Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 24.08.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 24.08.1962, Blaðsíða 3
Nt VIKUTIÐINDI 3 SEoÆxJiSu/i fciusamaðu/i: PISTILL DAGSINS „FRIÐARÞING“ Við lásum nýlega ýtarlega frásögn af fundi, sem nokkrir íslenzkir fulltrúar héldu með blaðamönnum um veru sína á heimsfriðarþingi einu í Moskvu, sem hald- ið var þar fyrir nokkru. Þess er ekki getið í frásögninni, að á þessu þingi — eins og öðrum friðarþing- um kommúnista — voru fulltrúarnir sam- ansafn kommúnista, sem kæfðu sérhverja gagnrýni á Sovétstjórnina í fæðingunni. Eins og flestir aðrir fulltrúar voru hinir íslenzku eingöngu kommúnistar, nema Guðni Jónsson prófessor, en það er mjög erfitt að segja hvar hann er í flokki stadd ur. Hinir voru allt Moskvu-kommúnistar, Kristinn leiðtogi, Þóra Vigfúsdóttir, Ása Ottesen og Sigríður Eiríks. Það er sérstaklega tekið fram í Þjóð- viljafréttinni, að Bandaríkjamenn hefðu aldrei verið fjölmennari á heimsfriðar- þhiginu- En það gleymdist, að einn skel- eggasti bandaríski fulltrúinn gagnrýndi kommúnistastjómina með þeim afleiðing- um fyrir hann, að hann var virtur að vett ugi það sem eftir var þingsins, og ein- angraðist meðal fulltrúanna. Það segir sitt um hreinan friðarvilja, einlægni og sanngirni þessara kommún- ista. Það er segin saga, að konunúnistar koma upp um innræti sitt, hvenær sem er, og geta ekki leynt því þótt þeir vilji. hræsni Eins og venjulega í slíkum frásögnum kommúnista er flaggað nöfnum þekktra manna, sem þessir fulltrúar þelikja þó kannske ekki nema af afspurn. Hver trú- ir til dæmis, að Sigríður Eiríks beri nokk- urt skynbragð á Jean Paul Sartre, eða ritstjóri kvennasíðu Þjóðviljans, Þóra Ei- ríksdóttir? Hver trúir því, að Kristinn liafi ekki tekið eftir því, að Jean Paul Sartre, sem annars er mjög vinstri sinnaður, ef ekki hreinn kommúnisti, mótmælti harðlega þjóðarmorðinu í Ungverjalandi á sínum tíma? En nöfnum hans og annara þekktra manna er meira veifað sem skrautfjöðr- um í áróðursskyni. Það er annars eftir annarri hræsni þeirra, sem lengst eru til vinstri í heim- inum, að halda friðarþing. Sagan fyrr og nú sýnir, að vinstrimenn á öllum tímum hafa verið mestu ribbaldar og ójafnaðar- menn sinna tíma, fyrir lífi, eignum og helgustu mannréttindum, þegar liagsmun- ir þeirra siálfra voru í húfi. Nútímadæmin eru morðin í Ungverja- íandi, Austur Þýzkalandi, frelsisskerðing- ar í leppríkjunum, undirferli í Asíu og pólitísk kúgun og ómannlegt umburðar- Ieysi gagnvart þeim, sem eru á öndverð- uni meiði við þá í skoðunum. VERÐUR VILHJALMUR ÞÓR SÝKNAÐUR í HÆSTARÉTTI? Það er að vísu orðið nokkuð umliðið, til að gera aftur að umtalsefni dóminn í olíumálinu margumtalaða. Sá dómur hefur fengið þau eftirköst, sem margir bjugg- ust við. Hann vakti lítið umtal. Aðeins nokkrar raddir töluðu um afsögn hjá Vil- hjálmi Þór. Allir hinir dæmdu áfrýjuðu, eins og kunnugt er. Það þykir auðvitað nokkuð hæpið að hafa dæmdan mann í embætti Seðlabanka- stjóra landsins. Slíkt er einsdæmi í heim- inum. Skýringin á setu Vilhjálms er þó kannske eðlileg. Margir kunnir lögfræðingar telja álita- mál, hvort átt hefði að dæma Vilhjálm í sektir. Þeir vilja halda því fram, að svo geti farið, að Vilhjálmur verði sýknaður í Hæstarétti. Það sem hér liggur til grundvallar er það, að Vilhjálmur var mikið til fjarver- andi, þegar þau afglöp voru framin, sem hann er dæmdur fyrir sem stjómarmeð- limur í Olíufélaginu. Það getur alltaf ver- ið álitamál, hvenær dæma beri mann í sektir undir slíkum kringumstæðum. Hvað sem því líður má ekki gleyma því, að Vilhjálmur var mjög heppinn, hversu seint olíumálið kom til rannsóknar: Mörg af þeim afbrotum, sem hann hafði fengið dóm fyrir, voru fyrnd, þegar mál- ið var tekið til dóms. Sama er hægt að segja um aðra stjómarmeðlimi Olíufé- lagsins. BANN SÍLDARÚTVEGSNEFNDAR Skipulag síldarsölumála hefur á undan- förnum árum orðið fyrir mikilli gagnrýni, og síldarútvegsnefnd hefur um Ieið orð- ið fyrir albniklu aðkasti. Áhrifamenn í öllum stjórnmálaflokkum telja nauðsyn- legt að endurskoða Iögin um nefndina. Nokkrar smávægilegar breytingar hafa verið gerðar, en engar, sem verulegu máli skipta. Það er fyrst og fremst nú á þessu sumri, sem verulega heyrist talað um það í blöðum stjórnmálaflokkanna, að taka þurfi þessi mál til rækilegrar meðferðar. Vísir gekk lengst í gagnrýninni, en gerði þó engar tillögur. Málið komst aldrei á það umræðustig í blöðunmn. Það virðist vera skoðun þeirra, sem fylgjast með störfum síldarútvegsnefndar, að hún hafi að mörgu leyti ýtt undir spill ingu í kringum sig. Það er til dæmis al- talað að meðlimir síldarútvegsnefndar, er flestir eru síldarsaltendur, noti aðstöðu sína þar til upplýsinga og reki stöðvar sínar eftir þeim. T. d- byrja þeir gjarnan fyrstir manna að salta, rétt áður en sölt- unarbanni hefur verið aflétt, vitandi að samningar em að takast. NEFNDIN ÞARF AUKIÐ AÐHALD Þegar síldarútvegsnefnd bannaði síldar söltun fyrir nokkrum vikum, strandaði á samningum við Rússa. Margir vildu álíta að Rússar væru að pressa viðreisnarstjórr ina. Þeir voru jú ákaflega verzlunarfúsir á dögum vinstri stjómarinnar. Það var þó ekki allur sannleikurinn í málinu. Síldarútvegsnefnd sjálf bar ábyrgðina á banninu, með þvermóðsku sinni. Hún misreiknaði sig í áæthinum um síldar- verðið. Þess vegna gerði hún alltof háar Verðkröfur, kröfur, sem Rússar vildu rétti lega ekki fallast á. Þegar nefndin loks sá að sér og lækkaði verðið niður í það, sem Rússar liöfðu alltaf talið eðlilegt, þá hafði ídotizt stórtjón af. Hvort þetta hefur komið fyrir áður eða ekki skal látið ósagt. Það þekki ég ekki. En nauðsynlegt virðist að minnka nokkuð völd síldarútvegsnefndar og veita henni meira aðhald en verið hefur í stðrf- um hennar. Hagstœð þróun peningamdla ^rsskýrslu Landsbank- fyrir síðastliðið ár, sem ^ ega hefur borizt blaðinu, •ra- skýrt frá því, að fyrir aukna fjárþörf atvinnuveganna vegna geng- islækkunarinnar 4. ágúst það ár, hafi þróun peningamál- anna verið liagstæðari en mörg undanfarin ár. Segir þar að aukning spari fjár hafi orðið meiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Meiri sjávarafli barst á land en áður á einu ári, og verð- lag útflutnings mátti teljast sæmilega hagstætt. Haldið var áfram að losa um höft á innflutningi, en þó söfnuðust innstæður er- lendis. Þrátt fyrir venjulega bindingU' sparif jár var staða Landsbankans gagnvart Seðlabankanum mjög batn- andi á árinu. Bent er á, að fullur lög- skilnaður hafi orðið á rnilli Seðlabankans og Landsbank- ans. Heita þeir nú Seðlabanki íslands og Landsbanki fs- lands. Veðdeildin er nú, eins og áður fyrr, sérstök deild innan Landsbanka fslands á Laugavegi 77. Á árinu hækkuðu heildar- útlán bankans um 137 millj. kr. — upp í 2,072 millj. kr. Útlán til landbúnaðar juk- ust um 43,1 milljón króna, sem stafaði af birgðaaukn- ingu landbúnaðarafurða. Hins vegar lækkuðu útlán til sjávarútvegsins um 19,4 millj. kr., sem átti rót sína að rekja til þess, að stofn- lánadeild sjávarútvegsins - er starfar innan Seðlabankans — opnaði nýja lánafloikka á árinu, og gengu þau stofnlán að mestu leyti til greiðslu á lausaskuldum við bankann. Spariinnlán í bankanum (Framh. á bls. 7)

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.