Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 24.08.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 24.08.1962, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTIÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út fyirir hverja heJgi og kosta 4 kr. í lausas. Pramkvaandastjóri: Geir Gunnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtaist. kl. 10—12. Ajuglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð, Sírni 17333 — Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, HÚm 19150. — Askriftargjaid er 150 kr. árgangurinn og gr. fjrrirfram. ‘ *** ^ ^ ^ w ^ Stórmannlega brugðist víð Það var faííega gert af sænskum heilbrigðisyfir- völdum, að leyfa eyðingu fósturs bandarisku konunnar Sherri Finkbine, sem líkur bentu til að myndi fæða vanskapað bam, þar eð hún hafði tekið inn svefn- lyfið Thalidomide. Það hlýtur að vera hræðileg tilhugsun fyrir verð- andi móður, að vera næstum viss um, að bamið, sem hún gengur með undir belti, muni fæðast stórlega vanskapað af völdum skaðlega verkandi lyf ja, eins og hér átti sér stað, án þess þó að konan hefði hugmynd um hversu hættulegt lyfið var, þegar hún neytti þess. Nú hafa þúsxmdir mæðra eignast vansköpuð böm af völdum þessa svefnlyfs, og það er hægt að ímynda sér hugarástand þessara mæðra, þegar þær sjá ný- fætt fcam sitt svo hræðilega vanskapað að það verður aumingi alla ævi. Ein þessara mæðra greip jafnvel til þess örþrifaráðs í angist sinni, að svipta bamið lífi, vikugömlu. I heimalandi hennar höfnuðu yfirvöldin beiðni Fink- bine um að mega láta eyða fóstri sínu. En Svíar sýndu þann þroska og þá mannúð, að verða við bón veslings konunnar, þegar hún flýði á náðir beirra í vandræðum símun- Það var stórmann- legt. Hvað hefðu íslenzk yfirvöld gert í þessu tilfelli? — g. Kommúnistar með nýja grímu? Allt frá bæjarstjómarkosningunum, er fylgistap kommúnista og fylgishrun Þjóðvamar var Ijóst orðið, hefur legið í loftinu, að ný samfylking væri í upp- siglingu, en til slíks er kommúnistum tamt að gripa, þegar almenningur hefur fengið nóg af einni mynd sýndarmennsku þeirra. Og þá er ekki að efa, að Þjóð- vamardindillinn verði feghm að fá festu. Svo hart er liann nú keyrður af áhugaleysi og innan- meinum, að þráinn einn að halda flokkmun sarnan, gefast ekki upp á þessari aumkunar\erðu tilraim til stjórnmálalegrar aðstöðu í þjóðfélaginu, rekur vafa- laust hálfétnar leyfar flokksins í kjaft kommúnista, sem naumast fúlsar við, ef að líkum lætur. En sjálfir hafa þeir gert sér ljóst hver mislukkun hannibalismimi hefur orðið þeim, og því verður að skera upp herör að nýju, heisa nýtt baráttuflagg. Hafa menn verið að bollaleggja um, livar helzt verði borið niður núna, ef Alþýðubandalagið fetar í fótspor Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins, sem fetaði í fótspor Kommúnistaflokks íslands, — og hætti að bjóða fram. Má raunar furðulegt heita, hve lengi menn glepjast af þessum grímuskiptum útsendara al- heimskommúnismans, og að alltaf skuli finnast nýir nytsemdarsakleysingjar til að láta ota sér fram í þágu hans. Er einna helzt búizt við, að í þetta skiptið verði gripið til hinna svokölluðu Samtaka Hernámsandstæð- inga, enda munu kommúnistar þar allsráðandi eftir nokkur átök við ýmsa Þjóðvamarmenn fyrir síðustu kosningar. Verður fróðlegt að fylgjast með gangi þeirra mála, og þá ekki sízt, hverjum verði nú att fram úr hópi „sakleysingjanna“. — b. ó skemmbisbööun^no Okkur hefur borizt 14. hefti af „Beztu danslaga- textunum“ og er þar m. a. eftirfarandi ljóð, sem nú er ákaflega vinsælt, enda hefur Haukur Morthens sungið það inn á plötu: H U L D A jr 'ÆT <f$5rr~ Á balli upp í sveit þau höfðu hitzt hýr og glöð í vornóttinni kysstst frá þeirri nóttu ég ei greina lcann en Hulda spann og hjartað brann. Hulda spann og lijartað brann aldrei fann hún unnustann. .vT . ■Jt'* Hún beið hans trú og trygg við rokkinn sinn teygðist lopinn, ei kom unnustinn í lijarta sínu vonbrigðin samt fann en Hulda spann og hjartað brann. Hulda spann og hjartað brann aldrei fann hún unnustann. Tíminn leið, liún fékk sér loksins mann frjálsleg inn kirkjugólfið leiddi hann samt var nú ekki höndluð hamingjan og Hnlda spann og hjartað brann. Hulda spann og hjartað brann 1 aldrei fann hún unnustann. Síðan liún vakti vorsins fögru nótt verður henni aldrei, aldrei rótt því Hulda spann, en frið þó ekki fann nei, aldrei fékk hún unnustann. Hulda spann og hjartað brann aldrei fann hún unnustann. 1 verksmiðjunni vefa stúlkur nú sem víst á sveitaböllum hittir þú amor ör á boga bregða kann og Hulda spann og hjartað brann. Hulda spann og hjartað brann > aldrei fann hún unnustann. __ _ __ HAU8CUR á helmleið Haukur Morthens og hans á- gæta hljómsveit munu nú senn vera á heimleiS og hefja skemmlan sína í Klúbbnum um næstu mánaóamót. Haukur er tvímælalaust einn snjallasti skemmtikraftur, sem hér hefur komið fram, og hann myndi án efa sóma sér á hvaða skemmtistað sem væri með er- lendum þjóðum. Hljómsveitin er skipuð úrvals hljófæraleikur- um. Og ágæt landkynning hef- ur vafalaust verið að skemmtan þeirra fólaga hvar, sem þeir hafa farið. Islenzkir listamenn hafa gert nokkrar ferðir austur fyrir járn tjald og getið sér hið bezta orð. Haukur hefur áður „brillerað“ í sjálfu höfuðríki kommúnism- ans, og er hann hélt aftur á vit þeirra róttæku var dagskráin aðallega byggð á flutningi ís- lenzkra laga. Það er sjálfsagður hlutur, að listamenn heimsæki aðrar þjóð- ir og kynni land sitt og list þess, en að láta nota sig í á- róðursskyni fyrir pólitíska stefnu er engum listamanni sæmandi. Sem einlægir aðdáendur Hauks hljótum við að verða að lýsa yfir vonbrigðum okkar yf- ir því að enn einu sinni skyldi hann koma fram á því áróðurs- móti alheimskommúnismans, er hlotið hefur heitið Heimsmót æskunnar, og var að þessu sinni haldið í Helsinki. Þessa gagnrýni höfum við geymt með okkur. Svo miklar deilur voru hér sem érlendis fyrir mótið og framan af því um, hvort það væri ópólitískt eða ekki, að við vildum bíða og sjá til, unz hið sanna hefði komið í ljós. Okkur hefur skil- izt, að á undanförnum mótum hafi allt farið sómasamlega fram, og rauða blekkingin ekki verið sérlega áberandi. Komm- únistar eru snillingar öðrum fremur í að sigla undir fölsku flaggi. En í þetta skiptið virð- ist svo af fréttum, að allt liafi farið upp í loft, er gríman var óvænt rifin af kommúnistagrýl- unni, og það jafnvel af lönd- um okkar á mótinu. Um þetta fáum við allt nán- ari fregnir, þegar þátttakendur koma heim, og staðreyndirnar liggja ljósar fyrir. En þangað til, hljótum við að draga þær ályktanir að mótið liafi verið greinilegt óróðursmót fyrir al- heimskommúnismann, — og á slíku móti eiga ekki snjallir ís- lenzkir listamenn heima. Sízt af öllu sem fulltrúar lands síns og listar þess. ELLY A BORGINNI Um miðjan mánuðinn gerðust breytingarnar, sem við höfðum sagt frá í þessum þætti, að hljómsveitirnar á Borginni og í Næturklúbbnum höfðu staða- skipti. Við höfum ekki farið í Glaumbæ, enda ekki tíðir gest- ir þar, en hins vegar höfum við gengið úr skugga um, að Borgin stendur fyrir sínu, og jafnánægjulegt að koma þang- að og jafnan fyrr. Það er í raun og veru ótrú- legt, hve þessi rótgróni staður hefur staðið föstum fótum, með an nýtízkulegri staðir spretta upp umhverfis. Ástæðunnar er ekki þörf að leita lengi. Þeirr sem notið hafa veitinganna ® Hótel Borg, þekkja gæði þeirra<- og þau hafa sízt rýrnað ri®’ harðnandi samkeppni. Kald® borðið hefur getið sér sérstakt orð, og barinn er sízt eftirbát- ur annarra, en hann var til- tiltölulega skamms tíma e*nn samkomustaður skálfúsra gesta- ☆ Hótel Borg hefur jafnan haff á að skipa úrvals hljómsveituni- Við sáum með söknuði á ef*ar Birni R. og félögum sem sV<^ mikilli kæti höfðu haldið UPP* í glæstum salarkynnum staðar- ins. Við fögnum líka okkar á- gætu söngkonu Elly VilhjálmSr sem þangað er komin nuna^ ásamt hljómsveit Jóns Páls. Það er ekkert vafamál, fjörið verður ekki minnst á Borginni í vetur, og verður víða mikil gleði.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.