Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.09.1962, Side 2

Ný vikutíðindi - 14.09.1962, Side 2
2 NY VIKUTIBINBI NY VIKUTIÐINDI koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. Framkvæmdastjóri: Geir Gunnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtalst. kl. 10—12. Auglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð, Sími 17333 — Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Prenffrelsi og „sportverkiall" Fólk í lýðræðisríkjum hefur hingað til talið J>að til sjálfsögðustu mannréttinda, að hafa málfrelsi og prent- frelsi. Þessu er á annan veg farið í ríkjum, sem aldrei hafa vanizt slíku frelsi, eins og t. d. í einræðisríkjun- um Spáni og Rússlandi. Að vísu var Spánn um tíma íýðræðisríki, unz herinn tók Jiar völd og Franco fékk einræðisvaíd, en fólkið þar var yfirlleitt svo ómenntað, að |>að notfærði sér ekki frelsi sitt meðan það inátti að veruiegu ráði. Því ber ekki að lejma, að prentfrelsi og málfrelsi geta verið hættuleg vopn í höndum áróðursmanna, sem geta villt jafnvel menntuðustu mönnuin sýn. Þetta kom í Ijós í Þýzkalandi með valdatöku Hitiers, og þetta eru kommúnistar að reyna að gera liér á landi síðustu árin Samt held ég að Þjóðverjar sjái ekki eftir neinu meira, en að hafa látið blekkjast af Hitler; og við íslendingar eigum eftir að súpa seyðiö af þcirri upp- lausn í fjármálum okkar, sem kommúnistar hafa þegar komið til leiðar. Og áreiðanlega vildi enginn okkar af- sala sér sjálfsögðustu mannréttmöum — fá jafnvel á sig einhvers konar Gestapo-lögreglu og þá réttarað- stöðu einstaklingsins, sem kemur í kjölfar hcnnar. Þessar hugleiðingar hafa sprotrið af verkfalli því, sem prentarar hafa efnt til og nú er nýlokið. Það er á allra vitorði, að prentarar hafa ágæt laun og að sumir Jjeirra hafa allt að ráðherralaumun, þótt dult fari. Samt fara þeir út í verkfalí, sem sumir hafa nefnt „sportverkfall“, ekki vegna þess að þeir séu óánægðir með kaupið, heldur af J>ví J>eir vilja ekki þurfa að vinna nema 44 klukkutúna af 168 stundum vikunnar. Þetta hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum áratugum, jafnvel nokkrum árum — og er raunar nú. En verkfall prentara er afdrifaríkara en verkfall flestra annarra liagsmunaflokka. Það hefur þu áhrif, að prentuð blöð og rit koma ekki út og þar iheð er prentfrelsið í rauninni afnumið, meðan á verlcfallinu stendur. Þegar prentaraverkfall skall á í Bandaríkjunum fyr- ir nokkrum árum, fóru blöðin aðrar leiðir mn síðir, til þess að koma fréttunum til almennings. Fundnar voru upp sérstakar ritvélar með prentletri og aðrar vélar, svo að raunverulega urðu prentararnir óþörf stétt, ef í nauðimar rak. Svona er þetta alltaf. Neyðin kenuir naktri konu að spinna. Yfirleitt held ég að sá andi hafi ríkt í prentsmiðjum hér að undanfömu, að prentarar, prentsmiðjustjórar og blaðamenn hafi litið á sig sem félaga. Prentsmiðj- umar hafa ekki borið sig vel og hefðu þurft að hækka gjaldskrá sína fyrir löngu. Þar að aulti er mikill hörg- ull á þrenturum -— bæði vélsetjurum, handsetjurum og pressumönnum, svo boðið hefur verið í þá upp úr öllu valdi, ef prentsmiðjurnar hafa átt að geta starfað. Áð öllu þessu samanlögðu getum við ekki annað en furðað okkur á verkfallinu. Það er engu líkara en að krafan um styttri vinnutíma sé fyrirsláttur, því okkur vitanlega hafa prentarar alltaf getað fengið frí, þegar þeir hafa óskað þess. Ef þeir fengju þau ekki hefðu þeir sagt upp, og þá væru margir um boðið að fá þá í sína prentsmiðju. — g. hljómplöturabb I Bandaríkjunum er vikulega gefinn út listi 'yfir vinsælustu lögin, og er þá einkum byggt á því, hvaða grammófónplötur seljast inest. Við höfum í hönd- unum lista síðustu vikuna, þann síðasta, dagsettan 9. seþtember þ. á. Þar er sagt að eftirfarandi tíu lög séu nú þau vinsælustu í svipinn: 1. Sherry 2. Shiela 3. Loco-Motion 4. She’s Not You 5. Ramblin’ Rose 6. Rreaking Up Is Hard To Do 7. Party Lights 8. Green Onions 9. You Belong To Me 10. You Don’t Know Me Efsta lagið ,,Sherry“ hefur slegið í gegn á mjög skömmum tíma — var neðst á listanum 18. ágúst, en 1. þ. m. var það orðið nr. 12. Það er sungið af „4 Seasons,“ sem er karlakvart- ett. Annað lagið „Shiela“ hefur undanfarnar vikur verið með vinsælustu lögunum og er sung- ið af Tommy Roe. Þriðja lagið „Loco-Motion“ er eitthvert bezta og vinsælasta „twist“-lagið, sem fram hefur komið. Það er sungið af Little Eva, og gerir hún því mjög góð skil. Það hefur lengi verið efst á listanum. „She’s Not You“ er sungið af Elvis Presley og hefur nú senni lega náð hátindi sínum, en hef- ur í nokkrar vikur verið með vinsælustu lögunum. ..Ramblin’ Rose“, sungið af hinum gamla og alkunna Nat „King“ Cole er á uppleið og mun að líkijidum lenda í 1. sæti. Næstu tvö lögin á lisfanum hafa lengi verið í efstu sæt- unum, en eru nú á niðurleið. Hins vegar eru „Green Ortions“ og „Yoii Belong to Me“ á mjög hraðri leið upp á við. Þau lög sem helzt er búist við að berjist á næstunni um efstu sætin, eru ,,Teen Age- Idol,“ sungið af Rick Nelson, „Sénd Me The PiUow You Dream Oon,“ sungið af Johnny Tillotson og „Beecliwood 4-5789,“ sungið af karlakvart- ettnum Marvelettes og „Lie To Me“ sungið af Brook Benton. Af þeim nýjustu, sem eru uni það bi] að koma út núna, má einna helzt nefna ,,Punish Her“, sungið af Bobby Vee „What Kind Of Fool Am I“, sungið af Sammy Davis jr., „Little Black Book,“ sungið af Jimmy Dean og „Tortune“ sungið af Kris Jensen. Eydal- Um næstu mánaðamót hættir savófónleikarinn Finnur (Bjór- kjallarinn) Eydal, ásamt eigin- konu sinni, söngkonunni Helenu Eyjólfsdóttur, í hljómsveit Svav ars Gests, þar sem þau hafa ver ið í ár, og aðallega skemmt í Lido, auk þess komið fram á vinsælum kvöldskemmtunum hljómsveitarinnar um allt land. Mun nú vera endanlega af- ráðið, að Finnur stofni fimm manna liljóinsveit, sein verði á Röðli í vetur, og syngur Hel- ena með liljómsveitinni. Blaðinu er ókunnugt um, hverjir verða með Finni í hljóm sveitinni, en við getum ekki stillt okkur um að geta þeirra, Vinsældir Elvis Presley, sem um nokkurra ára bil hafa verið feiknarlegar, virðast sízt vera í rénum, l,vl að hver ný plata með honum kemst fljótlega í efstu sæti vinsældalistans. Nýjasta vinsældalagið lians er SHE’S NOT YOU. á skemnntiistiööununn sem nefndir hafa verið í því sambandi: Er þá fyrst að geta Ingimars, bróður Finns, sem er afbragðs píanóleikari, og hefur verið í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri í sumar. Þá er það víbra- fónleikarinn Gunnar Sveins og trommuleikarinn Alfreð Alfreðs- son, sem verið hafa í hljómsveit Andrésar lngólfssonar. Á fimmta manninii höfúm við ekki lieyrt minnzt, — en það kemur, eins og annað í Ijós á sínum tíma. - Elfar Um mánaðamót byrjar hin' vinsæla liljómsveit Árna Elvaf í Næturklúbbnuih, en Árni er búinn að vera á Röðli um lanð1 skeið og hefiir átt sinn r^ía þá.tt í að skapa vinsældir stað arins. Með Árna í hljómsveitinni eru gítarleikarinn Gunnar jónsson, bassaleikarinn ur Björnsson og trommuleikar inn Sveinn Óli Jónss., auk saxó- fónleikarans unga Rögnvalds Árelíussonar, sem bættist í bop inn fyrir skemmstu, og mun að líkindum leika með hljóínsveit Guð inni í vetur. Ragnar forstjóri Næturklúbbs ins mun vera erlendis um ÞeSS ar mundir í leit að söngkonu.

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.