Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.09.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 21.09.1962, Blaðsíða 2
2 NT VIKUTIÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út á föstudögum og kosta 4 kr. Utgefandi: Geir Gunnarsson. Ritstjóri: Baldur Hólmgeirsson. Auglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð. Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2, símar 19150 og 14856. Stórholtsprent h. f. HUGLEIÐINGAR IJM EBE Mjög er ná dregið í efa, að Bretar gangi I Efna- hagsbandalag Evrópu. Ef svo verður ekki, telja marg- ir að okkur beri ekki heldur að gera það. Eitt af því, sem mælir með þeirri skoðun, er það, að ekld verður unnt fyrir okkur sjálfa að átvega markaði utan bandalagsríkjanna, þvi að reglur þess gera ráð fyrir að slíkar sölur fari fram á veguni stofnana þess. Og það er mjög vafasamt, hvort sér- stakt tillit verður tekið til söluerfiðleika íslenzkra át- flutningsvara, jafnvel þótt því yrði lofað við undir- skrift samnings. Ná eru Bretar einir helztu kaupendur ísvarins fisks af okkur, og Bandaríkjamenn eru sífellt að auka kaup á liraðfrystum fiski. Hætta kann að vera á því, að Norðmenn, Niðurlandaþjóðimar og Vestur- Þjóðverjar ykju fisldskipastól sinn og yrðu skæðir keppinautar okkar innan bandalagsþjóðanna. Þar við bætist svo, að síldarsölur lokkar til Austurblokkar- Innar yrðu í hættu. Vlð getum einnig bókað það, að bæði BandarDdn og Austurblokksríkin vilja allt til vinna, að við göng- um ekki í EBE, svo að okkur standa til boða mjög góðir viðskiptasamningar við þessi lönd. Einnig meg- um við reiða okkur á það, að við eigum kost á er- lendri aðstoð, sem nemur a. m. k. 1% af þjóðar- tekjunum, ef við verðum utan EBE. Við höfum það eftir góðum heimildmn, að utan- þingsnefnd sá, sem kosin var til að athuga og gera tillögur um inngöngu fslands í bandalagið, bíður með álitsgerð sína eftir því, hvemig afstöðu stórveldin taka, einkum England. Nefndin gerir sér væntanlega 1 jóst, hversu afdrifaríkt þetta stórmál getur verið fyr- ir okkur og flanar ekki að neinu. Okkur virðist því auðsætt mál, að gangi hið mikla viðskiptaland okkar, England, ekki í EBE, sé alger- lega óhugsandi að við höfum ihag af því að ganga í bandalagið fyrst um sinn. i— g. ó sWf^nntrisböÖunLjm VETBARVERTÍÐIN AÐ HEFJAST Og nú er vetrarvertíð veit- ingahúsanna að hefjast, og vafa laust verður hún ekki minni en undanfarin ár, þótt hagnaður einhverra aðila kunni að verða talsvert minni en undanfarið sökum blaðaskrifa um verð á veitingum, sérstaklega áfengi, í þessu blaði. Okur það, sem átt hefur sér stað á sumum vín- veitingahúsum, verður víst seint bætt gestum að neinu ráði, en verðlagið hefur lækkað til muna og er víst víðast orðið nærri lagi. Raunar er það furðulegt, að veitingahúsin skuli hafa látið undir höfuð leggjast að láta verðskrá þá, sem áfengisverzl- unin hefur gefið út, liggja frammi gestum til glöggvunar, svo að enginn vafi þurfi að leika á því, hvað áfengi má kosta, úr því að verð þess er á annað borð bundið lagaákvæð um. Annað mál er svo það, hvort ástæða er til að leggja hömlur á verð veitin-gastaða, sérstaklega vínveitingastaða. Jafn misjafn- ir og staðirnir eru að vinsæld- um og gæðum, s.s. vali skemmti krafta, íburði í mat og húsa- kynnuin, raunar allri þjónustu fráleitt að verða að greiða hærra gjald á fínni stöðum fyr- ir veitingar, svo sem tíðkast er- lendis. Strangar hömlur í þess- um efnum eru meira að segja líklegar til að draga úr almenni iegum skemmtistaðarekstri, og er þá vissulega illa farið. En meðan áfengislöggjöfin er jafn fáránlega samansett og lög- gæzlumenn svo aðgangsharðir við a. m. k. suma brotlega, verð ur að láta jafnt yfir alla ganga, og taka þá heldur löggjöfina í heild til endurskoðunar en láta nokkra mismunun gilda. Þörfin á endurskoðun áfengislöggjafar- innar er augljós. Og þá er margs að gæta, svo að hún verði ekki kauðskari en áður. Fáránlegt fyrirbrigði í $kemmt- analífinu má hún aldrei verða. SVAVAR GESTS missir Finn Eydal og Helenu úr liljómsveit sinni um mánaða- mótin, og vitum við ekki til þess að hann taki aðra í stað- inn en Reyni Jónasson, harmón iku- og saxaófónleikara, sem undanfarið hefur leikið í Þjóð- leikhússkjallaranum. Til viðbótar við það, sem við höfum áður skrifað um breyt- ingar á hljómsveitum á skemmti stöðunum í vetur, getum við nokkur minnsta vissa fyrir Þvr fengin, hverjir leika í Lido í ve* ur, eða á Hótel Sögu. Við vtt' um ekki til þess, að nýjar hljó© sveitir séu í uppsiglingu, auk þeirra, sem hér hefur verið 8et' ið í þáttunum áður. Okkur finnst einkennilegt, að snjaU' asta hljómsveitin í borgin© skuli ekki vera ráðin á neinu skemmtistað borgarinnar ennþá' eða er það meiningin að hafa Björn R. og hljómsveit á Kefla' víkurflugvelli í allan vetur? AÐSÓKNIN við gesti, fyndist manni ekki^,aðeins sagt það, að enn er ekki^, að hinum svokölluðu >,V*B lausu“ stöðum hefur verið tats verð í allt sumar, og aukizt a venju til muna með haustinu> — og drykkjuskapur hverS1 meiri en þar. Það er óhugnan legt að sjá gestina slangra ni® ur tröppurnar á Þórscafé efbr dansleik, komandi út af »Þu1^ um“ stað, og hlýtur að vekí8 mann tij umhugsunar um, hver* cg vegna vínveitingastöðu-num ekki heldur leyft að hafa °P' lengur fram eftir, þar sem a standið er miklu skárra. Þö eru engin rök, að þá eigi uB^ lingarnir engan samastað til 8 dansa. Eins og ástandið hefur yerið á þessum stað á engiu” unglingur erindi þangað. hvihmyndir -x KÓPAVOGSBIÓ BLÓÐUGAR HENDUR Arthuro de Cordova leikur að alhlutverkið í Suður-amerísku kvikmyndinni „Blóðugar hend- ur“ — eða „Flóttinn úr fanga- nýlendunni“ eins og Danir nefna hana — sem sýnd verður í Kópavogshíó á næstunni. Séð á prufusýningu Þetta er sterk mynd; byggð efnislega á fangauppreisn, sem raunverulega var gerð í Brazil- íu, og flóttatilraun fanganna um fjöll og skóga yfir í annað ríki. Cordova er gamalkunnur kvik myndaleikari, enda mæðir mest á honum í myndinni, og tekst honum að gera hlutverki sínu mjög góð skil. Aðrir leikarar eru óþekktir liér, en engu að síður eru þeir flestir ágætir listamenn á sínu sviði. Stjórnendum kvikmyndarinn- ar hefur tekizt að skapa jafna stígandi og óslitna spennu frá upphafi til enda. Já, endirinn er ekki sízt óvæntur og átak- anlegur. Sumum kann að finnast mynd in ljót og hryllileg, en fyrst svona nokkuð gerist, þá er alls ekkert á móti því að við kynn- umst því. Lífið er nú einu sinni ekki eintóm sæla, og það verðum við að gera okkur Ijóst Það er a. m. k. heilbrigðara að honfast i augu við staðreyndirn- ar en loka augunum fyrir þeim. Myndin er með dönskum texta. — g. DRAUGASKIPRE) Gamla Bíó sýnir nú hörku- mynd með Gary Cooper í aðal- hlutverkinu, sem gerist að mestu um borð yfirgrínU farmskipi. ^ Eini maðurinn, sem hafði 0 ið eftir um borð, var Pa c fyrsti stýrimaður. Fiskimaðu^ inn Sands, sem leikinn er Charlton Heston, hugðist reyna að bjarga skipinu til bafnar, eo va rð vegna vaxandi sjógangs -hann eftir um borð í skip’n og neyddist til að aðstoða Pat<^ við að sigla skipinu í straU En þar með er ekki oll sa^ an sögð. Margir óhugnanleí* atburðir gerast, og engum © sýningU að leiðast, meðan á myndarinnar stendur. Séö á prufusýningu Auk áðurnefndra konxa margir ágætir enskir arar fram, eins og til næ ^ Michael Redgrave. Myndin e_ sýnd á breiðtjaldi og tekin ágæturn litum. — g.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.