Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 24.08.1962, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 24.08.1962, Blaðsíða 1
1 Það er kominn tími til að rannsökuð verði starfsemi Osta- og Smjörsölunnar. Daglega kemur það fyrir, að fólk fær þrátt smjör í verzl- knum, sem þó er ný- komið í þær og ætíð geymt í kæli. Almenningi kemur líka saman um að smjör sé nú mun verra en áð- ur en téð fyrirtæki var sett á laggirnar. Hvað veldur? Vitað er að smjöri er knoðað saman hvaðan- ®eva af landinu og gef- nr þá að skilja hvað or- sakað getur skemmdir. RDtf WD.D5ŒJ1 Föstudagur 24- ágúst 1962 — 34. tbl. — 2 árg. — Verð kr. 4.oo Hvenœr verða sendiherra skipti í Bandaríkiunum? Önnum kafinn diplomat —Skipaður verði sérstakur fulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum Fulltrúastarf hans hjá SÞ aukavinna — _ Vl lATEI I ÍSLANDS Á LANGASANDI. Um síðustu lielgi fór fram á Langasandi liin fræga fegurðarsamkeppni um virðingarlieitið Fegursta stúlka heims. Fulltrúi Islands, María Guðmundsdóttir, komst í úrslitakeppnina, en heppnaðist ekki að ná neinu af fyrstu sætunum- María er glæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar, og hefur þegar getið sér frægð víða um veröld sem fyrirsæta Ijósniyndara, og hafa myndir af lienni birzt í mörg- 'iiu útbreiddustu tízkublöðum heims. Það er brýn nauðsyn að hefja þegar í stað enndurskoð- un á utanríkismálum tslendinga gagnvart bæði Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjunum. Sami maðurinn hefur gegnt embætti sendiherra landsins í Washington frá því fyrir stríð og jafnframt verið aðalfulltrúi hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York frá því 1946. Má segja að hann hafi snemma fengið traust allsherjarþingsins og fljótlega varð hann talsmaður stjórnmálanefndarinnar, sem stóð oft í ströngu og einkum fyrst í sambandi við Palestínu. Síðan hafa mörg vötn fall- ið til sjávar og Thor Thors hefur, að því er virðist, kom- izt yfir að gegna báðum þess um embættum Eittlivað hef ur áliti hans hrakað meðal Sameinuðu þjóðanna, þvi er hann var í kjöri síðast sem forsetaefni þeirra, fékk hann aðeins níu atkvæði af næst- um eitt hundrað. Aðrar þjóðir skipta um sendiherra á tveggja til f jög- urra ára fresti og senda þá sem víðast um heim til þess að þeir geti kynnt sér al- þjóðámál og ólík sjónarmið margra þjóða. Sömuleiðis er skipt oft um aðalfulltrúa hjá SÞ, en fjölmennt starfslið hverrar sendinefndar er um- svifamikið. Island hefur þó eina stúlku og ómetanlega aðstoð Hannesar Kjartans- sonar, ræðismanns í New York. Utanríkisráðuneytið hefur oft skipt um sendiherra í (Framh. á bls. 5) Fíflsháttur landsliSsnefndar Sami sauðarháttur og áður í sambandi við skipun lands- liðs Óþolandi stjórn knattspyrnumála Enn einu sinni hefur landsliðsnefnd KSÍ vakið gremju áhugamanna um knattspymu með háttalagi sínu, og virð- ist það verða æ fíflalegra í sambandi við keppnirnar við íra. Nógu vom þessir aulabárðar kotrosknir eftir frammi- stöðu strákanna á írskum vettvangi — og þótti mönnum ekki örgrannt um, að þeir lofuðu hamingjuna hástöfum fyrir að hafa sloppið svo billega út úr þeirri runu glappa- skota, sem þeir vom ábyrgir fyrir, og áður hefur verið rakin hér í blaðinu. J Nær hefði þessum sauðum verið að stilla gleði sinni í hóf og hefjast þegar handa eftir heimkomuna að skipa landsliðið og skapa því nauð synlega aðstöðu til samæf- inga þennan stutta tíma fram að 2. september, er það á að mæta Irum hér á Laug- ardalsvellinum. En það fór á annan veg. Landsliðsnefnd verður eigi sökuð um meiðsli manna okk ar í landsleiknum, en það var hreinn glæpur að setja toppliðin okkar í hörkuleiki á þessu tímabili, og einskær tilviljun eða guðs mildi að ekki skyldu fleiri siasast en Hörður Felixson, sem hlaut meiðsl í hasarleiknum norð- ur á Akureyri. Þar réði sann arlega ekiki fyrirhyggja ráða manna KSl. Eða var það 1 raun og vem nauðsynlegt að skipa þessum leikjum niður á þetta stutta tímabil milli lands- leikja? Við, sem erum búnir að horfa á Laugardalsvöllinn auðan viku eftir viku, hljót- um að hlæja fyrirlitlega að Ódýrt veðskuldabréf Uppboð í ToUskýlinu á hafnarbakkanum fór fram á þriðjudaginn var og voru boðnir upp ýmsir niunir og verðbréf. Eitt bréfanna, tryggt með þriðja veð- rétti í húseign, að upphæð 400,000,00 fór á litlar 8000 krónur, enda víst ekki meira virði. Þrjár nýjar elda- vélar seldust á 3000, 3600 og 4200 krónur hver og þóttu góð kaup. Margt muna var á boðstólum, sem fóru fyrir lítið verð.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.