Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 10.08.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 10.08.1962, Blaðsíða 3
Ní VIKUTlÐINDI 3 Biskup stödvi útvarps- messurnar T&tvarpsmessurnar urðn í upphafi þrætuepli. ^e,,n skiptust í tvo hópa, me$ og á móti. Meira að ^gja sjálfir prestamir voru a^s ekki á einu máli um l^ssa nýbreytni og töldu að »"■'11,i3 I I Kjörbíllinn l'rr.p9°0' ó horni Vifasfígs °9 SergjbórL-goi’ Mikið úrval af 4, 5 og 6 manna bíhunj Hringið í síma 23.000 og leitið upplýsinga BÍLA- BÁTA- OG VERÐBRÉFA- SALAN BfRGbÓRUGÖTU 23 Kjörbíllinn s mi 23900 Tjöld Svefnpokar Bakpokar Vindsængur Veiðiúlpur Verzlunin i Miklatorgi. hana bæri að takmarka mjög en harðfylgi Beykjavíkur- prestanna varð sigursælla og síðan hafa messumar dunið yfir þjóðina á hverjum sunnudegi, stundum þrisvar sinnum livern dag. Biskup landsins verður að taka í taumana. Það nær ekki nokkurri átt að helgi guðsþjónustunnar sé víðast hvar ismánuð með hverskon- ar kjaftablaðri og hótfyndni á veitingastöðum, heimilum, bílum og hvar svo sem út- 'varpsviðtæki fyrir finnst, á meðan jafnvel presturinn er að þylja blessunarorðin. Útvarpsmessurnar fara yf- irleitt fyrir ofan garð og neð an hjá fólki og það er alveg víst, að þær vinna meira ó- gagn en igagn. Það er ekki ó- senniiegt að eins fari með þær og þjóðsönginn, sem leik inn er í dagskrárlok, að al- menningur er búinn að fá á honum hundleið og getur þá biskup landsins gert sér í hugarlund hverjum augum fólkið lítur á útvarpsmess- umar. Helgi guðsþjónustunnar er meira virði en það, að henni sé 'hellt yfir þjóðina hvort sem hún vill eða ekki og raunalegt er það, að það skuii vera sjálf kirkjuyfir- völdin, sem eru svo skamm- sýn að standa fyrir þessum ósköpum. Góðar ræður, bænir og sitt hvað fleira, ætti að nægja í útvarpi á venjulegum sunnu- dögum. Látum vera að guðs- þjónustu sé útvarpað á há- tíðisdegi, en umfram allt þá á almenningur að leita til kirkjunnar eftir friði, helgi og heilagieika íslenzku guðs- þjónustuimar, sem á senni- lega fallegasta form og siði í öllum heiminum. Útvarpsmessumar em hreinn „skandali". Ihaldssemi . ^ondingar eru einkennileg lr menn á stundum. Við höf- Urn ú. sjónvarp hér á Iandi og bjór er seldur í verzlun- um, en hvomgt má vera ai- mennilegt. Við hvorki megum ----------------------------------------- N O R Ð R I: GreiðsEujöfnuður ríkissjóðs - Ráðherra vil! taka upp hagstæðari útreikning ENGAR LAUSASKULDIR Það vekur alltaf ánægju meðal margra, þegar fjármálaráðherrann Gunnar Thoroddsen, tekur sig til við að skýra ríkisreikningana og gera grein fyrir status ríkissjóðs. Nýlega kom ein af þessum ánægju- legu skýrslum frá honum og var aðal- | inntak hennar, að lausaskuldir ríkis- sjóðs væru nú engar. Það skyldi nú ekki vera vegna þess að búið sé að koma þeim í föst lán? Og hvað er þá unnið við þetta? Var ráðherrann kann- ske hræddur um að ríkissjóður yrði gerður upp? Gunnar Thoroddsen hefði gjarnan mátt minnast á skuldasúpu ríkissjóðs og allar ríkisábyrgðimar. Það eru líka fréttir. BLEKKINGA-AÐFERDIN Broslegust var samt sú athugasemd hans, að ef notuð væri önnur reikn- ingsaðferð, en nú er notuð, þá væri greiðslujöfnuður ríkissjóðs fyrir síðast- liðið ár hvorki meira né minna en yfir 70 milljónir króna. Þetta minnir ótrú- lega á íslenzkan 'knattspyrnumann, sem segir eftir landsleik, að ef öll tækifærin hefðu nýtzt, þá hefðu þeir unnið með 15 marka mun 1 stað þess að tapa. Þessi aðferð, sem Gunnar talar um, er vist notuð af Seðlabankanum og þyk ir með afbrigðum góð. En hvað segja sérfræðingar annarra þjóða um þetta fyrirbrigði? Bandaríkjamenn nota sömu reikningsaðferð og við Islendinigar. Ný- lega birtiist grein um þetta í News- week og var tilefnið einmitt þessi reikn ingsaðferð um greiðslujöfnuðinn. Gagn- rýndi greinarhöfundur þá reikningsað- ferð, sem notuð er til dæmis í Frakk- landi, Þýzkalandi og Englandi, en það er einmitt sú aðferð, sem Gunnar vill láta taka upp. Var tilefni þessara skrifa hagstæður greiðslujöfnuður þessara landa undan- farin ár og var beitt sem gagnrýni á Bandaríkjastjóm. Sýndi greinanhöfund- ur fram á, að með þeirra reikningsað- ferð væri hægt að sýna hagstæðan greiðslujöfnuð, en spurði jafnframt: Hvað er unnið við það að blekkja aðra og jafnvel sjálfan sig með slíkum töl- um? GUNNAR THORODDSEN VILL BREYTA KERFINÚ Lesendum til frekari skýringar skal gjarnan bent á í hverju þessi „frum- legi“ útreikningur er fólginn. Má í því sambandi vitna í ræðu Gunnars Thor- oddsen 17. október s.l. á Alþingi, en þar segir svo: „Mismunandi skoðanir era uppi um það, hveraig reikna skuli greiðslujöfn- uðinn. Stafar það m. a. af ólíkum sjón armiðum um það, hvernig líta skuli á breytinigamar á geymslufé hjá ríkis- sjóði, kau'p og sölu á fasteiignum o. fl. “ Hér liggur sem eagt hundurinn graf- inn. Ríkissjóður liggur árlega með tug- ir milljóna króna, sem búið er að sam- þykkja á fjárlögum að greiða, en af einhverjum ástæðum hefur ekki verið hafið eða er geymt tii næsta árs. HÆTTA Á FERBUM Auðvitað á þetta geymslufé alls ekki að reiknast með í næstu ríkisrei'kning- um öðru vísi en sem skuld á efnahags- reikningi. Það sem ruglar sennilega ráð her-rann í ríminu, er það, að hann not- ar þessa peninga á með'an í -veituna. Þessir peningar ættu í raun og veru að greiðast út á árinu eða vera lagðir til hliðar. Það er nefnilega dálítið til í því, að riki'sstjórnin hafi áhrif á ýms bæjar- félög og aðra aðila, að hefja ekki rík- isstyrk, þegar iha árar, svo hægt sé að 'sýna með þvi hagstæðari greiðslu- jöfnuð og auðvitað einnig tii þess að hjálpa ríkissjóði með rekstursfé. Einmitt af þessum sökum er hættu- legt að taka upp hina reikningsaðferð- ina og ættu háttvirtir þingmenn að at- huga það, þegar það kemur til um-ræðu í haust. N o r ð r i. né getum séð sjónvarpið nema að takmörkuðu leyti, og ibjórinn er svo að segja óáfengur. Þetta er svo dular- fult, að unga kynslóðin botn ar hvorki upp né niður 1 slík um ráðstöfunum. Við virðumst vera næstum sammááa um, að fylgja vest- rænum þjóum í viðsikipta- og menningarmálum. En hvaða vestræn-t land hefur bann- sungið 'áfengan bjór eða al- mennilegt sjónvarp ? Ef þing og stjóm ætla ekki að verða að viðundri í þjóðfélaginu, er nauðsynlegt að gerðar séu ráðstafanir til þess að farið sé að vilja fólksins 1 þessum málum. Hópferðabílar /TiruiAarAii--------- Sérleyfis- og hópferðir Kirkjuteigi 23. Reykjavík, Símar: 32716 - 34307.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.