef þeir dirfast að taka sjálfstæða afstcðu eða hafa aðrar skoðanir en „meiri- hlutinn“, „almenningur“, „al- þýðan“, „fólkið“, svo nefnd séu nokkur af þeim meining- arlausu vígorðum, sem helzt er brugðið á loft!“ (Letur- br. NV) Og enn segir hann: „Það er sagt að ,,fólkið“ vilji hafa Ríikisútvarpið and- laust, dagblöðin leiðinleg, Þjóðleikhúsið lífvana o. s. frv. Og hvemig vita menn svo um þennan annálaða vilja fólksins? Jú, nokkrar iðjulausar og geðvondar 'kerlingar skrifa blaðinu sinu skammabréf, og hóta jafnvel uppsögn, ef kvenhetjan i framhaldssögunni er dygða- snauð, og svipuð saga endur- tekur sig ef í einhverju er hallað á ákveðnar stéttir eða hagsmunahópa. Niðurstaðan verðar sú, að enginn þorir að segja ærlegt orð, því það má ekki móðga eðn særa þennan hóp, móðga þetta byggðalag, misbjóða, þessari stétt — allt verður ein flatn- eskja.“ (Leturbr. NV) Við viljum eindregið taka undir þessi orð Morgunblaðs mannsins. Rlöðin eiga að stinga á kýlunum, hver sem í hlut á. Þau eiga ekki að spyrja fyrst, hver maðurinn sé, áður en þau skrifa um hann eða mál hans, heldur eiga þau að spyrja um rétt- mæti málefnisins. Nýtt tímarit fyrir konur „Frúin“, nefnist tímarit fyrir kvenþjóðina, sem nú hefur hafið göngu sína og á að koma út mánaðarlega. Efni þess er mjög fjölþætt, og er ætlunin að „Ftrúin flytji íslenzkum konum sem fjölbreytilegastan fróðleik um sem flesta þætti þjóð- N O R Ð R I: Framkvæmdir á ríkis einkennast SVII ASEINIR MENN Það er einkenni íslendinga hve svifa- seinir þeir eru. Á þetta einkum við í sambandi við hverskonar framkvæmdir. Það er engu líkara en að þá, sem fram- kvæmdunum stjórna, skorti mjög hag- sýni, en það er óumdeilanlegt, að drátt ur á öllum framkvæmdum er dýr og kostnaðarsamur. Fyrir nokkrum vikum var til dæmis hafin vinna við að sikipta um jarðveg í Mýrargötunni með malbiikun fyrir aug- um, en hún var ein af þeim götum, sem borgarstjórinn hafði á áætlun sinni með að fullgera í sumar. Þetta var geysimikið verk og þurfti til þess stór- virk tæki. Loks var þó miklum hluta hins gljúpa jarðvegs komið í burtu og gríðarmikil gryf ja er nú þar, sem gatan var áður. Húseigendrr og aðrir við Mýrargöt- una glöddust yfir framtaksseminni og 'tu á móti sér óþægindin, sem stafa af öllu þessu raski og lokun götunnar. En gleðin var skammvinn. SKIPULAGSLEYSI Mannskapurinn, sem vann að greftr- inum, fór allt í einu í sumarfrí og eftir stendur minnismerkið: Djúp forarþró með hrynjandi bökkum og fólk kemst varla heim til sín hvað þá að fyrirtæki geti athafnað sig, sem athvarf hafa í húsum við götuna. Þetta var svo sem ekkert einsdæmi um skipulagsleysi íslendinga. 1 hitteð- fyrra og allan fyrravetur og fram á sumar var Hofsvallagatan sundurgraf- in vegna hitaveituframkvæmdanna og stórhættuleg bílum og gangandi. Sömu sögu er að segja um Lönguhlíðina og langt í land að hún sé fullgerð enn. Það er sannarlega kominn tími til þess að borgarstjórinn gangi í að kynna sér þetta skipulagsleysi verkfræðing- anna og geri alvarlega breytingu á. vegum bæjar og af skipulagsleysi SJÚKRAHÚSMÁLIN Hver veit nema að hann geti méð því sparað bæjarfélaginu stórfé með því að gefa þessum mönnum meira aðhald. Hann ætti einnig að kynna sér vinnu- brögðin á þessum stöðum og mundi hon um þá óefað blöskra. Annars er þetta, eins og áður er get- ið, ekkert einsdæmi og er gleggsta dæm ið um það, þegar þrír aðilar rjúka til að byggja sjúkrahús og öll eru þau enn þá 1 smíðum og vitað er að það kostar tugi ef ekki hundrað milljónir króna að fullgera þau. Skynsamlegra hefði verið að þessir aðilar hefðu komið sér saman um að byggja húsin í áföngum eða í röð og ihjálpast að við fram- kvæmdir. Þá stæði ekki viðbyggning Landsspítalans aðeins fokheld í dag. BORGARSTJÓRINN TAKI í TAUMANA Það er sitthvað fleira, sem benda raá á í betri skipulagningu og hagkvæmari framþróun í ýmsum framkvæmdamál- um bæjarins. Raunalegt er til dæmis að sjá hvernig farið er með Miklubraut- ina. Þama var hún steypt í tveimur ak- reinum, en til beggja handa er ennþá aur og grjót, sem berst upp á slitlagið og eyðileggur það á skömmum tíma. Auðvitað átti strax að slétta meðfram götunni og sá grasfræi í jarðveginn. Það er ekki nokkrum vafa bundið, að mest ihagkvæmi er í því fólgin að fullgera allt á sem skemmstum tíma. Ber þá auðvitað að hafa það hugfast að færast ekki um of í fang hverju sinni. Ef til vill lærist Íslendingum þetta með tímanum eins og annað og vænt- anlega verður borgarstjórinn í Reykja- vík jafn fylginn sér á framkvæmda- sviðinu og hann virðist vera áhugasam- með að samþykkja að hlutirnir séu gerðir. Norðri. lifsins í borg og byggð“ eins og segir í ávarpsorðum rit- stjóra. 1 þessu hefti eru sögur, frásagnir og greinar um margvísleg efni, tízkumyndir, mataruppskriftir, þættir um handavinnu, húsgagnatízku, blóm, líkamsrækt og fjöl- margt annað. Ritstjóri er Magdalena Thoroddsen, sem starfað hef ur sem blaðamaður hjá Morg unblaðinu, en útgefandi er Heimilisútgáfan h.f„ sem Páll Finnbogason, prent- myndasmiður mun eiga að mestum hluta. iftirmæli um Stalin Eftirmæli Milovan Diljas um flokksbróður sinn og á- trúnaðargoð sitt, Stalin, eru þessi: „Stalin var fær um hvaða afbrot sem var, af því að það afbrot var ekki til, sem hann hafði ekki framið. Á hvaða mælikvarða, sem við mælum hann, mun hann — vonandi um alla framtíð — fá heið- urinn af að vera mesti af- brotamaður veraldarsögunn- ar. iÞiví að í ihonum voru samansltmgin glæpabrjálæði Oaligula, fágun Borgia og ruddaskapur Ivans grimma.“ Þetta var maðurinn, sem kommúnistar, bæði hér á landi og annars staðar, dýrk- uðu og tilbáðu sem hinn mikla mannvin og urðu ó- kvæða við, ef mannkostir hans voru vefengdir.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.