Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 24.08.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 24.08.1962, Blaðsíða 5
NT VIKUTlÐINDI 5 Fíflshóttur — (Framh. af bls. 1) sem reyndu að sann- ^æra ökkur um nauðsyn slíkra ráðstafana. En landsliðsnefnd hafði ðottið í hug að hafa pressu leik á þriðjudaginn var (tíu ðögum fyrir landsleik!) Þá atti líldega að velja endan- ^ega landsliðið. Hefðu nú ein hverjir meiðzt í þeim ieik, sem 'búast mátti við að yrði harður, — ja, þá ihefði lík- *ega orðið að efna til eins leiksins enn (lífclega fimm dögurn fyrir landsleik!) tilað Velja menn í stað hinna ^ieiddu! Svo er efnt til bæjakeppni ^illi Akureyrar og Reykja- vikur á sunnudaginn kemur. A-ð vísu eru efcki margt lands hðskandídata í Reykjavíkur- liðinu (sem valið var með lengri fyrirvara en tíðkast Q^eð landslið) — en hvað um íiorðanmennina ? Það má öllum ljóst vera, hve einkennandi fyrirhyggju leysi og fíflskapur eru fyrir störf þeirra manna, sem haattspyrnumáluiium ráða hjá okkur. Það er erfitt að kúa því, að stjóm KSÍ og Landsliðsnefnd KSl hafi ekk ert samstarf sín á milli, en svo virðist sannarlega vera. Knattspyman hefur um ^heið skipað öndvegi meðal iþrótta hérlendis. Hefur þar ^avið saman, að við höfum ýmsa snjalla og duglega hnattspymumenn, og al- •nenningur hefur haft áhuga Sn’ii’ íl)róttinni. Háttalag forráðamanna hnattspymimnar er íþrótt- inni og veg hennar stórhættu £ legt. Það verður að taka fram fyrir hendurnar á þeim og stöðva þá í fíflskap þeirra áður en varanlegt tjón hlýzt af. Því fyrr því betra. Hvenær — (Framh. af bls. 1) öðrum löndum, og nú nýver- ið hefur verið gerð allmikil hreyting í nágrannalöndun- um. Ekkert bólar á skiptum í Washington. Ekki skidu neinar brigður bornar á hæfi leika Thor Thors, en það hlýtur að vera nauðsynlegt, úr því að aðrar þjóðir gera það, að skipta um sendi- herra sem oftast. Það nær heldur ekld nokk- urri átt, að láta sarna mann- inn gegna samtímis svo um- j fangsmiklum og ábyrgðar- miklum embættimi. Thor er næstum hálft árið í New York á þingi SÞ, en stjórn- arskrifstofur Bandaríkjanna em í Wasliington og spotta- kom á milli borganna- Starf semin hlýtur því að verða nokkuð afskipt á báðum stöð um og þarf ekki að orðlengja það. Eitt er víst, að það er fyrir löngu kominn tími til þess að skipta um og almenn ingur spyr: Hvers vegna hef- ur það ekki verið gert? AMOR EVA SKUGGAK ÖI og gosdrykkir Tóbak og sælgæti Söluturninn við HLEMMTOB6 Tríó Chsirles skemmtir um helginu Klúbburinn Býður yður góðan mat og þjónustu. Vinsæla dansmúsík í þægilegum og smekklegum vistarverum. Klúbburinn skapar yður þá stemningu sem þér óskið. Klúbburinn mælir með sér sjálfur. Klúbburinn Lækjarteig 2, sími 35.3.55. N O R Ð R I: EBE og íslendingar — Markaðir í mörgum löndum — Farið sé að öllu með gát MÖRG SJÓNARMIÐ Stofnun Efnahagsbandalags Evrópu er vandamál, sem íslendingar hafa velt fyrir sér og eiga erfitt með að átta sig á. Skiptast menn yfirleitt í tvo hópa með eða á móti. Þeir sem eru á móti eru einkum andstæðingar ríkisstjórn- arinnar og þá helzt kommúnistar, sem fylgja dyggilega línunni að austan. Rússum er nefnilega meinilla við sam- einingu Evrópu og skynja það manna bezt, að sameiginlegir hagsmimir þess- ara þjóða, muni verða Sovét-blokkinni erfiður keppinautur. Hinn hópurinn er ærið mislitur og skiptist eiginlega í þrennt: Þeir, sem eru með inngöngu í bandalagið; þeir sem vilja aukaaðild og þeir, sem vilja aðeins gera við það viðskiptasamning á takmörkuðum grundvelli. AUSTURBLOKKIN Því iber ekki að neita, að á meðan íslendingar eru að byggja upp varan- lega og trausta atvinnuvegi, er töluvert varasamt að ganga inn í eitthvert á- kveðið efnahagsbandalag. Frjálsræði í viðskiptum við sem flestar þjóðir verður að vera opinn möguleiki lítilli þjóð, sem á eftir að treysta sitt eigið efnahagskerfi. Eins og stendur seljum við Austur- blokkinni um þriðjung framleiðslu okk- ar og fáum í staðinn nýtilega vöru, svo sem eldsneyti, timbur, jám og korn- vörur, allt á heimsmarkaðsverði. Það er engiun vafa bundið, að stöðvun þess- ara viðskipta mundi valda okkur óbæt- anlegu tjóni og miklum vandræðum. Sú staðreynd er aftur á móti fyrir hendi, að Austur-blokkin hefur ekki upp á jafn nýtilegar iðnaðarvörur að bjóða og Vestur-Evrópa og Bandarík- in, og einnig eru auðveldari viðskipti í hvívetna við þær þjóðir en Austur- blökkina. BANDARÍKIN Möguleiki á stórauknum viðskiptum við Bandaríkin standa jafnvel fyrir dyr um. Forseti þeirra fær næstum alræðis- vald í viðskiptum við aðrar þjóðir og getur með einu pennastriki hækkað og lækkað tolla eftir atvikum. Þennan möguleika eiga Islendingar að nota sér vel, því aukin viðskipti við Bandaríkin geta orðið og hljóta að verða okkur happadrjúg. Háþróað iðn- aðarland, eins og Bandaríkin, bjóða okfcur upp á allt það, sem aðrar þjóð- ir geta framleitt og meira til- Auk þess eru vörur þaðan yfirleitt endingargóð- ar og á allan hátt mjög nýtilegar og fjölbreytni mikil. Það, sem veldur þó mestu um hag- kvæm viðskipti Islendinga við aðrar þjóðir, er að við sjálfir komum efna- hag landsins á traustan grundvöll. Framleiðsla og heilbrigð fjármálapóli- tík verður að haldast í hendur — svo og kjör almennings. Þau verður að reikna út frá því hve framleiðslan er mikil hverju sinni og greiða laun 1 sam ræmi við það. EIGIN VANDAMÁL Island er þannig statt á krossgötum í dag. Ný efnahagsheild er að myndast í Evrópu á lýðræðislegum grundvelli. Sameinuð Afrika er í uppsiglingu og Austurblokkin og Bandaríkin boða auk- in viðskipti. Það er því mikils virði fyr- ir Islendinga að fara að öllu með gát og halda öllum möguleikum opnum. Það er bara verst að við eigum svo fáa menn á viðskiptasviðinu, sem vdt hafa á fjármálum og viðskiptamálum yfirleitt. Stjórnmálamennimir, sem allt þykjast vita og geta, vasast í öllu og rata aldrei réttu leiðina. Þess vegna væri viturlegt fyrir þá að kalla saman ráðstefnu, óháða flokkum, sem fjallaði urn þessi nýju vandamal og ræddi þau af alvöru með þjóðarhag fyrir augum. Það er engin skömm fyrir ríkisstjóm ina og hjálparkOkka hennar að leita ráða sem víðast. Þetta er gert með öðr um þjóðum og gefst vel. N o r ð r i Æ

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.